Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2003, í Súlnasal, Radisson SAS Hótel og hefst fundurinn kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, gr. 4.03. 2. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum skv. 55. grein hlutafélagalaga. 3. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað fyrir fundinn. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra, framleiðendur og starfsmenn SÍF hf. á Radisson SAS Saga Hótel og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðapantanir eru í síma 550 8000. Hafnarfjörður, 4. mars 2003 Stjórn SÍF hf. SÍF HF. AÐALFUNDUR N O N N I O G M A N N I | Y D D A • N M 0 8 8 6 6 / s ia .i s Athygli er vakin á því að vegna mistaka birtist röng auglýsing í blaðinu í gær um aðalfund SÍF ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefur tekið við ráðgjafarhlutverki hjá AOL-Time Warner og starfar um þessar mundir náið með forstjóra fyrirtækisins, Richard Parsons. „Hlutverk mitt er í því fólgið að að- stoða Parsons við að móta stefnu fyrirtækisins og leggja mitt af mörkum til að koma henni í fram- kvæmd,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólafur hefur lítið komið að fyr- irtækinu í rúmt ár en setið þess í stað við skriftir. „Þetta er tíma- bundið áhlaup sem kemur sér ágætlega því ég er nýbúinn að ljúka við handrit að bók. Meðan sagan liggur í salti get ég einbeitt mér að AOL-Time Warner.“ Að sögn Ólafs fjarlægðist hann fyrirtækið stuttu eftir samruna AOL og Time Warner. „Ég sagði að mestu leyti skilið við fyrirtækið seinni part árs 2001. Á þeim tíma var þónokkur ágreiningur um stefnu þess og þar að auki var ég búinn að fá nóg af viðskiptum og vildi sinna skriftum alfarið. Þegar það gerðist, mörgum að óvörum, að Dick Parsons settist í forstjórastól og var svo nýlega skipaður stjórn- arformaður í ofanálag þá bað hann mig að vera sér til ráðuneytis um eitt og annað. Við höfum verið vinir og samherjar lengi.“ Allt gengur vel nema AOL Ólafur segir töluverða tiltekt framundan. Sjálfur kemur hann ekki beint að rekstri heldur ein- beitir sér að stefnumótun. „Þetta fyrirtæki er mikið bákn, veltir um 40 milljörðum dala á ári og hefur um 80 þúsund starfsmenn. Fyr- irtækin innan vébanda AOL-Time Warner eru öll leiðandi á sínu sviði og reksturinn gengur í raun ágæt- lega nema hjá AOL. Það þarf að horfa framhjá stærðinni núna og stýra þessu skipi eins og það sé skúta en ekki slíkt bákn að von- laust sé að færa það úr stað. Fyr- irtækið þarf að lækka skuldir og til þess þarf að selja þær eignir sem eru ekki nauðsynlegar fyrir það.“ Fjölmiðlar vestra hafa velt mikið fyrir sér hvaða eignir AOL-Time Warner verði seldar. Líklegar þykja bókaútgáfa, smærri eign- arhlutir í kapalstöðvum, íþrótta- félög í eigu fyrirtækisins og jafnvel tónlistardeildin. „Við höfum sagst ætla að greiða niður skuldir um 2–4 milljarða dala á þessu ári,“ segir Ólafur en gefur ekkert frekar upp um með hvaða hætti það verði gert. „Yfirstjórn fyrirtækisins er lík- lega sterkari en hún hefur nokkru sinni verið. Það er oft í svona fyr- irtækjum sem persónur manna þvælast fyrir verkefnunum. Egóið í þessum bransa er jafnan fyrirferð- armikið en hér eru menn sem eru lausir við slíkt og vilja bara koma fyrirtækinu á réttan kjöl.