Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skrúður og Mánafoss koma í dag. Dettifoss og Helgafell fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9-12 opin handavinnustofa, kl. 9-12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45-10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. kl. 9- 9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handavinna, kl. 13 bók- band, kl. 14-15 dans. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15-16 bókaspjall, kl. 17-19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8-16 opin handavinnustofan, kl. 9-12 íkonagerð, kl. 10- 13, verslunin opin, kl. 13-16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18-20. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 15.15 dans, Ferða- kynning kl. 15 dregið úr lukkupottinum, ferðavinningar. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Garðabæ. Kl. 14 verð- ur Hrafnkell Helgason með fræðslu um Sturl- ungu. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 11 búta- saumur, kl. 13 leikfimi karla, málun og búta- saumur, kl. 14 fyr- irlestur um Sturlungu í Garðabergi, kl. 19.30 Bingó í Kirkjuhvoli í umsjá Lionsfélags Garðabæjar. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. „Opið Hús“ í boði sjálfstæð- isfélaganna í Hafn- arfirði í dag kl. 14. Ým- is skemtiatriði og kaffiveitingar. Dans- leikur á morgun kl. 20.30. Félag Eldri borgara í Kópavogi. Aðalfund- urinn verður í félags- heimilinu Gullsmára 13, laugardaginn 1. mars. Venjuleg aðal- fundarstörf, kosningar í stjórn o.fl. Heið- ursfélagar kynntir. Önnur mál. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Bridsnámskeið kl. 19.30. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30. helgistund, frá 12.30 vinnustofur opnar, kl. 13.15 félagsvist. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gjá- bakki. kl. 13. 20 Góu- gleði. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13-16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13- 16.45 leir, kl. 10-11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15- 15.30, handavinna, kl. 10-11 boccia, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kór- æfing og mósaík. Á morgun kl. 15 verða kynntar vorferðir Úr- valsfólks. Dregið úr lukkupotti. Bollur í kaffitímanum. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9. 30gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. bænastund kl. 11. Allar konur vel- komnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Í dag er fimmtudagur 27. febrú- ar, 58. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig. (Jóh. 10, 14.)     Kolbeinn ÓttarssonProppé skrifar pistil á murinn.is, þar sem hann fjallar um tillögu Jacques Chirac Frakk- landsforseta, um að bann verði sett við því að þróaðri ríki geti nið- urgreitt landbún- aðarvörur sem fari á markað í Afríku.     Hér er á ferð metn-aðarfull tillaga sem gæti markað tímamót í uppbyggingu í Afríku. Hingað til hefur lítill skilningur verið fyrir því hjá vestrænum ráða- mönnum að nið- urgreiðsla vestrænna af- urða hafi áhrif á innanlandsmarkað í Afr- íku. Vonandi verður til- laga Chiracs til að breyta því,“ segir Kol- beinn í pistlinum.     Hann heldur áfram:„Staðreyndin er nefnilega sú að enn eim- ir eftir af nýlendustefnu vestrænna ríkja hvað viðkemur Afríku. Stuðn- ingur við fátæk lönd þar hefur hingað til ekki snúið nægilega að því að hjálpa heimamönnum að byggja upp lífvænlegt samfélag. Þess í stað hefur stuðningurinn virkað þannig að halda lífinu í fólki í fátækustu löndunum en halda þeim um leið háðum hinum vestrænu löndum.