Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KÆRUNEFND jafn-
réttismála hefur frá
stofnun sinni 1991
tvisvar sinnum kom-
ist að þeirri niður-
stöðu að Reykjavík-
urborg hafi gerst
brotleg gegn jafnrétt-
islögum og í öðru til-
fellinu var niðurstöð-
unni síðan snúið við
fyrir dómstólum.
Þetta segir Hildur
Jónsdóttir, jafnréttis-
ráðgjafi Reykjavíkur-
borgar, sem telur vill-
andi að tala um
kærur vegna jafnrétt-
ismála á hendur Reykjavíkurborg í
sömu mund og rætt er um brot Ak-
ureyrarbæjar á jafnréttislögum.
Í Morgunblaðinu í fyrradag var
fjallað um niðurstöður kærunefnd-
arinnar og dómsstóla hvað varðar
brot á jafnréttislögum hjá Akur-
eyrarbæ en bærinn hefur á liðnum
árum greitt milljónir króna í bætur
til kvenna sem brotið hefur verið á.
Í samtali við blaðið sagði Valgerð-
ur H. Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttisstofu
og bæjarfulltrúi á Ak-
ureyri, að þetta væri
ekkert nýtt því
Reykjavíkurborg,
Kópavogsbær, Hafnar-
fjarðarbær og ríkis-
valdið hefðu einnig
fengið á sig kærur.
Fimm kærur frá
árinu 1991
Hildur, sem hefur
kynnt sér alla úrskurði
kærunefndar jafnrétt-
ismála, segir að þarna
sé tvennu ólíku saman
að jafna. Frá stofnun
nefndarinnar árið 1991 hafi
Reykjavíkurborg í allt fengið á sig
fimm kærur og þar af hafi í þrem-
ur tilfellum verið úrskurðað henni í
hag en í tveimur tilvikum hafi hún
komist að þeirri niðurstöðu að jafn-
réttislög hefðu verið brotin.
„Í fyrra tilvikinu var það vegna
sumarráðningar hjá strætisvögnum
Reykjavíkur árið 1993,“ segir Hild-
ur. „Seinna tilvikið varðar ráðningu
í stöðu forstöðumanns Skólaskrif-
stofu Reykjavíkurborgar sem var
undanfari Fræðslumiðstöðvar en
sú ráðning fór fram árið 1994.
Reykjavíkurborg var ekki sátt við
niðurstöðuna og fór því með málið
fyrir dómstóla sem sneru þeim úr-
skurði við þannig að það var dæmt
að Reykjavíkurborg hefði ekki
brotið gegn jafnréttislögum. Eftir
situr eitt mál sem varðar sum-
arráðningu á vagnstjóra á árinu
1993.“
Hvað varðar Hafnarfjörð og
Kópavog leiddi skoðun Hildar í ljós
að frá árinu 1991 hafi eingöngu tvö
mál komið upp á hendur þessum
tveimur sveitarfélögum. „Ein kæra
var gagnvart þeim sameiginlega
vegna sameiginlegrar heilbrigðis-
nefndar og í því tilviki, sem er frá
árinu 1997, var komist að þeirri
niðurstöðu að það væri ekki brot.
Þar fyrir utan er bara eitt annað
dæmi sem er frá árinu 2000 og
varðar Kópavogsbæ en þar var
komist að þeirri niðurstöðu að um
brot væri að ræða. Þannig að þessi
þrjú sveitarfélög, sem eru saman-
lagt 10 sinnum stærri en Akureyr-
arbær, hafa frá árinu 1991 aðeins
verið talin hafa brotið gegn jafn-
réttislögum í tveimur tilvikum.“
55 mál á hendur ríkinu
Stærsti atvinnurekandinn sem
kemur til kasta kærunefndarinnar
er hins vegar ríkið, að sögn Hildar,
en í ljós kom að á umræddu tíma-
bili hafi 51 kæra komið á hendur
ríkinu eða stofnunum þess. Þar af
hefur niðurstaðan verið sú að brot-
ið var gegn lögunum í 26 tilvika.
