Morgunblaðið - 22.02.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.02.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Björg Sig-urðardóttir fæddist á Vaði í Skriðdal 11. nóvem- ber 1920. Hún lést aðfaranótt 13. febr- úar sl. á sjúkrahús- inu á Egilsstöðum. Foreldrar hennar voru Magnea Her- borg Jónsdóttir, f. 1892, d. 1967 og Sig- urður Björnsson, f. 1886, d. 1939, sem lengst af bjuggu í Sauðhaga á Völlum. Systkini Önnu eru: Ingibjörg Sigríður á Hallorms- stað, f. 1924, Páll Hermann í Sauðhaga, f. 1926, Björn í Sauð- haga II, f. 1927, Magnús á Úlfs- stöðum, f. 1928 og Jón Benedikt í Lundi, f. 1931. Eiginmaður Önnu var Karl Nikulásson, f. 1908 frá Gunn- laugsstöðum á Völlum. Þau hófu búskap í Vallanesi en fluttu í Gunnlaugsstaði 1945 og bjuggu þar síðan. Karl lést 16. október 1982. Þau áttu sex börn: 1) Guð- rún Magnea, starfsmaður á Drop- laugarstöðum í Reykjavík, f. 1944, gift Trausta Gunnarssyni frá Bergsskála í Skagafirði. Þau eiga tvö börn: a) Gunnar, f. 1965, maki Hélené Fouquet, og b) Önnu Herborgu, f. 1967, maki Ófeigur Ingi Gylfason og eiga þau soninn Gunnar Inga. 2) Pálína Ingibjörg, verslunarmaður í Reykjavík, f. 1945, gift Jóni Gunnlaugssyni frá Seyðisfirði. Þeirra börn eru fjög- ur: a) Anna Björg, f. 1965, sam- býlismaður Erik Olufsson. Börn hennar eru Ásta Björg Hlynsdótt- ir, Daníel Hlynsson og Guðjón Jóhannes- son, b) Gunnlaugur, f. 1967, maki Ingi- björg Gyða Guðrún- ardóttir og eiga þau dæturnar Ylfu og Emblu, c) Vilhelm- ína, f. 1979, d) Mar- grét, f. 1981, sam- býlismaður Oddbergur Sveins- son. 3) Sigurður, starfsmaður Austur- Héraðs á Egilsstöð- um, f. 1947, kvæntur Maríu Pétursdóttur frá Bessastaðagerði í Fljótsdal. Þau eiga tvo syni: a) Þröst Pétur, f. 1971, maki Sylvía Daníelsdóttir og eiga þau dæturnar Maríönnu og Katrínu Rós., b) Aðalbjörn, f. 1972, sambýliskona Jóna Björt Friðriksdóttir. 4) Valgerður Mar- grét, bankamaður í Reykjavík, f. 1949, gift Einari Jónssyni úr Reykjavík. Börn þeirra eru tvö: a) Karl, f. 1975, maki Anna María Bjarnadóttir, barn þeirra Einar Valur, b) Jónína, f. 1980. 5) Gunn- laugur, f. 1955, d. 17. júlí 1976. 6) Finnur Nikulás, f. 1956, fram- haldsskólakennari á Egilsstöðum, kvæntur Rannveigu Árnadóttur úr Kópavogi. Þau eiga tvær dæt- ur: a) Gunnhildi, f. 1977, maki Mi- roslaw Luczynski, b) Önnu Berg- lind, f. 1985. Anna Björg bjó á Gunnlaugsstöðum til haustsins 2001 að hún flutti í hús aldraðra við Miðvang á Egilsstöðum. Útför Önnu Bjargar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Vallanesi. Ein fyrsta minning Önnu tengda- móður minnar var, er hún ásamt foreldrum sínum þeim Sigurði og Magneu er að flytja búferlum frá Tunghaga að Sauðhaga á Völlum. Anna, lítil dökkhærð brúneygð telpa um það bil þriggja ára, undr- ast þegar kýrnar eru reknar yfir ána. Það er ekki löng leið milli bæj- anna en Grímsáin óbrúuð og Sauð- hagi ekki ennþá kominn í vegasam- band. Enn er hesturinn þarfasti þjónninn til flutninga og ferða. Í Sauðhaga búnast þeim Magneu og Sigurði vel. Börnin fæðast hvert af öðru næstu árin og heimilið er rómað fyrir myndarskap og dugnað þeirra hjóna. Og þarna elst Anna upp í stórum systkinahópi við leik og störf. Sannarlega var nóg að starfa og mörg verk að vinna úti og inni, þeg- ar heimilin voru að mestu sjálfbær um flesta hluti eins og verið hafði í sveitum frá ómuna tíð. Þar lærðu börnin allt sem þurfti til í veröld þar sem markmiðið var