“ Samruninn var klúður Spurður að því hvort enn sé gremja í mönnum innan AOL- Time Warner vegna slakrar af- komu segir hann vissulega svo vera. „Laun starfsmanna og stjórnenda eru mjög tengd gengi hlutabréfa og margir hafa því glat- að verðmætum. Það er ekki hægt að líta framhjá því að þessi sam- runi var algjört klúður. Við breyt- um ekki fortíðinni en getum snúið við núna og séð til þess að fyr- irtækið verði blómlegra þegar fram líða stundir. Ég vona að okk- ur takist að leika þá leiki á taflborð- inu sem þarf til að rétta stöðuna. Mér sýnist allt stefna í þá átt. Hvað ég verð hérna lengi er óvíst. Ég er svona eins og sjómaður í túr – og allir túrar taka einhvern tímann enda.“ Tímabundið áhlaup Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Jóhann: „Hvað ég verð hérna lengi er óvíst.“ HAGNAÐUR Samherja hf. á síðasta ári nam 1.879 milljónum króna sem er rúmum 19% undir meðalspá fjár- málafyrirtækjanna sem var 2.331 milljónir króna. Hagnaður fyrir af- skriftir (EBITDA) nam 2.997 millj- ónum króna sem er um 7% lægra en spáð hafði verið fyrir um. Framlegð af rekstrinum minnkaði úr 28% í 23% á milli ára. Í tilkynningu frá Samherja segir að minni framlegð megi rekja til styrkingar íslensku krónunnar. „Ég tel að mikil styrking íslensku krónunar sé óeðlileg og hafi veruleg áhrif á afkomu og vaxtarmöguleika íslenskra útflutnings- og ferðaþjón- ustufyrirtækja. Ég tel slæmt fyrir atvinnulífið í landinu að Seðlabank- inn reyni ekki að hafa meiri áhrif á gengi og stöðugleika íslensku krón- unnar en raun ber vitni síðustu tvö árin,“ segir Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja hf. Að sögn Þorsteins er rekstrarnið- urstaðan nokkuð lakari en vænst hafi verið. „Það er ljóst að framlegð í rekstri félagsins er minni en gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem við kynntum á aðalfundi félagsins í fyrra, en þá áætluðum við EBITDA 3.400 milljónir króna, en raunin varð 3.000 milljónir,“ segir Þorsteinn. Samstæðan samanstendur af móð- urfélagi og dótturfélögunum On- ward Fishing Company Ltd. í Skot- landi, Íslandslaxi hf., Sæsilfri hf, Íslandsbleikju ehf., Silfurstjörnunni hf. og Víkurlaxi ehf. Ekki er beitt verðleiðréttum reikningsskilum en í tilkynningu frá Samherja segir að hefði það verið gert væri hagnaður ársins 63,9 milljónum króna meiri, auk þess sem eigið fé félagsins væri 205,5 milljónum króna hærra. Áhrif styrkingar krónu vanmetin í afkomuspá LÍ Greiningardeild Landsbankans spáði Samherja um 485 milljóna króna meiri hagnaði en raun varð. Spá Greiningar LÍ gerði ráð fyrir um 18% framlegð á 4. ársfjórðungi en raunin varð um 13,7%. „Af þess- um orsökum er framlegð talsvert undir væntingum. Helsti munurinn varð á framlegð landvinnslu en hún lækkaði úr um 14,8% á 3. ársfjórð- ungi í 3,6% á þeim 4. Meginskýring á samdrættinum á framlegð landvinnslunnar er styrk- ing krónu á móti helstu viðskipta- myntum Samherja. Að öllu saman- teknu voru tekjur og framlegð af landvinnslu undir væntingum sem rekja má til snarprar styrkingar krónu á 4. ársfjórðungi og afskriftir voru talsvert hærri en gert hafði ver- ið ráð fyrir í afkomuspá,“ segir í mati Greiningar LÍ á uppgjörinu. Heildareignir 22 milljarðar Í árslok 2002 voru heildareignir samstæðunnar 22 milljarðar króna, þar af námu fastafjármunir um 15,8 milljörðum og veltufjármunir um 6,1 milljarði króna. Handbært fé frá rekstri nam 2.762 milljónum