Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FEÐGAR BJÖRGUÐUST Tveir menn björguðust þegar Draupnir GK sökk um 10 sjómílur suðsuðaustur af Grindavík í gærdag. Mennirnir, sem eru feðgar, fóru báð- ir í sjóinn þegar báturinn sökk en komust síðan í björgunarbát. Bát- urinn Mummi GK bjargaði mönn- unum, eftir að TF-LÍF, þyrla Land- helgisgæslunnar, hafði fundið þá á reki í björgunarbátnum, skammt frá Draupni sem maraði í kafi. Milljarðar í framkvæmdir Framkvæmdir fyrir um 270 millj- arða króna eru fyrirhugaðar á land- inu á næstu sex árum. Eru þar með taldar framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun, álver Alcoa á Reyð- arfirði, stækkun Norðuráls, svo og ýmsar flýtiframkvæmdir á vegum borgarinnar og ríkisstjórnar til að sporna við atvinnuleysi. Verktakar fagna auknum verkefnum en vilja að þau dreifist á lengri tíma. Launakjör stjórnenda Nýjar reglur um upplýs- ingaskyldu um launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja voru kynntar í gær. Eru reglurnar í samræmi við það sem þekkist erlendis. Reglur um þetta hafa víða verið hertar í kjölfar stórra hneykslismála, t.d. varðandi Enron og WorldCom í Bandaríkj- unum. Mál BUGL rætt á þingi Þrír þingmenn stjórnarandstöð- unnar gagnrýndu ástand í geðheil- brigðismálum barna og unglinga á Alþingi í gær. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra ítrekaði að reynt yrði að bregðast við vanda BUGL. M.a. yrði stofnaður á næstunni starfshópur einstaklinga sem þekktu til málsins frá mörgum sjón- arhornum, að ósk barnageðlækna. Saddam fer hvergi Saddam Hussein Íraksforseti sagðist í viðtali sem sýna átti á CBS- sjónvarpsstöðinni í gærkvöld ekki taka boði um að fara í útlegð. Þá neitaði hann því ítrekað að hafa átt nokkurt samstarf við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin. Sagði hann Íraka ekki eiga neinar flaugar sem ekki væru í samræmi við skilyrði Sameinuðu þjóðanna. Ertu me› atvinnutæki á heilanum? – hlut i a f Ís landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FRAMTAK VÖRUHÓTELHÖNNUN Þróunarfélag Íslands heitir nú Framtak Fjárfest- ingarbanki og hefur breytt um stefnu. Nýtt vöruhótel Eim- skips verður opnað á morgun við Sunda- höfn í Reykjavík. Fyrirtæki leggja sífellt ríkari áherslu á hönn- un og hæfileika. NÝTT NAFN/4 ÞÝÐIR VERULEGA/6SÉRSTÆÐIR/8 HINAR nýju reglur Kauphallar Íslands um upplýsingaskyldu um launakjör stjórn- enda hlutafélaga taka í fyrsta lagi til þess að krafist er sérgreindra upplýsinga um laun, greiðslur og hlunnindi æðstu stjórn- enda. Þetta nær til forstjóra, framkvæmda- stjóra og stjórnarmanna og á einnig við um félög í samstæðu. Þá er nýmæli í reglunum að krafist er upplýsinga um kjör annarra stjórnenda, en nægjanlegt verður að greina frá heildargreiðslum fyrir þá sem hóp. Hingað til hefur verið algengast að félög birti eingöngu upplýsingar um laun æðstu stjórnenda sem hóps í einni tölu, þ.e. fyrir stjórn, framkvæmdastjórn o.fl. Í reglunum er einnig nýmæli að greina skal frá greiðslum til endurskoðenda fé- lags. Þar er gert ráð fyrir að greinarmunur verði gerður á greiðslum fyrir endurskoð- un, annars vegar, og greiðslum fyrir aðra þjónustu endurskoðenda, hins vegar. Í hinum nýju reglum Kauphallar Íslands er krafist nákvæmra upplýsinga um samn- inga sem veita rétt til kaupa eða sölu verð- bréfa útgefinna af félaginu, t.d. tegund, hvenær rétturinn stofnaðist, kaupverð o.fl. Þessar upplýsingar skulu vera sérgreindar