Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 47 RAFVÉLA VERKSTÆÐI Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 EDDUSKÁKMÓTINU, sem haldið var til minningar um Guðmund J. Guðmundsson, lauk með sigri ofur- stórmeistarans Michael Gurevich (2.634) eftir spennandi keppni í loka- umferðunum. Hann hlaut 8 vinninga í 9 skákum, en tefldar voru atskákir. Bestum árangri íslensku skákmann- anna náðu þeir Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.569), Helgi Ólafsson (2.475) og Sigurbjörn J. Björnsson (2.267). Þeir höfnuðu í 13.–21. sæti með sex vinninga. Sigurbjörn hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestan árangur skák- manna með minna en 2.400 skákstig, en hann sigraði franska stórmeistar- ann Igor Nataf (2.545) í lokaumferð- inni. Fyrir lokadag mótsins var Jó- hann Hjartarson í 4.–9. sæti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Skák- áhugamenn, sem fjölmenntu í Borg- arleikhúsið, fylgdust því spenntir með honum í næstsíðustu umferð þegar hann mætti Michael Adams (2.734), sjötta sterkasta skákmanni heims. Skákin virtist stefna í jafntefli í hróksendatafli, en eftir góða tafl- mennsku Jóhanns lék hann óná- kvæmum leik sem kostaði hann skák- ina. Þar með hvarf vonin um að sjá Íslending í efstu sætum mótsins. Lokastaða efstu manna: 1. Michail Gurevich 8 v. 2.–3. Ivan Sokolov, Emil Sutovsky 7 v. 4.–12. Joel Lautier, Alexei Shirov, Michael Adams, Loek Van Wely, Predrag Nikolic, Jaan Ehlvest, Eti- enne Bacrot, Victor Bologan, Jan Votava 6½ v. 13.–21. Bartlomiej Macieja, Vesel- in Topalov, Luke McShane, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Michal Krasenkow, Nick De Firmian, Sigurbjörn Björnsson, Tomas Oral 6 v. 22.–29. Pavel Tregubov, Jóhann Hjartarson, Þröstur Þórhallsson, Henrik Danielsen, Harriet Hunt, Regina Pokorna, Páll Þórarinsson, Jón Viktor Gunnarsson 5½ v. 30.–45. Stefán Kristjánsson, Tóm- as Björnsson, Magnús Úlfarsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinns- son, Sigurður Páll Steindórsson, Sig- urður Daði Sigfússon, Ingvar Ás- mundsson, Guðmundur Gíslason, Viktorija Cmilyte, Bergsteinn Ein- arsson, Igor Nataf, Nikolay Vlassov, Jón Garðar Viðarsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Nataliya Andreeva 5 v. 46.–56. Helgi Áss Grétarsson, Benedikt Jónasson, Kristján Eð- varðsson, Snorri Bergsson, Bragi Halldórsson, Guðlaug Þorsteinsdótt- ir, Magnús Pálmi Örnólfsson, Björn Freyr Björnsson, Sverrir Örn Björnsson, Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, Lárus Knútsson 4½ v. o.s.frv. Þátttakendur á mótinu voru 102. Mótið var skipulagt af Skákfélaginu Hróknum. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu og hinir erlendu stórmeistar- ar áttu oft í vök að verjast gegn tit- illausum Íslendingum sem fengu kærkomið tækifæri til að etja kappi við suma af frægustu skákmeisturum heims. Eitt af því sem stendur upp úr er þó tvímælalaust sigur Helga Ólafs- sonar gegn fjórða sterkasta skák- manni heims, Veselin Topalov (2.743). Það er fljótlegt að telja upp þá sem teljast sterkari en hann: Garry Kasp- arov (2.847), Vladimir Kramnik (2.809) og Viswanathan Anand (2.753). Það er því ljóst að það er ekki lítið afrek að sigra Topalov og Helgi gerði það á sannfærandi hátt. