Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 43

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 43 LÍFEYRISSPARNAÐUR er langtímasparnaður og lokaárang- urinn eini mælikvarðinn á það hvernig til hefur tekist. Sá sem bindur lífeyrissparnað sinn í hluta- bréfum verður því að vera undir það búinn að sveiflur geti orðið milli ára í ávöxtun. Reynsla und- anfarinna áratuga sýnir að þegar til lengri tíma er litið hafa hluta- bréf almennt skilað meiri ávöxtun en aðrar sparnaðarleiðir. Engin trygging er hins vegar fyrir því að svo verði einnig á komandi áratug- um og þess vegna hefur Kaupþing fjölgað fjárfestingarleiðum í lífeyr- issparnaði sínum til muna og hvatt viðskiptavini sína til þess að velja sér þá samsetningu áhættu og mögulegrar ávöxtunar sem best hentar. Salvör Nordal vekur athygli á því í Morgunblaðinu sl. sunnudag að í þeirri fjárfestingarleið sem hún hefur valið, leið II í Séreign- arsjóði Kaupþings, hafi ávöxtun verið neikvæð á síðustu þremur árum. Á þeirri leið er helmingur fjárfestinga í erlendum hlutabréf- um, 15% í innlendum hlutabréfum og 35% í skuldabréfum. Augljóst er að ávöxtun í þessari leið viðbót- arsparnaðar sveiflast að miklu leyti með þróun á verði erlendra hlutabréfa og væntanlega er flest- um ljóst að þar hefur mikið hrun orðið á undanförnum árum. Raun- ávöxtun Heimsvísitölu hlutabréfa (Morgan Stanley World Index), í íslenskum krónum, var mínus 7,8% árið 2001 og mínus 39,4% árið 2002 og fara þarf um 70 ár aftur í tím- ann til að finna dæmi um samsvar- andi lækkanir. Þetta skýrir vand- ann sem Kaupþing banki og Salvör eiga við að stríða á þessu sviði. Valkostum sjóðfélaga innan vé- banda Kaupþings hefur fjölgað verulega enda mikið úrval fjárfest- ingarleiða í boði. Hafa þessar leið- ir verið kynntar ítarlega fyrir við- skiptavinum með markpósti, auglýsingum og úthringingum og þeir hvattir til að hafa samband, leita ráðgjafar og velja sér síðan fjárfestingarstefnu við hæfi. Til að auðvelda ákvörðunina enn frekar er flutningur á milli sjóða ókeypis. Séreignarsjóður Kaupþings, sem bæði Salvör og undirritaður eru rétthafar í, hefur frá árinu 2001 boðið upp á fimm fjárfestingarleið- ir. Í þeirri áhættumestu er fjárfest eingöngu í hlutabréfum, en í þeirri áhættuminnstu er eingöngu fjár- fest í innlánum. Tvær af þessum fimm leiðum voru með jákvæða ávöxtun á síðasta ári og fyrir þá sem ekki vilja miklar sveiflur í ávöxtun á lífeyrissparnaði sínum er sjálfsagt að fara í aðra hvora þeirra. Raunvextir á annarri leið- inni, leið V, sem eingöngu geymir fé á innlánsreikningum, eru í dag 6,65%. Innlánsvextir eru að vísu breytilegir vextir en Kaupþing hefur skuldbundið sig til þess að greiða betri vexti en helstu keppi- nautar allt þetta ár. Hin leiðin, leið IV, fjárfestir 85% af eignum sínum í skuldabréfum, mest skuldabréf- um með ábyrgð ríkissjóðs, en að- eins 10% í erlendum hlutabréfum og 5% í innlendum hlutabréfum. Á undanförnum árum hefur ráð- gjöf um fjárfestingarstefnu lang- tímasparnaðar, bæði hér á landi og erlendis, breyst talsvert í ljósi reynslunnar á alþjóðlegum hluta- bréfamörkuðum. Þau sjónarmið sem réðu mestu á síðasta áratug síðustu aldar eru ekki lengur þau einu sem eiga upp á pallborðið í dag. Hjá Kaupþingi, hvort heldur sem er í Séreignarsjóði Kaup- þings, Frjálsa