Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 6

Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 6
Fjárfest- ingar- stofan til- nefnd til verðlauna FJÁRFESTINGARSTOFAN, sem starfrækt er af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Lands- virkjun og Útflutningsráði, er tilnefnd til fernra verðlauna sem blaðið Strategic Direct Investor, SDI, stendur í fyrsta sinn að meðal evrópskra fjár- festingarstofa fyrir árið 2002. Óákveðið er hvenær verðlaunin verða afhent en SDI er í eigu útgefenda tímaritsins Euro- money. Afhenda á verðlaun í 20 flokkum og eru þrír aðilar til- nefndir í hverjum flokki. Fjár- festingarstofan er í fyrsta lagi tilnefnd fyrir að vera í hópi þeirra sem best er stjórnað í Evrópu. Er þar m.a. miðað við skilgreiningar á atvinnulífinu, kynningu til valinna fyrirtækja, samningagerð og hve stofan er fáliðuð, en þar starfa sjö manns. Þá er stofan tilnefnd fyrir samningagerð, fyrst og fremst vegna aðstoðar við samninga við Alcoa og hve það mál var klárað á skömmum tíma. Einn- ig er stofunni talið til tekna samstarf við Norðurál og samningagerð um stálpípugerð í Helguvík. Markviss stefnumörkun Fjárfestingarstofan er enn- fremur tilnefnd fyrir markvissa stefnumörkun og hvernig þarf- ir fyrirtækja hafa verið upp- fylltar. Loks er Garðar Ingv- arsson, framkvæmdastjóri orkusviðs Fjárfestingarstofu, tilnefndur fyrir starf sitt að þessum málum á undanförnum áratugum. Páll Magnússon, stjórnarfor- maður Fjárfestingarstofu, seg- ir það mikinn heiður fyrir stof- una að hljóta þessar tilnefningar. Síðasta ár hafi verið annasamt og mikill árang- ur náðst. Ánægjulegt sé að það starf veki athygli erlendis en mikil samkeppni eigi sér stað landa í milli um stóra fjárfesta. FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLS fá 184.000 einstaklingar sent skattframtal í ár á pappír en dreifing framtala til landsmanna hófst síðastliðinn mánudag. Þá var vefframtal opnað í vikunni. Frestur til að skila skattframtali er til 24. mars. Gildir það um alla einstaklinga, bæði launamenn og menn með rekstur og hvort sem skilað er á pappír eða á Netinu. Ef skilað er á Netinu er hægt að sækja um framlengdan frest til 8. apríl. Ekki er hins vegar hægt að fá viðbót- arfrest vegna pappírsskila. 35.000 einstaklingar sem telja fram á Netinu hafa óskað eftir að fá ekki sent pappírsframtal og fá þeir einungis sent bréf með veflykli vegna vefskila. Stór hluti þeirra sem biðja um að fá sent pappírsframtal telur engu að síður fram á Netinu og hefur fjöldi þeirra sem skila rafrænu framtali aukist stórum skrefum. Á síðasta ári töldu 74% einstaklinga fram á Netinu og rúm- lega 90% lögaðila notfærðu sér rafræn framtals- skil á seinasta ári. Meiri upplýsingar forskráðar Forsvarsmenn Ríkisskattstjóraembættisins kynntu skattframtal ársins 2003 og ýmsar nýj- ungar á rafrænum skattskilum á fréttamanna- fundi í gær. Þar kom fram að meiri upplýsingar eru nú forskráðar á skattframtali en áður til að auðvelda framteljendum að telja fram. Auk for- skráðra upplýsinga um laun og starfstengdar greiðslur, lífeyri, fasteignir, íbúðarskuldir, öku- tæki og skuldir við LÍN eru nú einnig for- skráðar skuldir við kaupleigur, vegna kaup- leiguíbúða og verð ökutækja á framtali ársins 2003. Meðal helstu nýjunga við framtalsgerð í ár er að einstaklingar sem eru með eigin atvinnu- rekstur og veltu allt að 20 milljónum króna geta talið fram á Netinu. Aðgangur að framtali síðasta árs Sú nýjung verður einnig varðandi vefframtöl í ár, að aðgangur er veittur að framtali síðasta ár. Einnig er hægt að fá sent staðfest rafrænt afrit af framtali 2003 vegna umsýslunar gagnvart t.d. fjármálstofnunum. Þá er í undirbúningi að senda álagningarseðla út á rafrænu formi og að hægt verði að skila kærum vegna framtals og annarra skatterinda á rafrænu formi. Meðal annarra nýjunga sem boð- ið er upp á í ár er að hægt verður að senda inn leiðréttingar við vefframtöl eftir á eða allt þar til kærufrestur er útrunninn og jafnframt munu endurskoðendur og bókarar sem taka að sér framtal fyrir einstaklinga fá aðgang að for- skráðum gögnum á Netinu en á síðasta ári skil- uðu endurskoðendur og bókarar framtölum fyrir um 56 þúsund framteljendur. Laun og skuldir forskráðar Á framtöl hafa