Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 41

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 41
þau öll glöggt vitni þeirri alúð sem uppeldið færði þeim sem gegnir þjóð- félagsþegnar. Jóhanna gerði ekki miklar kröfur til sjálfrar sín, reyndist nægjusöm og nýtin í öllu. Það var gott og ánægjulegt að koma á heimili þeirra Jóhönnu og Georgs bróður. Einlæg frændsemi og ræktarsemi var þar á alla vegu. Ég vil að lokum þakka Jóhönnu mágkonu minni langa og trygga sam- fylgd og bið henni og fjölskyldu henn- ar allrar blessunar Guðs á komandi tímum. Árni Helgason, Stykkishólmi. Elsku amma og langamma. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Við þökkum þér fyrir ljúfa og lær- dómsríka samfylgd í gegn um lífið, elsku amma. Við vitum að afi og Kalli frændi hafa tekið þér opnum örmum og nú líður þér vel. Farðu í guðs friði. Guðrún, Bragi, Guðbjörg Anna, Guðlaug Ósk og Berglind Sunna. Elskuleg vinkona mín í áratugi, hún Hanna, er látin. Allt of snöggt finnst mér, þótt hún hafi verið orðin öldruð og legið veik á sjúkrahúsi síð- ustu mánuði, þá var þetta einhvern veginn ekki tímabært. En hvenær er þetta tímabært; engum finnst það þegar ættingjar og vinir hverfa á braut. Hún ætlaði sér heim aftur, hún hafði alltaf komið heim aftur, þrátt fyrir erfið veikindi. Hún var svo sterk kona, hún hjálp- aði alltaf öðrum og huggaði þegar fólk þurfti á að halda og var ég þar á með- al. Hún var vinsæl hún Hanna, og tal- aði vel um alla, en fjölskyldan var henni kærust, það var alveg sérstakt að sjá hið einstaka samband sem var á milli hennar og barna hennar, tengda- barna og svo allra ömmubarnanna. Hún vann hjá okkur í mörg ár í Tollinum, fyrst í gömlu flugstöðinni og síðan þeirri nýju. Hún vann við ræstingar og hún hugsaði um okkur eins og við værum börnin hennar, hún gerði miklu meira en henni bar, hún dekraði við okkur og var hvers manns hugljúfi. Hún færði okkur oft kræs- ingar í vinnuna, pönnukökur og þess háttar, sem var vel þegið af öllum. Við vorum öll elskurnar hennar, eins og hún sagði alltaf, og við minnumst hennar og þessara góðu tímameð þakklæti. Það var gott að koma til þeirra Hönnu og Georgs, fyrst á Suðurgöt- una og síðan á Kirkjuveginn. Maður var alltaf svo velkominn hvernig sem á stóð, þau tóku manni alltaf opnum örmum og fólk laðaðist að þeim. Hún mundi alltaf eftir afmælinu mínu og færði mér blóm og gjafir. Hún var svo góð kona. Mér finnst vanta svo mikið þegar ég lít yfir í gluggana hennar og sé ekki ljós hjá henni. Það hefur verið svona sérstakur punktur í tilverunni að hafa hana sem nágranna síðustu árin. Við höfum fylgst hvor með ann- arri yfir götuna. Þetta eru aðeins fátækleg kveðju- orð sem mig langaði að skrifa, til að tjá þakkir mínar fyrir áralanga sér- staka vináttu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við Jón sendum innilegar samúð- arkveðjur til allra í fjölskyldunni. Rakel.  Fleiri minningargreinar um Jóhönnu Friðriksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 41 ✝ Elín Elíasdóttirfæddist á Akra- nesi 20. febrúar 1920. Hún andaðist á sjúkrahúsi Akra- ness 28. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Klara Sigurðardóttir og Elías Níelsson. Elín var elst 14 systkina og eru nú átta á lífi. Árið 1940 giftist Elín Einari Magnús- syni frá Flateyri, f. 26. ágúst 1917, d. 28. des. 1971. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru Georg, kvæntur Aðalbjörgu Níelsdóttur, og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn; Viðar, kvæntur Ólöfu Gunnardsóttur, og eiga þau fimm börn og ellefu barnabörn; Bjarney, gift Páli Helgasyni, og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn; Einar, kvænt- ur Hrafnhildi Pálmadóttir, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn; Dröfn, gift Elíasi Jóhannessyni, og eiga þau eitt barn og tvö barnabörn. Elín ólst upp á Melstað á Akranesi frá fimm ára aldri hjá afa sínum og ömmu, Sigurði og Salvör, og Georg Sigurðarsyni og konu hans Vilborgu Ólafsdóttur ásamt þremur börnum þeirra. Elín vann ýmis störf með heimilis- haldinu, m.a. í fiskvinnslu, síld- arsöltun o.fl. Síðast vann hún í allmörg ár í Sauma- og sokka- verksmiðjunni Tríko á Akranesi. Útför Elínar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku mamma mín, bara nokkur kveðju- og þakklætisorð til þín frá okkur systrum. Þakklæti fyrir öll fal- legu fötin sem þú saumaðir á okkur þegar við vorum litlar, alla fínu kjól- ana með púffermunum og blúndu- krögunum. Við vorum alltaf svo fínar. Það er örugglega þér að þakka að við erum pjattrófur í dag. Þakklæti fyrir hreina heimilið sem við systkinin vor- um alin upp á. Það var svo gaman hjá okkur systkinunum og mökum þegar við vorum með þér á Barbró að halda upp á 83 ára afmælið þitt 20. febrúar s.l. Nú ert þú búin að fá þína heitustu ósk uppfyllta, það að hitta pabba og taka dansspor eins og oft var gert heima á Melstað. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og pabba. Hvílið í friði. Þínar dætur, Bjarney (Badda) og Dröfn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hún móðir mín var fædd á Melstað á Akranesi fyrir réttum 83 árum og uppalin þar, og það var þar sem hún fæddi börnin sín fimm og ól þau upp. Þegar hún var á fimmta ári fluttu for- eldrar hennar frá Melstað að Miðhús- um ásamt þremur börnum sínum sem þá voru fædd. Ekki dvaldi hún móðir mín þar lengi því afi hennar, sem bjó á Melstað ásamt fjölskyldu sinni, kom um miðja nótt og fór þess á leit við foreldra mömmu að fá hana lánaða heim að Melstað þar sem mikill sökn- uður ríkti eftir brottför fjölskyldu hennar þaðan. Var heimili hennar á Melstað upp frá þessari nótt þegar langafi minn kom að Miðhúsum og bar hana vafða í teppi aftur heim að Melstað. Hún ólst upp hjá langafa mínum og langömmu, Georg móður- bróður sínum og hans elskulegu eig- inkonu Vilborgu, til fullorðinsára. Ég veit að móðir mín leit á Georg og Vil- borgu og börn þeirra sem sína eigin fjölskyldu og var mjög kært með þeim. Foreldrar mínir og við systk- inin fluttum frá Melstað árið 1959 og hafði mamma átt heima þar í 39 ár, þar af búið með föður mínum í far- sælu hjónabandi í tæp 20 ár. Á Melstað áttum við systkinin góð- ar og skemmtilegar stundir sem gam- an væri að rifja upp en verður ekki gert hér. Þar var í mörg horn að líta og nóg að gera á stóru heimili. Mamma vann með heimilinu, fór í síldarsöltun á haustin og almenna verkakvennavinnu eins og svo marg- ar húsmæður urðu að gera. Lífið var ekki alltaf dans á rósum og fann hún fyrir því eins og margur annar. Veikindi föður okkar, sem drógu hann síðan