Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 45

Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 45 Hallgrímskirkja. Eldri borgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður. Góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Digraneskirkja. Laugardagur: Stefnumót- un kirkjunnar. Sóknarbörn Digraneskirkju geta tekið þátt í stefnumótun þjóðkirkj- unnar með þátttöku sinni. Unnið er í hóp- um og allir geta lagt sitt lóð á vogarskál- arnar. Stefnumótavinnan fer fram kl. 10–16. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15. LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu. Keflavíkurkirkja. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Samkirkjuleg bænastund í Kefla- víkurkirkju kl. 20. Þema: Frá sólarupprás á eyjunum í Kyrra- hafi þar til dagurinn sem Guð gaf okkur er að kvöldi kominn á ísiþöktum ströndum Alaska. Sr. Jóna Þorvarðardóttir talar. All- ar konur velkomnar Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13 Litlir lærisveinar, æfing hjá eldri hóp. Kirkjudagur kvenna kl. 18. Bænaganga hefst við Ráðhúsið í umsjón Aglow-kvenna. Hún endar með helgistund í Landakirkju kl. 20. Föstudag 7. mars til sunnudags 9. mars er heimsókn Æsku- lýðsfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Æskulýðsstarf 16–20 ára unglinga. Leið- togar og unglingar úr æskulýðsstarfi Landakirkju munu eiga kvöldvöku með hópnum. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Akureyrarkirkja. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Kl. 20.30 sameinast konur úr öll- um kristnum söfnuðum á Akureyri um að halda daginn hátíðlegan. Allir velkomnir. Léttar veitingar í safnaðarheimili að lok- inni helgistund. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur kl. 10–18 í dag. Alþjóðlegur bænadagur kvenna kl. 20.30. Allar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan, Akureyri. kl. 21 ung- lingasamkoma. Hveragerðiskirkja. Kl. 20 bænastund í Hveragerðiskirkju á alþjóðlegum bæna- degi kvenna. Konur í þorpinu taka virkan þátt í stundinni. Fríkirkjan Kefas. Kl. 19.30 er 11–13 ára starf. Allir 11–13 ára velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi. Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Einar Valgeir Arason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Biblíu- rannsókn og bænastund á fimmtud. kl. 20. Safnaðarheimili Aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Biblíurannsókn og bænastund á föstud. kl. 20. Safnaðarheimili Aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10, guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Sigríður Kristjánsdóttir. Biblíurannsókn og bæna- stund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvi- kud. kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðsþjón- usta kl. 10.30. ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur föstudaginn 7. mars nk. um all- an heim. Hann var fyrst hald- inn árið 1887. Árið 1936 tóku konur í 50 löndum þátt í bænadeginum en árið 1972 voru þátttökulöndin orðin 150 talsins. Á Akureyri standa að bæna- deginum konur úr Aðventkirkj- unni, Akureyrarkirkju, Gler- árkirkju, Hjálpræðishernum, Hvítasunnukirkjunni, Kaþólska söfnuðinum, KFUK og Kristni- boðsfélagi kvenna. Alþjóðlegi bænadagurinn er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í Ak- ureyrarkirkju og hefst kl. 20.30. Áherslan er á bæn og lofgjörðarsöng. Léttar veit- ingar verða í boði í Safn- aðarheimili að helgistundinni lokinni. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Safnaðarstarf Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna fyrir friði og jafn- rétti verður opinn fundur á morg- un, laugardaginn 8. mars, kl.14 í sal Miðbæjarskólans, Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík. Erindi halda: Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, mannfræðingur og fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty International, og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Íslands. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló og Ingi- björg Haraldsdóttir les úr verkum sínum. Fundarstjóri er Elna Katrín Jónsdóttir. Bríet á baráttudegi. Í tilefni af al- þjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, laugardaginn 8. mars, mun ungfeministafélagið Bríet standa fyrir skemmtun á veit- ingastaðnum 22, kl. 20–24. Þemað verður „Vantar fleiri konur á þing eða fleiri feminista?