lífeyrissjóðnum eða Vista lífeyrissparnaði, er boðið upp á fleiri og varfærnari leiðir en fyrr og áhersla lögð á að hver og einn sjóðfélagi velji ávöxtunarleið – og um leið áhættuflokk – við hæfi. Ungu fólki sem er að hefja lífeyr- issparnað er gjarnan ráðlagt að ávaxta hluta af sparnaði sínum í hlutabréfum. Jafn sjálfsagt er að velja öruggari leiðir eftir því sem nær dregur útborgun lífeyris. Með nákvæmu vali á fjárfestingarleið má laga áhættu að ólíkum vilja og aðstæðum en einnig er hægt að velja svokallaða Ævilínu sem minnkar sjálfkrafa áhættuna í safninu eftir því sem viðskiptavin- urinn verður eldri. Sem dæmi um árangur þeirrar endurskipulagningar sem átt hefur sér stað í kjölfar hrunsins á al- þjóðamörkuðum nefni ég Frjálsa lífeyrissjóðinn, en í honum eru flestir viðskiptavina lífeyrissparn- aðar Kaupþings. Sjóðurinn notar þrjár mismunandi fjárfestingar- leiðir. Ef ávöxtun hans á síðasta ári er borin saman við aðra sam- bærilega sjóði, þ.e. lífeyrissjóði í vörslu annarra banka, kemur í ljós að tvær af þremur deildum hans skila bestu ávöxtun allra og ein þeirra skilar næstbestu ávöxtun allra. Lífeyrissparnaður er sam- starfsverkefni sjóðfélaga og bank- ans en þó verður aldrei horft framhjá því lykilatriði að við- skiptavinurinn verður sjálfur að velja fjárfestingarstefnu fyrir líf- eyrissparnað sinn og bera ábyrgð á því vali. Starfsfólki Kaupþings er það hins vegar kappsmál að vel takist til. Kaupþing banki tengir laun starfsmanna sem koma að stýringu fjármuna við þann árang- ur sem næst fyrir hönd viðskipta- vina þeirra. Með aðlögun að nýjum aðstæðum og fjölgun kosta hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Vonandi á Salvör Nordal, eins og tugþúsundir annarra viðskiptavina okkar, eftir að njóta góðs af þeirri sérþekkingu sem Kaupþing ræður yfir og þeim vinnubrögðum sem tíðkast við rekstur lífeyrissjóða á vegum félagsins. Veljum lífeyrissparnaði okkar fjárfestingarstefnu við hæfi Eftir Hafliða Kristjánsson „… við- skiptavin- urinn verður sjálfur að velja fjár- festingarstefnu fyrir líf- eyrissparnað sinn og bera ábyrgð á því vali.“ Höfundur er forstöðumaður Lífeyrissparnaðar Kaupþings, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og rétthafi í Séreignarsjóði Kaupþings. ÞAÐ berast furðulegar fréttir þessa dagana. Því hefur verið fleygt að borið hafi verið mikið fé á for- sætisráðherrann okkar og formann Sjálfstæðisflokksins gegn því að ákveðið fyrirtæki fengi frá honum frið. Mál þetta verður að segja að sé hið furðulegasta. Þetta færir okkur þó heim sanninn um það sem ég hef lengi sagt um forsætisráðherrann og formann flokksins míns: Davíð Oddsson er ekki í stjórnmálum til þess að skara eld að eigin köku, heldur vegna þess að hann vill stjórna. Það gerir hann líka betur en margir aðrir, eins og sjá má á farsælum ferli hans í stól forsætis- ráðherra. Hann hefur sérstakt lag á að segja hlutina þannig að menn fara sáttir frá borði og erfitt hefur andstæðingum Sjálfstæðisflokksins reynst að grípa hann í bólinu á grundvelli yfirlýsinga hans, svo var- kár er forsætisráðherrann í því sem hann lætur frá sér fara. Því hallast ég að þeirri skoðun, vegna feng- innar reynslu af málflutningi Davíðs Oddssonar á umliðnum stjórnarár- um, að það sé að marka það sem hann segir. Það hefur komið mér á óvart