Morgunblaðið - 22.02.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 22.02.2003, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is KRAKKARNIR í Lindaskóla í Kópavogi eru ekki bangnir við að láta heiminn vita hver afstaða þeirra til neyslu tóbaks og vímu- efna er. Á dögunum skráði 100. fé- laginn sig inn í klúbbinn þeirra, Flott án fíknar, sem eins og nafnið bendir til er félagsskapur þeirra unglinga sem hyggjast láta þessi fíkniefni vera. „Þetta gengur út á að krakkarnir gera skriflegan samning þar sem þeir lofa að fikta ekki við tóbak, áfengi eða önnur vímuefni á meðan þeir eru í grunnskóla,“ segir Guð- rún Snorradóttir, náms- og starfs- ráðgjafi, en hún vinnur einnig að forvarnamálum í skólanum og held- ur utan um starfsemi klúbbsins. Undir samninginn skrifa svo ung- lingurinn, foreldrar hans og Guð- rún, sem hefur skjalið í vörslu sinni. „Í staðinn fá þau ýmis tilboð,“ heldur hún áfram, en meðal annars hefur krökkunum verið boðið í Laz- er Tag, keilu, á bíósýningu og í dag verður farið í skemmtiferð í Blá- fjöll. Þetta virðist bera tilætlaðan árangur því félagatalan tvöfald- aðist nánast á einum degi í tengslum við heimsóknina í Lazer Tag. Sem fyrr segir eru félagarnir nú orðnir 100 talsins og einum bet- ur, en alls eru um 140 krakkar í unglingadeild skólans. Fylgjast með hvert öðru Spurð um eftirlit með því að samningurinn sé haldinn segir Guð- rún að krakkarnir fylgist hvert með öðru enda setji hún reglulega upp nafnalista yfir þá sem eru með í klúbbnum. „Ég trúi því að þeir sem eru í klúbbnum séu ekki að brjóta samninginn enda finnst mér ein- staklega góður andi hér í unglinga- hópnum og það viðhorf ríkjandi hjá þeim að stunda heilbrigt líferni.“ Erla Brynjarsdóttir, nemandi í 10. bekk skólans og hundraðasti fé- lagi klúbbsins, bætir því hér við að foreldrarnir séu líka duglegir að fylgjast með og undir það taka Baldur Viðar Baldursson, nemandi í 8. bekk og Birgir Örn Strange, sem er í 9. bekk skólans. En af hverju ákváðu þau að vera með í klúbbnum? „Þetta er bara skemmtilegt,“ segir Erla. „Og góð afþreying og svolítil skemmtun fyrir samræmdu prófin,“ bætir hún við. Birgir er sama sinnis. „Auk þess vildi ég einfaldlega standa við þennan samning um að reykja ekki og drekka ekki á unglingastiginu og helst bara áfram í menntaskóla,“ segir hann. Gott haldreipi Krakkarnir eru sammála um að gott sé að hafa samninginn sem ákveðið haldreipi. „Ef einhver ætl- ar að reyna að plata mann í eitt- hvað þá segir maður bara nei því annars missir maður út öll tilboðin sem eru í klúbbnum,“ segir Birgir. Baldur segist halda að líklega séu fáir jafnaldar hans að fikta við vímuefni og þeir hafi líklega lítinn áhuga á þeim. Eldri krakkarnir eru ekki eins sannfærðir. „Auðvitað spáir maður í þetta,“ segir Erla og Birgir tekur undir. „Maður vissi af þessu strax í 7. bekk því þá voru einhverjir krakkar að fikta við að reykja.“ Guðrún bendir á að klúbburinn sé hluti af forvarnaáætlun skólans en fyrir utan klúbbinn sé fleira gert. „Við leggjum t.d. mikla áherslu á útivist og bjóðum upp á valgrein fyrir 9. og 10. bekk sem kallast útivist og fjallamennska. Þar eru 36 nemendur með. Þar fyr- ir utan er þessi almenna fræðsla sem er í öllum skólum á borð við kennsluefni Krabbameinsfélagsins, fyrirlestra og annað.“ Hún bætir því við að 11. mars næstkomandi muni skólinn kynna forvarnaáætlun sína á opnum fræðslufundi hjá starfshópnum Náum áttum sem vinnur að því að vekja grunnskóla til umhugsunar um þessi mál. „Fyrst þetta hefur virkað svona vel hér viljum við gjarnan segja frá þessu ef ein- hverjir aðrir skólar vilja taka þetta upp,“ segir hún að lokum. „Þá segir mað- ur bara nei…“ Unglingaklúbburinn Flott án fíknar gefur góða raun Morgunblaðið/RAX Guðrún, Erla, Birgir og Baldur segja klúbbinn þeirra, Flott án fíknar, vera góðan stuðning við unglinga sem ætla ekki að neyta fíkniefna á meðan þeir eru í grunnskóla auk þess sem tilboð klúbbsins freisti talsvert. Kópavogur BORGARRÁÐ hefur hafnað beiðni eiganda veitingastaðarins L.A. Café um viðræður um kaup borg- arinnar á rekstri og húsnæði stað- arins. Borgarlögmaður segir borg- ina ekki bótaskylda vegna skipulagsaðgerða, sem leiddu til skertrar samkeppnisstöðu L.A. Café að mati eiganda þess. Eins og Morgunblaðið greindi frá telur eigandi staðarins að með því að heimila rýmri veitingatíma áfengis um helgar í hluta miðborg- arinnar hafi borgaryfirvöld skert samkeppnisstöðu þeirra veitinga- staða sem