Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 49 Lundúnamessa í Dómkirkjunni Sr. Jón A Baldvinsson, sendiráðsprestur, sem staddur er hér á landi í námsleyfi, mun syngja messu í Dómkirkjunni, sunnud. 16. mars kl. 14. Messan er að frumkvæði fyrrverandi sóknarbarna hans á Bretlands- eyjum og er hugsuð sem kærkomið tækifæri til endurfunda. Eftir messu verður kirkjukaffi á Hótel Borg og mun undirbúnings- nefndin viðra þar hugmyndir um árlega samkomu þessa hóps. Gamlir og nýir félagar úr Íslenska kórnum í London eru beðnir að koma til æfingar í Dómkirkjunni, þriðjudagskvöldið 11. mars kl. 20. Undirbúningsnefndin. VLADIMIR Kramnik (2.807) er með nauma forystu í Linares eftir fjórar umferðir með 2½ vinning, en þeir Viswanathan Anand (2.753) og Peter Leko (2.736) standa einnig vel að vígi með 2 vinninga eftir þrjár skákir. Kasparov er enn næstneðst- ur, en hann sat yfir í fjórðu umferð. Öllum skákum þriðju og fjórðu um- ferðar lyktaði með jafntefli. Úrslit 4. umferðar: Anand – Kramnik ½–½ Vallejo Pons – Radjabov ½–½ Ponomariov – Leko ½–½ Í þriðju umferð áttust við: Kramnik – Vallejo Pons ½–½ Radjabov – Ponomariov ½–½ Leko – Kasparov ½–½ Þrátt fyrir öll þessi jafntefli var oft hart barist og sérstaka athygli vöktu gríðarleg átök í skák Lekos og Kasparovs í þriðju umferð. Kasp- arov átti í vök að verjast framan af, en náði að snúa taflinu við með hróksfórn. Eftir það kom upp mjög athyglisvert endatafl þar sem Kasp- arov virtist eiga auðunnið tafl, en hann hafði drottningu og þrjú sam- stæð peð gegn drottningu og a-peði Lekos. Kasparov valdi hins vegar ekki bestu leiðina og Leko var fastur fyrir. Eftir hetjulega baráttu lék Leko skákinni hins vegar í tap í 71. leik. Eftir afleik Lekos átti Kasp- arov þvingað mát í 62 leikjum! Slík- an “afleik“ er að sjálfsögðu einungis hægt að uppgötva í skákforriti sem er með tæmandi gagnagrunn yfir endatöfl með 5 og færri menn á borðinu. Það var því vart við öðru að búast en að Kasparov yfirsæist vinn- ingsleiðin og skákinni lauk með jafn- tefli eftir 87 leiki. Staðan eftir fjórar umferðir: 1. Kramnik 2½ v. af 4 2.–3. Anand og Leko 2 v. af 3 4. Radjabov 2 v. af 4 5. Vallejo Pons 1½ v. af 3 6. Kasparov 1 v. af 3 7. Ponomariov 1 v. af 4 Í gær var frídagur á mótinu, en fimmta umferð verður tefld í dag. Björn Þorfinnsson, hrað- skákmeistari Hellis 2003 Björn Þorfinnsson sigraði á sterku hraðskákmóti Taflfélags- ins Hellis sem fram fór 24. febr- úar. Björn hélt þar með titlinum sem hann vann í fyrra og er því enn handhafi „þrennunnar“ því jafnframt er hann skákmeistari Hellis sem og atskákmeistari félags- ins. Alls tóku 23 skákmenn þátt í mótinu að þessu sinni. Röð efstu manna: 1. Björn Þorfinnsson 12 v. af 14 2. Magnús Örn Úlfarsson 11½ v. 3. Björn Þorsteinsson 10 v. 4. Sigurður Daði Sigfússon 9 v. 5.–6. Ögmundur Kristinsson og Gunnar Björnsson 8½ v. 7. Sigurbjörn J. Björnsson 8 v. 8.–10. Hilmar Þorsteinsson, Vigfús Ó. Vigfússon og Sverrir Örn Björns- son 7½ v. 11.–13. Sverrir Sigurðsson, Elsa María Þorfinnsdóttir og Einar Örn Jónsson 7 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Vigfús Ó. Vigfússon og Gunnar Björnsson. Iðnaðarmenn reyna sig við Regínu Slóvenska skákdrottningin Reg- ína, sem er stórmeistari kvenna í skák, mun etja kappi við 15 vaska verktaka í fjöltefli Taflfélagsins Hróksins og Húsasmiðjunnar sem fram fer í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi 16 kl. 18 í dag, fimmtu- dag. Regína er frá Bratisl- ava í Slóvak- íu, en er ís- lenskum skákunnend- um að góðu kunn, því hún teflir með A-liði Hróksins í fyrstu deild Íslandsmóts- ins í skák. Regína er nýkomin til landsins til að tefla með félögum sínum í Hróknum á mótinu. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul er Regína orðin þekkt í skák- heiminum fyrir vasklega tafl- mennsku og má búast við hörðum sviptingum á skákborðinu þegar hún etur kappi við hina íslensku iðnaðar- menn. Fjölteflið hefst klukkan 18, eins og fyrr segir og stendur til klukkan 20. Fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið Fyrsta alþjóðlega kvennaskák- mótið hér á landi verður haldið 5.–9. mars í Saltfisksetrinu í Grindavík. Það eru Taflfélag Garðabæjar og Skákfélag Grindavíkur sem standa fyrir mótinu. Þátt taka kvennalands- lið Íslands, Noregs og Evrópumeist- ara Frakka. Telft verður á 4 borðum, tvöföld umferð. Það er sérstaklega ánægjulegt að fá franska liðið í heimsókn. Það er unnið mjög markvisst að skákmálum í Frakklandi og eru Frakkar með eitt skemmtilegasta kvennalandslið- ið, enda núverandi Evrópumeistar- ar. Samhliða mótinu fer fram annað mót með þátttöku sömu liða auk sameiginlegs liðs Taflfélags Garða- bæjar og Skákfélags Grindavíkur. Vefsíða mótsins verður á www.geocities.com/tgchess. Dag- skrá: Setning og fyrsta umf. 5. mars kl. 19.30. 2. umf. 6. mars kl. 19.30. 3. umf. 7. mars kl. 19.30. 4. umf. 8. mars kl. 11. 5. umf. 8. mars kl. 16. 6. umf. 9. mars kl. 11. Verlaunaafhending og Bláa lóns mótið. 9 mars kl. 16. Bláa lónið. Verðlaunaafhending fer fram í Bláa lóninu. Þar verða einnig verð- launaðir sigurvegarar úr samkeppni um merki Skákfélags Grindavíkur, en krakkar í grunnskóla Grindavík- ur tóku þátt í þessari keppni. Að verðlaunaafhendingu lokinni fer fram Bláa lóns mótið með þátt- töku þessara fjögurra liða. Mótið mun fara fram ofan í lóninu og verð- ur án efa blautasta mót ársins! Kramnik efstur í Linares dadi@vks. is SKÁK Linares, Spáni XX LINARES-SKÁKMÓTIÐ 22. feb.–9. mars 2003 Daði Örn Jónsson Kramnik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.