Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 39 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 Yfir 60 ára frábær reynsla LLOYD DAGAR Í VERSLUNUM STEINARS WAAGE SMÁRALIND - KRINGLUNNI - AKUREYRI NÝ SENDING AF SKÓM FYRIR DÖMUR OG HERRA GLAÐNINGUR FYLGIR 15% AFSLÁTTUR AF ELDRI GERÐUM MARGIR telja vafalaust að það sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um málefni SPRON eftir alla umræðuna á síðasta ári. Menn voru ósparir á álit sitt á ágirnd stofnfjáreigenda, að ekki sé nú minnst á græðgi fimmmenning- anna svonefndu. Alþingismenn með ráðherra bankamála í broddi fylkingar lágu ekki á liði sínu með yfirlýsingum um velvild í garð sparisjóða. Í þessu umræðuflóði öllu fannst mér þó eitt sárlega vanta en það er hvernig sparisjóð- unum sjálfum kæmi til með að vegna eftir þær breytingar sem fyrirhugaðar voru á rekstrarformi þeirra. SPRON hlutafélag Stjórnendur SPRON töldu rekstrarform sparisjóðsins hamla eðlilegum vexti hans á fjármagns- markaði. Alþingi setti lög sem heimiluðu að rekstri sparisjóða væri breytt í hlutafélagaform. Stjórnendur sparisjóða áttu sína fulltrúa við samningu laganna. Rök fyrir hlutafjárvæðingu voru m.a. að auðveldara yrði að afla eigin fjár á markaði og að hlutafélags- formið væri flestum skiljanlegra en gamla eignarformið, eignar- haldið skýrara og formið meira í takt við nýja tíma. Hinn 7. maí 2002 var stofnað hlutafélagið Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis hf. Var gert ráð fyrir að þáverandi SPRON samein- aðist hinu nýja hlutafélagi, sem yf- irtæki um leið allan rekstur, eignir og skuldir sparisjóðsins. Vegna þessara breytinga var markaðsvirði SPRON metið. Matið var 4,2 milljarðar. Innborgað stofnfé nam þá rúmlega 10% af þessu áætlaða mati. Framhald hlutafjárvæðingarinnar átti að vera að stofnfjáreigendur fengju sama hlutfall af útgefnum hluta- bréfum, þ.e. 10%, en sjálfseignar- stofnunin SPRON – sjóðurinn ses 90%. Hlutfall atkvæðisréttar í SPRON hf. átti að vera í samræmi við þessi skipti. Aðrir hluthafar en sjálfseignarstofnunin gátu þó aldr- ei farið með meira en 5% atkvæða- magns. Ég held að flestir geti ver- ið sammála um að verðgildi hlutabréfa sem stofnfjáreigendur áttu að fá kom ekki nálægt því að ná verðgildi þess stofnfjár sem þeir höfðu greitt til sparisjóðsins. Áttu stofnfjáreigendur þá ekki um annað að velja en að taka við hlutabréfunum? Jú, í boði var ann- ar kostur. Hægt var að óska inn- lausnar á stofnfé miðað við bók- fært verð þess 31. 12. 2001. Ég hef þá trú að meira en helmingur stofnfjáreigenda hefði óskað eftir innlausn. Eins og fram hefur kom- ið átti sjálfseignarstofnunin að fá 90% af hlutafé í hinu nýja hluta- félagi. Miðað við það er ljóst að sjálfseignarstofnunin varð algjör einvaldur meðal hluthafa, í raun- inni eini hluthafinn. Nú mun vafa- laust einhver segja: Er þetta ekki hið besta mál, áttu hluthafar ekki að ráða sjálfseignarstofnuninni? En það var nú aldeilis ekki. Hlut- hafar í SPRON hf. áttu ekki að koma nálægt stjórn sjálfseignar- stofnunarinnar. Þeir sem áttu að stjórna henni og þar með SPRON hf. voru þeir sem áttu stofnfé áður en þessi hlutafjárvæðing hófst. Hefði nú gengið eftir, sem talið er hér að framan, að meira en helm- ingur stofnfjáreigenda innleysti stofnfé sitt þýddi það að meirihluti þeirra sem áttu að stjórna sjálfs- eignarstofnuninni og SPRON hf. voru aðilar sem áttu alls engin hlutabréf í sparisjóðnum. Menn hljóta að vera mjög auðtrúa ef þeir telja að þessi hlutafjárvæðing SPRON hefði leitt til velfarnaðar. SPRON sparisjóður Í dag er rekstur SPRON í formi sparisjóðs eins og verið hefur. Eins og áður kom fram töldu stjórnendur SPRON þetta rekstr- arform hamla eðlilegum vexti hans. Þessi staða hefur ekkert breyst. Ný hlutafjárvæðing hlýtur að liggja í loftinu. Undanfari henn- ar er væntanlega sá sami og var í ársbyrjun 2002. Stofnfjáreigendum býðst hlutafé sem nemur bókfærðu stofnfé, en séreignasjóðnum það sem eftir stendur. Hvernig geta nú stofnfjáreigendur tryggt verðmæti stofnfjár síns? Jú, eftir því sem markaðsvirði SPRON er metið lægra því meiri verður hlutfallsleg eign stofnfjáreigenda. Hvernig lækkar markaðsvirðið? Ætli það sé ekki fyrst og fremst með því að SPRON tapi miklu á fjárfestingum og rekstri? Það endurskoðunarfyrirtæki sem mat markaðsvirði SPRON í tengslum við áætlaða hlutafjár- væðingu telur að SPRON hafi greitt 1 til 1,2 milljörðum of mikið fyrir Frjálsa fjárfestingabankann. Ef þetta er rétt hefur markaðs- virði SPRON lækkað um sömu fjárhæð. Markaðsvirði SPRON er því nú, að öðru óbreyttu, um 3 milljarðar. Ef SPRON keypti nú tvo banka til viðbótar með sömu kjörum færi markaðsvirði spari- sjóðsins undir einn milljarð. Stofn- fjáreigendur væru þá með meiri- hluta í útgefnum hlutabréfum en séreignasjóðurinn í minnihluta. Að sparisjóðnum sé gert að starfa eftir lögum og reglum, sem hugsanlega virka eins og að fram- an er getið, gerir mann orðlausan. Eitt verð ég þó að segja að lokum. Mér finnst SPRON stöndugt fyr- irtæki ef það lifir af undangengin afskipti og „velvild“ þingmanna og ráðherra. SPRON hvað næst? Eftir Þór Oddgeirsson „Eftir því sem mark- aðsvirði SPRON er metið lægra því meiri verður hlut- fallsleg eign stofnfjár- eigenda.“ Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Nýr listi www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.