Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT skoðanakönnun sem
birt var í DV í gær um fylgi flokka í
næstu alþingiskosningum bætir Sjálf-
stæðisflokkurinn við sig fylgi, er nú
með 42,3% en Samfylkingin með
34,5% fylgi í könnun DV.
Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt
milli kynja og hlutfallslega milli höf-
uðborgarsvæðisins og landsbyggðar-
innar.
Meira fylgi
meðal kvenna
Framsóknarflokkurinn með 12,3%,
Vinstri-grænir með 7,7% og Frjáls-
lyndi flokkurinn 3,3%.
Miðað við síðustu könnun DV tapar
Framsóknarflokkurinn 4,9% og
Vinstri-grænir 1,6%. Sjálfstæðis-
flokkur bætir við sig 3,5%, Frjálslyndi
flokkurinn 2,2% og Samfylkingin
0,8%.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig
fylgi á höfuðborgarsvæðinu og meðal
kvenna, en 7% fleiri konur ætla að
kjósa flokkinn en í síðustu könnun
DV.
Framsókn tapar stuðningi 8%
karla en Samfylkingin tapar fylgi 7%
kvenna. Samfylkingin styrkir hins
vegar stöðu sína meðal karla um rúm
7%.
Mun fleiri konur eru óákveðnar í
könnun DV nú samanborið við síðustu
könnun, eða 34,3% og munar þar tæp-
um tíu prósentustigum. 23,7% karla
eru óákveðin eða svara ekki sem er
sama hlutfall og í síðustu könnun.
Skoðanakönnun DV um kosningarnar
Fylgi Sjálfstæðis-
flokksins eykst
ATKVÆÐI féllu jafnt milli
tvegga presta í síðari umferð
kosninga til vígslubiskups á Hól-
um, séra Jóns Aðalsteins Bald-
vinssonar og séra Kristjáns Vals
Ingólfssonar.
Á kjörskrá voru 63 og bárust 62
atkvæði alls. Atkvæðin skiptust
jafnt og fékk hvor 30 atkvæði en
tveir seðlar voru auðir.
Samkvæmt 10. grein starfs-
reglna um kosningu biskups Ís-
lands og vígslubiskupa skal, ef at-
kvæði falla jafnt við endurteknar
kosningar, veita embættið öðrum
hvorum þeirra sem voru í kjöri.
Heimilt er að kæra kosningu og
skulu kærur hafa borist kjör-
stjórn kirkjunnar eigi síðar en sjö
dögum eftir að atkvæði eru talin.
Málinu vísað til
kirkjumálaráðherra
Kjörstjórn leggur þær fyrir yf-
irkjörstjórn þjóðkirkjunnar til úr-
skurðar ásamt athugasemdum
sínum. Yfirkjörstjórn úrskurðar
innan viku um kæruna. Berist
engar kærur mun kjörstjórn vísa
málinu til kirkjumálaráðherra.
Jöfn atkvæði í
vígslubiskupskjöri
Á SÍÐASTA ári fjölgaði komum til
Stígamóta um 13,3% samkvæmt
nýrri ársskýrslu samtakanna. Hef-
ur þeim stöðugt fjölgað síðastliðin
fjögur ár. Árið 2001 leituðu 410
manns til Stígamóta en 440 í fyrra.
Langflestir skjólstæðingar Stíga-
móta eru konur og var kynferðisof-
beldi framið af 320 körlum og 16
konum.
Af 440 komum til Stígamóta voru
225 ný mál tekin upp. Fjöldi ofbeld-
ismanna var 336 og heildarfjöldi
viðtala 1.715. Athygli vekur hversu
miklu fleiri ofbeldismennirnir eru
en þeir sem beittir eru ofbeldi. Að
mati Stígamóta er ástæðan meðal
annars sú að margir höfðu fleiri en
eina ofbeldissögu að segja. Stund-
um geta líka sömu ofbeldismenn-
irnir verið margtaldir, hafi þeir
beitt fleiri en eina konu ofbeldi.
Alls voru sjö hópnauðganir til-
kynntar til Stígamóta á síðasta ári
sem er meira en nokkru sinni fyrr.