til dauða aðeins 53 ára árið 1971, settu sitt mark á hana og náði hún sér aldrei til fulls eftir það. Sjálf gekk hún í gegnum erfið veikindi en var ekkert að kvarta yfir þeim. Hún leit alltaf raunsætt á lífið og tók því með æðruleysi. Hún var haf- sjór af fróðleik um liðna tíð og var nánast hægt að fletta upp í henni ef mann rak í vörðurnar um menn og málefni. Nokkrum árum eftir að faðir okkar lést flutti hún í þjónustuíbúð við Höfðagrund og undi þar hag sínum vel, þar til hún kvaddi þetta líf 28. febrúar sl. Hún var södd lífdaga og beið þeirr- ar stundar að hitta föður okkar á ný og er ég þess fullviss að hann beið hennar með opinn faðm og umvafði hana örmum sínum þegar þau hittust á ný. Á þessari kveðjustund viljum við Lóa þakka henni allar góðar sam- verustundir og það sem hún var okk- ur og fjölskyldu okkar. Ég veit að hún hefur átt góða heimkomu. Með kveðju Viðar. Elsku tengdamamma, ég man þeg- ar ég kom í fyrsta skiptið á Akranes, fyrir meira en 40 árum, sem vænt- anlegur tengdasonur þinn, fölur í framan eftir sjóferð með Akraborg- inni og ekki burðugur að sjá – en frá fyrsta fundi okkar sýndir þú mér strax þá vináttu og traust sem allir væntanlegir tengdasynir þrá að fá. Í öll þau óteljandi skipti sem við hjónin höfum komið til þín á Skagann tókstu ævinlega fagnandi á móti okk- ur enda sótti ég sérstaklega í að fara rúnt upp á Skaga og hitta þig og fá í leiðinni kleinur hjá þér því þú bakaðir þær allra bestu. Stundum gafstu mér poka til að eiga heima með kvöld- mjólkinni. Minningarnar í gegnum tíðina hrannast upp og sýna mér hversu allar samverustundirnar með þér hafa verið lífshlaupi mínu og minnar fjölskyldu mikils virði. Ég blessa minningu þína. Páll Helgason. Minningar úr æsku minni eru mér efst í huga þegar ég kveð ömmu Ellu hinstu kveðju. Hún var svo sannar- lega fastur punktur í minni tilveru, enda var mér oftar en ekki komið fyr- ir í pössun hjá henni. Mér skilst að amma hafi verið óþreytandi að ganga um gólf með strákinn þegar hann org- aði í ungbarnakveisunni, enda gaf það tóninn fyrir það sem verða skyldi. Öll mín uppvaxtarár á Akranesi átti ég mitt annað heimili hjá ömmu og þar lærði ég ýmsa góða siði sem voru mér gott veganesti út í lífið. Þegar hug- urinn hvarflar aftur til þeirra ótal- mörgu stunda sem við áttum saman, oftar en ekki við eldhúsborðið hennar að spila eða bara að spjalla, finn ég fyrir miklum söknuði því nú hverfur á braut ekki bara hún amma mín, held- ur einn af mínum bestu vinum. Stund- ir okkar saman verða ekki fleiri að sinni, en í hjarta mínu mun lifa minn- ingin um yndislega konu sem ég mun sakna sárt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Jóhannes Elíasson. Það er erfitt að setjast niður og skrifa kveðju til ömmu sem við kvödd- um áður alltaf með kossi, faðmlögum og ljúfum orðum. Nú er amma Ella farin frá okkur héðan af jörðu. Hin síðari ár hafðir þú stundum á orði hversu mikið þú hlakkaðir til að hitta hann afa og er okkur það ljúfsárt að vita af þér nú í örmum hans. Alltaf var gott að koma í heimsókn til þín upp á Skaga og fá hjá þér pönnukök- ur, tala um liðna tíma og líðandi stund, bjóða þér í bíltúr og út að borða. Við ætluðum að vinna í garð- inum bak við húsið þitt í sumar, planta og laga hellurnar, en nú ertu, elsku amma, flutt á annan stað með annan garð til að planta í. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Við kveðjum þig, amma Ella, með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Helgi Pálsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Einar Pálsson, Hildur Þóra Bragadóttir, Aníta Pálsdóttir og barnabarnabörnin. Við þessi tímamót þegar Elín Elí- asdóttir er látin og komið að kveðju- stund hrannast upp minningar frá æsku minni, svo nátengd var hún mér. Við vorum systkinabörn og ól- umst upp saman og lifðum okkar stóru stundir saman bæði í gleði og sorg. Hún fæddist á heimili afa okkar og ömmu og þegar hún var á fimmta ári fluttu foreldrar hennar í sitt eigið hús. Sama sólarhring varð að koma með hana aftur á heimili afa og ömmu. Á heimilinu var faðir minn, en hann var 14 árum eldri en Ella. Árið 1928 í desember flytur móðir mín á Akranes þá heitbundin föður mínum og er á heimilinu á meðan þau byggðu sér hús á sömu lóð. Þau flytja í nýja húsið í ársbyrjun 1930 ásamt afa og ömmu og föður systur minni og er Ella eftir það í umsjá foreldra minna. Hinn 14. desember 1935 ferst vélbáturinn Kjartan Ólafsson með allri áhöfn og meðal þeirra var faðir minn. Þá stóð móðir mín ein með þrjú ung börn og Ellu sér við hlið. Þetta stóra áfall tengdi okkur öll sterkum böndum og þó að Ella hafi aðeins verið 15 ára var það mikill styrkur fyrir móður mína að hafa hana sér við hlið. Hún passaði okkur þegar mamma fór að vinna úti og félagslega var hún mikil stoð fyrir móður mína sem átti enga ættingja hér. Ung stúlka fór Ella í vist til Reykjavíkur á myndarheimili og átti hún þess kost að sitja fyrsta hús- mæðranámskeiðið sem haldið var hér á Akranesi. Árið 1940 giftist hún Ein- ar Magnússyni sjómanni og hefja þau búskap heima á Melstað og eignast þau hluta í húsinu á móti móður minni. Fyrsta barn þeirra fæðist 14. desember 1940 fimm árum upp á dag eftir lát föður míns og var þetta stór stund. Síðan komu börnin hvert af öðru og mér fannst alltaf meira gam- an eftir því sem þau urðu fleiri. En þetta var erfitt hjá þeim ungu hjónum því Einar var ekki heilsuhraustur og atvinna ekki alltaf stöðug. Fljótlega kom í kom í ljós hve dugleg Ella var. Hún fór að vinna í fiski eftir því sem tækifæri gáfust og þá var komið að því að móðir mín gat stutt við heimili hennar. Þó að Ella færi að vinna úti minnkaði ekki vinnan hennar inni á heimilinu. Hún bjó til góðan mat og kökur, saumaði á börnin og var heim- ilið sérstaklega snyrtilegt, raðað í skápa og stundum fannst manni að ekki þyrfti að bóna gólfin svona mikið eða fægja kranana eða þvo rúðurnar að innan, en þetta voru reglurnar sem voru á heimili okkar. Hún hefur áreið- anlega gengið oft lúin til hvílu. Þau hjón voru kát og höfðu gaman af að fá fólk í heimsókn. Einar hafði gaman af söng og eftir því sem börnin urðu eldri var oft glatt í húsinu enda bjugg- um við þar 13 saman. Alla tíð var það sjálfsagt að við kæmum með alla okk- ar vini heim og oft var eldhúsið fullt af kátum unglingum og ég veit að það eru margir sem muna glaða stund í eldhúsinu á Melstað. Um 1960 byggja þau hjón sér hús og eignast þar fal- legt heimili. Á þeim tíma fara börnin að flytja að heiman og stofna sín eigin heimili. Ella og Einar eignuðust bíl og nutu þess að ferðast. Fljótlega fer sjúkdómur