fyrir stjórnarmenn og forstjóra en samtala hópsins fyrir aðra stjórnendur nægir. Upplýsingar um háa starfslokasamninga Krafist verður upplýsinga um óvenjuleg viðskipti stjórnenda og samninga. Í núgild- andi reglum Kauphallarinnar um upplýs- ingaskyldu eru ákvæði um þessi atriði en þau verða skýrari. Þetta á til að mynda við um samninga sem leiða til verulegra fjár- útláta, svo sem háir starfslokasamningar, uppsegjanlegir ráðningarsamningar, óvenjulegar lífeyrisgreiðslur o.fl. Þá ber samkvæmt hinum nýju reglum Kauphallarinnar að upplýsa um beina og óbeina eign tiltekins stjórnanda í hlutabréf- um í viðkomandi félagi. Með óbeinu eign- arhaldi er átt við eignarhald í gegnum lög- aðila undir yfirráðum viðkomandi. K A U P H Ö L L Í S L A N D S Sérgreindar upplýsingar um laun stjórnenda Ýmis nýmæli eru í reglum Kaup- hallar Íslands um launakjör MARKAÐURINN krefst þess að fyrir liggi upplýsingar um kjör stjórnenda fyrirtækja, þannig að hluthafar hafi góða og glögga yf- irsýn yfir þau og geti myndað sér skoðun á þeim. Þetta kom fram í máli Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallar Íslands, á fréttamannafundi í gær. Á fund- inum voru kynntar nýjar reglur um upplýsingaskyldu um launa- kjör æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Reglurnar taka gildi hinn 1. júlí næstkomandi. Þórður sagði að hinar nýju reglur væru í góðu samræmi við það sem hafi verið að gerast í þessum efnum erlendis. Reglur hafi víða verið hertar en það teng- ist stórum hneykslismálum sem upp hafi komið, s.s. í sambandi við Enron og WorldCom í Bandaríkj- unum. Fram kom í máli hans að þó svo nýjar reglur hafi nú verið sam- þykktar þá verði áfram unnið að reglum um þessi efni. Þannig sé til að mynda mikil vinna í gangi á vegum Evrópusambandsins sem tengist ársreikningum og upplýs- ingagjöf. Þar að auki sé verið að vinna að reglum hjá Alþjóða reikningsstaðlaráðinu þar sem m.a. verði tekið á hlutum eins og kaupréttarákvæðum og fleiri um- deildum atriðum. Að sögn Þórðar er lögð á það áhersla hjá Kauphöll Íslands að markmiðin að baki upplýsinga- gjöf um launakjör stjórnenda fyr- irtækja séu höfð í huga við túlkun nýrra reglna þar um. Hann sagði að við túlkun reglnanna skuli hafa það að leiðarljósi að gefa upplýs- ingar sem veita bestu yfirsýn en ekki reyna að finna einhverjar leiðir til þess að draga úr upplýs- ingagjöfinni innan marka regln- anna. Kauphöllin verði leiðandi Þórður sagði að umræða um upp- lýsingagjöf vegna launakjara hafi aukist mikið hér á landi að und- anförnu. Kauphöllin hafi sett sér það markmið að vera leiðandi afl í þessum efnum og meðal annars af þeim sökum hafi verið skipaður starfshópur í október síðastliðn- um til þess að vinna að nýjum reglum um þetta efni. Starfshópinn skipuðu Þorgeir Eyjólfsson, fostjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, Viðar Már Matthíasson, prófess- or í lagadeild Háskóla Íslands, og Þórður Friðjónsson. Ritari hóps- ins var Ragnar Þ. Jónasson lög- fræðingur. „Það eru hagsmunir hluthafa og fjárfesta að það sé aukið gagnsæi um fjárhagslega hags- muni stjórnenda fyrirtækja,“ sagði Þórður. „Það skiptir máli fyrir verðmyndun fyrirtækjanna. Þetta felur í sér aukinn trúverð- ugleika á störf stjórnenda fyrir- tækja og gefur meiri upplýsingar um fjárhag þeirra. Hagsmunir félaganna eru m.a. fólgnir í því að aukin upplýsinga- gjöf hefur áhrif á verðmyndun fé- laganna, áhrif á seljanleika, og það er því augljóst að það eru hagsmunir félaganna að hafa upplýsingagjöfina í góðu horfi og þannig stuðla að traustari og betri verðmyndun í hlutaðeigendi fyrirtækjum.