verið forskráðar ýmsar upplýs- ingar, svo sem laun að upphæð samtals 343 milljarðar, starfstengdar greiðslur að upphæð 9,5 milljarðar, lífeyrir upp á 51 milljarð, aðrar tekjur upp á 17,5 milljarða eða samtals 423,5 milljarða tekjur. Þá eru forskráðar fasteignir að verðmæti 1.010 milljarðar, íbúðarskuldir upp á 303 millj- arða, skuldir við Lánasjóð íslenskra námsmanna upp á 51 milljarð. Frestur til að skila skattframtali ársins 2003 rennur út 24. mars Sífellt fleiri skattgreiðend- ur skila rafrænu framtali Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynntar voru í gær ýmsar nýjungar í tengslum við skattframtal ársins 2003. Við borðið eru Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri (til hægri) og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri. Fjölmargir vilja ekki fá sent pappírsframtal LANDEIGENDUR, og lögmenn þeirra, sem ríkið stefndi fyrir Hér- aðsdóm Suðurlands vegna þjóð- lendumála í uppsveitum Árnes- sýslu eru ósáttir við að lögaðilum sé ekki veitt gjafvörn af ríkinu heldur aðeins einstaklingum. Hef- ur gjafsóknarnefnd hafnað beiðni lögmanna um að ríkið greiði máls- kostnað. Unnið er að því með þingmönn- um að sérstök heimild fáist af fjár- lögum til að greiða málflutnings- kostnað þeirra sem ríkið stefndi, á grundvelli þess hve málin eru sér- staks eðlis. Á þetta einnig við um gjafsókn þar sem sömu aðilar hafa stefnt ríkinu vegna tiltekinna at- riða í úrskurðum óbyggðanefndar um Árnessýslu. Málflutningur vegna þessara mála fer væntan- lega fram fyrir Héraðsdómi Suður- lands næsta haust en lögmenn eru um þessar mundir að skila grein- argerðum. Ólafur Björnsson, lögmaður á Selfossi, fer með nokkur þessara mála, m.a. fyrir hönd sveitarfé- laga, og segir nokkurt ósamræmi vera í einkamálalögum. Þau veiti aðeins einstaklingum heimild til að fá greiddan málskostnað en ekki lögaðilum, s.s. sveitarfélögum og einkahlutafélögum. „Menn hafa bent á að málin séu svo sérstök að það sé eðlilegt að allir varnaraðilar, hvort sem það eru einstaklingar eða lögaðilar, fái gjafsókn eða gjafvörn, enda er rík- isvaldið sjálft að sækja málin af öllum sínum þunga. Það á ekki að skipta máli í þessu hvort einhver jörð sé í eigu einstaklings eða einkahlutafélags. Þetta er einnig mjög íþyngjandi fyrir sveitarfélög- in sem eiga í hlut en sum þeirra standa ekki vel fjárhagslega,“ seg- ir Ólafur en telur menn vongóða um að sérstök heimild fáist í fjár- lögum til að greiða þennan kostn- að. Lögmenn landeigenda hafa sent fjármálaráðuneytinu bréf vegna þessa máls. Að sögn Baldurs Guð- laugssonar ráðuneytisstjóra er svars að vænta en hann vildi ekki tjá sig um innihald þess að svo stöddu. Málflutningur vegna þjóðlendumála Ríkið veitir lög- aðilum ekki gjaf- vörn eða gjafsókn Skattskil á árinu 2003 Verðmæti fasteigna rúm billjón króna  219 þúsund framteljendur.  532 þúsund blöð send í pósti.  184 þúsund einstaklingar fá sent framtal á pappír.  35 þúsund fá eingöngu sendan veflykil.  Framtalsfrestur er til 24. mars.  Verðmæti fasteigna landsmanna for- skráðar á framtal rúmlega ein billjón kr. (1.010 milljarðar).  Tekjur sem forskráðar eru á framtal 424 milljarðar.  Verð ökutækja landsmanna sem forskráð er á framtal 55,4 milljarðar kr.  Íbúðarskuldir forskráðar á framtal 303 milljarðar. Tjaldi dæmd- ar 22 millj- ónir vegna kvótakaupa HLUTAFÉLAGIÐ Birnir í Bolungarvík var í Héraðsdómi Vestfjarða í gær dæmt til að greiða Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf. rúmar 22 milljónir króna vegna kvótakaupa. Upphaf málsins var að Birnir keypti af Básafelli hf. varanleg- ar veiðiheimildir fyrir 83 millj- ónir króna sumarið 1998. Málið reis vegna ágreinings um til- högun á greiðslu eftirstöðva kaupverðsins. Málið höfðaði Básafell í ágúst síðastliðnum en við aðalmeð- ferð málsins tók útgerðarfélag- ið Tjaldur við málsaðild eftir að Básafell var sameinað því fé- lagi. Stefnandi krafðist rúm- lega 25 milljóna auk vaxta og málskostnaðar en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Dómur- inn var hins vegar í samræmi við kröfur stefnda um lækkun upphæðarinnar, en hann hafði einnig krafist þess að máls- kostnaður félli niður. Erlingur Sigtryggsson dóm- stjóri kvað upp dóminn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.