fyrst og fremst að komast af og hafa í sig og á hvernig sem vindar blésu. Hver og einn varð sem mest að reiða sig á eigin dugnað og atgervi. Þarna mótaðist afstaðan til lífs- ins; umhyggja, heiðarleiki, ráðdeild, dugnaður og ábyrgð en einnig sókn eftir menntun, menningu og fróð- leik og að geta gert sér glaðan dag og notið tilbreytingar þegar færi gafst. Óefað var það einkum móð- irin sem mótaði þessi viðhorf enda hafði hún ung að árum brotist í að mennta sig í Kvennaskólanum í Reykjavík sem hlýtur að hafa verið mikið átak fyrir fátæka sveitastúlku á Austurlandi í þá daga. Leið Önnu liggur síðan í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað þótt Anna hefði hug á Bændaskólanum á Hvanneyri, en þá var langt í land að stúlkur settust þar á skólabekk. En Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var ekki venjulegur skóli í nútíma- merkingu heldur frekar mennta- og menningarsetur undir stjórn Sig- rúnar Blöndal þar sem jöfnum höndum var lögð rækt við verklegar og bóklegar menntir í anda lýðskól- anna. Þar dvelur Anna við nám í tvo vetur. Hún vann fyrir skólakostnaði á sumrin sem kaupakona, m.a. var hún eitt sumar kaupakona á Skriðu- klaustri hjá Gunnari Gunnarssyni skáldi og minntist oft þess tíma með ánægju og einnig dvalarinnar á Hallormsstað þar sem mörg vin- áttubönd voru hnýtt sem entust ævilangt. Á þessum tíma deyr faðir hennar rúmlega fimmtugur. Nærri má geta um áhrif þess en með þrautseigju og einurð heldur móðir hennar, ásamt börnunum, áfram búskap og Anna námi sínu á Hall- ormsstað. Um þetta leyti fara þau Anna frá Sauðhaga og Karl Nikulásson frá Gunnlausgsstöðum að draga sig saman eins og sagt var í þá daga og það hefur maður sagt mér, sem vel þekkti til, að þau hafi verið óvenju fallegt par. Frumbýlingsárin taka við þar sem bæði tvö unnu baki brotnu við að skapa sér viðunandi lífsviðurværi, fyrst í Vallanesi sem ráðsmenn prestsins en fljótlega á Gunnlaugsstöðum á Völlum, föður- leifð Karls. Á Gunnlaugsstöðum, bænum þar sem kjarrivaxnir ásarn- ir mæta löndum Sauðhaga, á Anna eftir að búa í 56 ár. Eflaust voru frumbýlingsárin á þeim tíma mjög erfið þar sem vélamenningin var ekki ennþá gengin í garð og nánast útilokað að halda vinnufólk. En smám saman er landið brotið undir ræktun og vélvæðingin heldur inn- reið sína. Börnin sex koma í heim- inn eitt af öðru. Um miðjan 6. ára- tuginn fer að bera á heilsubresti hjá Karli og æ síðan hvílir búreksturinn langtímum saman að mestu á herð- um Önnu og börnin hjálpa til eftir getu. Upp úr 1960 kemur fyrsti bíll- inn á heimilið og Anna á Gunn- laugsstöðum er ein af fyrstu konum sveitarinnar til að taka bílpróf sem hún taldi mikla gæfu því eftir það gat hún farið allra sinna ferða og svo var allt þar til fyrir tæpum tveimur árum að heilsan fór að bila. Þegar ég kem inn í fjölskylduna búa þau hjónin félagsbúi á jörðinni með syninum Sigurði og Maríu eig- inkonu hans. Það er með sanni sagt að mesta ógæfa foreldra sé að jarða börnin sín. Rétt rúmlega tvítugur að aldri deyr sonurinn Gunnlaugur úr krabbameini. En lífið heldur áfram og þrátt fyrir heilsuleysi Karls og ægilegt áfall við fráfall sonarins heldur Anna ótrauð áfram búskapn- um. Sigurður og María hætta bú- skap og flytja í Egilsstaði og eftir það eru þau Anna og Karl ein á Gunnlaugsstöðum. Anna var virk í félagsmálum sveitar sinnar og elsk- uð og virt af öllum sveitungum sín- um og þeim sem þekktu til