“     Þetta er hárrétt hjáKolbeini. Opinber stuðningur við land- búnað í hinum ríkari löndum heims, eins og til að mynda á Íslandi, hefur einfaldlega komið niður á hinum fátækari.     Vörurnar eru nið-urgreiddar til neyt- enda og neyslunni þann- ig stýrt til að halda uppi oft og tíðum óhag- kvæmri framleiðslu. Einnig er lagður tollur og alls kyns innflutn- ingshöft á erlenda fram- leiðslu. Þetta fyrirkomulag gerir t.a.m. Afr- íkuríkjum næstum ómögulegt að nýta sér yfirburði náttúru- auðlinda sinna til ódýrr- ar og hagkvæmrar framleiðslu í landbún- aði.     Þegar allt kemur tilalls er hinn frjálsi markaður besta tiltæka tekjujöfnunartækið. Frjáls viðskipti fela í sér hagsæld, það sýna rann- sóknir og samanburður á þeim ríkjum, sem ann- ars vegar hafa búið við markaðshöft og áætl- unarbúskap og hins veg- ar markaðshagkerfi.     Eða eins og Kolbeinnsegir réttilega: „Til- laga Chiracs er því ánægjuleg og vonandi er hún fyrsta skrefið í því að styrkja fátæk ríki heimsins til þess að bjarga sér sjálf. Það er hin raunverulega þróun- araðstoð.“ STAKSTEINAR Frjáls viðskipti gagnast fátæku ríkjunum best. Víkverji skrifar... SAMKVÆMT lauslegri könnunVíkverja hafa 15–20 saka- málaþættir verið á dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna í vetur. Allir þessir þættir fjalla ýmist um lög- reglumenn eða lögmenn, nema hvort tveggja sé, og eru langflestir banda- rískir. Víkverja finnst ótrúlegt ef landinn hefur áhuga á öllum þessum bandarísku lagaflækjum og löggu- sögum. Telur hann fulla þörf á því að slá nokkra slíka þætti af og sýna í staðinn þætti um eitthvað annað fólk. Þó ekki um lækna því það er nóg til af slíkum sápum. Sjálfur hefði Víkverja áhuga á að sjá vandaða þætti um blaðamenn. Það er alkunna að blaðamenn eru undir gríðarlegu álagi og þeir þurfa á hverjum degi að taka afstöðu til knýjandi siðferði- legra álitamála. Þeir eiga í höggi við geðvonda fréttastjóra, utangátta ljósmyndara og erfiða embætt- ismenn. Viðmælendur þeirra eru af fjöbreyttasta tagi og það er alls ekki óþekkt að blaðamenn þurfi að leggja sig í lífshættu við að afla frétta. Kannski eru þetta ofurlitlar ýkjur hjá Víkverja en trúir nokkur heilvita maður því að sakamálaþættirnir sýni raunveruleikann? KORTANOTKUN er mjög al-menn á Íslandi og fyrir hvert viðvik eru kortin straujuð samvisku- samlega. Víkverji lendir stundum í því að starfsfólk verslana renni korti hans endurtekið í gegnum posa eða kassakerfin áður en samband næst. Hefur hann stundum leitt hugann að því hvort millifært sé oftar en einu sinni af reikningi hans fyrir við- skiptin þegar slíkt gerist. Um daginn lenti hann í því, þegar keyptar voru buxur í versluninni Retro í Kringlunni, að millifært var þrisvar sinnum af reikningi hans. Borgaði Víkverji því 25 þúsund krónur fyrir buxur sem áttu að kosta rúm átta. Eftir að hafa hringt í þjón- ustuver Íslandsbanka og beðið um leiðréttingu var honum bent á að fara í verslunina sjálfa til að fá þetta lagfært. Fannst honum það heldur döpur þjónusta en lét sig hafa það. Nöldur í búðum, þótt réttmætt sé, er ekki skemmtileg iðja. Eftir að hafa sýnt starfstúlku Retro yfirlit reikningsins, sem sýndi að þrjár færslur hefðu sloppið í gegn, andaði hann þó léttar. Stúlkan tók niður nafn og símanúmer, kann- aði þessar færslur í bókhaldi versl- unarinnar, hringdi daginn eftir og tilkynnti að þetta yrði leiðrétt dag- inn eftir. Tölvukerfið hefði brugðist í bankanum. Baðst hún afsökunar á þessu og hvatti Víkverja til að hafa aftur samband ef þetta gengi ekki eftir. Allt sem sagt var stóðst og er ástæða til að þakka fyrir slíka þjón- ustu Retro-fólks. Samt ætti það