Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 45 Hallgrímskirkja. Eldri borgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður. Góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Digraneskirkja. Laugardagur: Stefnumót- un kirkjunnar. Sóknarbörn Digraneskirkju geta tekið þátt í stefnumótun þjóðkirkj- unnar með þátttöku sinni. Unnið er í hóp- um og allir geta lagt sitt lóð á vogarskál- arnar. Stefnumótavinnan fer fram kl. 10–16. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15. LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu. Keflavíkurkirkja. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Samkirkjuleg bænastund í Kefla- víkurkirkju kl. 20. Þema: Frá sólarupprás á eyjunum í Kyrra- hafi þar til dagurinn sem Guð gaf okkur er að kvöldi kominn á ísiþöktum ströndum Alaska. Sr. Jóna Þorvarðardóttir talar. All- ar konur velkomnar Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13 Litlir lærisveinar, æfing hjá eldri hóp. Kirkjudagur kvenna kl. 18. Bænaganga hefst við Ráðhúsið í umsjón Aglow-kvenna. Hún endar með helgistund í Landakirkju kl. 20. Föstudag 7. mars til sunnudags 9. mars er heimsókn Æsku- lýðsfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Æskulýðsstarf 16–20 ára unglinga. Leið- togar og unglingar úr æskulýðsstarfi Landakirkju munu eiga kvöldvöku með hópnum. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Akureyrarkirkja. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Kl. 20.30 sameinast konur úr öll- um kristnum söfnuðum á Akureyri um að halda daginn hátíðlegan. Allir velkomnir. Léttar veitingar í safnaðarheimili að lok- inni helgistund. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur kl. 10–18 í dag. Alþjóðlegur bænadagur kvenna kl. 20.30. Allar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan, Akureyri. kl. 21 ung- lingasamkoma. Hveragerðiskirkja. Kl. 20 bænastund í Hveragerðiskirkju á alþjóðlegum bæna- degi kvenna. Konur í þorpinu taka virkan þátt í stundinni. Fríkirkjan Kefas. Kl. 19.30 er 11–13 ára starf. Allir 11–13 ára velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi. Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Einar Valgeir Arason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Biblíu- rannsókn og bænastund á fimmtud. kl. 20. Safnaðarheimili Aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Biblíurannsókn og bænastund á föstud. kl. 20. Safnaðarheimili Aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10, guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Sigríður Kristjánsdóttir. Biblíurannsókn og bæna- stund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvi- kud. kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðsþjón- usta kl. 10.30. ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur föstudaginn 7. mars nk. um all- an heim. Hann var fyrst hald- inn árið 1887. Árið 1936 tóku konur í 50 löndum þátt í bænadeginum en árið 1972 voru þátttökulöndin orðin 150 talsins. Á Akureyri standa að bæna- deginum konur úr Aðventkirkj- unni, Akureyrarkirkju, Gler- árkirkju, Hjálpræðishernum, Hvítasunnukirkjunni, Kaþólska söfnuðinum, KFUK og Kristni- boðsfélagi kvenna. Alþjóðlegi bænadagurinn er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í Ak- ureyrarkirkju og hefst kl. 20.30. Áherslan er á bæn og lofgjörðarsöng. Léttar veit- ingar verða í boði í Safn- aðarheimili að helgistundinni lokinni. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Safnaðarstarf Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna fyrir friði og jafn- rétti verður opinn fundur á morg- un, laugardaginn 8. mars, kl.14 í sal Miðbæjarskólans, Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík. Erindi halda: Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, mannfræðingur og fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty International, og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Íslands. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló og Ingi- björg Haraldsdóttir les úr verkum sínum. Fundarstjóri er Elna Katrín Jónsdóttir. Bríet á baráttudegi. Í tilefni af al- þjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, laugardaginn 8. mars, mun ungfeministafélagið Bríet standa fyrir skemmtun á veit- ingastaðnum 22, kl. 20–24. Þemað verður „Vantar fleiri konur á þing eða fleiri feminista?