hennar. Enn sem fyrr er lundin létt, mynd- arbragur á heimilinu, húsfreyjan gengur til flestra verka en gefur sér alltaf tíma til að taka frábærlega vel á móti gestum og gangandi. Öllum líður vel í návist hennar. Frænd- garðurinn er stór og hún nýtur þess að systir hennar og allir bræðurnir búa í grenndinni en alla tíð var mik- ill samgangur milli heimilanna og einstök vinátta við allar mágkon- urnar fjórar. En þau Anna og Karl áttu einnig góða granna og fjöl- mennan vinahóp. Karl lést fyrir rúmum 20 árum. Seinustu árin bar hann merki langvarandi heilsuleysis en hann var ákaflega greindur og fróður maður. Ungur að árum stundaði hann nám við Menntaskól- ann á Akureyri og vann ýmsa verkamannavinnu til sjós og lands en Karl þótti mjög góður verkmað- ur. Þau Anna og Karl áttu óvenju fjölbreytt og mikið bókasafn sem bar vott um fjölþættan áhuga þeirra. Í mörg sumur vann Anna utan heimilis hjá bróður sínum og mág- konu á Úlfsstöðum sem þar hafa rekið ferðaþjónustu um árabil. Þeg- ar Karl lést var Anna komin yfir sextugt og smám saman minnkaði hún við sig búreksturinn og honum var sjálfkrafa hætt þegar riða greindist í fjárstofninum. Þá tók skógræktin við en Anna hafði alla tíð mikinn áhuga á skógrækt. Og nú má sjá á Gunnlaugsstöðum stóra skógarfláka til vitnis um það. Þegar aldurinn færðist yfir og um hægðist hafði Anna meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Hún las mikið, hafði gaman af hannyrðum, einkum vefnaði, og óf mikið á gamla vefstól- inn sinn á Gunnlaugsstöðum. Fram- anaf var heilsan góð og Anna létt á fæti. Hún hafði ávallt gaman af að ferðast og naut þess að horfa á leik- sýningar og þar var Ibsen í miklu uppáhaldi. Hún tengdamamma var falleg kona með dökkt „suðrænt“ yfir- bragð og ávallt stutt í heillandi brosið. Hún var ekki stór kona en hún var stór manneskja vegna þess að hún hafði til að bera þann fágæta eiginleika að vekja ást og virðingu með hógværð og hjartahlýju. Árum saman fórum við fjölskyld- an á hverju sumri austur í Gunn- laugsstaði. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að hitta Önnu, spjalla við hana og bregða sér með henni í ferðir um næsta nágrenni. Hall- ormsstaðaskógur, með óþrjótandi göngustígum og skógarleiðum, er í örskotsfjarlægð og bærinn mjög miðsvæðis á Héraði, þar sem leiðir liggja til allra átta. Oft var reikað um jörðina, gengið upp á ásinn, eða niður að fljótinu eða út á klettaranann þar sem út- sýni er sérlega vítt og fagurt. Þá duldist engum að Anna unni land- inu þar sem hún hafði lifað og strit- að svo lengi en jafnframt átt sínar góðu og glöðu stundir. Ég vissi þá að skáldið hafði rangt fyrir sér þeg- ar það sagði að brauðstrit bóndans kæmi í veg fyrir að hann nyti feg- urðar náttúrunnar og himinsins. Og ég veit núna að þótt ég ein- hvern tíma seinna fari um Gunn- laugsstaðalandið og tylli mér niður „úti á klettum“ á heitum sumardegi, sem hvergi eru betri en á Héraði, og horfði yfir landið og fljótið nið- urundan spegilslétt, þá er fegurðin þar ekki sú sama og áður var. Hún á sér ekki framar endurvarp í göfugri sál tengdamömmu minnar, hennar Önnu á Gunnlaugsstöðum. Einar Jónsson. Nú er skarð fyrir skildi. Tengda- móðir mín, frú Anna Björg Sigurð- ardóttir húsfreyja á Gunnlaugsstöð- um, er látin. Hún var mikil sómakona og skörungur í sinni sveit, ættarhöfðingi sem ljúft er að minnast. Það var að haustlagi árið 1963 að ég kom fyrst á Gunnlaugsstaði og