Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 45 Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR HAFSTAÐ, verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Ragnheiður Ragnarsdóttir Hafstað, Þórunn Kielland, Jakob Kielland, Ingibjörg Hafstað, Hildur Hafstað, Ragnar Hafstað, Þórdís Úlfarsdóttir, Sigríður Hafstað, Árni Hafstað, Uloma Hafstað, barnabörn og barnabarnabörn. Útför frænka minnar, ÓLAFÍU PÉTURSDÓTTUR, Nönnugötu 7, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 20. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Andrésdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SIGURJÓNSSON fyrrv. flugstjóri, Háaleitisbraut 81, Reykjavík, sem lést á öldrunardeild Landakotsspítala fimmtudaginn 20. febrúar sl., verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Bertha I. Johansen, Magnús Már Harðarson, Sigurdís Haraldsdóttir, Kristján Harðarson, Helga R. Jóhannesdóttir, Sigríður Harðardóttir, Magnús Magnússon, Elísabet Þórdís Harðardóttir, Einar Tómasson, Hörður Harðarson, María Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURLAUG ANNA HALLMANNSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti líknarfélög njóta þess. Sigurður Gíslason, Hallmann Sigurður Sigurðarson, Aðalheiður Helga Júlíusdóttir, Margrét Ragnheiður Sigurðardóttir, Þorsteinn Valgeir Konráðsson, Ráðhildur Ágústa Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra Kristín Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jarðarför BENEDIKTS VALDEMARSSONAR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður gerð frá Höfðakapellu föstudaginn 28. febrúar klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Óskar Tómasson, Valdemar Gunnarsson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA S. BJARNADÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 1. mars kl. 13.30. Óskar Kárason, Ásdís M. Hansdóttir, Erla Þorbjörnsdóttir, Sævar Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir og barnabörn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Elsku Jörri, takk fyrir ánægju- lega tuttugu ára samfylgd. Heiða Helena. Elsku afi minn, nú ert þú farinn upp til Guðs. Ég vona að þú hittir ömmu og að þið hvílið saman hlið við hlið. Þú verður alltaf í mínum bænum af því við áttum margar góðar stundir saman. Þín Birna Rún. Skrifað stendur í Biblíunni orð Salomons konungs: „Öllu er af- mörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma …að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma.“ Þvílík sannleiks orð í þessum fallna heimi og segir í raun allt, sem segja þarf, um þetta líf. Þessi orð komu mér í huga eins og stef um tilvistina, þegar mér barst til eyrna andlátsfregn Jörra bróður, er þurfti síðustu ár ævi sinnar að berjast við veikindi sín. Parkinsonveikina og krabbamein, er drógu að lokum úr honum lífs- andann. Ég vil minnast hans nú og þakka Guði fyrir hann, þennan góða bróður sem hann og var. Ég á margar góðar minningar um Jörra og upp í hugann koma fyrst minningar frá Súðavík, þegar ég var lítill strákur, en á okkur var fimmtán ára aldursmunur og þá eins og alltaf, leit ég upp til stóra bróður. Mér er minnisstætt þegar Jörri og Bubba kona hans fluttu út á nes, eins og það var kallað. Þá þótti mér gaman að fara í heim- sókn til þeirra og hlusta á Jörra grínast og segja sögur og hlusta um leið á kitlandi hlátur Bubbu við sprelli Jörra. Allavega alveg þang- að til að Jörri stóð okkur strákana að því einn daginn að reykja undir segli á trillu sem stóð uppá kambi rétt heima hjá honum. En þá fækkaði nú ferðunum í skömminni allavega í bili. Sérstaklega er mér í minni nú, þegar ég fékk að fara með Jörra og Igga Guðmunds á trillunni inn í Djúp. Þá voru þeir á línuveiðum og háfuðu síldina upp úr torfunum inni í Djúpi, skáru hana niður og beittu á krókana. Síðan lagt og legið yfir og að lokum línan dregin. Og oft bar vel í veiði, fiskur á hverjum krók. Þetta þótti mér stráknum stórkostlegt að upplifa. Að ógleymdu að upplifa fegurð Ísafjarðardjúpsins, fjarðanna, JÖRUNDUR FINNBOGI ENGILBERTSSON ✝ Jörundur Finn-bogi Engilberts- son fæddist í Súðavík 1. júlí 1927. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 3. febrúar. eyjanna og fjalla- hringsins. Finna ilm- inn af slorinu og lifr- inni sem múkkarnir rifust um, í bland við glens og gaman þeirra Jörra og Igga í kvöld- kyrrð sumarsins. Og loks að sofna þreyttur á bekknum í lúkarn- um með bátalyktina góðu í nösunum. Þetta líður mér aldrei úr minni og varð til þess að ég ákvað að verða sjómaður. Gaman var að eiga við Jörra tveggja manna tal, því hann naut þess að tala um lífið og tilveruna, enda var hann bráðgáfaður og vel lesinn og vel minnugur á það sem hann hafði lesið, var þá tíminn oft fljótur að líða. Hann hafði þann einstaka hæfileika, að skilja leynd- ardóminn um litróf lífsins. Jörri var líka mikill sögumaður, svo mikill að hann gat gert allt sem hann sagði að góðri sögu, með því persónu kryddi sem hann hafði í fórum sínum, svo sem raddblæ, geislandi augum, látbragði í bland við kímni og hlátur sem honum var einum lagið. Hann var líka söng- elskur, lag- og textavís, enda naut hann þess að syngja, þó sérstak- lega og eftirminnilega þegar hann hafði fengið sér svolítið neðan í því. Gaman var líka og sérstakt að heyra hann og Lalla bróður taka saman lagið í góðra vina hópi. Enda samspyrtir þegar kom að gríni og söng. Það var líka gott að tala við Jörra um trúmál, enda gerði hann sér að fullu grein fyrir því, hver væri tilgangur þessa lífs. Ég minn- ist þar kvölds er við áttum saman heima hjá honum og ræddum þetta fram og til baka. Þá varð nið- urstaðan sú að Jesús Kristur væri frelsari þessa heims og að sá ætti eilíft líf sem tryði á hann. Jörri hafði sérstakan áhuga á fótbolta og var mikill Skagamaður þar. Gaman var að vera með hon- um á vellinum. Hlusta á athuga- semdir hans um leikinn og fylgjast með svipbreytingum hans og inn- lifun í takt við gang leiksins, að ég tali nú ekki um þegar Lalli bróðir okkar var með. Þetta var topp skemmtun, jafnvel þótt leikurinn tapaðist. Enda var gaman að lifa og ógleymanlegt þegar við bræð- urnir fímm bjuggum allir á Skag- anum. Mér er því ljúft að minnast bróður míns, en sárt að missa hann og verst að eiga hann ekki lengur hér á storð. En svona er nú lífið, sem ekki leyfir okkur að ganga að neinu vísu, meðan við drögum andann. Ég gæti sagt svo margt en læt hér staðar numið í virðingu og þökk. Elsku Brynja, Gummi, Atli og Iggi Palli, makar börn og barna- börn. Ég votta ykkur samúð mína og bið Guð að hugga ykkur og blessa í sorginni, því ég veit að ykkur er mikil eftirsjá að föður ykkar og afa. Hafsteinn Engilbertsson. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir alla hjálpina og stuðninginn. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og fjörugur. Þú varst yndislegur afi. Alltaf þegar ég kom í heimsókn þá leið mér svo vel. Ég var örugg og mér fannst það alltaf fjör að kíkja í heimsókn til þín og ömmu Núru. Í hvert skipti sem ég kom var alltaf eitthvert gotterí á borðinu inni í stofu. Mér þótti t.d. skonsurnar sem þú bakaðir mjög góðar og allt annað sem þú bakaðir með henni ömmu sem er líka rosalega dugleg. Síðasta ár var búið að vera erfitt fyrir þig því þú varst svo veikur. En þú varst heppinn að hafa hana ömmu Núru til staðar. Elsku afi minn, ég gleymi aldrei þeim frábæru stundum sem við áttum saman og ég geymi þær að eilífu í hjarta mínu. Megi góður guð vaka yfir þér, afi minn. Þín Ruth Ingólfsdóttir. HARRY STEINSSON ✝ Harry Steinssonskipstjóri fædd- ist í Reykjavík 27. september 1933. Hann lést á líknar- deild LHS í Kópa- vogi 17. janúar síð- astliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. Elsku besti afi og langafi. Á sorgarstundu er fátt um orð, en það sem okkur er efst í huga í dag er þakk- læti fyrir að hafa hitt þig, elsku afi, fyrir stuttu síðan og fengið að faðma þig og kyssa. Elsku amma, í dag sem og alla aðra daga er hugur okkar hjá þér. Sendum okkar inni- legustu kveðjur frá Kolding, Tinna Ýrr, Ísak, Gabríel Rökkvi og Mirra Rán. Ég ætlaði að skrifa þetta á kín- versku en hana skiljum bara þú og ég. Elsku afi minn, þú hefur ávallt átt sérstakan stað í hjarta mínu. Þar sáðir þú mörgum góðum fræj- um, eins og ástar, umhyggju, hlýju og hlátursfræjum. Þessi fræ eru einstök fyrir mér og ég mun vökva þau og vaka yfir þeim um ókomna tíð, svo þau megi vaxa og dafna, svo ég geti deilt þeim með ömmu Núru. Og ég geti hreykin boðið þér af þeim er við hittumst aftur. Guðrún Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.