Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 49

Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 49
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 49 STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð sjálfstæð, látið ekki ráðskast með ykkur og dragið oft viðteknar venjur í efa. Þið njótið samt vinsælda vegna persónutöfra. Árið framundan er ár íhugunar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er heppilegt að slappa vel af. Það er einnig gott að versla, einkum að kaupa per- sónulega hluti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hópar eiga vel við þig í dag því fólk laðast að þér. Þetta er því heppilegur dagur fyrir fundi og hópíþróttir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  í dag er gott að ræða við for- eldra, yfirmenn eða þá sem ráða. Þú ræður við allar stöð- ur sem koma upp. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta verður viðburðaríkur dagur. Þú vilt gera eitthvað óvenjulegt. Að minnsta kosti getur þú hagað þér eins og ferðamaður í heimaborg þinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er heppilegt að ræða við mikilvægt fólk eða for- eldra um sameiginlegar tekjur, eignir og verðbréf. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það gengur vel að ræða við maka eða nána vini í dag. Umræðurnar gætu snúist um stjórnmál, trúmál eða erlend ríki. Hlustaðu á aðra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki leggja það ríka áherslu á skipulag að þú fælir aðra frá þér. Þú vilt ráða en aðrir vilja einnig hafa hugarró. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er heppilegt að fara í veislur, daðra eða skemmta sér. Þú vilt vera innan um aðra. Njóttu íþrótta, kvik- mynda og lista. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þú hafir gaman af því að tala við aðra í dag þarft þú einnig að einbeita þér að fjöl- skyldunni og heimilinu. Þú veist að ef þú beitir þér geng- ur allt betur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur sterka þörf til að ræða við aðra í dag þar sem þér liggur ýmislegt á hjarta. Þú finnur einnig fyrir eirð- arleysi. Reyndu að fá útrás fyrir orkuna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag er gott að kaupa hluti fyrir heimilið eða fjölskyld- una. Kauptu eitthvað sem gerir lífið þægilegra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sólin er í fiskamerkinu og í góðu sambandi við tunglið í nautsmerkinu og því ert þú í góðu formi í dag. Samband þitt við systkini, ættingja og aðra sem þú umgengst oft er gott. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SOFÐU, UNGA ÁSTIN MÍN Sofðu, unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Jóhann Sigurjónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 7. mars er fimmtug Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður, Ránargötu 29, Reykjavík. Afmælisbarnið biður þá sem huga á að gleðja hana með kveðju á afmælisdaginn, að láta Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börn- um Laugavegi 7, Reykjavík njóta þess. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Bessastaðakirkju hinn 28. desember sl. af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Hólmfríður Bjarnadótt- ir og Martin Eineborg. Heimili þeirra er í Svíþjóð. Svipmyndir/Fríður Eggertsdóttir ÞAÐ má deila um leiðina sem NS völdu til að ferðast upp í sex hjörtu, en áfangastaðurinn óumdeild- ur, því slemman er allgóð: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 854 ♥ 7643 ♦ Á ♣ÁKG109 Suður ♠ ÁDG ♥ ÁDG2 ♦ 754 ♣D76 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 tíglar* Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Eftir 15–17 punkta grandopnun suðurs spyr norður um háliti og stekk- ur síðan í fjóra tígla við tveimur hjörtum til að sýna slemmuáhuga og stuttan tígul. Sumir segja að slíkt sé vafasamt með blankan ás, en í þessu til- felli sér suður að spilin falla vel saman og keyrir í slemmu. Útspilið er tígull. Sagn- hafi spilar hjarta úr borði í öðrum slag og austur kem- ur strax með kónginn. Er málið leyst? Næstum því en þó er ör- lítil hætta á ferðum. Ef kóngurinn er stakur, eins og líklegt má teljast er vafasamt að taka slaginn strax. Segjum að þetta sé legan: Norður ♠ 854 ♥ 7643 ♦ Á ♣ÁKG109 Vestur Austur ♠ K73 ♠ 10962 ♥ 10985 ♥ K ♦ D1062 ♦ KG983 ♣83 ♣542 Suður ♠ ÁDG ♥ ÁDG2 ♦ 754 ♣D76 Vissulega mætti trompa tígul tvisvar í blindum, en laufið nýtist ekki sem skyldi og sagnhafi neyðist til að svína í spaðanum. Örugga vinningsleiðin er að dúkka hjartakónginn. Austur spilar væntanlega spaða, sem suður tekur með ás. Trompar svo tígul, fer heim á tromp og sting- ur aftur tígul. Spilar loks laufi á drottningu, tekur tromp vesturs og síðan sjá lauf blinds um afganginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. c4 Be7 6. Rc3 Re4 7. Bd2 Bf6 8. O-O O-O 9. Hc1 d5 10. cxd5 exd5 11. Bf4 Rxc3 12. bxc3 Ra6 13. e4 dxe4 14. Rd2 g5 15. Be3 He8 16. f4 exf3 17. Bxf3 Bd5 18. Bxd5 Dxd5 19. Hxf6 Hxe3 20. Dg4 He6 21. Hf5 Dc6 22. Dxg5+ Hg6 23. Dh5 Hf8 24. Rf3 f6 25. Rh4 Hg7 26. Dh6 Rb8 27. Hh5 f5 28. Df4 De4 29. Hf1 Dxf4 30. Hxf4 Hg4 31. Hfxf5 Rd7 32. Hxf8+ Rxf8 33. Kf2 Rd7 34. Rf5 Kh8 35. Kf3 Hg8 36. Hh6 Hf8 37. g4 Rf6 38. c4 Kg8 39. Kf4 Hf7 40. g5 Re8 41. Ke5 Hd7 42. Ke6 Hf7 Staðan kom upp á ofurmótinu í Linares sem stendur nú yfir. Garry Kasparov (2847) hafði hvítt gegn Ruslan Ponomarjov (2734). 43. Hf6! Rxf6 og svartur gafst upp um leið. 44. gxf6 Kf8 45. Rh6 gætu t.d. orðið skemmtileg lok á skákinni. 3. umferð í Þor- bjarnar-Fiskaness mótinu hefst í Saltfisksetrinu í Grindavík kl. 19.30 í dag. Áhorfendur eru velkomnir. Skák Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Ég hef haft það miklu betra upp á síðkastið, læknir. Hvað heldurðu að geti verið að mér?         Bara einn eftir í viðbót! Ungbarnanudd fyrir barnið þitt Heilsusetur Þórgunnu Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653. YOGA Ný námskeið hefjast 10. mars. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar í Bolholti 4, 4. hæð v, Reykjavík. fyrir alla sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.