Morgunblaðið - 22.02.2003, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.02.2003, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Konudagar... ... alla helgina Konur eru sérstaklega boðnar velkomnar á konudaga Kringlunnar. • Tilboð á Píkusögur • SaumaklúbbaleikurÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 20 26 2 02 /2 00 3 PENINGAMÁLASTEFNA Seðla- bankans er ávísun á átök um grundvallarhagsmuni, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ. „Menn geta ekki ætlast til þess að launafólk verði bara eins og Svarti Pétur og verði ýmist atvinnulaust eða á lág- um tekjum til að mæta þessum sveiflum í nafngengi krónunnar, sem byggjast á væntingum um það sem verður eftir tvö eða þrjú ár,“ sagði hann á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins í gær, en yfirskrift fundarins var Áhrif hágengis á þjóðarhag. Gylfi fagnaði inngripi ríkis- stjórnarinnar og sveitarfélaga í því að flýta framkvæmdum, þó að hann hafi haft athugasemdir við þær. Það væri jákvætt innlegg í hagstjórnina að stjórnvöld skuli flýta framkvæmdum. Hann vísaði til þess í erindi sínu á fundinum að stöðugt gengi væri ekki markmið peningamálastefnu Seðlabankans. Bankanum hefði verið sett eitt meginmarkmið, þ.e. að stuðla að stöðugleika verðlags en hann hefði ekkert sérstakt markmið að því er varðaði gengi krónunnar. Full atvinna líka grundvöllur stöðugleika í efnahagslífinu Gylfi sagðist telja að mjög hættulegt væri, við þær aðstæður sem nú væru, að horfa aðeins til stöðugleika í verðlagsmálum. „Það er að mínu mati það hættulegasta sem við getum gert í stöðunni því viðfangsefni hagstjórnar á að vera að tryggja stöðugleika í efnahags- lífinu. Vissulega grundvallast sá stöðugleiki á stöðugu verðlagi, en líka á því að fólk sé með fulla at- vinnu, að samkeppnisstaða útflutn- ingsfyrirtækja sé traust og að jafn- vægi sé á viðskiptum við útlönd.“ Hann sagði að gengi íslensku krónunnar væri allt of stór stærð í öllum þessum þáttum til þess að vera afskiptalaust. Fram kom í máli Gylfa að nauð- synlegt væri að efna til formlegs samstarfs stjórnvalda, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins, til að samræma viðbrögð hagstjórnar næstu misseri. Ársfundur ASÍ hefði kallað eftir að Íslendingar settu sér ný markmið í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum sem tryggðu að íslenskt atvinnulíf yrði framsækið og samkeppnishæft, tryggði sjálfbæran hagvöxt, fulla atvinnu, góð störf og félagslegan jöfnuð. Kostnaður vegna óstöðugs gengis Að aðalfundi Össurar hf. í gær gerði Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður félagsins, að um- talsefni gengissveiflur sem urðu á síðasta ári og hefðu haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins upp á 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Hann sagði að félagið hefði fært 20–30 störf hingað til lands í fyrra vegna bætts skattaumhverfis fyrirtækja. „Þrátt fyrir að yfirvöld hafi bætt skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi, fylgir sá böggull skammrifi fyrir fyrirtæki, sem hefur nánast allar sínar tekjur í erlendum gjald- miðli en framleiðslukostnað í ís- lenskum krónum, hversu óstöðugt gengi íslensku krónunnar hefur verið,“ sagði Pétur. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, á fundi hjá SA Peningamálastefn- an er ávísun á átök  Tekist á/16 HÓPURINN Eldmóður sigraði annað árið í röð í Íslandsmeistara- og Reykjavíkurkeppni Tónabæjar í Freestyle sem haldin var í Fram- heimilinu í gærkvöldi. Eldmóður kemur frá Reykjavík en stúlkan sem sigraði í einstak- lingskeppninni heitir Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauðárkróki. Framheimilið var fullt út úr dyrum, um 400 unglingar mættu og studdu við bakið á keppendum en 19 hópar og 25 ein- staklingar tóku þátt í keppninni. Kisulórurnar í danshópnum Pussycats frá Reykjavík voru að dansa þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í gærkvöldi. Eins og venja er lagði hóp- urinn mikið í búninga og förðun og fyrir atriði sitt hlaut hann að launum mikið lófaklapp. Morgunblaðið/Sverrir Eldmóður í ungum dönsurum ÞEIR sem kaupa pítsur í matinn annað veifið hafa væntanlega tileinkað sér orðfær- ið sem tilheyrir þeim viðskiptum í æ ríkara mæli. Dæmi eru „megavika“ og „dúndur- dagar“ en þegar þeir standa yfir kosta stór- ar pítsur af matseðli 1.000 og 1.100 krónur. Eitt fyrirtæki auglýsir 50% afslátt af pítsum til 1. apríl, en tilboðin sem hér er fjallað um eiga það sammerkt að eiga við pítsur sem neytendur sækja sjálfir. Morgunblaðið ræddi við fram- kvæmdastjóra fimm pítsustaða, tveir þeirra eru taldir þeir stærstu á markaðinum, hinir þrír koma í kjölfarið. Einn viðmælenda vildi ekki koma fram undir nafni. Framkvæmdastjórarnir eru sammála um að samkeppni hafi harðnað mikið milli pítsustaða að undanförnu. Ein ástæðan er sögð hækkandi heimsendingarkostnaður. „Það er ekkert vit í að senda heim pítsu sem kostar 1.500 krónur ef 600–900 krónur fara í kostnað,“ segir framkvæmdastjóri Pizza Hut. Framkvæmdastjóri Dominos fagnar því að loksins sé orðið „fjörugt“ á pítsu- markaði eftir ládeyðu undanfarinna ára. Framkvæmdastjóri Pizzahallarinnar segir hörku í samkeppni hafa bitnað mest á minni pítsustöðum og framkvæmdastjóri Hróa Hattar segir hægt að lækka verð tímabund- ið með því að semja sérstaklega við birgja. Pítsur víða á þúsund kr.  Fleiri gylliboð/27 TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli fann 1,2 kíló af hassi sem falin voru inni í 54 dagatölum sem komu með hraðsendingu frá Suð- austur-Asíu á miðvikudag. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið og heldur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á málinu áfram. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra tollgæslunnar, vakti sendingin grunsemdir toll- varðar sem tók hana til skoðunar. Í sendingunni voru 54 dagatöl og við fyrstu sýn virtust þau í engu frábrugðin venjulegum dagatöl- um. Nánari athugun leiddi hins vegar í ljós að þunnar hassplötur voru faldar inni í dagatölunum, undir þunnum trélista. Þetta kom þó ekki í ljós fyrr en tollverðir höfðu skorið með hnífi í eitt daga- talið. Fannst þá þunn hassplata og fundust sams konar plötur í öllum dagatölunum, 17–25 g að þyngd hver. Heildarmagn efn- anna var 1,2 kíló. Ljóst má vera að dagatölin voru búin til utan um hassið. Á þessu ári hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á hátt í fimm kíló af hassi. Fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykja- vík tók við rannsókn málsins og í kjölfarið voru tveir menn hand- teknir. Rannsókn málsins heldur áfram. Þegar tollvörður skar í eitt dagatalið kom í ljós þunn hassplata inni í dagatalinu og undir þunnum trélista og þannig voru þau öll 54. Fundu hass í 54 dagatölum Hassdagatölin 54 komu með hrað- sendingu frá Suðaustur-Asíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.