Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 20

Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMURINN mun standa frammi fyrir alvarlegum vatnsskorti eftir fáeina áratugi, er fólksfjölgun, mengun og veðurfarsbreytingar hafa svipt milljarða manna aðgangi að lífsnauðsynlegustu nátt- úruauðlindinni, eftir því sem fullyrt er í niðurstöðum skýrslu sem ný- komin er út á vegum UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Af öllum þeim félagslegu og náttúrutengdu vandamálum sem mannkynið á við að etja er skort- urinn á vatni það sem snertir mest kjarna lífsafkomu okkar og jarð- arinnar í heild,“ sagði Koichiro Matsuura, framkvæmdastjóri UNESCO, við kynningu á skýrsl- unni í París á miðvikudag. „Enginn heimshluti mun fara varhluta af þessari þróun, sem snertir alla þætti lífsins, frá heilsu- fari barna til hæfni ríkja til að tryggja næg matvæli fyrir íbúana,“ segir í skýrslunni, World Water Development Report, sem ber und- irtitilinn „Vatn fyrir fólk, vatn fyrir lífið“. „Vatnsbirgðir fara minnkandi á sama tíma og eftirspurnin fer hrað- vaxandi. Á næstu 20 árum er reikn- að með að meðalbirgðir vatns á hvern jarðarbúa muni minnka um þriðjung,“ segir þar. Fólksfjölgun meginmeinið Skýrslunni er lýst sem ýtarleg- ustu samantekt á ástandi fersk- vatnsbirgða heimsins, en hún var samin ekki sízt til að þjóna sem grundvöllur umræðna á stórri al- þjóðaráðstefnu um vatn, sem UNESCO hefur boðað til í Japan síðar í þessum mánuði. Í útreikningum skýrslunnar er því spáð að árið 2050 muni á bilinu tveir milljarðar manna í 48 löndum upp í sjö milljarðar manna í 60 löndum þjást af ferskvatnsskorti. Hver raunin verður er að mestu leyti undir því komið hve fólksfjölg- unin verður hröð og því hvernig stjórnvöldum mun ganga að hamla gegn mengun og sóun. Jafnvel þótt dregið hafi úr hraða fólksfjölgunar er því enn spáð að mannkynið verði orðið fjölmennara en níu milljarðar árið 2050, en það var 6,1 milljarður árið 2001. Sérstökum áhyggjum er lýst af ástandinu í Asíu, þar sem nú þegar býr um 60% mannkyns, en aðeins 36% ferskvatnsforða heimsins er að finna. Þótt vatn sé það efni sem finnst í ríkustum mæli á jörðinni er 97,47% þess bundið í söltum sjó. Og um tveir þriðju alls ferskvatns er bund- ið í jöklum og sífönnum. Grænlendingar vatnsríkastir Samkvæmt lista sem birtur er í skýrslunni yfir þau lönd og héruð sem tölfræðilega hafa yfir mestum vatnsbirgðum að ráða á hvern íbúa er þar Grænland í efsta sæti, þá Alaska, þá Franska Gvæana og í fjórða sæti er Ísland, með 609.319 rúmmetra af vatni á hvern íbúa á ári. Í neðsta sæti á þessum lista er Kúveit, með 10 rúmmetra af fersk- vatni á hvern íbúa á ári. Finna má nánari upplýsingar um skýrsluna á slóðinni www.unesco.org/water/wwap. Reuters Palestínumenn sækja sér vatn í brunn á Vesturbakkanum. Stundum hefur því verið spáð, að næstu stórátök í Miðausturlöndum muni snúast um vatn en skorturinn á því eykst með ári hverju. Óttast mikinn vatns- skort víða um heim París. AFP. SUMARIÐ 2001 klifruðu tveir bandarískir fíkniefnasalar, Warren Smith og Michael Robinson, yfir fangelsismúr í Tennessee og hurfu sjónum manna, segir í grein í The Baltimore Sun. Einu ummerkin sem þeir skildu eftir sig voru reipi og fuglahræða í grenndinni