eru utan við það svæði sem heimildin nær til, þar á meðal L.A. Café. Umsókn staðarins um rýmri veitingatíma hafi verið hafn- að og óskaði eigandinn því eftir viðræðum um kaup borgarinnar á staðnum og húsnæðinu sem hann er rekinn í. Í umsögn borgarlögmanns um málið er vísað til dóms Hæsta- réttar frá nóvember 2000 vegna málefna veitingastaðarins. Er það mat borgarinnar að Hæstiréttur hafi fallist á að fyrrnefndar að- gerðir borgarinnar byggist á mál- efnalegum sjónarmiðum og séu lögmætar. Borgin sé ekki bótaskyld vegna aðgerðanna og er ósk um viðræður um kaup á staðnum því hafnað. Hafna ósk L.A. Café um við- ræður Miðborg SÍTT hár, ennisbönd og blóma- mynstur réðu ríkjum í íþróttahús- inu í Víðistaðaskóla á fimmtudags- kvöld þegar um 600 ungmenni úr Hafnarfirði komu þar saman til dansleiks. Þema kvöldsins var hippatíminn og létu krakkarnir ekki sitt eftir liggja við að skapa rétta andrúmsloftið á ballinu með þeirri undantekningu þó að vímu- efni voru látin lönd og leið enda meðferð þeirra óheimil á dans- leiknum. Það vantaði þó ekki fjörið því hljómsveitirnar Írafár og Sign léku fyrir dansi, sigurvegarar úr ka- raókíkeppni og hæfileikakeppni Hafnarfjarðar komu fram og hver skóli var með heimatilbúin skemmtiatriði. Ballið var liður í grunnskólahá- tíðinni í Hafnarfirði en hún var haldin fyrir nemendur á unglinga- stigi grunnskólanna þennan dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómabörn og brjálað stuð Hafnarfjörður REIKNA má með að undirbún- ingur og umhverfismat vegna mislægra gatnamóta Miklubraut- ar og Kringlumýrarbrautar taki um eitt ár áður en útboð gætu farið fram. Þetta er mat for- stöðumanns verkfræðistofu um- hverfis-og tæknisviðs borgarinn- ar. Forsvarsmenn Kringlunnar óska eftir að vera hafðir með í ráðum um framkvæmdina og ótt- ast að mislæg gatnamót með slaufum geti haft slæm áhrif á aðkomur og fráleiðir að versl- unarmiðstöðinni. Svar hans við fyrirspurn Reykjavíkurlistans um fram- kvæmdina var lagt fram á fundi skipulags- og bygginganefndar síðastliðinn miðvikudag. Í fyrir- spurninni var innt eftir því hvað liði skipulagsvinnu vegna fram- kvæmdanna og hvort unnt væri að flýta þeirri vinnu. Í svarinu kemur fram að um skeið hafi legið fyrir skipulagstil- laga þar sem gert er ráð fyrir að Kringlumýrarbrautin liggi í fríu flæði undir Miklubrautinni en Vegagerðin hafi óskað eftir að þeim möguleika yrði haldið opn- um að Miklabraut gæti verið nið- urgrafin. Umhverfis- og tækni- svið borgarinnar hafi ekki sett sig á móti þeim möguleika. Kringlan á móti mislægum gatnamótum með slaufum Þá séu margir hagsmunaaðilar sem komi að málinu og t.a.m. hafi Kringlan sett sig upp á móti framkvæmdinni auk þess sem hugmyndir hafi komið fram um að staðsetja skiptistöð Strætó við gatnamótin sem hafi tafið skipu- lagsferlið. Er gert ráð fyrir að á næst- unni muni liggja fyrir tillaga um útfærslu gatnamótanna og eftir það muni undirbúningur, hönnun og umhverfismat taka rúmlega eitt ár áður en hægt verði að bjóða út verkið. Þá sé verkfræði- stofa umhverfis- og tæknisviðs reiðubúin til að vinna málinu brautargengi og gefa því sér- stakan forgang. Að sögn Arnar Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, eru rekstraraðilar hennar ekki á móti breytingum sem stuðla að öryggi á umræddum gatnamót- um. „Við höfum þvert á móti bent á leiðir sem kosta mun minna en þær tillögur sem lagð- ar hafa verið fram og auka ör- yggið til muna án þess að koma niður á flutningsgetunni.“ Hann segir um að ræða aðrar lausnir en mislæg gatnamót, meðal annars svokölluð fjögurra fasa umferðarljós. „Við höfum sagt að við séum á móti mis- lægum gatnamótum ef þau eru með slaufum af því að við teljum það tímaskekkju að setja þau svo nálægt þessum nýja miðbæ sem þetta svæði er og miðbæ borg- arinnar.“ En óttast hann að aðkomur að verslunarmiðstöðinni versni með slíkum gatnamótum? „Við teljum að þetta geti haft slæm áhrif á aðkomu og fráleiðir ef ekki er rétt að farið. Reykjavík hlýtur að þurfa að hafa í huga að það at- hafnasvæði, sem Kringlusvæðið er, haldi sinni stöðu.“ Hann bætir því við að fyrst og fremst óski Kringlan eftir því að vera höfð með í samráði um breytingar á gatnamótunum vegna nálægðarinnar við svæðið og forsvarsmenn hennar hafi því óskað eftir fundi með borgar- stjóra um málið. Mislæg gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar Undirbúningur tæki um eitt ár Kringla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.