fundum okkar Önnu bar saman. Hún tók vel á móti þessum unga manni, en þá vorum við Pálína að byrja saman og giftum við okkur nokkru síðar. Anna var alúðleg og góð kona, bjartsýn og létt í lund og bjó yfir miklum hæfileikum til að umgangast fólk. Gestrisni Gunn- laugsstaðaheimilisins var við brugð- ið og oft mikill gestagangur. Að ala önn fyrir stóru sveitaheimili og taka þátt í öllum störfum á búinu út- heimti mikla vinnu og dugnað. Það var eins og þetta léki allt í höndum hennar enda hamhleypa til allra verka. Hún vann öll verk fyrirhafn- arlaust að því er virtist. Fyrir utan bústörfin vann Anna mikið að félagsmálum. Hún starfaði í kvenfélaginu og var formaður þess um árabil. Einnig var hún í sókn- arnefnd, skólanefnd, kirkjukór og tók virkan þátt í menningarstarf- semi af öllu tagi. Í gegnum allt þetta starf eignaðist hún marga vini sem héldu tryggð við hana. Anna fæddist á Vaði í Skriðdal og ólst upp í stórum systkinahópi í Sauðhaga. Sauðhagafólkið er allt harðduglegt ágætisfólk og vandað í alla staði. Samheldni Sauðhaga- systkinanna er annáluð og mikill samgangur milli þeirra. Því öðlast sá sem kemur inn á eitt þessara heimila sjálfkrafa sess hjá hinum, a.m.k var það tilfellið með mig. Óvíða er fallegra en á Gunnlaugs- stöðum. Frá bænum er mikið útsýni til allra átta. Snæfellið sést vel og fljótið með öllum sínum blæbrigðum fyrir neðan bæinn streymir út í víð- áttuna í norðri. Í austri blasir Sand- fellið við, sem einnig sést vel frá Sauðhaga. Gönguleið er á milli Gunnlaugsstaða og Sauðhaga. Þetta allt var Önnu svo hjartfólgið og þökkum við fyrir að hafa fengið að njóta þess með henni. Önnu verður minnst um langa framtíð fyrir myndarskap, dugnað, hjartahlýju og höfðingskap. Sendi börnum Önnu, barnabörn- um og öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð vera með ykkur. Jón Gunnlaugsson. Það var alltaf mesta tilhlökkunar- efni sumarsins hjá okkur systrum að komast í sveitina til ömmu. Sumrin á Héraði eru engu lík. Fljótið og skógurinn umlykja Gunn- laugsstaði og öll sveitin er einstök. Amma var líka einstök. Allt sum- arið 2001 dvaldist ég hjá ömmu. Það var yndislegur tími og urðum við miklar vinkonur. Hún var dug- leg við að segja mér frá gamla tím- anum enda ég ólöt við að spyrja. Amma var með eindæmum fé- lagslynd kona. Stöðugur gestagang- ur var á Gunnlaugsstöðum, enda amma vinsæl. Hún var bóndi af guðs náð og unni sveitinni mikið, sveitinni sem hún fæddist í og ól alla sína önn í, þar til hún lést. Ég minnist ömmu minnar sem skemmtilegrar og umfram allt ein- staklega duglegrar konu. Hennar dugnað mun ég reyna að hafa að leiðarljósi í framtíðinni. Hún var góð vinkona sem ég mun sakna. Ég kveð ömmu með vísu sem hún kenndi mér sumarið góða, og var ort um hana sem unga stúlku. Anna litla mund’ þú mig margt þótt líði árið. Gakktu lífsins gæfuveg, góða ég á hárið. Lífsins veg þér gangið greitt gæfunnar að feta. Lofi góður Guð þér eitt, göfugt takmark setja. Þegar jarðnesk bresta bönd og bylgjur heimsins stranda. Son Guðs leiði þig sér við hönd til sælu- og dýrðarlanda. (Leifur Björnsson frá Mýnesi.) Vilhelmína Jónsdóttir. Nokkur minningarbrot um elsku- lega ömmu mína. Það er sumar og við fjölskyldan erum komin í sveitina, alla leið austur á land. Amma stendur á tröppunum og tekur á móti okkur. Innandyra er allt með svipuðum hætti og árið áður, amma er tilbúin með kvöldkaffið. Ævintýrin eru allt um kring í