en þeir höfðu rænt fötunum af henni. En strax um haustið höfðu bandarískir lögreglumenn rakið slóð tvímenninganna og fundið þá í ferðamannaborg í Brasilíu. Þeir notuðu til þess vandlegt eftirlit með peninga- tilfærslum, ræddu einnig við kunningja mannanna og gátu smám saman búið til trausta mynd af lifnaðarháttum og venjum þeirra. Fleiri dæmi hafa ratað í fjölmiðla. Deborah Sutherland, auðugur læknir frá Suður- Karólínu, var ákærð fyrir fíkniefnabrot en flúði land. Hún fannst á Nýja-Sjálandi þar sem hún starfaði á læknamiðstöð í borginni Kaitaia. Sutherland var framseld í fyrra. Og mikið var fjallað um mál Ira Einhorns árið 2001, sem var þekktur fyrir uppreisn gegn hefðbundnum gildum á sjöunda ára- tugnum. Hann var í október sl. dæmdur sek- ur um morð á unnustu sinni árið 1977. Ein- horn flúði til Evrópu 1981 en fannst loks í gamalli vindmyllu sem breytt hafði verið í íbúðarhús í Suður-Frakklandi. Þar bjó hann með sænskri eiginkonu sinni. „Heimurinn hefur breyst“ Brasilíska lögreglan handtók áðurnefnda menn, Smith og Robinson, og fyrir nokkrum vikum var Smith framseldur til heimalands- ins. Robinson tókst hins vegar að notfæra sér uppreisn í brasilíska fangelsinu til að strjúka og leikur enn lausum hala. En Bandaríkja- menn eru vongóðir. „Það er hægt að flýja en enginn getur lengur falið sig,“ segir Cassie Rowntree, sem stjórnaði leitinni að Smith og Robinson. „Heimurinn hefur breyst.“ Mál tvímenninganna er dæmi um hundruð mála sem bandarískir lögreglumenn hafa leyst á síðustu árum. Ræða má um hægfara byltingu í vinnuaðferðum sem notaðar eru við að leita uppi glæpamenn um allan heim. Í fyrra náðust 375 bandarískir afbrotamenn sem höfðu flúið til útlanda, 1995 voru þeir að- eins 252. Talið er að allt að 8.000 séu enn í fel- um. Beitt er nýrri tækni, alþjóðlegt samstarf hefur aukist á þessu sviði og lögð er meiri áhersla en áður á að elta slíka menn uppi. Fyrir aðeins áratug var oft litið svo á í Bandaríkjunum að kæmist afbrotamaður úr landi tæki því ekki að reyna að finna hann á ný. Nú er jafnvel farið aftur í saumana á 10– 15 ára gömlum málum sem nær allir voru búnir að gleyma og voru farin að rykfalla. Fyrsta stigið er að fá greinagóðar upplýs- ingar um það hvernig umræddir menn eru, um siði og vinnuaðferðir þeirra, hvaða áhuga- mál þeir hafa. Hvar þeir vilji helst búa, hvað þeir borði, hvernig svefnvenjur þeirra eru en samtímis er fylgst vel með nánustu ætt- ingjum og vinum. Ný tækni og samstarf gerir lögreglumönnum auk þess kleift að fá aðgang að upplýsingakerfi lögreglu í öðrum löndum og rekja peningahreyfingar, símtöl og tölvu- póst. Ekkert þægindalíf Rowntree tókst ásamt samstarfsmönnum sínum að rekja slóð Smith og Robinson um sambandsríkið Georgíu suður til Flórída. Þar fengu lögreglumennirnir vísbendingu um að mennirnir tveir hefðu farið til Brasilíu. Í ljós kom að Robinson átti bróður sem einmitt var um þetta leyti í Brasilíu. Ekki hefur verið greint nákvæmlega frá því hvað gerðist en látið í það skína að bróðirinn hafi óafvitandi leitt lögregluna á slóð afbrotamannanna. Lífið í felum er því ekki lengur þægilegt, ekki er hægt að nota farsíma, greiðslukort eða persónuskilríki, sérstaklega eru skilríkin varasöm ef þeim fylgir ljósmynd. Aldrei má