Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Genginn er vinur minn Guðmundur Tómas Gíslason. Við kynntumst 1959 er foreldrar mínir flutt í Smáíbúða- hverfið. Fór ég í Réttarholtsskól- ann, 1. bekk eins og það hét þá. Þá var þar tilraunastarfsemi í kennnslu, strákabekkur og stelpu- bekkur, og þar kynntumst við Guð- mundur. Eins og gefur að skilja var oft glatt á hjalla þann vetur og ekki var Guðmundur sá lágværasti. Margt var brallað og sennilega hefðu margir okkar verið skilgreind- ir ofvirkir í dag en þá voru þetta bara fyrirferðarmiklir strákar. Við sóttum leikfimitíma í Vals- heimilið og sungum oft svo mikið í strætó á leiðinni að þeir hættu um tíma að stoppa fyrir okkur. Áfram láu leiðir okkar saman í gegnum árin, t d. á Garðyrkjuskóla ríkisins, við lærðum skrúðgarðyrkju hjá sama meistara og unnum saman í þeirri grein um tíma. Síðar skildu leiðir eins og gengur, ég var mikið erlendis, en það var sama hve langt var um liðið er við hittumst á ný var eins við hefðum kvaðst í gær. Guðmundur var alveg einstakur maður. Hann var stór og mikill á velli og einnig stórhuga, var alltaf að pæla, hvort sem það var vinnan eða lífið og tilveran. Leiftrandi húmor- isti, orðheppinn, hávaðasamur og hláturgjarn, vinamargur, enda hrók- GUÐMUNDUR TÓMAS GÍSLASON ✝ GuðmundurTómas Gíslason fæddist í Reykjavík 11. janúar 1946. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 31. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hins látna. ur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Það gustaði af hon- um á mannamótum, hvort sem það var fyrir góðum 35 árum sem ungum manni á sveita- böllum fyrir austan fjall eða seinna gang- andi niður Laugaveg á Þorláksmessukvöldi, hann var eins og seg- ull, það þyrptist að honum fólk enda alltaf mikið talað og hátt hlegið hvar sem hann var. Hann elti ekki tískustrauma held- ur fór sínar eigin leiðir. Þó man ég eftir því þegar við vorum 13 eða 14 ára þá komust lakkrísbindin svoköll- uðu í tísku og þá sagði Guðmundur að svona yrðum við að fá okkur og það var gert. Hann gat fann upp á ótrúlegustu hlutum og hafði gaman af að koma fólki á óvart. Ég man að eitt sinn hringir hjá mér síminn og röddin segir sæll þetta er Guðmundur Tómas, ertu heima í kvöld, borðum saman? Þetta væri svo sem ekki í frásögu færandi nema það að ég var þá við vinnu rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Það kom svo í ljós að honum hafði langað að aka Ford Mustang á alvöru hrað- brautum og hvað þá annað en að fara til Danmerkur og Þýskalands. Ég man líka vel eftir mörgum skemmtilegum spilakvöldum með þeim bræðrum Guðmundi, Brandi og Atla ásamt vini okkar Dodda, þá var oft hátt hlegið og glatt á hjalla. Ég man líka þegar Guðmundur bankaði upp hjá mér hér heima og stóð fyrir utan með 40 eða 50 blóma- vasa, en hann vissi að konan mín var að koma heim með nýfætt barn. Ef maður gerir eithvað þá á að gera það myndarlega, farðu og náðu í blóm, þú átt að taka vel á móti konu og barni, ekki þetta venjulega hálfkák, 2–3 blómvendir. Svona var Guð- mundur. Ég man líka þegar þegar ég byrj- aði rekstur teiknistofu, þá kom Guð- mundur stundum til mín og sagði oft; „áttu í þig og á?