Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ F immta mars er ösku- dagur, en þá hefst víst langafasta fyrir páska. Sennilega góður tími til að iðr- ast og setjast í sekk og ösku, því askan var einu sinni trúartákn iðrunar syndarans. Ungum íslenskum sautjándu aldar konum hugkvæmdist að sauma litla poka, fylla þá ösku og hengja í föt karlmanna án þess að þeir tækju eftir því. Þetta varð siður án hliðstæðu. Karlmenn brugðust við stríðn- inni eða sneiðinni, með því að hella öskunni úr, setja steinvölu í stað hennar og hengja á kon- urnar aftur svo lítið bæri á. Askan sem karlmenn báru táknaði að þeir væru þrátt fyrir vald sitt og stærilæti að- eins duft og aska jarðar. Smástein- arnir sem héngu í fötum kvenna merktu að forðum hefði konum verið grimmilega refsað væru þær ekki prúðar og stilltar. Öskudagur er enn tjáning- arríkur dagur. Börn og ung- menni sníða sér nú búninga úr ýmsum efnum. Þau eru hug- myndarík og breytast í afa eða ömmur, indíána, umrenninga, dýr, kúreka, huldufólk, bændur, drauga og önnur skrímsl sem vekja ugg. Stundum dulbúa þau sig jafnvel á óvæntan hátt og verða sturtuklefar, mjólk- urfernur eða hvaðeina annað sem hugur og hönd leyfir. En það eru fleiri sem fá kyn- legar hugmyndir: Einhver skrímsl eða vélar, sem hafa ekki alveg nógu næmt auga fyrir börnum eða tíðarandanum, hanna leikföng, búninga og ann- að dót handa börnum allra landa. Brot af þessum vörum er kynnt í bæklingnum „Öskudagur“ sem dreift er árlega á heimili barna, a.m.k. í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. Hugmyndir „búningahönnuða“ og þeirra sem setja saman ís- lenska bæklinginn, um hlutverk kynjanna opinberast á tveimur opnum (fjórum síðum): Þeir eru enn að reyna að bjarga Þyrnirós! Önnur opnan er með ljós- bláum og bleikum bakgrunni og þar stendur annars vegar „Og þá var kátt í höllinni“ og hins vegar „Prúðar prinsessur“. Á opnunni eru tíu stúlkur í bleikum, rauð- um, fjólubláum og gulum kjólum. Þær eiga að vera álfadísir, æv- intýradísir, Mjallhvít, Ljósbrá og jafnvel Díana prinsessa. Þær eiga að vera sætar og góðar á öskudag og skreyta sig með ýmsum fylgihlutum eins og englavængjum, hárkollum og strútsfjöðrum fyrir utan sjálf- sagðan prinsessusprota og gott snyrtiveski. Af einhverjum ástæðum stendur einnig drengur á þessari prúðu opnu, en það er sjálfur Artúr konungur í svartgylltum kóngafötum í stígvélum og með kórónu, sverð og skjöld. Hann er þeim til verndar ef drekinn vaknar. Á næstu opnu eru tíu litlir drengir en engin stúlka fær að- gang að klúbbnum. Bakgrunn- urinn er dökkblár og fyrirsögnin „Skæðir skúrkar og hjálpsamar hetjur“. Gerum liðskönnun hjá skæðu skúrkunum. Þarna er sjóræningi með höfuðklút og lepp. Sjóræn- ingjaskipstjórinn er mættur og stríðsmálaður hermaður með húfu. Kúreki og lögga með vél- byssu og haglabyssu með pumpu og skothljóðum. Öllum þessum köppum tilheyra dýrmætir fylgi- hlutir: Vélbyssa með hljóði og gneistum, herloftriffill sem skýt- ur mjúkum gúmmíkúlum og píl- um, 12 skota vélbyssa úr málmi, 12 skota kúrekabyssa úr málmi, tvöfalt byssuvesti, Magnum 12 skota málmbyssa, Astra 8 skota njósnarabyssa, 8 skota Win- chester málmriffill, sjóræn- ingjabyssa, -hattur og -sverð … Hjálpsömu hetjurnar fylla svo síðuna á móti, en þær eru fimm eins og skúrkarnir. Stjörnu- stríðskappi með tvöfalt geisla- sverð, Zorro, Dreka-Ninja með hettugrímu, Batman með sjálf- lýsandi leðurblökum, belti og slá og loks einhver Action-hetja sem minnir á Súpermann með geisla- byssu. Hinn sígildi áróður stafar af bæklingnum um hugrökku hetj- una og vanmáttugu prinsessuna. Einhver heildsala gefur bækl- inginn út og þar stendur í smáa letrinu: „Ábyrgð er ekki tekin á prentvillum, verðbreytingum, uppseldum vörum og töfum í af- greiðslu.