að gera vart við sig hjá Einari og fellur hann frá aðeins 54 ára. Var hann öllum harmdauði. Þá voru þau hjón orðin ein í heimili. Var þetta mikið áfall fyrir Ellu og alla fjöl- skylduna, en hún sýndi enn styrk sinn á þessari stundu. Síðar flutti hún í sitt eigið hús við Höfða og naut hún þess að eiga sitt fallega heimili. Fljótlega verður hún fyrir því að missa sjónina en aldrei kvartaði hún og ég held að enginn hafi vitað í raun hve litla sjón hún hafði. Þá voru þær aftur komnar á sama stað móðir mín og hún og þeg- ar mamma flutti inn á Höfða lagði hún mjög að Ellu að njóta sömu aðstöðu. Það var einnig ósk barnanna hennar en hún vildi vera í sínu húsi. Hún naut þess að eiga góð börn og góða ná- granna. Á afmælisdaginn hennar 20. febrúar fóru börnin hennar með hana á veitingahús í mat og ég veit að það var gleði sem ríkti þá og er yndislegt fyrir þau að minnast þess, en aðeins viku síðar stoppaði lífsklukkan henn- ar. Við ykkur börnin hennar og tengdabörn vil ég segja: Þið voruð góð og hugulsöm við hana og veittuð henni margar gleðistundir. Ég er henni þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Katrín Georgsdóttir. Við viljum í fáum orðum minnast ömmu okkar hennar „Ellu-ömmu“. Við ólumst upp með hana í bakgrunn- inum enda um sérstaklega samhenta stórfjölskyldu að ræða. Minningabrotin eru mörg enda margs að minnast þótt einungis fárra verði hér getið. – „Ég man hvernig hún sat í eldhúsinu með stafla af göll- uðum sokkum úr sokkaversksmiðj- unni á eldhúsborðinu. Tilgangurinn var að færa okkur systkinunum og öllum hinum barnabörnunum sokka- pörin. Svo góður var frágangurinn að engan veginn mátti greina gallana sem fyrir höfðu verið.“ – „Ég man óteljandi rökræður og vangaveltur um ættfræði við eldhúsborðið og hvernig maður kímdi í laumi þegar hún með sitt stálminni „vann“ pabba, enda bæði rökföst í þeim efnum sem öðrum.“ – „Ég man þegar hún var að passa okkur og blandaði Royal kar- mellu- og súkkulaði-búðingnum sam- an með það að markmiði að slá tvær flugur í einu höggi þegar uppi voru skiptar skoðanir um hvor væri betri og sagði „ huh hvaða he...vitleysa það er hvort eð er sama bragðið af þessu öllu.“ – „Ég man hvernig hún af ein- hverri ótrúlegri natni matbjó og bak- aði sem enginn annar kunni – og jóla- boðin sem áður voru haldin báru svo glöggt merki um. (Uppskriftir af m.a. lambalærissneiðum í raspi og brúnni lagköku skjóta upp kollinum).“ – „Ég man hvernig hún hallaði höfði og grét í sorg sinni við leiðið hans afa, sem svo allt of fljótt var frá henni tekinn, í ár- legri heimsókn fjölskyldunnar á að- fangadag.“ – „Ég man hvernig hún svo smávaxin sem hún var, en SVO sterk, lá í sjúkrarúmi eftir stóra höf- uðaðgerð og í æðruleysi ítrekað tókst á við sjúkdóm sinn.“ Þegar litið er til baka þá brosir maður í kampinn þeg- ar maður hugsar til þessarar litlu ein- beittu konu sem á svo aðdáunarverð- an hátt ávallt hélt reisn sinni þrátt fyrir að við sem nær henni stóðum skynjuðum sorgina sem aldrei vék henni frá. Það er því gott fyrir okkur sem eftir stöndum að vita af þeim ömmu og afa sameinuðum á ný. Gunnar, Elín, Þorbergur, Einar og Erlingur Viðarsbörn. ELÍN ELÍASDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Elínu Elíasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.