“ Hann vildi fylgjast með. Þegar Guðmundur hélt upp á 50 ára afmæli sitt sagði ég við hann í gríni, mikið ber hún Jóhanna árin þín vel. Hann var fljótur til svars eins og svo oft, ef ég hefði ekki hitt Jóu, þá væri ég ekki hér, Jóa og börnin er það sem ég þarf, allt annað í lífinu er plús. Elsku Jóhanna og börn, mínar innilegustu samúðarkveðjur, Guð- mundur Tómas, nú verður hærra hlegið í himnasölum. Guð blessi minningu um góðan dreng. Kveðja Kjartan. Á margan og fjölbreyttan hátt fléttast vináttu- og tryggðabönd milli manna. Það að ganga saman í áraraðir til laugar hvern virkan dag myndar sérstakt samfélag og sérstaka sam- kennd milli manna sem oftar en ekki þróast í vináttusamband. Við vorum svo lánsamir laugar- félagar í Árbæjarlaug að hafa Guð- mund Tómas í okkar hópi, fyrst í Breiðholtslauginni og síðar í Árbæj- arlaug frá opnun þeirrar laugar. Laust fyrir klukkan sjö hvern morgun höfum við ásamt Guðmundi „hangið á húninum“ og beðið eftir því að laugin væri opnuð. Guðmund- ur alltaf með fyrstu mönnum, glað- beittur og bauð góðan daginn á sinn sérstaka hátt, oft með því að taka í hönd og hneigja sig lítið eitt. Þannig var það okkur oft fyrsta andlega upplyftingin hvern morgun að hitta Guðmund og sundfélagana, en glað- værð Guðmundar smitaði útfrá sér í hópinn og menn gerðu sér far um að hafa þessa morgunstundir á léttu nótunum, enda var snemma sett sú regla að í heitu pottunum væri „bannað að tala um neitt af viti“. Það var fyrir um ári að Guðmund- ur hætti að stunda laugar reglulega, það var eins og vatnið og klórinn í vatninu erti húð hans og hann hafði ónot af. Þrátt fyrir þetta kom Guð- mundur oft í heimsókn til okkar í laugina, bæði í heitupottana og í kaffið og í hvert skipti eins og gleði- gjafi, en Guðmundur Tómas var sannarlega gleðigjafi þar sem hann kom, kom vel fyrir sig orði, var fróð- ur og minnugur og með sérstaklega skemmtilega frásagnarhæfileika. Síðasta heimsókn Guðmundar í sundhópinn var þegar hópurinn hélt „litlu jólin“ fyrri hluta desem- bermánaðar síðastliðinn. Þetta var fremur stutt heimsókn en eftir- minnileg. – Guðmundur kom undir miðju borðhaldi, söng með okkur eitt jólalag, kvaddi sér hljóðs, sagði smellinn brandara og hópurinn velt- ist um af hlátri. Eftir stutta stund kvaddi hann sér aftur hljóðs og sagði annan brandara, þakkaði fyrir sig og hneigði, gekk út undir dúndr- andi lófaklappi viðstaddra sem þökk til hans fyrir skemmtilegar sögur og skemmtilega nærveru. Gleðigjafinn Guðmundur Tómas hafði enn einu sinni hrifið menn á sinn sérstaka og eftirminnilega hátt. Á þessari stundu í desember sl. hvarflaði það ekki að okkur að hann yrði allur aðeins sjö vikum síðar þótt við vissum að hann væri sárþjáður og berðrist hetjulegri baráttu við ill- kynja sjúkdóm. Þessi minning um hans heimsókn á „litlu jólin“ í Ár- bæjarlaug stendur okkur öllum svo björt fyrir hugskotssjónunum. Þannig minnumst við Guðmundar Tómasar, sem gleðigjafa og trausts vinar. Blessuð sé minning hans og Guð blessi Jóhönnu konu hans og fjöl- skyldu hans alla. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edenslundur (Jakob Jóhannesson Smári.) Kveðja, Svarthöfðar, sundfélagar í Árbæjarlaug. Hann Einar frændi minn stendur ljóslif- andi fyrir hugskots- sjónum mínum sem ungi Einar, bústólpi foreldra sinna. Í barns- minni mínu var það ætíð tilhlökkun- arefni að fá að fara í viku á síðsum- ardögum til Hraunkots í Grímsnesi að heimsækja móðurbróður okkar Sigurjón, konu hans Magneu og börn þeirra, en Einar ungi var þeirra elzt- ur, og sá fyrsti sem bar nafn afa okk- ar Einars Þorleifssonar á Meðalfelli sem lézt 1918. Foreldrar okkar voru ættuð af Vestur- og Austurlandi sem við höfðum heimsótt, og því var þessi lystireisa ætluð til að við kynntumst sveitalífinu hér sunnanlands, og svo líka til að njóta samfélags við frænd- systkini okkar sem voru þó aðeins eldri, en samt náðum við aldursröð við Sigurlaugu og tvíburana Gunnar og Gunda. Mikill ævintýraljómi hvíldi ávallt yfir þessum heimsóknum í Hraunkot – akandi í stórum (á þess tíma mæli- kvarða) rútubíl með Ólafi Ketilssyni sem setti okkur úr við brúsapall fyrir austan Kerhóla, þaðan sem vegar- slóði lá suður í hraunið. Það var í barnshuganum einstök dulúð yfir því að ganga á þessum vegi sem bugð- aðist lengi áfram um hæðir og hóla yfir hraunið, að mestu lyngi og kjarri vaxið. Það var ekkert venjulegt landslag fyrir Reykjavíkurbarn af malarkömbum þess líttgróna útness sem Reykjavík var þá. En eftir að litlir fætur höfðu geng- ið all-lengi eygði maður túnhliðið og kom fyrr en varði heim á hlað í fang ættingjanna í Hraunkoti. Með þeim systkinum fórum við margar berjaferðir út í hraunið og könnuðum það, er þau sýndu okkur stóra lyngivaxna laut sem þau köll- uðu Vilborgarlaut, því mamma okkar hafði fundið hana fyrst þegar hún heimsótti þau. Og dulúðin tengdist ekki bara langa bugðótta veginum um hraunið, heldur einnig gamla torfbænum og baðstofunni í Hraun- koti. Það var mikil upplifun að vakna EINAR SIGURJÓNSSON ✝ Einar Sigurjóns-son fæddist á Meðalfelli í Horna- firði 11. júlí 1917. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 28. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfoss- kirkju 8. febrúar. á sumarmorgni í þess- ari baðstofu við tifið í stórri klukku sem stóð á kommóðu fyrir enda hennar. Í minni heims- mynd er það dýrmætt að hafa kynnzt fólkinu mínu sem þar bjó þá, og umvafði okkur ástúð sinni svo dvölin varð eitt ótrúlegt ævintýr. Heyvinna á túninu með Nonna, Einari og Ingi- björgu, pönnuköku og lummubakstur í eld- húsinu hjá Möggu hans Nonna, sem af ljúf- mennsku útdeildi og stjórnaði; kúa- rekstur með tvíburunum undir stjórn Sigurlaugar frænku og jafnöldru minnar, sem og kenndi af mikilli röggsemi hvernig maður gengi með reisn yfir drullukeldu – og hestaferð með henni framhjá Mýrarkoti allt til Borgar – allt eru þetta dýrmæt minningabrot bernsku minnar með ættfólkinu í Hraunkoti, og töfrum þeim sem yfir staðnum ríkti. Við viss- um seinna að ljóminn yfir staðnum í minningunum er vegna þess að þær tilheyrðu heimi sem var að hverfa, og nýir og breyttir búskaparhættir tækju við – aðrir tímar. En svo var þetta líka tími bernsku okkar. En lífið heldur áfram og tíminn leið, stríðið kom og við uxum upp. Nonni og Magga brugðu búi og fluttust til Selfoss sem þá var lítið þorp nokkurra húsa við Ölfusárbrú. Hraunkot varð seinna að sumardval- ar- og orlofsstað sem nú í dag kallast Hraunborgir. Einar frændi minn kvæntist Kristínu sinni