Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skákkempan Viktor Kortsnoj lenti upp á kant við stjórn-
völd í Rússlandi og flúði land. Skapti Hallgrímsson rabb-
aði við þennan gamla og glaðlega skákref.
Feður í fæðingarorlofi
Um 80% íslenskra feðra fara nú í fæðingarorlof. Ragna
Sara Jónsdóttir ræðir við feður í orlofi og fjallar um
áhrif þessarar breytingar á jafnrétti kynjanna.
Margrét Árnadóttir
Hún er komin á 75. aldursár og rekur eigið hönnunarfyr-
irtæki með ullarfatnað. Anna G. Ólafsdóttir ræddi við
Margréti Árnadóttur um lífshlaupið.
Skákrefurinn Kortsnoj
á sunnudaginn
VILL AÐGERÐIR
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs, krafðist í gær að-
gerða stjórnvalda er fyrirbyggðu
undanskot undan skatti með flutn-
ingi fjármagns milli landa. Kom
þetta fram í umræðum utan dag-
skrár á Alþingi um skattaskjól Ís-
lendinga í útlöndum.
102 fórust í Alsír
Eitt hundrað og tveir fórust og
einn lifði af er alsírsk farþegaþota
fórst í flugtaki í Suður-Alsír síðdegis
í gær. Talið er að bilun hafi orðið í
vélinni, sem var af gerðinni Boeing
737-200, í eigu alsírska flugfélagsins
Air Algerie. Sá sem lifði af er lífs-
hættulega slasaður.
Bretar bjóða tilslakanir
Utanríkisráðherra Bretlands
sagði í gær að Bretar væru tilbúnir
til að gera breytingar á álykt-
unardrögum þeim sem þeir hafa
ásamt Bandaríkjamönnum lagt fyrir
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um
afvopnun Íraka. Þá segjast Bretar
ekki telja nauðsynlegt að Saddam
Hussein Íraksforseti fari frá.
Ellefu biðu bana
Að minnsta kosti ellefu Palest-
ínumenn biðu bana og 110 særðust í
fyrrinótt, er ísraelskar hersveitir
réðust inn í flóttamannabúðir á
Gaza-svæðinu. Meðal þeirra sem
biðu bana voru börn. Ísraelar neita
því að þeir hafi vísvitandi orðið
óbreyttum borgurum að bana.
Undir væntingum
Hagnaður Samherja hf. á síðasta
ári var minni en fjármálafyrirtækin
höfðu spáð. Nam hagnaður fyrirtæk-
isins 1.879 milljónum króna, en spáin
hafði hljóðað upp á 2.331 milljón.
Fleiri skila rafrænu
Fjöldi þeirra sem skila skatt-
framtali á Netinu hefur stóraukist
undanfarið. Á síðasta ári skiluðu
74% einstaklinga rafrænu framtali
og 90% lögaðila. Frestur til að skila
skattframtalinu er til 24. mars, en
þeir sem telja fram á Netinu geta
fengið frest til 8. apríl.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Kirkjustarf 39
Viðskipti 14/17 Umræðan 42/43
Erlent 20/21 Bréf 46
Höfuðborgin 22/23 Skák 47
Akureyri 24 Brids 47
Suðurnes 26 Dagbók 48//49
Landið 27 Íþróttir 50/53
Menntun 28 Leikhús 54
Listir 29/31 Fólk 54/61
Forystugrein 32 Bíó 58/61
Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 62
Minningar 36/41 Veður 63
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablaðið Sjónvarpsdagskráin
frá Sonet ehf. Blaðinu er dreift um
allt land.
TVEIR nýir meðlimir hafa bæst við lið lögreglunnar.
Nýr lögregluhundur er nú að hefja þjálfun ásamt því að
lögreglan fékk Volvo-skutbíl afhentan í gær. Bílnum
hefur verið breytt til þess að að skapa aðstöðu fyrir
hunda aftur í.
„Við tökum í raun bara mið af því hvernig svona
bílar eru hannaðir á Norðurlöndunum,“ sagði Karl
Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann sagði
kosti bílsins þá að hægt sé að hafa tvo hunda aftast í
bílnum auk þess að hafa pláss í aftursæti.
„Þetta gjörbreytir vinnuaðstöðunni fyrir lögregluna.
Við höfum haft bíla fyrir hundana sem hafa ekki gefið
tækifæri til þess að vinna þessi hefðbundnu lög-
reglustörf samhliða þeim störfum sem hundarnir hafa
aðallega verið í. Þetta er liður í þeirri áætlun okkar að
hafa alltaf þjálfaða lögregluhunda til taks og við sjáum
það markmið nást á næstu mánuðum,“ sagði Karl
Steinar.
Stefnt er að því að sjö hundar verði í liðinu sem allir
hafa þjálfun í að þefa uppi fíkniefni. Að auki hafa sumir
þeirra sérstaka hæfileika í að þefa uppi sprengiefni og
sumir þeirra eru góðir sporhundar. „Á síðastliðnum
vikum og mánuðum höfum við verið að fjölga hundum.
Þeir hafa fundið talsvert af efnum í bílum sem við erum
að hafa afskipti af á úti á vegum út af ýmsum brotum.