“ Erindi halda: Herdís Þorgeirsdóttir þjóðrétt- arfræðingur og Svanfríður Jón- asdóttir alþingiskona og Hugrún Hjaltadóttir flytur erindi fyrir hönd Bríetar. Rokkslæðan tekur nokkur lög og plötusnældan (plötu- snúðurinn) Kvennarokk sér um tónlistina. Aðgangur er ókeypis. Formlegur stofnfundur Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík verður haldinn á morg- un, laugardaginn 8. mars, kl. 13.30 í Háskóla Reykjavíkur. Erindi halda: Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, for- maður Lögréttu. Islam og Íslendingar; samskipti – skilningur er yfirskrift opins málþings sem AFS á Íslandi heldur laugardaginn 8. mars kl. 14.30–17, í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, Reykjavík. Lára V. Júlíusdóttir, formaður AFS á Íslandi, setur þingið. Frummælendur eru Þór- hallur Heimisson, Irid Agoes frá ÁFS í Indónesíu og Salmann Ta- mimi, formaður félags múslima á Íslandi. Elín Eiríksdóttir stýrir pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Petrína Ásgeirsdóttir. Að mál- þingi loknu verða veitingar í boði að arabískum hætti. Arabískir dag- ar verða haldnir í Alþjóðahúsinu 7.–9. mars þar sem arabískur mat- ur og menning verða kynnt. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur fyr- ir uppákomu sem kallast 1.000 bíla ferð. Tilefnið er 20 ára afmæli klúbbsins og ætlað til að minna á félagið og starfsemi þess. 15 mis- munandi ferðir eru í boði frá ýms- um stöðum í höfuðborginni, þar á meðal Heklu, B & L, Bílabúð Benna, Ingvari Helgasyni og Kringlunni. Allar nánari upplýs- ingar eru í Setrinu, félagsriti klúbbsins, sem hægt er að nálgast á næstu Shell stöð á höfuðborg- arsvæðinu. Rósasýning í Garðheimum laug- ardaginn 8. og sunnudaginn 9. mars. Rósaræktendur munu sýna úrval af framleiðslu sinni. Þá verða einnig sýnd ný rósaafbrigði sem verða á markaðnum á næsta ári og fólki gefinn kostur á að velja þau afbrigði sem þykja fallegust. Lomberdagur verður á Skriðu- klaustri á morgun, laugardaginn 8. mars, og hefst kl. 14. Byrjendur jafnt sem þrautreyndir spilamenn eru boðnir velkomnir. Þátttöku- gjald er kr. 3.300 en innifalið í því eru kaffiveitingar og kvöldverður. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Gunnarsstofnunar, www.skriduklaustur.is. Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið verður á morgun, laug- ardaginn 8. mars, kl. 14. Frið- arsinnar munu safnast saman til að minna á andstöðu sína á yfirvofandi stríðsrekstri Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Flutt verður stutt ávarp, Birgitta Jónsdóttir skáld mun lesa ljóð og trumbuslag- arasveitin „Ekkert blóð fyrir olíu“ leikur. Kaffi og kakó verður á boð- stólum. Íslandsmót barnaskóla í skák Ís- landsmót barnaskóla hefst á morg- un, laugardaginn 8. mars, kl. 13, í skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Mótinu lýkur sunnudaginn 9. mars og hefst taflið þá einnig klukkan 13. Mótið er sveitakeppni og er teflt á fjórum borðum. Hver skóli skip- aður nemendum 1.–7. bekkjar á rétt á að senda eina eða fleiri sveit- ir til leiks. Sigursveitin hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskóla sem fram fer í sept- ember nk. Einnig eru veitt verð- laun fyrir þrjú efstu sætin auk bókaverðlauna. Þátttöku er hægt að tilkynna í netfangið siks- @simnet.is eða á skákstað frá kl. 12.30 á laugardaginn. Á MORGUN Aðstandendur sósíalíska frétta- blaðsins Militant halda málfund í dag, föstudaginn 7. mars, kl. 17.30 í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðu- stíg 6b. Efni fundarins er Rétt- indabarátta kvenna í dag. Í DAG Kvennakaffi Samfylkingarinnar Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi boðar til kvennafundar í Garðabæ í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna laugardaginn 8. mars kl. 14– 16, í Stjörnuheimilinu við Ásgarð. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöf- undur flytur hugleiðingu um stöðu kvenna, Kvennakór Garðabæjar syngur nokkur lög. Rannveig Guð- mundsdóttir, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Katrín Júlíusdóttir taka á móti gestum. Kaffi og meðlæti á boðstólum. STJÓRNMÁL FRUMSÝND verður 7. kynslóðin af Honda Accord hjá Bernhard ehf. Vatnagörðum 24–26 í Reykjavík, helgina 8.–9. mars. Á morgun, laug- ardag, er opið kl. 10–16 en sunnu- daginn 9. mars kl. 12–16. Accord er endurhannaður frá grunni. Áhersla er lögð á öryggis- mál og er Accord meðal annars með 6 loftpúða sem staðalbúnað. „Vélarnar eru kraftmiklar en samt mjög sparneytnar og uppfylla alla mengunarstaðla Evrópusambands- ins 2005. Í boði eru tvær vél- arstærðir, 2.0i VTEC 155 hestöfl og 2.4i VTEC 190 hestöfl. Verð Honda Accord er frá kr. 2.140.000,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Nýr Honda Accord sýndur um helgina Sýningarskrá er til Í myndlistargagnrýni um sýn- inguna Handritin í Þjóðmenningar- húsinu er ranglega sagt að engin sýningarskrá fylgi sýningunni. Fyrir mistök var gagnrýnanda ekki greint frá veglegri 200 blaðsíðna litprent- aðri skrá sem gefin var út í tengslum við handritasýninguna og seld er í anddyri Þjóðmenningarhúss. Leið- réttist þetta hér með um leið og beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangt nafn Í Velvakanda 6. mars birtist pistill um systurnar í Klaustrinu og var rangt nafn undir pistlinum. Höfund- ur pistilsins er Hafliði Helgason og er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.