sveitinni og amma fer með okkur í ferðir vítt og breitt, allsstaðar eru vinir og ættingjar sem taka vel á móti okkur. Við systkinin leikum okkur í hlöðunni sem er full af böggum, amma er ekki hrifin. Baggarnir eru horfnir og nú spilum við badminton. Amma útbýr nesti, í þetta sinn förum við ekki langt, við ætlum niður að fljóti og kveikja varðeld, fjölskyldan kemur saman og skemmtir sér. Ég finn flatan stein og fleyti kerlingar. Amma sýnir okkur kartöfluupp- skeruna. Amma gengur með okkur upp á Ás og jafnvel alla leið inn í Sauð- haga. Við stöldrum við á miðri leið og horfum til baka, sólin er að setj- ast og fljótið er spegilslétt. Ég laumast inn í skáp og fæ mér kleinu. Ég hleyp um hlaðið með flugdreka eða sparka í bolta. Það er alltaf sól í sveitinni. Við förum í berjamó eða tínum jafnvel sveppi, ég finn stærsta sveppinn. Amma hefur eignast hest, við för- um á bak. Ég læri að keyra á hlaðinu hjá ömmu, amma lánar mér púða til að sitja á svo ég sjái betur út um gluggann. Það er komið haust og amma kemur í bæinn, hún á afmæli og fjölskyldan kemur saman. Mamma er í fríi í vinnunni og við förum í bæinn með ömmu. Það er komið vor og amma kem- ur í bæinn, við förum í leikhús. Amma er orðin lasin, nú kemur hún til að leita sér lækninga. Amma ber sig vel. Amma heklar. Amma heldur á Einari Val í stof- unni hjá okkur Önnu og brosir. Það er vetur og amma er farin til nýrra heimkynna. Þannig man ég hana og er þakk- látur fyrir allar góðu stundirnar með henni. Dýrmætu minningarnar lifa í hjarta mínu. Karl Einarsson. Aldrei framar munum við amma sproka saman, aldrei framar skemmta okkur í spilum, aldrei framar ganga saman, aldrei framar vaka saman á dýrlegum sumar- kvöldum í sveitinni. Aldrei í þessu samhengi er eitt- hvað svo endanlegt og eitthvað sem ég vil ekki en er samt óumflýj- anlegt. Því alveg eins og nóttin fylgir óhjákvæmilega fögrum degi er það líkn þegar þreyttir sofna. En hún amma mín gaf mér dýr- grip sem ég mun alltaf varðveita. Þennan grip get ég engum sýnt eða handleikið því hann er fögur minn- ing mín um einstaka konu sem var svo ótrúlega þrautseig og dugleg en í senn blíð og kærleiksrík. Jónína R. Einarsdóttir. Anna frænka mín var einstök og góður vinur. Henni var ætíð mikið umhugað um mig og allt sem mér tilheyrir og sýndi það óspart í öllum okkar samskiptum. Hún lagði mikla áherslu á það að ég væri meðvit- aður um það hversu mikið hún ætti í mér og mér er það fyllilega ljóst að það eru mikil forréttindi og ríki- dæmi að hafa átt hana að. Bernsku- og unglingsárin rifjast upp, þegar ég oft á tíðum dvaldi til lengri eða skemmri tíma við leik og störf á heimili hennar og Kalla á Gunnlaugsstöðum. Árið 1976 dró skugga fyrir sólu í lífi Önnu þegar Gunnlaugur sonur hennar, jafnaldri minn og góður vinur, lést 21 árs. Þessi missir hafði einnig mikil áhrif á mig og var það ómetanlegur styrkur í allri þeirri úrvinnslu hversu mikið við gátum rætt saman, enda varð mér ljóst að það leiddi til þess að vináttubönd okkar urðu enn sterkari. Anna frænka var mjög listræn og hafði mikið næmi fyrir allri fegurð í umhverfinu. Hún var listelsk og naut þess til dæmis að að lesa góðar bækur og sækja leikhús. Á síðustu árum nýtti hún tómstundir sínar í vefnað og naut hún þess að hanna og skapa fallega hluti sem hafa vak- ið mikla athygli. Það sem hún hefur gefið mér og fjölskyldu minni af ANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.