“ Þórður sagði að hagsmunir markaðarins væru þeir að það séu samræmdar upplýsingar fyrir öll skráð félög. Það sé í samræmi við kröfur á helstu mörkuðum er- lendis. Þetta sé mikilvægt því það sé verið að alþjóðavæða kauphall- arviðskipti hér á landi og mikil- vægt sé að kröfur um upplýsinga- gjör á hlutabréfa- og verðbréfa- markaði hér séu í samræmi við það sem best gerist annars stað- ar. „Eitt af þeim stóru markmið- um sem Kauphöllin stefnir að er að fá í ríkari mæli erlenda aðila til þátttöku í hlutabréfa- og verð- bréfaviðskiptum hér á landi. Reglurnar fela í sér meiri líkur á þátttöku erlendra fjárfesta,“ sagði Þórður Friðjónsson. Upplýsinga krafist um launakjör stjórnenda Nýjar reglur um upplýsingaskyldu um launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja eru í góðu samræmi við það sem gerist erlendis, að sögn forstjóra Kauphallar Íslands Morgunblaðið/Sverrir Forstjóri Kauphallar Íslands segir að við túlkun nýrra reglna um upplýs- ingagjöf um launakjör stjórnenda fyrirtækja skuli haft að leiðarljósi að gefa upplýsingar sem veita besta yfirsýn.  Miðopna: Sérstæðir straumar PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Erlent 14/19 Umræðan 36/40 Höfuðborgin 22 Minningar 41/45 Akureyri 23 Bréf 48/49 Suðurnes 24 Dagbók 50/51 Landið 25 Íþróttir 52/55 Neytendur 26 Fólk 56/61 Listir 27/30 Bíó 58/61 Menntun 31 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að selja Sementsverksmiðjuna hf. á Akranesi á árinu. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, gerir ráð fyrir að leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi í dag. Búið er að fá samþykki stjórnar- flokkanna og kynnti ráðherra starfsmönnum Sementsverksmiðj- unnar þessi áform á fundi í gær- kvöldi. Valgerður segir að samkvæmt nú- gildandi lögum sé heimilt að selja 25% hlut í verksmiðjunni, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins. Vilji rík- isstjórnarinnar sé hins vegar að selja allan eignarhlutinn. „Við höf- um orðið vör við áhugasama aðila á markaðnum sem hafa gefið sig fram. Við teljum þess vegna að það sé ekki ólíklegt að það takist að selja. Því er mikilvægt að hafa þessa heimild,“ segir Valgerður. Salan gangi hratt Hún telur mjög mikilvægt að þetta gangi hratt. Undirbúningur sölunnar hefst fljótlega og eftir að frumvarpið verður að lögum auglýs- ir framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu eftir væntanlegum kaupend- um. Síðan verður gengið til samninga við þá aðila sem skila inn tilboðum. Hún vill engu spá um væntanlegt söluverðmæti. Valgerður segir að Sementsverk- smiðjan hafi undanfarið átt í rekstr- arerfiðleikum. Þessar aðgerðir snú- ist um það að tryggja áframhaldandi rekstur og margir sóknarmöguleik- ar séu fyrir hendi. Verksmiðjan gegni m.a. mikilvægu hlutverki í endurvinnslu úrgangsefna sem muni vega þyngra í framtíðinni. Um 60 af 70 starfsmönnum Sem- entsverksmiðjunnar mættu á fund Valgerðar. Hún segir að fólk hafi sýnt þessu máli skilning þó margir hafi áhyggjur af stöðunni. Ákveðinn léttir felist í því að brugðist sé við erfiðleikum sem blasi við. Ríkið ákveður að selja Sementsverksmiðjuna Í ANDA Bakkabræðra verður ljós borið í sérkennilegt hús í Tjarn- arhólmanum í kvöld á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Húsinu var komið fyrir í