Morgunblaðið - 07.03.2003, Side 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 51
ÍT ferðir - fyrir þig
Sími 588 9900
Netfang: itferdir@itferdir.is
Vefsíða: www.itferdir.is
Laugard. 8. mars. kl. 13-15 í Félagshúsi Þróttar í Laugardal
Fjórar ferðir innanlands í júní/júlí (heimamenn kynna)
Gönguferðir á Spáni 7.-21. júní, 28. júní, 5. júlí
Kaffi og meðlæti í boði ÍT ferða
Tökum MasterCard og VR ferðaávísanir!
Kynningarfundur
GÖNGUFERÐIR
á Íslandi/á Spáni
ÞAÐ verða væntanlega um 500 Ís-
lendingar meðal áhorfenda á Hamp-
den Park í Glasgow laugardaginn
29. mars þegar íslenska landsliðið í
knattspyrnu mætir Skotum. Úrval-
Útsýn sér um sölu miða á völlinn og
að sögn Þóris Jónssonar er þegar
búið að selja á milli 3 og 400 miða og
ekki mikið eftir af þeim miðum sem
úthlutað var til Íslands. Hann sagði
að uppselt væri á leikinn.
Þegar menn kaupa miða á völlinn
verða þeir að gefa upp kennitölu
samkvæmt reglum frá UEFA þann-
ig að tölurnar eru nokkuð áreið-
anlegar. Fyrirtækið býður upp á
tveggja nátta ferð, farið er út á
föstudagsmorgni og komið heim á
sunnudagskvöldi. Flug, gisting á
fjögurra stjörnu hóteli og miði á
leikinn kostar 46.400 krónur. Einnig
er hægt að kaupa bara miða á völl-
inn og kostar hann 2.000 krónur.
Þórir sagði að hluti af þeim sem
keypt hefðu miða væru Íslendingar
búsettir erlendis, sem kæmu sér
sjálfir á völlinn en keyptu miða hér á
landi til að vera með löndum sínum,
en Íslendingum er ætlaður ákveðinn
staður í áhorfendastúkunni.
Fjölmargir Íslendingar
ætla til Glasgow
FÓLK
ALAN Shearer, fyrirliði New-
castle, hefur gefið titilvonir liðsins
upp á bátinn eftir ósigurinn á móti
Middlesbrough í fyrrakvöld. „Það er
oft langt í Arsenal en við eigum
möguleika á að skáka Manchester
United og ná öðru sætinu,“ segir
Shearer.
ROY Keane, fyrirliði Manchester
United, varð fyrir meiðslum í leikn-
um við Leeds í fyrrakvöld og er fyr-
irséð að hann verður að hvíla næstu
þrjár vikurnar. Alex Ferguson, stjóri
United, vildi taka Keane af velli fljót-
lega í síðari hálfleik þegar hann sá að
hann fór að haltra en Keane vildi ekki
koma út af. „Þetta lýsir best hugar-
fari Keane. Hann vildi leggja sitt af
mörkum til að knýja fram sigurinn,“
sagði Ferguson.
DIEGO Maradona, sá yngri, gæti
verið á leiðinni til skoska liðsins
Clyde samkvæmt fréttum á Bret-
landseyjum í gær. Stjóri Clyde segir
Napolí, hvar drengurinn er á mála,
vilji lána hann á næstu leiktíð, en
hann er aðeins 16 ára og má því ekki
leika með aðalliði ítalska félagsins.
Maradona, sá eldri, hefur aldrei
gengist við stráknum, en dómstólar á
Ítalíu úrskurðuðu að hann væri faðir
drengsins og var það gert með DNA-
prófi árið 1993.
KOBE Bryant, leikmaðurinn
snjalli hjá LA Lakers, braut blað í
sögu NBA-deildarinnar í fyrrinótt
þegar hann var yngsti leikmaður
deildarinnar frá upphafi til að rjúfa
10.000 stiga múrinn. Bryant, sem er
24 ára gamall, skoraði 20 stig í sig-
urleik Lakers á Indiana, og fór þar
með yfir 10.000 stigin á ferli sínum í
NBA. Hann sló þar með met Bob
McAdoo sem var 25 ára gamall þegar
hann fór yfir 10.000 stigin.
MICHAEL Jordan var öllum á
óvart með liði Washington á móti LA
Clippers en talið var að hann yrði frá
í einhvern tíma vegna bakmeiðsla
sem hann varð fyrir á þriðjudaginn.
Jordan hafði þó frekar hægt um sig
og skoraði 10 stig á þeim 24 mínútum
sem hann lék.
JÓHANNES Harðarson fékk
hæstu einkunn leikmanna Veendam
hjá Voetbal International þegar lið
hans tapaði á heimavelli, 1:2, fyrir Go
Ahead í hollensku 1. deildinni í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Jóhannes fór af
velli á 76. mínútu.
ASTON Villa er búið að gera
tveggja og hálfs árs samning við
finnska markvörðinn Jon Masalin.
Hann er 17 ára gamall og á að verða
framtíðarmarkvörður liðsins að sögn
forráðamanna Villa-liðsins.
FINNSKIR markverðir hafa gert
það gott í ensku knattspyrnunni.
Jussi Jaaskelainen hefur varið mark
Bolton með stakri prýði undanfarin
ár og Anti Niemi hefur staðið sig sér-
lega vel á milli stanganna í liði South-
ampton á yfirstandandi leiktíð. Landi
þeirra, Peter Enckelman, er aðal-
markvörður Aston Villa, en félagið
er nú með þrjá finnska markverði í
sínum röðum.
alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF