Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 51 ÍT ferðir - fyrir þig Sími 588 9900 Netfang: itferdir@itferdir.is Vefsíða: www.itferdir.is Laugard. 8. mars. kl. 13-15 í Félagshúsi Þróttar í Laugardal Fjórar ferðir innanlands í júní/júlí (heimamenn kynna) Gönguferðir á Spáni 7.-21. júní, 28. júní, 5. júlí Kaffi og meðlæti í boði ÍT ferða Tökum MasterCard og VR ferðaávísanir! Kynningarfundur GÖNGUFERÐIR á Íslandi/á Spáni ÞAÐ verða væntanlega um 500 Ís- lendingar meðal áhorfenda á Hamp- den Park í Glasgow laugardaginn 29. mars þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Skotum. Úrval- Útsýn sér um sölu miða á völlinn og að sögn Þóris Jónssonar er þegar búið að selja á milli 3 og 400 miða og ekki mikið eftir af þeim miðum sem úthlutað var til Íslands. Hann sagði að uppselt væri á leikinn. Þegar menn kaupa miða á völlinn verða þeir að gefa upp kennitölu samkvæmt reglum frá UEFA þann- ig að tölurnar eru nokkuð áreið- anlegar. Fyrirtækið býður upp á tveggja nátta ferð, farið er út á föstudagsmorgni og komið heim á sunnudagskvöldi. Flug, gisting á fjögurra stjörnu hóteli og miði á leikinn kostar 46.400 krónur. Einnig er hægt að kaupa bara miða á völl- inn og kostar hann 2.000 krónur. Þórir sagði að hluti af þeim sem keypt hefðu miða væru Íslendingar búsettir erlendis, sem kæmu sér sjálfir á völlinn en keyptu miða hér á landi til að vera með löndum sínum, en Íslendingum er ætlaður ákveðinn staður í áhorfendastúkunni. Fjölmargir Íslendingar ætla til Glasgow FÓLK  ALAN Shearer, fyrirliði New- castle, hefur gefið titilvonir liðsins upp á bátinn eftir ósigurinn á móti Middlesbrough í fyrrakvöld. „Það er oft langt í Arsenal en við eigum möguleika á að skáka Manchester United og ná öðru sætinu,“ segir Shearer.  ROY Keane, fyrirliði Manchester United, varð fyrir meiðslum í leikn- um við Leeds í fyrrakvöld og er fyr- irséð að hann verður að hvíla næstu þrjár vikurnar. Alex Ferguson, stjóri United, vildi taka Keane af velli fljót- lega í síðari hálfleik þegar hann sá að hann fór að haltra en Keane vildi ekki koma út af. „Þetta lýsir best hugar- fari Keane. Hann vildi leggja sitt af mörkum til að knýja fram sigurinn,“ sagði Ferguson.  DIEGO Maradona, sá yngri, gæti verið á leiðinni til skoska liðsins Clyde samkvæmt fréttum á Bret- landseyjum í gær. Stjóri Clyde segir Napolí, hvar drengurinn er á mála, vilji lána hann á næstu leiktíð, en hann er aðeins 16 ára og má því ekki leika með aðalliði ítalska félagsins. Maradona, sá eldri, hefur aldrei gengist við stráknum, en dómstólar á Ítalíu úrskurðuðu að hann væri faðir drengsins og var það gert með DNA- prófi árið 1993.  KOBE Bryant, leikmaðurinn snjalli hjá LA Lakers, braut blað í sögu NBA-deildarinnar í fyrrinótt þegar hann var yngsti leikmaður deildarinnar frá upphafi til að rjúfa 10.000 stiga múrinn. Bryant, sem er 24 ára gamall, skoraði 20 stig í sig- urleik Lakers á Indiana, og fór þar með yfir 10.000 stigin á ferli sínum í NBA. Hann sló þar með met Bob McAdoo sem var 25 ára gamall þegar hann fór yfir 10.000 stigin.  MICHAEL Jordan var öllum á óvart með liði Washington á móti LA Clippers en talið var að hann yrði frá í einhvern tíma vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á þriðjudaginn. Jordan hafði þó frekar hægt um sig og skoraði 10 stig á þeim 24 mínútum sem hann lék.  JÓHANNES Harðarson fékk hæstu einkunn leikmanna Veendam hjá Voetbal International þegar lið hans tapaði á heimavelli, 1:2, fyrir Go Ahead í hollensku 1. deildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Jóhannes fór af velli á 76. mínútu.  ASTON Villa er búið að gera tveggja og hálfs árs samning við finnska markvörðinn Jon Masalin. Hann er 17 ára gamall og á að verða framtíðarmarkvörður liðsins að sögn forráðamanna Villa-liðsins.  FINNSKIR markverðir hafa gert það gott í ensku knattspyrnunni. Jussi Jaaskelainen hefur varið mark Bolton með stakri prýði undanfarin ár og Anti Niemi hefur staðið sig sér- lega vel á milli stanganna í liði South- ampton á yfirstandandi leiktíð. Landi þeirra, Peter Enckelman, er aðal- markvörður Aston Villa, en félagið er nú með þrjá finnska markverði í sínum röðum. alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.