Hildur hefur þó ekki tekið saman
hversu mörg þeirra mála fóru fyrir
dómstóla né hver niðurstaðan varð
þar.
„Á sama tíma eru sjö kærur á
hendur Akureyrarbæ og þar af
kemst kærunefndin að þeirri nið-
urstöðu að bærinn hafi brotið gegn
lögunum í fimm tilvikum. Þá eru
ekki meðtaldar þær sáttagerðir og
bótagreiðslur sem eiga sér stað eða
hafa átt sér stað utan dómstóla en
á grundvelli dóms í sambærilegu
máli. Ég veit a.m.k. um tvö tilvik
um það og svo er núna þriðja málið
í gangi,“ segir Hildur.
Hún bendir á að sé gert ráð fyrir
að Akureyrabær sé hlutfallslega
jafn stór atvinnurekandi og
Reykjavík er í sínu sveitarfélagi
hefði borgin átt að fá á sig um 55
kærur á þessu tímabili. Hún segir
því ljóst að það, að vísa til Reykja-
víkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs í
tengslum við kærur á hendur Ak-
ureyrarbæ, sé villandi um stöðu
mála í samanburði þarna á milli.
Þá gagnrýnir Hildur einnig um-
mæli Valgerðar um að skýringa á
fjölda kæra fyrir norðan sé hugs-
anlega að finna í því að á Akureyr-
arbæ sé starfandi jafnréttisfulltrúi
og því sé meðvitund og hvatning
þar kannski meiri en gengur og
gerist. „Í öllum þessum sveitar-
félögum sem hún nefnir eru líka
starfandi jafnréttisfulltrúar. Þann-
ig að það skýrir ekki þennan mun,“
segir Hildur.
„Þetta er í annað skiptið á stutt-
um tíma sem framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu vísar til Reykjavík-
urborgar á villandi átt og í báðum
tilvikunum að því er virðist í ein-
hverju afbötunarskyni fyrir Akur-
eyrarbæ.“
Jafnréttisráðgjafi borgarinnar segir ekki hægt að bera saman Reykjavík og
Akureyrarbæ þegar kemur að kærum er varða jafnréttismál
Aðeins eitt mál
Reykjavík í óhag
Hildur Jónsdóttir
BÆJARRÁÐ Ísafjarðarbæjar hefur
samþykkt að láta auglýsa lausar til
umsóknar nokkrar byggingarlóðir í
grónum hverfum á Ísafirði. Lóðirnar
eru m.a. við göturnar Seljaland og
Múlaland í Seljalandshverfi, en það
hverfi hefur til þessa verið skilgreint
snjóflóðahættusvæði.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
á Ísafirði, segir að forsenda þess að
byggt verði á þessum lóðum í Selja-
landshverfi sé að snjóflóðavarnar-
garður rísi í Seljalandsmúla fyrir of-
an hverfið. Slíkur garður, um 700
metra langur og mest 16 metra hár,
hefur verið hannaður og farið í gegn-
um mat á umhverfisáhrifum en fyrir
um fjórum árum var tekin sú ákvörð-
un að slá framkvæmdunum á frest.
Einnig var gert ráð fyrir níu keil-
um í Seljalandshlíð til að draga úr
krafti mögulegra snjóflóða. Sam-
kvæmt áætlun frá árinu 1999 var
reiknað með að garðurinn kostaði
rúmar 330 milljónir en Ofanflóða-
sjóður greiðir 90% við kostnað slíkra
mannvirkja. Halldór segir að Ofan-
flóðasjóði hafi verið sent bréf frá Ísa-
fjarðarbæ þar sem fram komi vilji til
þess að hefja framkvæmdir. Kom sá
vilji skýrt fram á bæjarstjórnarfundi
nýlega auk þess sem ákveðið var að
óska eftir úttekt Veðurstofu á því
hvaða áhrif stytting varnargarðs
hefði á gildi snjóflóðavarna í Selja-
landshverfi.
