Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 27
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 27
EINS og flestum mun kunnugt hafa
orðið miklar breytingar í mjólkur-
framleiðslu á landinu á undanförnum
árum. Í Árnessýslu hefur orðið svip-
uð þróun og víða annars staðar á
landinu. Samkvæmt upplýsingum
hjá Guðmundi Ægi Theodórssyni,
hagfræðingi hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna, hefur innleggjendum mjólk-
ur fækkað frá árinu 1969, þegar þeir
voru hvað flestir, úr 473 í 169 inn-
leggjendur nú. Árið 1969 var innlegg
framleiðenda hjá búinu 16.726.641
lítri en á síðasta ári lögðu bændur í
Árnessýslu inn 21.755.396 lítra
mjólkur hjá MBF. Meðalnyt kúa í
einstökum sýslum var hæst í Árnes-
sýslu árið 2002, eða 5189 lítrar eftir
kú. Margir bændur eru með 6 til 7
þúsund lítra eftir kú að meðaltali og
dæmi eru um að meðalnyt hafi farið
yfir 7000 lítra hér í Árnessýslunni.
Bændur þakka þessa auknu nyt
einkum mikilli endurræktun túna,
bættri heyverkun og meiri kjarnfóð-
urgjöf. Einnig kynbótum stofnsins
sem stöðugt er unnið að með ná-
kvæmu skýrsluhaldi.
Nokkur ný og stór fjós hafa verið
byggð í sýslunni á undanförnum ár-
um þar sem tölvutækni stýrir kjarn-
fóðurgjöf og mjöltum.
Á síðari árum hafa einnig víða ver-
ið gerðar miklar endurbætur á fjós-
um, þau stækkuð, settir sérstakir
legubásar í fjósin, notaðar nýjar að-
ferðir við hey og kjarnfóðurgjafir og
gjörbreytt aðstaða við mjaltir í sér-
stökum mjaltabásum. Stærstu búin
eru með 70 til 80 kýr og geta hjón
hirt um slíkan fjölda kúa auk tilheyr-
andi gripa í uppeldi við bestu að-
stæður.
Það gefur auga leið að tæknibylt-
ingin í landbúnaðinum hefur kostað
sitt, auk þess sem margir hafa þurft
að kaupa mjólkurkvóta. Þeir fjár-
munir verða ekki greiddir á fáum
vikum.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Sveinn Hannes Sveinsson, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hreppum, er einn þeirra sem hefur breytt fjósi sínu og getur
komið fyrir 16 kúm í mjaltabásinn samtímis. Meðalnyt kúa var hæst á bæjum í Árnessýslu í fyrra.
Aukin nyt og hagræðing
í mjólkurframleiðslu
Hrunamannahreppur
Alltaf á þriðjudögum