hinn óvarkári málflutningur gamals samstjórnarmanns míns frá fyrri árum í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, Hreins Loftsson- ar. Það er hálfgert stílbrot á mynd þeirri sem ég hef ávallt haft af Hreini. Ég er þó að vona að mál- flutningur Hreins helgist af þeirri klemmu sem hann hlýtur óhjá- kvæmilega að vera í vegna stöðu sinnar sem stjórnarformaður Baugs. Vonast ég því til að fá fljót- lega til baka þann fyrri mann sem ég veit að Hreinn hefur að geyma, áður en langt um líður, kannski eftir næsta aðalfund hjá Baugi. Guð gefi að menn fari óskaddaðir að mestu frá þessari hildi og við sameinumst um að gera veg Sjálfstæðisflokksins enn meiri en hingað til við næsta kjör til Alþingis. Furðulegar fréttir Eftir Þorstein Halldórsson Höfundur er formaður Sjálfstæðis- félagsins Baldurs í Kópavogi. „Davíð Oddsson er ekki í stjórn- málum til þess að skara eld að eigin köku ...“ Á BLAÐAMANNAFUNDI sem Orkuveita Reykjavíkur hélt þann 18. febrúar 2003 var upplýst að fyrirtækið hefur lagt til að fram- kvæmdum fyrir um 1200 til 1700 milljónir króna verði flýtt þannig að meginþungi þeirra verði á ár- unum 2003 og 2004 í stað 2005 og 2006. Um er að ræða undirbúning að stækkun varmavers á Nesja- völlum, ýmis verkefni í dreifikerfi, vatnsbólum og borholum, lagningu ljósleiðaranets til Akraness og gróðursetningar- og frágangsverk- efni. Einnig kom fram að mörg störf sem af þessu skapast verði ætluð ungmennum og skólafólki m.a. á Akranesi. Það sem er merkilegt við þessa tillögu er að fyrirhugað er að flýta útbreiðslu á ljósleiðaraneti Orku- veitunnar til Akraness, en það er framkvæmd upp á um 50 milljónir króna. Þarna sannast enn einu sinni hve góð ákvörðun það var fyrir íbúa Akraness að Akranes- veita var sameinuð Orkuveitu Reykjavíkur, en það hefur meðal annars leitt til þess að orkuverð hefur lækkað um allt að 30% í bæjarfélaginu. Vegna ákvörðunar stjórnar Orkuveitunnar um að flýta fyrrgreindum verkefnum samþykkti atvinnumálanefnd Akraness eftirfarandi bókun þann 19. febrúar 2003: „Atvinnumálanefnd Akranes- kaupstaðar fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að flýta framkvæmdum við lagningu ljósleiðaranets til Akraness. Slík framför á tæknisviðinu mun vafa- laust hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á fyrirtæki og stofnanir á Akranesi og stuðla að nýsköpun og bættum rekstrarskilyrðum at- vinnulífsins á staðnum. Einnig fagnar nefndin auknum útgjöldum til verkefna er tengjast gróður- setningu og frágangsverkefnum á starfssvæði Orkuveitunnar.“ Þetta er stórfrétt fyrir alla sem búa á Akranesi því þessi fram- kvæmd mun hafa mikil áhrif á möguleika íbúa bæjarfélagsins til að tengjast upplýsingaveitum og verða mikilvæg fyrir fyrirtæki sem eru á Akranesi eða vilja flytja þangað. Möguleikar munu opnast til að koma á fullkomnu fjarskipta- kerfi sem verður stafrænt með möguleikum á myndlyklum fyrir sjónvarp auk mjög öflugra tölvu- tenginga, útvarps og talsíma. Gert er ráð fyrir að á næstu ár- um muni allt að 80% heimila í landinu tengjast ljósleiðara og nú þegar er gert er ráð fyrir að ljós- leiðari sé lagður inn í öll ný hverfi ásamt hverfum þar sem lagnir eru endurnýjaðar. Sveitarstjórnar- menn eiga ekki að sitja hjá í um- ræðum um framfaramál eins og hér er á ferðinni. Í málefnasamn- ing núverandi meirihluta bæjar- stjórnar Akraness segir meðal annars: „Stuðlað verði að því í samvinnu við þau þjónustufyrirtæki sem við á að breiðbandsvæða öll fyrirtæki og heimili á Akranesi.