Tómas Jóhannesson á snjóflóða-
varnarsviði Veðurstofu Íslands, sem
tók þátt í að meta hættusvæði á Ísa-
firði og víðar, segir að það komi sér á
óvart að Ísafjarðarbær áformi frek-
ari byggingar í Seljalandshverfi.
Ekki sé hægt að byggja þarna nema
að setja upp varnargarð og endur-
meta þá hættumat Veðurstofunnar
með tilliti til þess.
Á meðfylgjandi korti sést að um-
ræddar götur í Seljalandshverfi eru
innan hættusvæðis C, en reglugerð
segir að þar megi ekki byggja ný hús
nema með mjög ströngum skilyrðum
um búsetu og fleira. Hættan er svo
minni á svæðum B og A og ekki jafn-
ströng skilyrði þar um nýfram-
kvæmdir. Rísi snjóflóðavarnargarð-
ur í Seljalandsmúla og -hlíð gera
forráðamenn Ísafjarðarbæjar sér
vonir um að Seljalandshverfið verði
metið á minnsta hættusvæði, eða
svæði A.
Fleiri lóðir lausar
Aðrar lóðir, sem á að auglýsa, eru
einbýlishúsalóðir við Hjallaveg 18 og
20, Fjarðarstræti 30 og 36 og Sól-
götu 6, svo og parhúsalóð við Fjarð-
arstræti 27. Þá eru íbúðahúsa- og
iðnaðarlóðir lausar á Flateyri, Þing-
eyri og Suðureyri.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Fyrirhuguð snjóflóðamannvirki eiga að koma í Seljalandshlíð fyrir ofan byggðina í Seljalandshverfi.
Auglýsa lóðir á snjó-
flóðahættusvæði
!
!"
#
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, var sæmd
heiðursdoktorsnafnbót við
Université de Paul Valéry í Mont-
pellier í Frakklandi nýlega. Í
ræðu sem Michelle Verdelhan,
prófessor í frönsku fyrir erlenda
stúdenta við skólann, hélt við
þetta tækifæri, sagði hún að skól-
inn væri stoltur af því að vera
sextándi erlendi háskólinn sem
gerði Vigdísi að heiðursdoktor.
Verdelhan sagði Vigdísi þekkja
mikilvægi tungumála, sjálf hefði
hún kennt frönsku á Íslandi og
einnig unnið að verndun tungu-
mála sem fáir töluðu. Einnig
hefði Vigdís barist fyrir jafnrétti
kynjanna, gegn kynþátta-
fordómum og óréttlæti.
Samstarfssamningur hefur ver-
ið í gildi milli Háskóla Íslands og
Université de Paul Valéry síðustu
tólf ár og hafa árlega milli 5 og
15 Íslendingar stundað nám í
skólanum síðustu ár, að sögn
Torfa Tulinius, prófessors í
frönsku við Háskóla Íslands.
Université de Paul Valéry er einn
þriggja háskóla í borginni og eru
við hann kennd hug- og fé-
lagsvísindi.
Vigdís sæmd heið-
ursdoktorsnafnbót
Pixmon/David Crespin
Vigdís Finnbogadóttir var nýlega
sæmd heiðursdoktorsnafnbót við
háskóla í Frakklandi.
LANDSÞING Frjálslynda
flokksins hefst í Ársal Hótels
Sögu klukkan 18 í dag. Eftir
þingsetningu mun Sverrir Her-
mannsson, formaður flokksins,
halda ræðu og opnuð verður ný
heimasíða.
Á morgun er svo á dagskrá
málefnastarf í nefndum, af-
greiðsla ályktana og kosning í
stjórn flokksins. Guðjón A. Krist-
jánsson þingmaður sækist eftir
formannssætinu en Sverrir Her-
mannsson hefur tilkynnt að hann
gefi ekki kost á sér til endur-
kjörs.
Landsþinginu lýkur annað
kvöld með móttöku fyrir þingfull-
trúa í kosningamiðstöð Frjáls-
lynda flokksins.
Frjálslyndi flokkurinn
Landsþing haldið
í Reykjavík