Morgunblaðið - 07.03.2003, Síða 55
Myndin gerist einn örlagaríkan sólahring og fjallar um þegar barnsfaðir söguhetjunnar gengur að eiga nýja konu.
„Gekk alveg kjánalega vel“
ÁRNI Ólafur Ásgeirsson útskrif-
aðist úr kvikmyndaskóla Póllands í
Lodz árið 2001 (þaðan sem kanónur
pólskrar kvikmyndalistar, Roman
Polanski og Krzysztof Kieslowski,
útskrifuðust). Hann hefur unnið ná-
ið með öðrum íslenskum leikstjórum
eins Róberti Douglas og Degi Kára
en á dögunum var frumsýnd fyrsta
stuttmynd hans eftir útskrift, hin
tuttugu og fimm mínútna langa
Dagur Önnu eða Annas Dag. Árni
hefur annars unnið fjölda mynda,
bæði utan skóla og innan og var
stuttmynd hans, P.S. sýnd á Cannes
í fyrra.
Hver var nú tilurð þessarar
myndar?
„Ég komst í kynni við fyrirtækið
Cosmo Film í Danmörku og þeir
spurðu mig hvort ég væri með eitt-
hvað í farteskinu. Ég átti þá þetta
handrit. Eitt leiddi af öðru og það
var í raun slembilukka að þessi
mynd skyldi komast á koppinn í
Danmörku. Það er Cosmo sem
stendur að þessu úti en Pegasus
hérna heima. Norræni kvikmynda-
og sjónvarpsjóðurinn kemur einnig
að þessu.“
Hvernig fékkstu leikkonuna Iben
Hjejle til liðs við þig? (Hún lék aðal-
hlutverkið í Síðasti söngur Mifune
og á móti John Cusack í myndinni
Ást í plötubúð (High Fidelity))
„Þegar það var ákveðið að gera
myndina í Danmörku fór ég út í Að-
alvídeóleiguna og leigði allar dansk-
ar myndir sem voru á boðstólum
þar. Ég kannaðist við Iben og
fannst hún passa best við það sem
ég hafði í huga. Við höfðum svo
samband við hana og af einhverjum
undarlegum ástæðum sagði hún já
(hlær). Ég átti nú frekar von á neii
en jái. Hún sagði hins vegar að það
væru einhverjir punktar í handrit-
inu sem minntu hana á sjálfa sig.“
Hvenær kláruðuð þið myndina?
„Við kláruðum hana í síðasta
mánuði. Hún var tekin í haust. Það
er búið að sýna hana í Danmörku og
þetta er í fyrsta skipti sem hún er
sýnd í öðru landi. Ég kom því sér-
staklega heim til landsins til að vera
viðstaddur sýninguna en ég bý sem
stendur í Varsjá.“
Hvernig gekk að vinna myndina?
„Það gekk alveg kjánalega vel að
gera þessa mynd. Þetta var ótrú-
lega átakalaust þannig að klisjan
um blóð, svita og tár gufaði upp.
Kannski er þetta undantekningin
sem sannar regluna. Ég verð þó að
nefna að það var mjög vel staðið að
öllu frá hendi framleiðenda og hóp-
urinn sem vann með mér var frá-
bær.“
Hvað er svo framundan?
„Ég er með mína draumóra en ég
get ekkert sagt til um hvernig þeir
eiga eftir að fara. Mig langar hins
vegar til að gera næstu mynd hérna
heima … mér hefur ekki enn tekist
að gera mynd heima á Íslandi!“
Dagur Önnu verður sýnd kl. 18 í
Háskólabíói
Stuttmyndin Dagur Önnu eftir Árna Ó. Ásgeirsson sýnd í Háskólabíói
Iben Hjejle sem Anna.
Árni Ólafur Ásgeirsson.
Dagur Önnu er sýnd í Háskólabíói
kl. 18 í dag.
TENGLAR
.....................................................
www.cosmo.dk
arnart@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 55
Í KVÖLD munu Austfirðingar gleðj-
ast á Players, Kópavogi, þegar fram
koma tvær helstu sveitir ausfirskrar
poppsögu, Súellen og Dúkkulísur.
Dúkkulísurnar unnu Músíktil-
raunir árið 1983 og gaf enn fremur
út tvær breiðskífur, plötu sam-
nefnda sveitinni árið 1984 og Í létt-
um leik árið 1986.
Súellen var stofnuð fyrir tuttugu
árum og áttu m.a. smellinn „Elísa“
og breiðskífuna Í örmum nætur,
sem út kom árið 1990.
Þá ber að geta þess að Súellen-
liðar eru á leiðinni í hljóðver þar
sem þeir ætla að taka upp þrjú ný
lög, og fara þau á plötu sem út kem-
ur með hausti en þar verða og eldri
lög. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
mun snúa tökkum hvað nýju lögin
varðar.
Fleiri Austfirðingar munu bregða
á leik um kvöldið, m.a. Búálfarnir
frá Neskaupstað, Magni „Á móti
sól“, Tommi „Rokkabillýbandið“
Tomm og Djúpulaugar Hálfdán.
Súellen og
Dúkkulísur
Austfirðingaball