Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 17
SAMÞYKKT var á aðalfundi Þor-
móðs ramma-Sæbergs hf., sem hald-
inn var á Siglufirði síðastliðinn föstu-
dag, 28. febrúar, að greiddur verði
50% arður á nafnverð hlutfjár vegna
ársins 2002. Hlutafé félagsins nemur
1.300 milljónum króna og munu arð-
greiðslur því verða samtals 650 millj-
ónir.
Á stjórnarfundi Þormóðs ramma-
Sæbergs hinn 19. febrúar síðastlið-
inn var samþykkt það markmið
stjórnar félagsins að á árunum 2004,
2005 og 2006 verði stefnt að greiðslu
arðs sem nemur 50% af nafnverði
hlutafjár.
Hagnaður Þormóðs ramma-Sæ-
bergs á árinu 2002 nam 1.067 millj-
ónum króna en árið áður var tap fé-
lagsins 33 milljónir. Áætlanir
félagsins gera ráð fyrir að hagnaður
á þessu ári verði 632 milljónir króna.
Hluthafar á síðustu áramótum
voru 512 talsins en þeir voru 644 í
ársbyrjun 2002. Á síðustu áramótum
áttu tveir hluthafar yfir 10% eign-
arhlut í félaginu, en þeir eru Ráeyri
ehf. með 46,0% hlut og Marteinn
Haraldsson ehf. með 10,6% hlut.
Þær breytingar voru samþykktar
á stjórn Þormóðs ramma-Sæbergs á
aðalfundinum, að Gunnlaugur S.
Gunnlaugsson kom inn í aðalstjórn
en Atli Árnason fór úr aðalstjórn en
er í varastjórn félagsins. Aðrir
stjórnarmenn voru endurkjörnir, en
þeir eru Róbert Guðfinnsson, Jón
Þorvaldsson, Marteinn Haraldsson
og Svavar B. Magnússon.
Þormóður rammi-Sæ-
berg greiðir 50% í arð
HAGNAÐUR Fiskmarkaðs Ís-
lands hf. nam 54 milljónum
króna á síðasta ári eftir skatta.
Árið áður var hagnaður félags-
ins 43 milljónir.
Í tilkynningu frá Fiskmark-
aði Íslands segir að árið 2002
hafi verið mjög gott rekstrarár
og að rekstrarhorfur fyrir árið
2003 séu þokkalegar. Það sem
ráði mestu um afkomu ársins sé
hvernig aflabrögð verði hjá við-
skiptabátum fiskmarkaðarins
og þróun fiskverðs. Hins vegar
hafi styrking íslensku krónunn-
ar og fall Bandaríkjadals haft
veruleg áhrif til lækkunar á
fiskverði, í íslenskum krónum,
undanfarna mánuði, sem þýði
lægri tekjur fyrir félagið.
Segir í tilkynningunni að
gert sé ráð fyrir að félagið verði
áfram rekið með hagnaði á
árinu 2003, þó varhugavert sé
að gefa út spá um hversu mikill
hann verður á þessu stigi. Til
þess séu óvissuþættir of marg-
ir, m.a. þróun gjaldmiðla, fisk-
gengd, útgefnar aflaheimildir
sem og hvort samþjöppun afla-
heimilda heldur áfram eður ei.
Rekstrartekjur Fiskmarkað-
ar Íslands á árinu 2002 námu
422 milljónum króna en 440
milljónum árið áður. Rekstrar-
gjöld lækkuðu milli ára úr 356
milljónum í 335 milljónir. Fjár-
munaliðir voru jákvæðir um 8
milljónir en neikvæðir um 20
milljónir árið 2001. Hagnaður
af reglulegri starfsemi jókst úr
44 milljónum á árinu 2001 í 65
milljónir í fyrra.
Á árinu 2002 rak félagið upp-
boðsmarkað fyrir fisk á Akra-
nesi, Arnarstapa, Grundarfirði,
Ólafsvík, Reykjavík, Rifi,
Stykkishólmi og Þorlákshöfn.
Seld voru 39.936 tonn af fiski
fyrir 6.576 millónir króna og
var meðalverð á kíló 164,66
krónur. Árið áður voru seld
36.760 tonn af fiski fyrir 5.981
milljónir króna og var meðal-
verð á kíló 162,70 krónur.
Fiskmark-
aður Ís-
lands hf.
hagnast um
54 milljónir
ERTU
Í BRÚÐKAUPS-
HUGLEIÐINGUM?