“ Erindi halda: Herdís Þorgeirsdóttir þjóðrétt- arfræðingur og Svanfríður Jón- asdóttir alþingiskona og Hugrún Hjaltadóttir flytur erindi fyrir hönd Bríetar. Rokkslæðan tekur nokkur lög og plötusnældan (plötu- snúðurinn) Kvennarokk sér um tónlistina. Aðgangur er ókeypis. Formlegur stofnfundur Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík verður haldinn á morg- un, laugardaginn 8. mars, kl. 13.30 í Háskóla Reykjavíkur. Erindi halda: Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, for- maður Lögréttu. Islam og Íslendingar; samskipti – skilningur er yfirskrift opins málþings sem AFS á Íslandi heldur laugardaginn 8. mars kl. 14.30–17, í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, Reykjavík. Lára V. Júlíusdóttir, formaður AFS á Íslandi, setur þingið. Frummælendur eru Þór- hallur Heimisson, Irid Agoes frá ÁFS í Indónesíu og Salmann Ta- mimi, formaður félags múslima á Íslandi. Elín Eiríksdóttir stýrir pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Petrína Ásgeirsdóttir. Að mál- þingi loknu verða veitingar í boði að arabískum hætti. Arabískir dag- ar verða haldnir í Alþjóðahúsinu 7.–9. mars þar sem arabískur mat- ur og menning verða kynnt. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur fyr- ir uppákomu sem kallast 1.000 bíla ferð. Tilefnið er 20 ára afmæli klúbbsins og ætlað til að minna á félagið og starfsemi þess. 15 mis- munandi ferðir eru í boði frá ýms- um stöðum í höfuðborginni, þar á meðal Heklu, B & L, Bílabúð Benna, Ingvari Helgasyni og Kringlunni. Allar nánari upplýs- ingar eru í Setrinu, félagsriti klúbbsins, sem hægt er að nálgast á næstu Shell stöð á höfuðborg- arsvæðinu. Rósasýning í Garðheimum laug- ardaginn 8. og sunnudaginn 9. mars. Rósaræktendur munu sýna úrval af framleiðslu sinni. Þá verða einnig sýnd ný rósaafbrigði sem verða á markaðnum á næsta ári og fólki gefinn kostur á að velja þau afbrigði sem þykja fallegust. Lomberdagur verður á Skriðu- klaustri á morgun, laugardaginn 8. mars, og hefst kl. 14. Byrjendur jafnt sem þrautreyndir spilamenn eru boðnir velkomnir. Þátttöku- gjald er kr. 3.300 en innifalið í því eru kaffiveitingar og kvöldverður. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Gunnarsstofnunar, www.skriduklaustur.is. Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið verður á morgun, laug- ardaginn 8. mars, kl. 14. Frið- arsinnar munu safnast saman til að minna á andstöðu sína á yfirvofandi stríðsrekstri Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Flutt verður stutt ávarp, Birgitta Jónsdóttir skáld mun lesa ljóð og trumbuslag- arasveitin „Ekkert blóð fyrir olíu“ leikur. Kaffi og kakó verður á boð- stólum. Íslandsmót barnaskóla í skák Ís- landsmót barnaskóla hefst á morg- un, laugardaginn 8. mars, kl. 13, í skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Mótinu lýkur sunnudaginn 9. mars og hefst taflið þá einnig klukkan 13. Mótið er sveitakeppni og er teflt á fjórum borðum. Hver skóli skip- aður nemendum 1.–7. bekkjar á rétt á að senda eina eða fleiri sveit- ir til leiks. Sigursveitin hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskóla sem fram fer í sept- ember nk. Einnig eru veitt verð- laun fyrir þrjú efstu sætin auk bókaverðlauna. Þátttöku er hægt að tilkynna í netfangið siks- @simnet.is eða á skákstað frá kl. 12.30 á laugardaginn. Á MORGUN Aðstandendur sósíalíska frétta- blaðsins Militant halda málfund í dag, föstudaginn 7. mars, kl. 17.30 í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðu- stíg 6b. Efni fundarins er Rétt- indabarátta kvenna í dag. Í DAG Kvennakaffi Samfylkingarinnar Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi boðar til kvennafundar í Garðabæ í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna laugardaginn 8. mars kl. 14– 16, í Stjörnuheimilinu við Ásgarð. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöf- undur flytur hugleiðingu um stöðu kvenna, Kvennakór Garðabæjar syngur nokkur lög. Rannveig Guð- mundsdóttir, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Katrín Júlíusdóttir taka á móti gestum. Kaffi og meðlæti á boðstólum. STJÓRNMÁL FRUMSÝND verður 7. kynslóðin af Honda Accord hjá Bernhard ehf. Vatnagörðum 24–26 í Reykjavík, helgina 8.–9. mars. Á morgun, laug- ardag, er opið kl. 10–16 en sunnu- daginn 9. mars kl. 12–16. Accord er endurhannaður frá grunni. Áhersla er lögð á öryggis- mál og er Accord meðal annars með 6 loftpúða sem staðalbúnað. „Vélarnar eru kraftmiklar en samt mjög sparneytnar og uppfylla alla mengunarstaðla Evrópusambands- ins 2005. Í boði eru tvær vél- arstærðir, 2.0i VTEC 155 hestöfl og 2.4i VTEC 190 hestöfl. Verð Honda Accord er frá kr. 2.140.000,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Nýr Honda Accord sýndur um helgina Sýningarskrá er til Í myndlistargagnrýni um sýn- inguna Handritin í Þjóðmenningar- húsinu er ranglega sagt að engin sýningarskrá fylgi sýningunni. Fyrir mistök var gagnrýnanda ekki greint frá veglegri 200 blaðsíðna litprent- aðri skrá sem gefin var út í tengslum við handritasýninguna og seld er í anddyri Þjóðmenningarhúss. Leið- réttist þetta hér með um leið og beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangt nafn Í Velvakanda 6. mars birtist pistill um systurnar í Klaustrinu og var rangt nafn undir pistlinum. Höfund- ur pistilsins er Hafliði Helgason og er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.