Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 28
MENNTUN
28 FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁUT2003 ráðstefnunni voru57 fyrirlesarar og mikiláhersla var lögð á skoðana-skipti og umræður.
Menntamálaráðuneytið hefur staðið
fyrir ráðstefnum um upplýsingatækni
í skólastarfi árlega, allt frá árinu 1999.
Blaðamaður spurði Örnu Valsdóttur,
lektor í kennaradeild Háskólans á
Akureyri, um hennar hlut á ráðstefn-
unni, sem m.a. var þátturinn Lista-
smiðja – leikur með möguleika.
„Í listsmiðjunni leggjum við ríka
áherslu á mátt leiksins í námsferli
hvers einstaklings og mikilvægi
ímyndunaraflsins í allri framþróun,“
segir Arna Valsdóttir sem var með
sýnistofu eða listasmiðju með Guð-
rúnu Öldu Harðardóttur sem einnig
er lektor í kennaradeild. Í listsmiðj-
unni voru settar upp kringumstæður
þar sem börnum og fullorðnum er
gefið tækifæri til þess að nálgast upp-
lýsingatækni samtímans út frá leik og
skapandi hugsun.
„Við setjum upp ýmiskonar stöðvar
sem bjóða upp á möguleika til þess að
vinna með fyrirbæri tilveru okkar, s.s.
ljós og skugga, speglun, stærðir, hlut-
föll, hraða, mynstur, liti, form, hljóm
og hryn. Og við hvöttum fólk til að
vera vakandi yfir eigin skynjunum og
því að hugmynd fæðir af sér hug-
mynd.“
Tæknilistasmiðja barna
Þær stöðvar sem Arna og Guðrún
Alda settu upp á UT2003 eru afrakst-
ur langs ferils. En þær segjast hafa
leikið sér með nútímatækni í hinum
ýmsu listsmiðjum með börnum og
fullorðnum börnum.
„Við reynum að nálgast tækin á
sama hátt og hvern annan efnivið, og
videotökuvélin eða tölvan er því bara
eins og framlenging á gamla góða
penslinum. Við teljum listina vera
margmiðlunarfyrirbæri í sjálfu sér
þar eð hún felur alltaf í sér samskipti.
Samskipti efnis og anda, samskipti
einstaklingsins við sjálfan sig og um-
hverfi sitt,“ segir Arna.
En reynslan hefur sýnt á nokkuð
afgerandi hátt að í hvert sinn sem nýr
hópur tekur þátt, fæðast nýjar hug-
myndir og nýjar leiðir opnast. Á
UT2003 voru sett upp margföldunar-
horn þar sem tvær myndatökuvélar
voru tengdar við skjávarpa og þeim
beint í kross. Niðurstaðan var
skemmtileg myndhringrás sem fólk
gat „farið inn í“ og rannsakað.
Hægt er að vinna þetta atriði á
gagnvirkan hátt: Tveir stýra vélunum
og hafa áhrif á myndina sem aftur
hefur áhrif á þann sem er í myndinni.
Gagnvirk stærðfræði! Hér er a.m.k.
um að ræða margföldun, mynstur,
speglun. Ef til vill er hægt að tengja
þetta líka við líffræði og skoðað
hvernig fruma skiptir sér?
„Þetta horn varð til út frá vinnu þar
sem við vorum að skoða fyrirbærið
sjónarhorn í þemavinnu með börn-
um,“ segir Arna, „við gerðum hreyfi-
mynd með leirköllum þar sem við not-
uðum fleiri tökuvélar og tókum
myndina samtímis frá mörgum sjón-
arhornum. Þetta reyndist hið
skemmtilegasta fyrirbæri og hægt að
nota það á ýmsan hátt. Þetta þróaðist
svo fyrir tilviljun út í það sem það er í
dag.“
Á öðrum stað í smiðjunni settu
Arna og Guðrún Alda upp tökuvél
sem aftur var tengd við skjávarpa
sem tók mynd af áhorfandanum.
Hann stóð beint fyrir framan skjáinn
og var glerplata á milli tökuvélarinn-
ar og hans.