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Veselin Topalov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. dxc5 Dxc5 7. Ra3 a6 8. Be3 Dc7 Eftir 8...Dd5 9.Be2 Dxd1+ 10.Hxd1 Rbd7 11.Rc4 e6 12.h3 Bh5 13.Bf4 b5 14.Rd6+ Bxd6 15.Bxd6 Re4 16.Ba3 Rdc5 17.g4 Bg6 18.Re5 Hc8 19.f3 Rg3 20.Hh2 náði Helgi mun betra tafli í 1. einvígisskákinni við Hannes Hlífar Stefánsson um Ís- landsmeistaratitilinn í atskák 2003. 9. Da4+ Bd7!? Nýjung. Venjulega er leikið 9. – Rbd7 (9. – Rc6 10. 0-0-0 e6 11. Rb5 Db8 12. Rbd4 Dc8 13. Rxc6 Dxc6 14. Dxc6+ bxc6), t.d. 10. Bf4 Dc8 11. Re5 e6 12. Rxg4 Rxg4 13. Bg3 Rgf6 14. Rb1 Be7 15. Rd2 0-0 16. Be2 b5 17. Dc2 b4 18. c4 Rc5 19. 0-0 Hd8 20. Hfd1, jafntefli (Potkin-Bu Xiangzhi, Goa 2002). 10. Rb5 Dc8 11. Re5 Rd5 12. 0-0-0 Rxe3?! Ekki er annað að sjá en að svartur haldi sínu eftir 12. – e6, t.d. 13. Hxd5 exd5 14. Bb6 Bxb5 15. Bxb5+ axb5 16. Dxa8 Bd6 17. Rf3 0-0 o.s.frv. 13. fxe3 Rc6 14. Rxd7 axb5 15. Db3 Dc7 16. Bxb5 e6 17. Hd3 Bd6 18. Hhd1 Bxh2 19. a4 h5 20. Kb1 h4 21. Dc4! Áætlun Helga er einföld og áhrifa- rík. Við hótuninni 21. Dc5, ásamt 22. Rb6 er lítið að gera fyrir svart. 21. – 0-0-0 22. Dc5 g6 23. Bxc6 Dxc6 Eða 23. – bxc6 24. Rb6+ Kb8 25. Hd7 Hxd7 26. Hxd7 Bd6 27. Hxd6 Hh5 28. Db4 c5 29. Db5 Dxd6 30. Rc4+ Kc7 31. Rxd6 og hvítur vinnur. 24. Rb6+ Kc7 25. De7+ Kxb6 26. Hxd8 De4+ 27. H1d3 Be5 28. Kc1 h3 29. a5+ Kb5 Eftir 29. – Ka6 30. Hxh8 hxg2 31. Ha8+ Kb5 32. Dd7+ Dc6 33. Dxc6+ bxc6 34. Hd1 Bh2 35. Kd2 g1D 36. Hxg1 Bxg1 37. b4 vinnur hvítur enda- taflið með skiptamun yfir. 30. Dd7+ Hvítur getur einnig unnið skákina með 30. H8d5+! exd5 (30. – Dxd5 31. Hxd5+ exd5 32. Dxb7+ Kc5 33. Db6+ Kc4 34. Kc2 d4 35. Dc6+ mát) 31. Dxb7+ Kxa5 32. Hxd5+ Dxd5 33. Dxd5+ Ka6 34. Dxe5 hxg2 35. Df6+ Kb5 36. Dg5+ Kb6 37. Dxg2 o.s.frv. 30. – Kxa5 31. Hxh8 hxg2 32. Ha8+ Kb6 33. Dd8+ Bc7 34. Hd6+ Kb5 35. Dd7+ Dc6 36. Hxc6 g1D+ 37. Kc2 Dg2+ 38. Kb3 Dxc6 39. c4+ Kb6 40. Dxf7 Dd6 Eða 40. – De4 41. Ha4 Dxe3+ 42. Ka2 og hvítur á vinningsstöðu. 41. Dxg6 De5 42. Dd3 Kc6 43. He8 Bd6 44. Dd4 Df5 45. Hd8 Bc5 Eftir 45. – De5 46. Hxd6+ Dxd6 47. Dxd6+ Kxd6 48. Kc3 Ke5 49. Kd3 á hvítur auðunnið peðsendatafl. 46. Dd7+ Kb6 47. Db5+ og svartur gafst upp, því að hann verður mát: 47. – Ka7 (47. – Kc7 48. Hd7+ Kb8 49. Dxb7+) 48. Da5+. Helgi átti einungis eftir 38 sekúnd- ur á klukkunni þegar Topalov gafst upp! Kvennamót VISA hafið Tvö mót hófust í Saltfisksetrinu á miðvikudagskvöld, en það eru Tafl- félag Garðabæjar og Skákfélags Grindavíkur sem standa fyrir mótun- um. Fyrst ber að telja fyrsta alþjóð- lega kvennamótið, VISA-mótið, með þátttöku Íslands, Noregs og Evrópu- meistara Frakka. Þá hófst á sama tíma Skákmót Þorbjarnar-Fiskaness með þátttöku sömu liða og sameig- inlegs liðs Taflfélags Garðabæjar (TG) og Skákfélags Grindavíkur (SG). Úrslit einstakra viðureigna í fyrstu umferð VISA mótsins: Ísland - Frakkland Guðlaug Þorsteinsdóttir - Karelle Bolon 1-0 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Caroline Cochet ½-½ Anna Björg Þorgrímsdóttir - Mat- hilde Choisy 0-1 Áslaug Kristinsdóttir - Valerie Maupin 0-1 Hörkubarátta var á öllum borðum, en franska liðið er mjög jafnt og má segja að það hafi ráðið úrslitum. Lilja náði jafntefli eftir mikla baráttu gegn Evrópumeisturunum. Guðlaug vann í spennandi skák. Anna Björg lenti í vandræðum í byrjun tafls og tapaði. Mikil barátta einkenndi skák Áslaug- ar, en hin efnilega Valerie