Starf hundanna er því farið að skila sér mjög vel. Fyrir
utan það fá þeir þjálfun til lögreglustarfa,“ sagði Karl
Steinar.
Agnar Hannesson, forstöðumaður þjónustuverk-
stæðis lögreglunnar, tekur hér í loppuna á Barthez við
afhendingu nýja lögreglubílsins. Geir Jón Þórisson yf-
irlögregluþjónn og Karl Steinar fylgjast með.
Morgunblaðið/Júlíus
Nýir meðlimir í lögregluna
Þjálfaðir lögregluhundar verði alltaf til taks
JÓNATAN Garðarsson, formaður
dómnefndar Söngvakeppni Sjón-
varpsins, forkeppni Evróvisjón 2003,
segir að á þessu stigi komi ekki til
greina að hætta við að senda Birg-
ittu Haukdal og lag Hallgríms Ósk-
arssonar „Segðu mér allt“ til Lett-
lands í maí.
Niðurstaða trúnaðarmanna
STEFs, Sambands tónskálda og eig-
enda flutningsréttar, er sú að ekki sé
hægt að mæla með laginu í núver-
andi mynd því það líkist um of laginu
„Right Here Waiting“ frá árinu 1989
með bandaríska tónlistarmanninum
Richard Marx. „Niðurstaðan er ekki
það óyggjandi að við getum tekið
slíka ákvörðun. Það er búið að velja
þetta lag. Ef það er ekki hægt að
skera úr um að um lagastuld sé að
ræða teljum við að við höfum ekki
forsendur til þess að fella niður
ákvörðun þjóðarinnar,“ segir Jón-
atan.
Hann segir málið í höndum Hall-
gríms. „Þessir tveir aðilar [Örn Ósk-
arsson og Ríkharður Örn Pálsson]
gefa ekki út með óyggjandi hætti yf-
irlýsingu um að þarna sé um laga-
stuld að ræða heldur eingöngu vara
við því að lagið sé þannig að það geti
komið til málsóknar. Og þeir gefa
það jafnframt upp að þetta sé ráð-
gefandi álit, ekki beint úrskurður.
Málið er í höndum Hallgríms. Hann
getur, án þess að breyta höfund-
arverkinu, gripið til ákveðinna að-
gerða og gert lagið þannig úr garði
að það líkist ekki jafnmikið þessu er-
lenda lagi. Að það falli undir þá skil-
greiningu að ekki sé um lagastuld að
ræða heldur sé um líkindi að ræða
sem er ekki óalgengt.“
Jónatan segir að verið sé að vinna
lagið á ensku og við það muni það
geta tekið breytingum.
Hallgrímur vísaði málinu áfram til
móðursamtaka STEFs, Nordisk
Copyright Bureau. „Komi til þess að
málsókn verði út af þessu lagi, að
einhver geri kröfu um að höfund-
arskráningu verði breytt, þá er kom-
in upp ný staða. En mér skilst að
NCB komi ekki til með að gefa út
öðruvísi úrskurð en nú er, hann yrði
galopinn.“
Jónatan leggur áherslu á að höf-
undurinn sé ábyrgur og Sjónvarpið
sé ekki beinn aðili að málinu. „End-
irinn er alltaf sá að höfundurinn sem
biður um úrskurðinn er ábyrgur.
Hann verður að taka sína eigin
ákvörðun. Þetta er ekkert mál milli
Sjónvarpsins og STEFs heldur Hall-
gríms og STEFs. Hann leitar álits,
við erum enginn aðili að málinu.“
Dómnefnd telur álit STEFs ekki óyggjandi
Ekki hætt við að senda lag
Hallgríms Óskarssonar
UM 1.000 manns munu starfa við
gerð frárennslisganga og stíflu við
Kárahnjúkavirkjun. Þetta kom fram í
máli Robertos Velos, fulltrúa ítalska
verktakafyrirtækisins Impregilo, á
málþingi um viðskipti Íslands og Ítal-
íu sem Ítalsk-íslenska verslunarráðið
stóð fyrir í gær.
Velo sagði að starfsmennirnir yrðu
frá nokkrum ríkjum. Auk íslensks
vinnuafls kæmu hingað starfsmenn
frá Impregilo og starfsmenn á vegum
undirverktakafyrirtækja. Hann sagði
von á 40–80 Ítölum hingað til lands
vegna verkefnisins, bæði starfsmönn-
um Impregilo og fjölskyldum þeirra.
Velo sagði að framkvæmdir myndu
hefjast um leið og búið væri að ganga
frá samningsgerð við Landsvirkjun
en stefnt er að undirritun hinn 17.
þessa mánaðar. Hann sagði áætlað að
stíflugerð yrði lokið í desember 2006
og gerð frárennslisganga í janúar
2007.
Hann lagði áherslu á að fyrirtækið
myndi verja hluta fjármagnsins sem
fer til virkjanaframkvæmda í undir-
verktakaþjónustu, efniskaup og kaup
á þjónustu frá innlendum fyrirtækj-
um. Hann sagði að Impregilo hefði nú
þegar reitt fram verklokatryggingu
sem útgefin er af Landsbanka Íslands
og verður afhent Landsvirkjun.
Fulltrúi Impregilo um framkvæmdir við Kárahnjúka
Þúsund manns í vinnu
við ganga- og stíflugerð