Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 16

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, opnaði á miðvikudag nýja upplýsingaveitu Lánstrausts hf. Ráðherra sagði í ávarpi sínu að hún teldi opnun upplýsingaveitunnar mjög mik- ilvægt mál fyrir viðskiptalífið og neytendur í landinu. „Ég er sann- færð um að þessi nýja upplýs- ingaveita skiptir viðskiptalífið miklu máli og mun stuðla að því að tapaðar kröfur verði ekki eins miklar og verið hefur hingað til, sagði Valgerður. Ráðherra rakti að útlánatöp ættu þátt í því háa vaxtastigi, sem atvinnulíf og neyt- endur búa við, og sagði að með því að nota upplýsingar á borð við þær sem er að finna í upplýs- ingaveitu Lánstrausts hf. geti bankastofnanir og fyrirtæki dreg- ið verulega úr útlánatöpum. Í upplýsingaveitu Lánstrausts hf., www.lt.is, fá viðskiptavinir fyrirtækisins aðgang að fjölþætt- um fjárhagsupplýsingum, sem not- aðar eru við ákvarðanatöku um lánveitingar, reikningsviðskipti og val á samstarfsaðilum í við- skiptum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts, Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sigurður Ágústsson, markaðs- stjóri Lánstrausts, skoða upplýsingaveituna. Lánstraust með nýja upplýsingaveitu ENTERPRISE Solutions A/S, dótt- urfyrirtæki Opinna kerfa í Dan- mörku, og Delta Consulting Holding A/S, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé í Delta Teamco A/S og Delta Consulting A/S. Frosti Bergsson, stjórnarformað- ur Opinna kerfa, segir að félagið skil- greini sig sem norrænt upplýsinga- tæknifyrirtæki. „Fyrir ári stofnuðum við þetta fyrirtæki í Dan- mörku, Enterprise Solutions, sem hefur gengið mjög vel. Við höfum síð- an haft augun opin fyrir hentugu fé- lagi sem myndi passa að kaupa og sameina fyrirtækinu. Við þekkjum vel til þessara fyrirtækja,“ segir hann. Eignarhlutur Opinna kerfa 72% Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Opnum kerfum er gert ráð fyrir að eignarhlutur Opinna kerfa í sameinuðu fyrirtæki verði 72%. Eigendur Delta, sem jafnframt eru starfsmenn þess, muni eiga 20% hlut og núverandi meðeigendur að Enterprise 8%. Stefnt er að því að ljúka áreiðanleikakönnun fyrir næstu mánaðamót, kaupsamningur verði þá undirritaður og hluti kaup- verðs greiddur á næstu 12 mánuðum. „Delta Teamco og Delta Consult- ing hafa starfað í um 20 ár og eru starfsmenn nú 12. Velta fyrirtækj- anna var á síðasta ári um 250 m.kr. og rekstrarhagnaður (EBITDA) um 40 m.kr. Gert er ráð fyrir svipaðri af- komu í ár. Delta Teamco er þjónustu- fyrirtæki og leggur áherslu á neteft- irlitskerfið HP OpenView, afritunar-lausnir og þjónustu við HP UNIX og HP 3000 tölvukerfi. Stór hluti tekna Delta kemur frá föstum þjónustusamningum. Delta Consult- ing er ráðgjafarfyrirtæki með áherslu á sérhæfðar lausnir á sviði forritunar og hönnunar net- og tölvu- kerfa. Helsti samstarfsaðili fyrir- tækjanna er Hewlett-Packard. Enterprise Solutions A/S, en starfsmenn þess eru nú 10, er sam- starfsaðili HP á danska markaðnum og leggur aðaláherslu á sölu á stórum UNIX- og Intel-lausnum, ásamt af- ritunarbúnaði og gagnageymslum. sÞannig passa félögin vel saman og eiga eftir sameiningu að geta veitt viðskiptavinum sínum betri og heild- stæðari þjónustu,“ segir í fréttatil- kynningu frá Opnum kerfum. Hyggst kaupa dönsk fyrirtæki Aukin umsvif Opinna kerfa Járnblendi- félagið afskráð Hagnaður félags- ins 70 milljónir á síðasta ári HLUTABRÉF Íslenska járnblendi- félagsins verða afskráð af aðallista Kauphallar Íslands eftir lokun markaða í dag þar sem Elkem ASA hefur eignast yfir 90%. hlutafjár í fé- laginu og farið fram á innlausn á hlut annarra hluthafa. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- lenska járnblendinu hefur Elkem ákeðið að miða innlausnarverðið við gengið 1,15. Íslenska járnblendifélagið skilaði 6,4 milljónum norskra króna í hagn- að eftir skatta á síðasta ári eða sem nemur tæpum 70 milljónum ís- lenskra króna. Árið áður var hins vegar 14,2 milljóna tap á rekstrinum eða sem nemur um 150 milljónum ís- lenskra króna í tap. Tekjur félagsins drógust saman um tæp 9%, fóru úr sem nemur 5,4 milljörðum íslenskra króna 2001 í um 4,9 milljarða 2002. Í tilkynningu frá félaginu segir að rýrnun rekstrartekna sé einkum til komin vegna lægra verðs á kísiljárni og hækkunar á gengi norsku krón- unnar gagnvart dollar og evru á síð- asta ári. Heildareignir félagsins námu í árslok 2002 um 820 millj- ónum norskra króna eða um 8,9 milljörðum íslenskra króna. Í árslok 2001 voru eignirnar um 9,8 milljarð- ar íslenskra króna. Skuldir lækkuðu um milljarð íslenskra króna milli ár- anna 2001 og 2002. Í árslok 2001 námu skuldir félagsins 5,5 milljörð- um íslenskra króna en höfðu lækkað í 4,5 milljarða íslenskra króna í lok árs 2002. Íslenska járnblendifélagið gerir nú upp í norskum krónum en í til- kynningu segir að styrking norsku krónunnar og þeirrar íslensku gagn- vart evru og dollar hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Umskipti á viðskipta- jöfnuði Á ÁRINU 2002 var 600 milljóna króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Á árinu 2001 var 29 millj- arða króna halli og 69 milljarða króna halli á árinu 2000. Á fjórða ársfjórðungi 2002 var viðskiptahall- inn 900 milljónir króna en 6,9 millj- arða króna afgangur var á sama fjórðungi 2001. Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 4,3% frá fyrra ári en inn- flutningur minnkaði um 1,6%, hvort tveggja reiknað á föstu gengi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands nam hallinn á þáttatekjum (laun, vextir og arður af fjárfestingu) 14,3 milljörðum króna á árinu 2002 en var 24,4 milljarðar króna árið áð- ur. Lægri skuldastaða og vaxta- lækkun á erlendum lánamörkuðum olli þessum bata ásamt auknum arði af erlendum fjárfestingum Íslend- inga. Auking á gjaldeyrisforða Bein erlend fjárfesting innlendra aðila nam 23,8 milljörðum króna og erlend verðbréfakaup voru 28,2 milljarðar króna. Aðrar fjárfesting- ar, svo sem viðskiptakröfur, inn- stæður og þó einkum lán innlendra banka til erlendra aðila, námu 37,2 milljörðum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 5,7 milljarða króna á liðnu ári. Á móti þessu fjárútstreymi koma fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi og erlendar lántökur í formi skuldabréfa og erlendra bankalána. Skuldabréfin voru aðallega gefin út á erlendum mörkuðum en erlendir aðilar keyptu skuldabréf sem útgef- in eru hér á landi fyrir ríflega 10 milljarða króna á árinu 2002. Sam- tals var innstreymi áhættufjár- magns erlendra aðila til landsins um 13 milljarðar króna og hreint fjár- innstreymi vegna skuldabréfa, lána og annarra peningalegra skulda nam 76 milljörðum króna á árinu 2002. Erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um 562,6 milljarða króna í árslok 2002 en hún var neikvæð um 594 milljarða króna í árslok 2001. Lækkun hreinnar skuldastöðu staf- ar af gengishækkun krónunnar þar sem jafnvægi ríkti í viðskiptum við útlönd en á móti vó verðlækkun á er- lendum hlutabréfum. Erlend verð- bréfaeign í árslok var áætluð 170 milljarðar króna en var 203 milljarð- ar króna í árslok 2001. Erlend verð- bréfaeign hefur því lækkað umtals- vert þrátt fyrir mikil verðbréfakaup á árinu 2002. 312 milljóna hagnaður á Þórshöfn HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Þórs- hafnar á árinu 2002 nam 312 millj- ónum króna, eftir skatta. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 461 milljón, en rekstrartekjur ársins námu 1.764 milljónum og rekstrar- gjöld 1.303 milljónum. Árið áður var tap á rekstri félagsins eftir skatta, upp á 23 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var aftur á móti meiri árið 2001 en 2002, eða 546 milljónir króna. Veltufé samstæðunnar frá rekstri nam 358 milljónum á árinu, en var 306 milljónir árið áður. Eigið fé fé- lagsins var 260 m.kr. í lok árs 2002, en var neikvætt í árslok 2001 sem nemur 56 milljónum. Eigið fé jókst því um 316 m.kr. á árinu, en eigin- fjárhlutfallið 31. desember 2002 var 13,34%. Gengishagnaður vegna hækkunar á gengi krónunnar nam 195 m.kr., en á árinu áður varð gengistap upp á 220 milljónir. Heildarskuldir, að frá- dregnum veltufjármunum, minnk- uðu um 456 milljónir á árinu og námu 1.321 m.kr. í árslok. ♦ ♦ ♦ Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.