“ En er ábyrgð þá tekin á skilaboðunum til kynjanna? Eða augljósri innrætingunni sem felst í prúðu prinsessunum og skæðu ofbeldisfullu skúrkunum? Örugglega ekki, því ef ábyrgð er ekki tekin á prentvillum, er hún heldur ekki tekin á skökkum skilaboðum eða andlegum villum. Annar bæklingur skaust einn- ig inn um lúguna heima hjá mér um leið og hinn, eins og honum til staðfestingar. Í honum eru aðeins fjögur börn: Ninjadreng- ur með sverð, og þrjár stúlkur. Ein í brúðarkjól með slöri, önnur í prinsessukjól með kórónu og sú þriðja í „hjúkrunarkonubúningi“ frá miðri síðustu öld. Hugmyndasmiðirnir hafa farið úr öskunni í eldinn, og nú er bara að bíða eftir óvininum til að hægt sé að hefja leikinn: Prúða prinsessan liggur sof- andi í öskutunnuporti. Hjálp- sama hetjan, t.d. ímyndunarveik löggan, stekkur fram með vél- byssu í annarri hendi og hagla- byssu með pumpu í hinni og plaffar niður skæða skúrkinn. Hetjan leggur sig í mikla lífs- hættu en vopnin bjarga, og pilt- urinn vekur prúðu prinsessuna og hleypur heim með hana í fanginu. Vinkona hennar, hjúkr- unarkonan, kemur og hlúir að blóðugri hetjunni á meðan prins- essan setur upp fallegu engla- vængina sína. Artúr konungur gefur hetjunni hönd dóttur sinn- ar og blæs til veislu. Ævintýradísir svífa í salinn og hjálpsamar hetjur koma askvað- andi með háum hljóðum, gneist- um og blikkandi ljósum. Og þá fyrst er kátt í hárri höll! Skúrkur treður púðri í njósn- arabyssuna í skóginum. Prúðar prinsessur Skæðir skúrkar og prúðar prinsessur með fylgihlutum; grímum, hárkollum, 12 skota vélbyssum, snyrtiveskjum og töfrasprotum fara úr öskunni í eldinn í bæklingum fyrir æskuna á öskudaginn. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is Á ÁRUNUM 1982 og 1983 náði áralangt andóf borgara gegn bygg- ingu vatnsaflsvirkjunar á eyjunni Tasmaníu við Ástralíu hámarki. 2.600 manns stóðu í vegi risavaxinna vinnuvéla sem verið var að ræsa til að hefja framkvæmdir við byggingu stíflu Franklinárinnar. Bygging virkjunarinnar hefði krafist þess að sökkt hefði verið stórbrotnum gljúfr- um, flúðum og menjum um frum- byggjaslóðir. Þúsund ára gömul tré hefðu verið höggvin og dýrum á svæðinu hefði verið drekkt. Mót- mælendur komu alls staðar að úr Ástralíu. Í þeirra hópi voru kennar- ar, læknar, opinberir starfsmenn, vísindamenn, bændur, listamenn, skrifstofufólk, verkfræðingar og leigubílstjórar. Næstum helmingur þeirra var handtekinn af lögreglunni og ákærður fyrir að hafa brotið að- göngubann. Hópur 20 lögfræðinga, allt sjálfboðaliðar, aðstoðaði hina kærðu. Þessi mótmæli beindu at- hygli alls samfélagsins að Franklin- virkjuninni og leiddu til þess að stjórnmálaflokkur, sem lofaði að stöðva framkvæmdir, bar sigur úr býtum í kosningum og myndaði næstu ríkisstjórn. Franklináin renn- ur enn frjáls og óbeisluð. Í hópi andstæðinga þessara um- deildu framkvæmda var ástralski heimspekingurinn Peter Singer. Hann hefur síðan þá getið sér orð sem einn þekktasti siðfræðingur samtímans, en ekki síður vakið at- hygli fyrir skrif sín um umhverfis- vernd og réttindi dýra. Er Peter Sin- ger frétti af fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúka skrifaði hann okkur: „Ég er hneyksl- aður að heyra að það stendur til að eyðileggja sjaldgæf víðerni á hálendi Íslands. Í Ástralíu tók það nokkra áratugi að koma í veg fyrir áform um að sökkva dalnum sem Franklináin flæðir um. Allir, og þar með taldir stjórnmálaflokkarnir sem voru fylgj- andi byggingu virkjunarinnar vegna þess að þeir töldu að það myndi auka atvinnu á svæðinu, eru nú sammála um að það var rétt að hætta við fram- kvæmdirnar. Okkur hefur lærst að víðerni eru dýrmæt arfleifð sem okk- ur er treyst fyrir, ekki aðeins til að skila þeim óspjölluðum til komandi kynslóða, heldur einnig til að vernda þau vegna dýranna sem þar eiga heima.“ Óbreytt virkjanastefna? Það eru tuttugu ár síðan Ástralar ákváðu að hætta við virkjun Frankl- inár í nafni náttúruverndar. Hér á landi hefur náttúruvernd mátt sín lítils andspænis gildismatinu sem býr að baki virkjanastefnunni sem fylgt hefur verið undangengna ára- tugi á Íslandi. Þegar virkjanastefnan var mótuð voru viðhorf til náttúru- og umhverfisverndar alls ólík því sem við þekkjum í dag. Virkjana- stefnan er afsprengi nútímavæðing- ar og tæknihyggjunnar sem er kjarni hennar. Hún hefur án efa átt drjúgan þátt í að gera samfélag okk- ar lífvænlegra og hagsælla. Margir eru hins vegar farnir að setja spurningamerki við óbreytta virkjanastefnu. Viljum við veðja á stórar virkjanir og stóriðju eða eig- um við að skapa annars konar fram- tíðarsamfélag? Virkjanastefna og menntun Því er haldið fram að óbreytt virkjanastefna og hin mikla áhersla á verklegar framkvæmdir stuðli ekki að því að hækka menntunarstig hér á landi. Þetta kom fram í máli hag- fræðinganna Sigurðar Jóhannesson- ar og Guðmundar Magnússonar á fundi um hægri græna pólitík. Það má jafnvel búast við því að piltar sæki síður í háskólanám til að taka þátt í framkvæmdum við Kára- hnjúka. Þetta er ekki síst áhyggjuefni þar eð menntunarstig hérlendis er lægra en í nágrannalöndum okkar, sem leggja megináherslu á að efla mennt- un og þróa þekkingarsamfélag. Í samfélögum þar sem menntunarstig er hærra og lífskjör betri er lögð meiri áhersla á náttúruvernd og heilsu almennings en annars staðar. Það getur því fleira tapast með virkj- ana- og stóriðjustefnu en óspillt nátt- úra. Lýðræðisleg umræða og jafnræði Það þarf þess vegna að skoða virkjanastefnu í víðu samfélagslegu og menningarlegu samhengi, og ekki einskorða umræðu um hana við hag- vöxt og atvinnuþróun á sviði verk- legra framkvæmda og stóriðju. Hin- ir ólíku hagsmunaaðilar verða einnig að geta komið að málinu á jafnræð- isgrundvelli. Landsvirkjun mun hafa eytt meira en 200 miljónum króna á þessu kjörtímabili í kynningarstarf. Náttúruverndarsamtök Íslands fengu í fyrra ekki nema 1.200 þúsund krónur í rekstrarstyrk frá umhverf- isráðuneytinu. Það getur varla talist lýðræðislegri umræðu um þessi mál til framdráttar að svo halli á annan aðilann í því óumflýjanlega fræðslu- starfi sem þarf að eiga sér stað til þess að leiða þetta mál lýðræðislega til lykta. Þá eigum við ekki við að það sé afgreitt eftir settum leiðum á Al- þingi. Það er meira eða minna búið og gert. Við eigum fyrst og fremst við þá afgreiðslu sem þetta mál þarf að fá í samfélaginu sjálfu með þátt- töku almennings og frjálsra félaga- samtaka. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa framkvæmd sé knýjandi og er undir- skriftasöfnun því til stuðnings farin af stað á halendid.is. Það er hins veg- ar hætt við að þjóðaratkvæða- greiðsla missi marks ef hún er ekki studd nægri gagnrýninni umræðu um málið, sem er forsenda þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun. Það hefur verið mikill hraði á afgreiðslu þessa máls. Alþingi hefur sett lok á pottinn, en það heldur áfram að krauma og bulla í honum. Vonandi þarf ekki að koma til þess að upp úr sjóði eins og gerðist í Ástralíu þegar framkvæmd- ir við Franklinvirkjunina áttu að byrja. Ástralar áttuðu sig Eftir Gunnar Örn Sigvaldason og Sigríði Þorgeirsdóttur „Alþingi hefur sett lok á pottinn, en það heldur áfram að krauma og bulla í honum.“ Gunnar er nemi í heimspeki og Sigríður er dósent í heimspeki. SigríðurGunnar Örn FRÉTTASTOFA Stöðvar 2 hef- ur ákveðið að taka þátt í kosninga- baráttunni með allóvenjulegum hætti. Fréttastofur láta sér yfirleitt nægja fyrir kosningar að segja fréttir sem tengjast stjórnmálum, en fréttastofa Stöðvar 2 hefur kom- ið sér upp pólitískum pistlahöfundi sem fer með rangfærslur og hálf- sannleik um ríkisstjórnina í hverj- um fréttatímanum á fætur öðrum. Umræddur pistlahöfundur, Kristján Már Unnarsson, fjallaði um barnabætur í kvöldfréttum síð- astliðinn fimmtudag og ekki verður hjá því komist að leiðrétta rang- færslur úr þeim pistli. Kristján Már lætur að því liggja í pistlinum að ríkisstjórnarflokkarnir, sér í lagi Framsóknarflokkurinn, hafi svikið kosningaloforð sín um barnabætur sem gefin voru fyrir síðustu kosn- ingar. Þessu til stuðnings notar hann tölur um hlutfall barnabóta af landsframleiðslu. Þessi samanburð- ur segir þó ekkert sem máli skiptir um barnabæturnar eða kjör barna- fólks. Barnafólk er ekki verr sett ef barnabætur lækka sem hlutfall af landsframleiðslu þegar það staf- ar af því að landsframleiðsla og laun barnafólks hafa aukist mikið, en þess var ekki getið í pistli Krist- jáns Más. Þar við bætist að hann rekur þróunina frá árinu 1995 en af henni verða vitaskuld engar álykt- anir dregnar um loforð sem gefin voru fjórum árum síðar. Allt virðist þetta vera gert til að draga upp brenglaða mynd af ástandinu í hugum áhorfenda. Barnabætur hafa hækkað Enn eitt sem hlýtur að hafa þann tilgang að draga upp ranga mynd í hugum fólks er að í pistlinum eru barnabætur bornar saman við eitt- hvað sem Kristján Már kallar „vísi- tölu samneyslu“, sem er einhver vísitala sem hann eða heimildar- menn hans búa til, því ekki er þetta útgefin vísitala sem almennt er notuð. Hvernig sem þessi vísi- tala er nú nákvæmlega fundin út, er staðreyndin sú, að samanburður á barnabótum og samneyslu hefur engan tilgang – nema ef til vill pólitískan tilgang. Ef skoðuð er þróun barnabóta á þessu kjörtímabili, þ.e. frá því lof- orðin sem Kristján vísaði til voru gefin, má sjá að barnabætur hafa hækkað um 37,7% og áætlað er að þær muni í ár nema 5,4 milljörðum króna. Samanburður sem einhverja þýðingu hefur er samanburður við vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs hefur á sama tímabili hækkað um 19,7%, sem þýðir að barnabætur hafa hækkað nær tvö- falt á við vísitöluna. Þennan samanburð og þessa miklu aukningu barnabóta minntist Kristján Már ekki á í pistli sínum, enda virtist tilgangurinn vera að sýna fram á að barnabætur hefðu lækkað. Breytti þá engu þó þær hefðu í raun hækkað umtalsvert. Pólitískir pistlar í fréttum Stöðvar 2 Eftir Hauk Þór Hauksson „Þennan samanburð og þessa miklu aukn- ingu barna- bóta minntist Kristján Már ekki á í pistli sínum.“ Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.