ekki að vera í verkahring viðskiptavina að hlaupa um alla borg til að fá svona mistök leiðrétt. Bankastofnanir, sem taka væna þóknun fyrir hverja færslu, ættu að sjá sér fært að leiðrétta eig- in mistök. Við greiðum fyrir þá þjón- ustu. Gætu þær ekki alveg eins verið blaðakonur? Í foræði sökkva ÉG var að horfa á myndina hans Ómars Ragnarssonar, Meðan land byggir, sl. sunnudagskvöld og datt þá þessi vísa í hug: Í foræðið sökkva hin fegurstu lönd, sem framtíðin réttlætir eigi. Ef Alcoa réttir þér ágirndarhönd þá ertu á glötunarvegi. Indriði Aðalsteinsson. Tillaga ÉG var að horfa á þátt Óm- ars sl. sunnudagskvöld. Ég hafði alltaf svolitlar efa- semdir um þessar fram- kvæmdir. Það er mitt álit að hætta eigi við þessar framkvæmdir og reisa í staðinn kjarnorkuver á Vattarnesi, sunnanvert við Reyðarfjörð. Þarna er prýðilegt svæði sem mundi passa mjög vel undir kjarn- orkuver. Það væri miklu meira vit í því en þessum framkvæmdum inni í landi. Kjarnorkuver er mengun- arlaust. Sverrir Bjarnason. Fylgjandi virkjun ÉG er ein af þeim sem fylgdust með þætti Ómars Ragnarssonar, Meðan land byggir, sl. sunnudagskvöld. Ég hef verið frekar fylgj- andi virkjunarframkvæmd- um en haft smáefasemdir þar til ég horfði á þáttinn. Þátturinn sannfærði mig endanlega um ágæti virkj- unarframkvæmdanna. Það þarf ekki allt að vera fyrir bí þótt eitthvert land fari undir vatn. Það er hægt að byggja upp ferðaþjónustu í kringum virkjanir eins og dæmin sýna í Bandaríkjun- um. Helga. Að blikka ljósum ÉG var á leið til skóla einn fagran vetrarmorguninn þegar ég tók eftir Renault- jeppabifreið í speglinum. Af því að ég keyrði ekki hraðar þá var háu ljósunum blikkað á fullu til að ég yki hraðann. Ég var á 80 km/ klst. Mér fannst þetta mjög óþægilegt og vil ég biðja þennan ökumann vinsam- legast um að athuga að svona óþarfa blikk með háu ljósunum getur valdið stór- slysi. Ég hefði getað klesst á næsta bíl eða hemlað skyndilega. Mætti athuga að fólk keyrir ekki hraðar en á há- markshraða í þeirri færð sem var þennan morgun. Ökumaður Fiatsins. Eiðar og svik Á liðnu vori mælti mær mér er, svei mér, eiður sær, en Össi til þess eflaust fær Ingu Sóla að svíkja. Verður því að víkja. Eiðrof sumir iðka hér, agnar pons ég lýg að þér, inn á þing ég ætla mér. Össi víkur sæti. Þar um enginn þræti! Eldri borgari. Um skatta ÞAÐ er mikil umræða um skatta þessa dagana og allt snýr þetta að ríkinu. En hvað um borgina? Nú hafa verið svo miklar hækkanir þar og hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki fjallað um þær hækkanir? Ég vildi sjá umfjöllun um hækkanir borgarinnar sem fyrst í fjölmiðlum. Ein óánægð. Dýrahald Kettlingur fæst gefins KASSAVANUR 11 vikna kettlingur fæst gefins, upp- lýsingar í síma 555 2162. Læðu vantar heimili 8 MÁNAÐA læðu, svarta og blíða, vantar gott heim- ili. Upplýsingar í símum 557 8487 og 823 9398. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAXVið Kárahnjúka. LÁRÉTT 1 myndarleg, 8 kasti, 9 tólf, 10 reykja, 11 ani, 13 gabba, 15 skammt, 18 huguðu, 21 umstang, 22 slegið, 23 æviskeiðið, 24 gjafar. LÓÐRÉTT 2 játa, 3 kaðall, 4 kæpan, 5 styrkir, 6 bílífi, 7 spil, 12 gagn, 14 leðja, 15 úði, 16 mergð, 17 skánin, 18 viðbjóði, 19 sterk, 20 elska. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fylki, 4 bylur, 7 náman, 8 orgel, 9 alt, 11 römm, 13 fata, 14 æðinu, 15 flár, 17 mjór, 20 fis, 22 reiki, 23 umrót, 24 túnið, 25 deiga. Lóðrétt: 1 funar, 2 lómum, 3 iðna, 4 brot, 5 lygna, 6 rulla, 10 leifi, 12 mær, 13 fum, 15 fornt, 16 ásinn, 18 járni, 19 rotna, 20 firð, 21 sund. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.