Þær dreifðust nokkuð jafnt yfir ár-
ið. Þær konur sem urðu fyrir hóp-
nauðgunum voru oftast yngri en
tvítugar.
Þeim sem leituðu sér hjálpar
vegna nauðgana fjölgaði um 40,2%
á milli ára. Hins vegar fjölgaði
þeim sem nauðguðu um 66%. Skýr-
ingin á því að gerendur séu fleiri en
þolendur er fjöldi hópnauðgana
ásamt því að sumir þolenda verða
fyrir fleiri en einni nauðgun. Í sex
tilfellum töldu konur sig hafa orðið
fyrir lyfjanauðgunum. Alvarlegar
líkamsmeiðingar í tengslum við
nauðganir hafa einnig aukist. „Við
höfum miklar áhyggjur af þessum
lyfjanauðgunum sem reyndar hafa
ekki verið staðfestar með lyfja-
prófum því skjólstæðingarnir hafa
komið hingað of seint. Við höfum
einnig áhyggjur af þessum hóp-
nauðgunum og þeim alvarlegu lík-
amsmeiðingum þegar konum er
nauðgað. Þetta bendir til grófs of-
beldis sem konur skemmast alvar-
lega af,“ sagði Rúna Jónsdóttir,
fræðslu- og kynningarfulltrúi Stíga-
móta. 90% af nauðgununum voru
ekki kærð til lögreglu.
Ný tegund ofbeldis þar sem
myndir eru teknar af þolanda og
honum hótað að þær verði settar á
Netið jókst ásamt því að alvarleiki
þeirra jókst.
Þá leituðu sex íslenskar konur úr
kynlífsiðnaðinum hjálpar hjá Stíga-
mótum. Rúna sagði þær konur oft
bera mikla skömm og sektarkennd
og þær ættu mjög erfitt með að
vinna úr reynslu sinni. Margar
treystu sér ekki til að koma til
Stígamóta og fengju því aðstoð í
gegnum síma.
Vill að forvarnir komi
frá körlunum sjálfum
Undanfarin 13 ár hefur 3.371
kona leitað til Stígamóta sem er
2,34% íslenskra kvenna. „Ég held
að síðastliðin 20 ár höfum við eytt
mikilli orku í að aðvara konur, tala
um afleiðingarnar og eðli ofbeldis-
ins en við höfum of lítið beint kast-
ljósinu að þeim sem fremja ofbeldið
og hafa í hendi sér hvort það verði
framið eða ekki. Ég held að for-
varnir verði að beinast að litlum
strákum, ungum og gömlum körl-
um og það þurfi að benda þeim á
ábyrgðina sem felst í því að vera
karlmaður. Þess vegna þurfa karlar
að rísa upp sjálfir og vinna í þess-
um málum. Ef við kæmumst þang-
að væri það mikið og stórt skref.
Það er orðin til samráðsnefnd gegn
kynferðisofbeldi og hana skipa
fulltrúar fjögurra ráðuneyta og
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Með mikilli virðingu fyrir því fólki
finnst mér nefndin ekki koma inn
sjónarhorni eins og okkar og ég
þekki ekki fordæmi þess á hinum
Norðurlöndunum. Þar eru starfs-
systur okkar á kafi í nefndavinnu af
þessu tagi,“ sagði Rúna.
Rúna sagði ennfremur að flestar
konurnar sem leiti til þeirra hafi
fleiri en eina ofbeldissögu að segja.
Eftir sem áður leituðu þó nokkrar
konur sem urðu fyrir sifjaspellum
sem börn eða unglingar sér að-
stoðar. Það bendir til þess að of-
beldið byrji snemma og hafi mikil
áhrif á konur. Þá er ljóst að 75%
nauðgana fóru fram á heimilum og
voru framin af vinum og kunn-
ingjum í 53% tilfella, 15,5% af
ókunnugum og í 10% tilfella voru
þær framdar af mökum.
Rúna telur að þessa jöfnu fjölgun
á skjólstæðingum þeirra megi að
hluta til rekja til aukinnar klám-
væðingar í þjóðfélaginu. Hún segir
börn og unglinga til að mynda hafa
ólíka mynd af kynlífi í dag og var
fyrir 20 árum.
