Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 31

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 31 ÍSLENSKIR leiklistarnemar undir forystu Alexíu Bjargar Jóhann- esdóttur sviðsettu Píkusögur í Lundúnum á V-daginn fyrir skemmstu. Alls eru sex íslenskir leiklist- arnemar við Arts Educational- leiklistarskólann í London og út- skrifast þrjú þeirra í vor, þau Alexía Björg, Ólafur Steinar Krist- jánsson og Margrét Sverrisdóttir. Þau undirbúa nú lokaverkefni sitt sem er uppsetning á leikriti Hen- riks Ibsens, Frúin frá hafinu. Alexía fer þar með aðalhlutverkið og Ólaf- ur og Margrét eru einnig í stórum hlutverkum. Alexía sagði í samtali við Morg- unblaðið að sýningin á Píkusögum hefði verið flutt af 5 leikkonum sem allar nema við skólann. „Þetta var með mjög alþjóðlegu yfirbragði því við vorum tvær íslenskar, og ein frá Zimbabve, ein frá Svíþjóð og ein bresk. Við létum allan ágóða af sýn- ingunni renna til kvennaathvarfs sem rekið er hér í hverfinu. Okkur hefur síðan verið boðið að koma með sýninguna á Haifa-leiklist- arhátíðina í Zimbabve í apríl og er- um að kanna möguleikana á því að fara, hvort okkur tekst að fjár- magna ferðina. Það kemur í ljós á næstunni.“ Þær fluttu Píkusögur í Lundúnum. Margrét Sverrisdóttir er önnur frá vinstri og Alexía Björg Jóhannesdóttir önnur frá hægri. Fluttu Píkusögur í Lundúnum ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 La n d lis t/ E R A N ekkert brudl- Opnum klukkan tíu í dag og tíu á morgun Coca Cola alla helgina 99 Tveir lítrar af Coca Cola kr. Pottasýning Heitir pottar um helgina Sérfræðingar á staðnum veita ráðgjöf um stærðir, gerðir, litaval og uppsetningu á heitum pottum Kaffi og kleinur - og drykkir fyrir krakkana Við sýnum úrval af pottum fyrir sumarhúsið og sólpallinn Laugardag og sunnudag frá 11-15 í sýningarsal Vatnsvirkjans, Ármúla 21 Vatnsvirkinn býður blöndunartæki, hreinlætistæki, sánaklefa og sturtuklefa og auk þess ýmiss konar lagnaefni fyrir húsbyggjendur og byggjendur sumarhúsa Ármúla 21 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fy rs to g fre m st /M ix a FÍ T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.