Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 23

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 23 BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umhverfis- og heilbrigðisnefnd- ar þess efnis að umsjón eyja á Sund- um og Kollafirði, þ.m.t. Viðey, Akurey, Þerney og Engey, verði fal- in Umhverfis- og heilbrigðisstofu, sem hefur umsjón með útivistar- svæðum í borginni. Rekstur menn- ingarstarfsemi í Viðey verður þó áfram í höndum Minjasafnsins. Á fundi umhverfis- og heilbrigð- isnefndar á dögunum lögðu fulltrúar D-lista fram bókun þar sem lagt er til að kannaðar verði hugmyndir um að auglýsa eyjarnar til frekari leigu eða sölu en sú tillaga var felld. Jórunn Frímannsdóttir, fulltrúi D-lista í nefndinni, bendir á að hluti eyjanna sé í leigu og spyrja megi af hverju borgaryfirvöld eigi að sjá um viðhald og þann kostnað sem til fell- ur vegna þeirra. „Það sem vildum koma að þarna var að þetta yrði skoðað frekar og þá verði athugað með að leigja eyj- arnar frekar þar sem leigutakar verði að sjá um allt viðhald og úti- vistarsvæðin. Eða ef eyjarnar eru seldar, sem væri kannski það al- besta, þá væri hægt að gera það með ákveðnum kvöðum,“ segir Jórunn. Fjallað um hvernig skuli nýta eyjarnar Kolbeinn Óttarsson Proppé, for- maður umhverfis- og heilbrigðis- nefndar, segist ekki sjá neina ástæðu til að selja eyjarnar við Reykjavík. Metnaðarfull stefnumótunarvinna hafi farið fram um framtíð eyjanna og ekkert hafi komið fram í þeirri vinnu sem benti til þess að rétt væri að selja. „Þar að auki finnst mér eðlilegt að borgin eigi þetta. Þetta eru náttúruperlur í borgarlandinu,“ segir Kolbeinn. Í nýlegu minnisblaði Umhverfis- stofu kemur fram að samningar sem hafi verið gerðir um afnot af æða- varpi í Engey og Þerney virðast út- runnir og þar með lausir. Skoða þurfi stöðu allra samninga og taka ákvörðun um hvað eigi að gera varð- andi leigu á hlunnindum. Í minn- isblaðinu er lagt til að samstarfs- hópur verði settur á fót til að ákvarða með hvaða hætti eigi að nýta eyjarnar. Kolbeinn segir að farið verði í það á næstunni að skipa umræddan samstarfshóp. Morgunblaðið/Golli Viðey verður framvegis í umsjá Umhverfisstofu en rekstur menningar- starfsemi heyrir áfram undir Minjasafnið. Viðey og fleiri eyjar í umsjá Umhverfisstofu Engin ástæða til að selja eyjarnar að mati formanns umhverfisnefndar Sund BÆJARSTJÓRI Seltjarnarness hefur undirritað samstarfssamning bæjaryfirvalda og sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju um eflingu barna- og æskulýðsstarfs í bænum. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að æskulýðsstarf kirkjunnar hafi vaxið mjög hin síðari ár og sé með því öflugasta sem þekkist meðal kirkna í prófastsdæminu. Nærri láti að ríflega helmingur unglinga á Sel- tjarnarnesi taki þátt í starfinu með einum eða öðrum hætti. Með und- irritun samstarfssamnings til þriggja ára eru framlög bæjarins til æskulýðsstarfsins aukin og er samn- ingnum ætlað að tryggja öflugt og markvisst barna- og æskulýðsstarf á Nesinu. Bærinn styrkir æsku- lýðsstarf Seltjarnarnes AÐALSKIPULAG Mosfellsbæjar, sem samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar í síðasta mánuði, er nú kom- ið á vef bæjarins. Með því að smella á flipann „Aðalskipulag“ vinstra meg- in á síðunni er hægt að lesa grein- argerð og forsendur skipulagsins og skoða uppdrætti af því. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar sam- þykkti aðalskipulagið á fundi sínum 12. febrúar sl. með breytingum frá áður auglýstri tillögu. Alls barst 61 athugasemd með 84 atriðum auk tveggja undirskriftarlistalista. At- hugasemdirnar gáfu tilefni til breyt- ingar á auglýstri tillögu. Aðalskipu- lagið á Netinu Mosfellsbær ♦ ♦ ♦ Nýr listi www.freemans.is Ertu me› atvinnutæki á heilanum? – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.