hólmanum í gær af nemendum fornáms Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þarna er á ferðinni verðlaunaverk myndlistarkon- unnar Ilmar Stefánsdóttur en hún hlaut fyrstu verðlaun í hugmynda- samkeppni Vetrarhátíðar. Þórólfur Árnason borgarstjóri mun setja hátíðina við Tjörnina í kvöld kl. 19:30 en henni lýkur á sunnudagskvöld með draugagöngu um Elliðaárdal. Morgunblaðið/Kristinn Ljósbera- gjörningur í Tjarnar- hólma Kærðu 39 ökumenn í Hafnarfirði ALLS voru 39 ökumenn kærðir af lögreglunni í Hafnarfirði fyr- ir að vera ekki með bílbeltin spennt eftir hádegið í gær. Ökumennirnir geta átt von á sekt og punkti í ökuferilsskrá. Sektin nemur allt að fimm þús- und krónum. Átak lögreglunn- ar hófst klukkan eitt og undir kvöldmat höfðu 39 verið kærð- ir. Viðbúið er að átakið muni standa áfram næstu daga. ÞÚSUNDIR rúmmetra af jarð- vegsefnum lenda í gljúfrum Jökuls- ár á Dal um þessar mundir vegna framkvæmda við aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar og vega um- hverfis ána. Eftir að efnið fellur í gljúfrin sér svo áin um að skola því burt, en tímabundið getur myndast stífla og rennsli árinnar stöðvast. Að sögn Sveins Jónssonar, sem hefur umsjón með framkvæmdum á staðnum fyrir Landsvirkjun, þyk- ir ekki ástæða til að fjarlægja þess- ar jarðvegsstíflur úr ánni, enda tekur hún að jafnaði við 6 millj- ónum rúmmetra af lausu efni ár- lega. Það sem til fellur við spreng- ingarnar er því aðeins dropi í hafið. Áin sér um að flytja efnið í burtu Í gær var verið að sprengja fyrir vegarslóða niður í gljúfrin en Arn- arfell sér um þær framkvæmdir. 100 þúsund tonna bergsylla féll frá gilbrúninni ofan í gljúfrin og stífl- aði þau í um klukkustund. „Þetta var allt eins og von var á, sneiðingurinn féll í gljúfrin,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Áin sér svo um að flytja efnið burt en þetta lyftir ár- botninum upp. Síðan flæðir yfir þetta svo það er engin hætta á ferðum.“ Íslenskir aðalverktakar hafa á svipuðum slóðum verið að sprengja fyrir aðrennslisgöngum. Til að losa jarðefni úr göngunum hafa verið sprengd göt í bergvegginn til að koma efninu út. Fyrir neðan gatið í berginu myndast jarðvegskeila sem árvatnið smám saman skolar á braut. Áin stíflast tíma- bundið vegna jarðvegsefna HLJÓMSVEITIN Írafár var ótví- ræður sigurvegari Hlustendaverð- launa útvarpsstöðvarinnar FM957 sem fram fóru í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Sveitin vann nær öll helstu verðlaun kvöldsins; fyrir bestu plötu ársins 2002, besta lag- ið, var valin besta hljómveitin og Birgitta Haukdal útnefnd besta söngkonan. Alls hlaut Írafár átta verðlaun, flest allra sem tilnefndir voru. Hátíðin fór fram fyrir fullu húsi gesta sem flestir voru hlustendur útvarpsstöðvarinnar. Þeim var komið í opna skjöldu með óvæntu lokaatriði en það má með sanni segja að orðið hafi uppi fótur og fit í salnum þegar hljómsveitin Skíta- mórall steig á svið. Sveitin hefur legið í dvala síðan árið 2000 er hún fór í ótímabundið frí, þá meðal allra vinsælustu sveita landsins. Í viðtali við Morgunblaðið segjast liðsmenn Skítamórals snúnir aftur og stefna á áframhaldandi sam- starf, leika á böllum í vor og sum- ar og gefa út plötu síðla árs. Morgunblaðið/Árni Torfason Birgitta Haukdal var valin söngkona ársins á Hlustendaverðlaunum FM957. Hlustendaverðlaun FM957 Írafár sigraði og Skímó sneri aftur  Vinskapurinn/60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.