“ Af þessu má sjá að meirihlutinn í bæjarstjórn Akranes hefur skýra framtíðarsýn og beitir áhrifum sín- um m.a. í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til þess að hrinda henni í framkvæmd. Upplýsinga- hraðbrautin til Akraness Eftir Magnús Guðmundsson Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akranesi. „Sveitar- stjórnar- menn eiga ekki að sitja hjá í um- ræðum um framfaramál eins og hér er á ferðinni.“ ÞEGAR þú ert þreyttur, vonlaus, einmana eða dapur, horfðu þá í aug- un á frelsaranum þínum Jesú Kristi. Þegar þér finnst þú yfirgefinn, beitt- ur órétti, niðurlægður eða auðmýkt- ur, þá er svo gott að mega horfa í augun á Jesú. Hann stendur með þér því að hann ber raunverulega um- hyggju fyrir þér. Hann var sjálfur yfirgefinn, niðurlægður og auðmýkt- ur og það saklaus. Hann veit því og skilur allra best hvernig þér líður. Hann skilur tilfinningar þínar af því að hann þekkir þær. Hann finnur raunverulega til með þér. Að vera elskaður út af lífinu Eftir því sem þú horfir lengur og dýpra í augun á Jesú munt þú finna að þú ert elskaður. Þú munt finna að þú ert elskaður falslausri, raunveru- legri elsku. Þú munt finna að þú ert elskaður út af lífinu. Elskaður af sjálfu lífinu. Hann dæmir þig ekki Hann vill fyrirgefa þér allar þínar misgjörðir, hverja synd. Hann vill reisa þig upp úr djúpinu og hjálpa þér að horfa framan í dagana. Hann vill að þú lærir að fyrirgefa sjálfum þér og sættast við sjálfan þig. Hann kom til að frelsa þig, ekki til að dæma þig. Hann elskar þig dýpri, raunverulegri og innihaldsríkari elsku en mannshugurinn nær að skynja eða meðtaka. Hann elskar þig út af lífinu. Hann sem er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið sjálft. Þú ert því elskaður af sjálfu lífinu. Þetta er skrítið, finnst þér það ekki? En þetta er bara svona, og það er frábært. Og það besta er það, að við þurfum ekkert að skilja. Bara að hvíla í þessum dásamlegu orðum frelsarans og fyrirheitum. Fyrirgefðu sjálfum þér Jesús vill að þú elskir og virðir sjálfan þig og fyrirgefir sjálfum þér. Aðeins þannig getur þú elskað, virt og fyrirgefið öðrum. Horfðu því í augun á Jesú. Eftir því sem þú horfir lengur og dýpra í augun á honum munt þú smám sam- an finna, læra, skynja og meðtaka að þú ert elskaður óendanlega djúpri og raunverulegri elsku. Elskaður út af lífinu. Elskaður af sjálfu lífinu. Hvíldu í honum. Komdu með áhyggj- ur þínar til hans. Hann þekkir þig. Hann skilur þig. Hann finnur til með þér. Í hans augum ert þú óendanlega dýrmætur. Hann vill og getur létt af þér byrðunum því að hann býðst til að bera þær með þér. Treystu hon- um fyrir öllum þínum málum. Hann veit og skilur. Og taktu nú eftir. Hann dæmir þig ekki. Elska hans er flekklaus, náð hans og kærleikur al- gjör. Hann sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrð- ar og ég mun veita yður hvíld.“ Og hann hét því að vera með þér allar stundir, alla þína daga, allt til enda veraldar. Horfðu í augun á Jesú Eftir Sigurbjörn Þorkelsson „Elska hans er flekklaus, náð hans og kærleikur algjör.“ Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.