ZONTAKLÚBBARNIR á Íslandi
gangast í dag fyrir landssöfnun
til styrktar starfsemi Stígamóta
gegn mansali og vændi. Sam-
tökin munu selja rósanælu á 500
krónur fyrir utan helstu stór-
markaði landsins. Vonast Dögg
Pálsdóttir, félagi í Zontaklúbbn-
um Emblu í Reykjavík, til að
ágóðinn nái 3,5 milljónum króna.
10% hagnaðarins renna til
Aflsins, systursamtaka Stíga-
móta á Akureyri.
Zontaklúbbarnir á Íslandi eru
aðili að alþjóðlegum samtökum
Zonta sem stofnuð voru í Banda-
ríkjunum 1919. Fyrsti klúbb-
urinn á Íslandi var stofnaður
1941 og sá nýjasti í Hafnarfirði
fyrir nokkrum vikum. Um 230
konur eru í íslenskum Zonta-
klúbbum.
Safna fyrir baráttu gegn
mansali og vændi
Komum til Stígamóta fjölgaði fjórða árið í röð og nú um þrettán prósent
Aldrei fleiri hópnauðganir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynn-
ingarfulltrúi Stígamóta, kynnti árs-
skýrslu samtakanna í gær. Í bak-
grunni sést mynd sem notuð verður
í herferð gegn mansali og vændi.
ÍSLANDSMÓT kaffibarþjóna hófst
í gær í Kringlunni og keppa 18
þjónar um meistaratitilinn. Sex
þjónar komast í úrslit og verður
sigurvegarinn krýndur á morgun
laugardag að lokinni úrslitakeppn-
inni. Mikil áhersla er lögð á hina al-
þekktu espressó- og cappuccino-
kaffidrykki en einnig keppa þjón-
arnir í framreiðslu kaffidrykks að
eigin vali. Sex manna úrvalið mynd-
ar landsliðshóp kaffibarþjóna sem
keppir á heimsmeistaramótinu í
Boston í apríl. Þetta er í 4. skipti
sem Íslandsmót kaffibarþjóna er
haldið og sigraði Ragnheiður Gísla-
dóttir hjá Kaffitári í fyrra.
Kaffibar-
þjónar keppa
Morgunblaðið/Júlíus
Hjörtur Matthías frá Kaffitári keppir hér undir vökulu auga dómara.
BÆNDUR vita vel af ákvæð-
um samkeppnislaga um að
framleiðendum sé óheimilt að
koma sér saman um að draga
úr framboði eða grípa til að-
gerða sem geti haft áhrif á verð
til hækkunar. En þeir vita einn-
ig að að það er hægt að veita
undanþágu frá þessu ef sýna
má fram á með veigamiklum
rökum að slík leið sé skynsam-
leg út frá heildarhagsmunum.
Þetta segir Ari Teitsson, for-
maður Bændasamtakanna, í til-
efni ummæla lögmanns Sam-
keppnisstofnunar í Morgun-
blaðinu í gær þess efnis að
samkeppnislögin banni bænd-
um slíkt samráð.
Segir gjaldþrota-
leiðina ekki duga
„Ég sagði við upphaf Búnað-
arþings að það væri um þrjár
leiðir að velja út úr vandanum
og það er vissulega eitt af stóru
málum þingsins hvernig eigi að
bregðast við ástandinu á kjöt-
markaðinum. Ef þingið kemst
að þeirri niðurstöðu að rétt sé
að stefna að því að draga skipu-
lega úr framboði þá munum við
að sjálfsögðu snúa okkur til
Samkeppnisstofnunar og gera
grein fyrir stöðunni og skoða í
samráði við þá með hvað hætti
það gæti gerst og hvað sé leyfi-
legt í þeim efnum. Það hefur
alltaf legið fyrir,“ segir Ari.
Ari segist þeirrar skoðunar
að „gjaldþrotaleiðin“ dugi ekki
til að draga úr offramboði.
Ari Teitsson um
kjötframleiðslu
Myndum
hafa
samráð