Viðkomandi átti síðan að reyna að
horfa á sig á skjánum og teikna eftir
eigin útlínum á glerplötuna (sjá mynd
af menntamálaráðherra). Þetta veld-
ur því að viðkomandi teiknar í speg-
ilmynd við sjálfan sig og það getur
verið mjög snúið:
Hugsa þarf stefnu hreyfinga upp á
nýtt og umhverfa þeirri tilfinningu
fyrir myndbyggingu sem viðkomandi
hefur vanið sig á. Þetta er t.d. gott að
skoða í tengslum við kenningar um
virkni heilahvelanna og má geta þess
að Leonardo da Vinci skrifaði leikandi
spegilskrift og börn gera það oft af
sjálfsdáðum á ákveðnum tímabilum.
„Við höfum lengi unnið með mynd-
varpa á margvíslegan hátt og vorum
með þá þarna líka og notum til þess að
skapa ákveðna stemningu,“ segir
Arna. „Þetta gefur okkur færi á því að
skoða mynstur, liti, áferð etc. Við
prófum okkur áfram með margvísleg-
an efnivið og leikum okkur með sam-
spil barnanna sjálfra og þess sem er á
skjánum eða veggnum, loftinu eða
gólfinu.“ Á myndvarpanum geta t.d.
verið glerperlur, blúndur, klakapokar
fyltir lituðu vatni, glerskál með vatni
og ótal margt fleira.
Hljómur hundslappadrífu
Á UT2003 voru þær einnig með
glæru myndapakka, sem var búin til
úr myndum af börnum í Svarfaðardal
sem voru að vinna á margvíslegan
hátt með fyrirbærið ,,barn“ og fyr-
irbærið ,,snjókorn“. Þær báru t.d.
saman stærðir, form, mynstur, liti,
hljóð, hreyfingu og fleira. Könnuðu
t.d. hvernig ,,Hundslappadrífa“
hljómar, og ,,Logndrífa“.
Einnig var sýnt myndband frá
barnadansleikhúsi sem Anna Rich-
ardsdóttir og Arna Valsdóttir reka.
„Þar vinnum við mikið með þessa
miðla sem við vorum að sýna og á
þessu myndbandi má einmitt sjá
skemmtilegt fyrirbæri sem varð til
þegar við vorum að vinna með mynd-
varpa í heilsuræktarsal,“ segir Arna.
„Þar sem ljósið skall á speglavegg
og skuggamyndir barnanna vörpuð-
ust á varð til ótrúlega fallegt lifandi
Caleidoscope, alveg eins og kíkirnir
sem við áttum þegar við vorum lítil
nema bara í fullri stærð. Á mynd-
bandinu má líka sjá hvernig börnin
raunverulega gleyma sér við að rann-
saka þetta, gera tilraunir með þetta
og þróa í gegnum leik sem síðar skil-
aði sér í heildrænni sýningu.“
Upplýsingatæknin öðlast m.ö.o.
nýjar víddir í höndum Örnu Valsdótt-
ur og Guðrúnar, eða eins og Einstein
sagði: ,,Ímyndunaraflið vegur þyngra
en þekkingin. Þekkingin á sér tak-
mörk, en ímyndunaraflið nær um víða
veröld“.
Að leika sér
með möguleika
Tómas Ingi átti að reyna að horfa á sig á skjánum og teikna eftir eigin út-
línum á glerplötuna. Þrautin er að teikna í spegilmynd við sjálfan sig.
„Þekkingin á sér takmörk, en ímynd-
unaraflið nær um víða veröld.“
„Listin er margmiðlunarfyrirbæri
og felur ævinlega í sér samskipti.“
TENGLAR
.....................................................
www.menntagatt.is
www.mennt.net/ut2003/
UT2003/ Ráðstefna menntamálaráðuneytis um upplýsingatækni í skólastarfi var haldin liðna helgi í Verk-
menntaskólanum á Akureyri. Hún tókst vel og sóttu yfir 600 gestir hana í tvo daga. Fjölmargir fyrirlestrar voru
fluttir og margar sýningar opnaðar. Hér er sagt frá einum þætti eða Listsmiðju – leik með möguleika.
Á ÞESSU ári leggur RANNÍS til
allt að 20 millj. kr. til þess að
styrkja undirbúning alþjóðlegs vís-
inda- og þróunarsamstarfs með ís-
lenskri þátttöku. Styrkirnir eru
einkum veittir til undirbúnings um-
sókna í 6. rannsóknaáætlun Evr-
ópusambandsins.
