Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 19 TVEIMUR íröskum sendi- mönnum hjá Sameinuðu þjóð- unum var vísað úr landi í Bandaríkjunum í gær. Voru þeir sakaðir um njósnir og hafa bandarísk stjórnvöld skorað á ríkisstjórnir margra ríkja, allt að 60 samkvæmt ónefndum heimildum, að fara að dæmi þeirra og reka úr landi íraska njósnara. Tara Rigler, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins, neitaði því, að brottreksturinn væri tengdur hugsanlegri innrás í Írak. Hryðjuverk í Kólombíu AÐ minnsta kosti sex manns týndu lífi og 70 særðust er bíl- sprengja sprakk í bænum Cucuta í Kólombíu í fyrradag. Grunur leikur á, að vinstri- sinnaðir skæruliðar hafi kom- ið sprengjunni fyrir til að hefna þess, að stjórnvöld hafa látið úða kókaínakra með eitri en skæruliðarnir hafa miklar tekjur af eiturlyfjasölu. Kocharian endurkjörinn ROBERT Kocharian, forseti Armeníu, var endurkjörinn í síðari umferð forsetakosning- anna í fyrradag. Hlaut hann 67,5% atkvæða en andstæð- ingur hans, Stepan Demirch- ian, 32,5%. Stuðnings- menn Dem- irchians saka stjórn- völd um að hafa haft rangt við í kosningun- um og var búist við, að nokkur þúsund þeirra myndu koma saman í gær til að mót- mæla niðurstöðunni. Aukið at- vinnuleysi ATVINNULEYSI í Þýska- landi í febrúar var 11,3% eða 4,7 milljónir manna. Hækkaði tala atvinnulausra um rúm 83.000 í mánuðinum og er 410.000 hærri en í febrúar í fyrra. Atvinnuleysi í Dan- mörku er einnig á uppleið og mældist það 5,5% af vinnuafl- inu í janúar. Í janúar í fyrra voru 140.900 manns án at- vinnu en nú 153.600 manns. Hraðamet á Netinu SETT hefur verið nýtt hraða- met í flutningi gagna á Net- inu. Fólst það í því að flytja 6,7 gígabæti nærri 11.000 km leið, frá Sunnyvale í Bandaríkjun- um til Amsterdam í Hollandi, á innan við mínútu. Svöruðu gögnin til tveggja DVD-kvik- mynda í fullri lengd og var flutningshraðinn til jafnaðar 923 megabitar á sekúndu. Hraðinn var með öðrum orð- um 3.500 sinnum meiri en ger- ist og gengur á breiðbandinu. Getur þetta komið að gagni á mörgum sviðum, til dæmis þegar læknar eða aðrir þurfa að bera saman bækur sínar í mikilvægum aðgerðum. STUTT Íraskir sendimenn reknir Kocharian LAGT hefur verið til innan Evr- ópusambandsins, að viðurlög við mengun frá skipum verði hert verulega og á hana litið sem glæp- samlegt athæfi. Kemur tillagan frá framkvæmdastjórninni, sem vill láta mengunarafbrot varða fang- elsisvist. Eftir Prestige-slysið úti fyrir ströndum Spánar í nóvember síð- astliðnum lögðu dómsmála- og inn- anríkisráðherrar ESB til, að við- urlögin yrðu hert og framkvæmdastjórnin er nú að fylgja því eftir. Ætlar sambandið einnig að beita sér fyrir þessu á al- þjóðavettvangi í því skyni að koma lögum yfir þá, sem gerast brotleg- ir, og draga úr hættu á miklum ol- íuslysum. Skömmu eftir Prestige-slysið komu fram kröfur um að banna umferð allra olíuskipa með einfald- an byrðing en á fundi samgöngu- ráðherra Evrópusambandsins í desember síðastliðnum var lítil sem engin samstaða um það. Var ástæðan sú, að það hefði komið sér mjög illa fyrir sum ríki og alveg sérstaklega fyrir Grikki. Fengu þeir því framgengt, að tillögunni var frestað en henni var þó ekki kastað fyrir róða. Viðurlög við mengun verði hert Brussel. AFP. www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.