vann að lokum. Í fyrstu umferð skákmóts Þor- bjarnar-Fiskaness sigraði TG/SG Noreg 2½-1½: Sylvia Johnsen - Björn Jónsson ½-½ Torill Hagesæther - Skúli H. Sig- urðarson 0-1 Anita Hersvik - Leifur I. Vilmund- arson 0-1 Gro Ferkingstad - Samuel Her- mannsson 1-0 TG/SG slapp fyrir horn, því Norð- menn voru með unnið á fyrsta borði, en góð barátta Björns Jónssonar skil- aði dýrmætum sigri. Skúli tefldi vel og vann örugglega sem og Gro á 4 borði. Skák Leifs og Anitu var mjög skemmtileg, en útsjónarsemi Leifs skilaði vinningi og þar með sigri í við- ureigninni. Kramnik efstur í Linares Vladimir Kramnik er efstur á stór- meistaramótinu í Linares eftir 10 um- ferðir, en öllum skákum níundu og tí- undu umferðar lauk með jafntefli. Staðan á mótinu er þessi: 1. Kramnik 5½ v. af 9 2. Leko v. 5 v. af 8 3. Kasparov 5 v. af 9 4. Anand 4½ v. af 8 5.–6. Radjabov og Ponomariov 3½ v. af 9 7. Vallejo Pons 3 v. af 8 Meistaramót Hellis hefst á mánudag Meistaramót Taflfélagsins Hellis hefst 10. mars klukkan 19.30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót. Þetta er í 12. sinn sem mótið fer fram, en núverandi skákmeistari Hellis er Björn Þorfinnsson sem jafnframt hefur oftast orðið meistari félagsins eða fjórum sinnum. Mjög vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á 36 leiki og 30 mínútur (gæti breyst) til að ljúka skákinni. Mótið er öllum opið. Mótið er reiknað til al- þjóðlegra skákstiga. Teflt er á mánu- dögum, þriðjudögum og fimmtudög- um. Skráning: Heimasíða: www.hellir.is (skrán- ingarform á hægri hluta síðunnar). Tölvupóstur: hellir@hellir.is. Sími: 861 9416 (Gunnar). Skráning á mótstað fyrir 19.30 Aðalverðlaun: 1. verðlaun: 25.000. 2. verðlaun: 15.000. 3. verðlaun: 10.000. Aukaverðlaun: Skákmeistari Hellis: Chess Assiss- ant 7 (nýjasta útgáfa). Besti árangur undir 2.000 skák- stigum: Chess Assissant 7 (nýjasta útgáfa). Besti árangur undir 1.800 skák- stigum: 5.000. Besti árangur undir 1.600 skák- stigum: 5.000. Besti árangur stigalausra: Skák- klukka eða taflsett. Unglingaverðlaun: 3 efstu kepp- endurnir 15 ára og yngri fá vegleg bókaverðlaun. Stúlknaverðlaun: 3 efstu keppend- urnir 15 ára og yngri fá vegleg bóka- verðlaun. Hver keppandi hefur aðeins rétt á einum aukaverðlaunum. Stig verða látin ráða um aukaverðlaun verði skákmenn jafnir í verðlaunasætum. Þátttökugjald: Félagsmenn kr. 2.000; Aðrir 2.500. Unglingar 15 ára og yngri: Fé- lagsmenn: 1.500; Aðrir 2.000. Umferðatafla: 1. 10. mars, kl. 19.30. 2. 13. mars, kl. 19.30. 3. 17. mars, kl. 19.30. 4. 18. mars, kl. 19.30. 5. 20. mars, kl. 19.30. 6. 24. mars, kl. 19.30. 7. 27. mars, kl. 19.30. SKÁK Borgarleikhúsið EDDUSKÁKMÓTIÐ 3.–5. mars 2003 Gurevich sigraði á Edduskákmótinu Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Nýliðabrids á föstudögum Síðasta föstudag mættu 9 pör og spiluðu 18 spila Monrad barómeter. Úrslit urðu þessi: Þórir Jóhannsson – Eiríkur Eiðsson 92 Jóhannes Jónsson – Jón Jóhannsson 81 Kristján Nielsen – Sigurbjörn Haralds. 78 Ásta Jónsdóttir – Halldóra Ólafsdóttir 76 Næsta spilakvöld hjá nýliðunum verður föstudaginn 7. mars kl. 20. Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í bridds eru velkomnir. Umsjónar- maður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spila- félaga fyrir þá sem mæta stakir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.