Þá eru veittir
ferðastyrkir
vegna undirbún-
ings umsókna í rannsóknasjóði í
Norður-Ameríku. Ennfremur styð-
ur RANNÍS sérstaklega ferðir ís-
lenskra vísindamanna á sviði lífvís-
inda og líftækni til Kína og
móttöku kínverskra vísindamanna
til Íslands á sviði jarðvísinda, sér-
staklega jarðskjálfta- og eld-
fjallafræði. Enginn sérstakur um-
sóknarfrestur er vegna þessara
styrkja. Umsóknareyðublöð og
leiðbeiningar um styrkina er að
finna á heimasíðu RANNÍS
www.rannis.is. Nánari upplýsingar
veita: Hjördís Hindriksdóttir, hjor-
dis@rannis.is, í síma 515 5809 og
Arna Björg Bjarnadóttir, arn-
a@rannis.is, í síma 515 5811.
Sérfræðing vantar
Framkvæmdastjórn ESB leitar
að sérfræðingum til að meta um-
sóknir sem berast í 6. rann-
sóknaáætlun ESB. Þetta er ein-
stakt tækifæri fyrir íslenskt
rannsóknafólk til að kynnast
starfsaðferðum og kröfum sem eru
um styrkveitingar ESB til verkefna
og fylgjast með því ferskasta í
heimi vísinda, tækni og þekkingar.
Matsmenn skulu koma úr röðum
sérfræðinga og vera algjörlega
óháðir og hlutlausir um einstök
verkefni sem þeir munu koma til
með að meta. Slíkar starfsreglur
tryggja að mat á umsóknum verði
enn gagnsærra og árangursríkara
en ella.
Skráning matsmanna fer fram á
tvennan hátt. Annars vegar geta
einstaklingar skráð sig beint í
gagnabanka framkvæmdastjórnar
ESB. Hins vegar er þess farið á leit
við rannsóknastofnanir, fyrirtæki,
háskóla og samtök sem koma að
rannsóknum að þau tilnefni sér-
fræðinga sem matsmenn með því
að skrá þá í gagnabankann.
Aðeins er hægt að skrá sig í
gagnabankann með rafrænum
hætti. Það er gert af heimasíðu
CORDIS http://www.cordis.lu/
experts/fp6_candidature.htm
Nánari upplýsingar á heimasíðu
RANNÍS: www.rannis.is.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
NÍU íslenskir háskólar kynna náms-
framboð sitt í húsakynnum Háskóla
Íslands á sunnudaginnn kl. 11–17.
Líklegt er að mennta- og fjölbrauta-
skólanemendur og aðrir sem ætla aft-
ur í skóla slái þá tvær flugur í einu
höggi; finni sér fag til að nema og
rétta skólann.
Hvernig týpa er nemandinn?
Ákvörðun um nám í háskóla krefst
sjálfsþekkingar. Nemandinn þarf að
spyrja sig: Hverju hef ég áhuga á?
Hvað get ég hugsað mér að starfa við
í framtíðinni? Með hverjum gæti ég
hugsað mér að vinna og hvers konar
markmiðum vil ég ná? Hverjar eru
góðar fyrirmyndir?
Segja má að raunsær nemandi vilji
oft vinna líkamlega vinnu, nota vélar
og tæki og sjá mikil afköst. Hann vill
að hlutirnir séu gagnlegir, og er lík-
legur til að búa yfir hugvitsemi og
hafa stærðfræðihæfileika.
Íhugull nemandi er hins vegar í
essinu sínu þegar hugtök ber á góma
og erfiðar hugmyndir. Hann beitir
rökhugsun við ákvarðanatöku eftir
góða íhugun. Þessi manngerð getur
búið yfir vísindahæfileikum, hæfni til
rökgreiningar, ritleikni og einnig
stærðfræðihæfileikum.
Listrænn nemandi þarf að rækta
með sér túlkun, tjáningu og sköpun.
Honum finnst ef til vill best að vinna
tiltölulega óháður og í eigin vinnu-
kerfi. Hann býr oft yfir ímyndunar-
afli, sköpunargetu, innsæi, næmi og
tilfinningasemi.