og þau eign- uðust fimm mannvænleg börn – Hildi, Gunnar, Garðar, Sverri sem látinn er nú, og Helgu sem búsett er í Svíþjóð. Einar missti fyrri konu sína í blóma lífsins, en afkomendur þeirra bera þeim glöggt vitni. Seinna, 1969 fékk Einar annarrar konu, Kristínar Helgadóttur f. 1918, alnöfnu hinnar fyrri, sem staðið hefir við hlið hans æ síðan með prýði. Ég minnist Einars frænda míns sérstaklega fyrir það að hann var hvers manns hugljúfi, þótt hógvær hann væri og dagfarsprúður. Hann var duglegur að heimsækja ættfólk sitt á Hornafirði og ferðast þangað, og líka er nú á seinni árum hefir verið efnt til ættarmóta þar, og er bjart yf- ir minningunni um hann er síðast við hittumst þar eystra. Í þökk sé hann nú guðs gæzku falinn. Jóhanna Guðmundsdóttir. Elsku pabbi, tengda- pabbi og afi. Okkur langar að minnast þín í örfáum línum, þú sem varst tekinn svo snöggt frá okkur. Alltaf varst þú svo kátur og ljúfur og tilbúinn að leyfa afabörnunum þínum að vera með þér í hverju því sem þú varst að bardúsa þegar þau komu í heimsókn, eins og síðastliðið sumar þegar við Kiddi og Katý vorum að hjálpa þér að byggja pallinn á bakvið hús á Fáka- leirunni og handlanga timbur og nagla út úr bílskúrnum, hvað þú varst þolinmóður þó að við værum að ólát- ast og brölta í kringum þig og svo var spurningaflóðið óstöðvandi en aldrei skiptir þú skapi og nenntir alltaf að svara öllum þeim skrítnu spurningum sem við höfðum, og gantaðist með okkur eins og svo oft áður, því alltaf GUÐMUNDUR SIGURÐSSON ✝ GuðmundurKristján Moritz Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. októ- ber 1947. Hann lést af slysförum á Seyð- isfirði 21. janúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arkirkju 1. febrúar. varst þú, elsku afi, svo kátur og brosmildur. Og hvað þú varst ánægður með nýja bílinn ykkar þegar þið komuð að heimsækja okkur í tjaldvagninn í Atlavík um síðustu verslunar- mannahelgi. Lengi eig- um við eftir að muna eftir stríðninni og húm- ornum sem aldrei var langt undan og eru þar margra góðra stunda að minnast. Alltaf varst þú dug- legur til vinnu og oft langtímum saman á sjó en þegar þú komst í land gafst þú þér samt yf- irleitt tíma með börnunum þínum þegar þau voru ung og seinna með barnabörnunum. Mikil tilhlökkun var í þér fyrir komandi loðnuvertíð og sá fram á bjarta tíma, þegar þú svo svip- lega ert tekinn frá okkur. Við hugsum til þín og kveikjum á kerti fyrir þig á hverjum degi. Megi guð geyma þig og megir þú hvíla í friði, elsku pabbi og afi. Elsku mamma/amma, megi Guð styrkja þig í sorg þinni og söknuði. Karl Sigurður, Anna María, Guðmundur Kristján og Katrín María. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Þökkum innilega auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EBENESERS ÞÓRARINSSONAR, Hafraholti 50, Ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Ólafía Elísabet Agnarsdóttir, Agnar Ebenesersson, Margrét Pétursdóttir, Halldór Ebenesersson, Ásgerður Kristjánsdóttir, Kristinn Ebenesersson, Margrét Jensdóttir, Guðrún Ebenesersdóttir, Þorgeir Guðbjörnsson, Þuríður Ebenesersdóttir, Magnús Snorrason, Auður Ebenesersdóttir, Einar Þór Karlsson, Ósk Ebenesersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.