gera mistök, aldrei sofna á verðinum. Einna helst er hægt að fela sig með þessum hætti sums staðar í fátækum löndum eða á vafa- sömum hótelum. En nokkrir flóttamenn hafa á síðustu árum einfaldlega gefist upp, staul- ast inn í bandarískt sendiráð og sagt að þeir vildu komast aftur heim. Á flótta með upplýsinga- samfélagið á hælunum Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum notfæra sér rafrænar upplýs- ingar og alþjóðlegt samstarf gegn afbrotamönnum sem flýja land ’ Hægfara bylting ívinnuaðferðum sem not- aðar eru við að leita uppi glæpamenn út um allan heim. ‘ MIKIL óánægja kraumar innan Kristi- lega þjóðarflokksins í Noregi en skoðana- kannanir sýna, að hann nýtur nú aðeins stuðn- ings 5,5% kjósenda. Hafa margir frammá- menn í flokknum á orði, að hann verði að hætta stjórnarsamstarfinu en leiðtogi flokksins, Kjell Magne Bondevik, er forsætisráðherra. Það eru einkum tals- menn flokksins á lands- byggðinni og í sveitar- stjórnum, sem eru uggandi, og sumir þeirra, til dæmis Oddvar Skaiaa, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins á Austur-Ögðum, segir, að rætist ekki fljótt úr fyrir flokknum verði hann að segja sig úr ríkisstjórn. Kom þetta fram í Aften- posten í gær. Margir segja lítið gengi flokksins stafa af aðhaldsaðgerðum hins opin- bera, sem hafi bitnað verulega á byggðarlögunum, en aðrir segja, að það sé of mikil einföldun. Málefni flokksins hafi einfaldlega fengið of lítinn hljómgrunn hjá samstarfsflokkunum, Hægriflokknum, Mið- flokknum og Venstre. Kristilegi þjóðar- flokkurinn hefur meirihluta í einni sveitarstjórn, Skjervøy, og leiðtogi hans þar, Roy Waage, er ekki í neinum vafa: „Síðastliðin 20 ár hefur fylgi flokksins verið jafnt og stöðugt en nú er kominn í það alvarlegur brestur. Ástæðan er sú, að við erum í ríkisstjórn, sem einkennist af hægristefnu. Við verðum að koma okkur þaðan burt sem fyrst,“ segir Waage og bætir við, að Kristilegi þjóðarflokk- urinn eigi meira sameiginlegt með jafnaðarmönnum en frjálshyggj- unni. Ekki eru þó allir á þessu máli og Øyvind Dahl, leiðtogi flokksins á Þelamörk, tekur þannig til orða, að flokkurinn hafi gengið í „hjónaband“ með Hægriflokknum og Venstre og verði að halda það út. Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi Margir vilja slíta stjórnar- samstarfinu Bondevik DÁNARDÓMSTJÓRI Bandaríkja- hers hefur komist að þeirri nið- urstöðu að tveir afganskir fangar hafi dáið af völdum barsmíða þegar þeir voru í haldi Bandaríkjahers í Bagram-herstöðinni í Afganistan í desember. Roger King, talsmaður Banda- ríkjahers í Afganistan, staðfesti þetta í gær en sagði úrskurð dán- ardómstjórans þó ekki endanlegan og að rannsókn málsins stæði enn yfir. Gert er ráð fyrir að henni ljúki síðar í mánuðinum. Mennirnir höfðu verið í haldi í stöðinni í um það bil viku þegar þeir dóu „eftir að hafa orðið fyrir þungum höggum“, að sögn dóm- stjórans. Bandaríkjaher hefur ekki skýrt frá nöfnum fanganna en The New York Times segir að þeir séu afg- anskir. Mannréttindasamtök hafa sakað Bandaríkjaher um að beita fanga í Afganistan og á Guantanamo á Kúbu líkamlegu ofbeldi en banda- rísk yfirvöld vísa því á bug. Taldir hafa dáið af völdum barsmíða Kabúl. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.