króna. Töluverðar breytingar urðu á eign- um samstæðunnar á síðasta ári og námu fjárfestingar í félögum alls um 3,3 milljörðum króna, þar af 2,5 milljörðum í dóttur- og hlutdeildar- félögum. Einnig voru gerðar breyt- ingar á skipastóli Samherja, þrjú skip seld og tvö ný keypt í staðinn, en þær fjárfestingar námu alls um 1,4 milljörðum króna. Starfsemi á sviði fiskeldis er nú í fyrsta sinn tekin inn í samstæðuupp- gjör Samherja hf. en að sögn Þor- steins stendur til að færa eignarhluti Samherja í fiskeldisfyrirtækjum í eitt félag. Launakostnaður Samherja á árinu 2002 var um 3,5 milljarðar króna og stöðugildi voru um 800. Þorsteinn Már segist í tilkynningu telja ástæðu til að geta þess, „í ljósi umræðu í þjóðfélaginu um að sjávarútvegurinn greiði óverulegar fjárhæðir til sam- félagsins,“ að Samherji greiði á þessu ári ríflega hálfan milljarð í op- inber gjöld, þar af um 270 milljónir í tekjuskatt, 200 milljónir króna í tryggingagjald og 60 milljónir króna í gjöld af aflaheimildum. Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn í Nýja bíói á Akureyri 3. apr- íl næstkomandi kl. 15. Stjórn Sam- herja leggur til við fundinn að greiddur verði 20% arður til hluthafa vegna ársins 2002. Afkoma Samherja undir væntingum      !!"   #   $                                                    !   "!"  #    #  $     $    % &" "'  (     )   !      ) (  !(   ( &% ' %&#'(%   &) *+*,(%     # $- $      ÍSLANDSBANKI jók hlut sinn í Fjárfestingarfélaginu Straumi og á nú 35,5% hlut í félaginu. Mest við- skipti voru með bréf Straums í Kauphöll Íslands í gær eða fyrir um 219 milljónir króna. Lokaverð bréf- anna hélst óbreytt og er 3,15. Bæði Íslandsbanki og Straumur munu halda aðalfundi í næstu viku. Íslandsbanki á mánudag og Straum- ur á föstudag. Gengi Búnaðarbanka Íslands verður 5,05 í útboði á 9,11% hlut Rík- issjóðs Íslands sem hefst kl. 10 í dag. ÍSB eykur hlut sinn í Straumi          !  "#   $"#% $ & '    (""'  )"#'*  +!&,- # '" ("& . " /"    +#" )"0 1  '2' "#'"                    .  /  $ !    0$  !!0 &          .( "1"  " . " /" $ &   +!&,- # '"   1 "01+ 1 3"4'1 0 #/  (5""/" . "     +#"   $"#%  '2' "#'"                     )     #  $ !    $  !!0 &   Gleymdist að geta heimildar MEÐ grein í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær undir yfirskriftinni „Hvað er Linux?“ láðist að geta heimildar. Greinin var byggð á efni af heimasíðunni www.linux.is. Beðist er velvirðingar á þessu. SEÐLABANKI Evrópu lækkaði stýrivexti í gær um 25 punkta og nema þeir nú 2,5%. Stýrivextirnir hafa ekki verið lægri síðan bankinn tók til starfa en eru nú jafnlágir og í apríl 1999. Í hálffimm fréttum Bún- aðarbankans kemur fram að á evru- svæðinu hefur verið töluverður sam- dráttur í útflutningi og atvinnuleysi hefur aukist. Markaðsaðilar bjuggust því við meiri lækkun þar sem 25 punkta lækkun er ekki talin nægjanleg til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Viðbrögð markaðarins voru því á þá leið að hlutabréf og skuldabréf lækkuðu í verði. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti síðast í desember síð- astliðnum. Alls hefur bankinn lækk- að stýrivexti sex sinnum síðan 2001. Seðlabanki Bretlands ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreytt- um. Seðlabanki Evrópu lækkar vexti ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.