Félagslyndur nemandi vill vera
þar mannúðleg sjónarmið eru í há-
vegum höfð. Honum finnst gott að
vinna með öðrum og leysir vandann
með því að tala um hann, og hafa
samráð. Hæfileikar hans felast því oft
í félagslegum samskiptum, málskiln-
ingi, eða að geta hlustað á aðra og
hann hefur sennilega hæfileika til að
kenna.
Athafnasamur nemandi hefur
áhuga á að vinna þar sem hann hefur
áhrif á hvernig málin þróast og hann
vill hafa mannaforráð. Honum tekst
vel upp við að glíma við átök og að
tala fólk á sitt mál, selja því hug-
myndir eða hluti ef svo má segja. Sá
athafnasami er oft mælskur, hefur
leiðtogahæfileika og er þ.a.l. fær í
mannlegum samskiptum.
Vanafasti nemandinn vill vera
skipulögðu umhverfi. Hann vill vinna
við smáatriði og hefur glöggt auga
fyrir villum í texta og tölum. Honum
líður vel að vinna undir stjórn ann-
arra. (Sjá: www.hi.is/stofn/namsr/).
Tilraunaglös – samskipti
Nemandinn þarf að spyrja sig
hvort að tilraunaglösin heilli, lögin,
mótun einstaklingsins, heilsan, listin,
tölvan eða viðskiptin svo eitthvað sé
nefnt. Það getur verið dýrkeypt að
prófa sig áfram, skorti sjálfsþekk-
inguna, það er bæði dýrt fyrir ein-
staklinginn og háskólann að vera með
marga nemendur á rangri braut.
Háskólarnir sem kynna starfsemi
sína á sunnudaginn eru Háskólinn á
Akureyri, Háskóli Íslands, Kenn-
araháskóli Íslands, Listaháskóli Ís-
lands, Háskólinn í Reykjavík, Hóla-
skóli, Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri, Tækniháskóli Íslands og
Viðskiptaháskólinn á Bifröst.
Hvað er hvar?
Félagsvísindagreinar verða
kynntar í Odda.
Heilbrigðisgreinar verða í Odda,
Íþróttahúsi HÍ og Aðalbyggingu.
Hugvísindi verða opinberuð í
Árnagarði og Aðalbyggingu.
Listgreinar verða í Odda.
Lögfræðin verður í Odda, Lög-
bergi og Aðalbyggingu.
Náttúru- og raunvísindi verða í
Odda og Aðalbyggingu.
Uppeldis- og kennslufræði
greinar verða kynntar í Odda.
Verk- og tæknifræði verður til
sýnis í Aðalbyggingu.
Viðskiptagreinar verða bæði í
Odda og Aðalbyggingu.
Undirbúningsnám fyrir há
skólastig verður kynnt í Aðalbygg
ingunni.
Þjónustuaðilar verða í Aðal-
byggingu: Námsráðgjöf HÍ, Nem-
endaskrá HÍ, SÍNE, Fulbright,
Félagsstofnun stúdenta, Stúdenta-
ráð HÍ, Kennslumiðstöð HÍ,
LÍN, Alþjóðaskrifstofa
háskólastigsins.
Það er enginn leið að veita næga
innsýn í allt þetta námsframboð. Ár-
angursríkara er að hitta fulltrúa skól-
anna á sunnudaginn og spyrja þá
spjörunum úr, taka bæklinga og sofa
á því. Ætla ég að læra tungumál, sál-
fræði eða verkfræði? Hvernig get ég
tekið rétta ákvörðun um nám strax?
…þegar þú ert orðin/n stór?
Háskóladagurinn – Nemendur eru forsenda háskóla eins og annarra skóla. Á
sunnudaginn gefst íslenskum háskólum tækifæri til að sýna sig og sjá vænt-
anlega nemendur og jafnvel að keppa um þá. Nemendum gefst tækifæri til að
skoða hug sinn og svara loks spurningunni um hvað þeir ætli að verða …
Morgunblaðið/Kristinn
Háskólarnir níu munu kynna starfsemi sína á svæði Háskóla Íslands.
guhe@mbl.is
TENGLAR
..............................................
http://www.namskynning.is/