Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 57

Morgunblaðið - 07.03.2003, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 57 Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Sunnud. 9 mars kl:14 og 17 Fimmtud. 13 mars kl: 20 Laugard. 22 mars kl:14 og 17 Sunnud. 23 mars kl:14 og 17 Laugard. 8 mars kl: 20 Föstud. 14 mars kl:20 Laugard. 8 mars kl: 23 Laugard. 15 mars kl:20 Laugard. 29 mars kl:14 Sunnud. 30 mars kl: 14 Laugard. 5. apríl kl:14 Laugard. 12 apríl kl:14 Frumsýning í dag 7 mars kl:20 Það sem engin veit Revía um fólkið í Mosó Miðasala allan sólarhringinn í s í m a 5 6 6 - 7 7 8 8 Lovísa Vattnes - sími 821 6500 www.hamingja.is - hamingja@hamingja.is Léttu þér undirbúninginn og Hamingju njóttu Sérhæfi mig í undirbúningsvinnu fyrir brúðkaup í samvinnu við verðandi brúðhjón Innilega til hamingju með væntanlegan brúðkaupsdag og megi gæfan fylgja ykkur ÖLL dýrin í skóginum eiga að vera vinir en þau þurfa ekki að vera sammála. Eitthvað á þá leið gæti boðskapur The Viking Hillbilly Apocalypse Revue verið. Að minnsta kosti veit hópurinn að samstarf Íslendinga og Banda- ríkjamanna getur verið gjöfult en hann fór í tveggja mánaða ferðalag um Bandaríkin á síðasta ári. For- sprakkarnir Michael Pollock tón- listarmaður og Ron Whitehead skáld hófu samstarf árið 1998 og hafa síðan unnið saman að ýmsum verkefnum. Hópinn, sem kemur fram í Ný- listasafninu í kvöld og annað kvöld, mynda Ron Whitehead, Frank Messina, Pollock-bræður, Sarah Elizabeth, Bragi Ólafsson, In- spector 99, L.B.H. Krew, Thordeez og Megas. Þarna sameinast skáld og tónlistarmenn af ólíkum kyn- slóðum og þjóðerni og er uppá- koman því kölluð fjölþjóðakyn- slóða hljómorðasjónleikar. Lífrænn hópur Í kjarnann mynda Íslendingar og Bandaríkjamenn frá Kentucky hópinn en hugmyndin er sú að hann sé opinn og breytilegur, út- skýrir Whitehead. „Sarah er ný í hópnum. Hún er ótrúleg söngkona, sem syngur hefðbundna fjallatónlist frá Ken- tucky, kennda við Appalachean- fjöllin. Tónlistin hennar hljómar eins og hún komi beint úr fjöll- unum. Andy [Inspector 99] hefur verið með frá upphafi. Hann spilar á didgeridoo og er myndlistamað- ur og skáld,“ segir Whitehead en hann hefur einnig starfað náið með fyrrnefndum Frank Messina. „Frank og ég höfum ferðast saman í níu ár, bæði um Evrópu og Bandaríkin,“ segir Whitehead en þeir eru einnig á leiðinni til Bret- lands. Ferðalagið er kennt við skáld á stríðstímum, útskýrir Whitehead. „Það ríkir mikil andúð á Bandaríkjamönnum í Evrópu og víðar. Eitt sem við viljum koma á framfæri er að fólk getur verið ósammála um stríð en samt haldið vinskap. Við Frank deilum ekki stjórnmálaskoðunum. Við getum deilt ákaft en í lokin föðmumst við og engin vinslit verða,“ segir Whitehead, sem vill ekki láta bug- ast, og berst fyrir friði. Hann liggur ekki á skoðunum sínum frekar en aðrir í hópnum. „Þetta er aðgerðastefna með ljóð- um,“ segir Messina. Ögrandi heiðarleiki Whitehead vonar að í kvöld og annað kvöld eigi hljómorðasjón- leikar Viking Hillbilly Apocalypse Revue eftir að hreyfa við við- stöddum. „Það sem við deilum með áhorfendum er ögrandi í eðli sínu. Við eigum eftir að deila með þeim lögum og ljóðum um óréttlæti, fá- tækt og stríð. Ég trúi ekki á póli- tíska réttsýni, heiðarleikinn er mikilvægastur. Við þurfum að tjá okkur.“ Pollock segir að hlutverk ljóð- skálda sé mikilvægt á þessum síð- ustu og verstu tímum. Hann segir fréttir í fjölmiðlum í Bandaríkj- unum vera síaðar. „Upprunalegt hlutverk ljóðskáldsins er að segja fólki fréttir af heiminum og að segja sannleikann. Ljóðskáldin eru rödd fólksins.“ Messina er sammála: „Þetta er bókmenntabylting. Fólk er sífellt að verða meðvitaðra um aðra menningaheima, ekki endilega í gegnum fjölmiðla heldur vegna hins ritaða og talaða orðs. Við fær- um fólk nær hvort öðru.“ Fjölþjóðakynslóða hljómorðasjónleikar í Nýlistasafninu Ljóðið er beittara en byssan TENGLAR ..................................................... www.tappingmyownphone.net www.spokeface.com Hluti hópsins sem fram kemur í kvöld og á morgun: Inspector 99, Mike Pollock, Ron Whitehead, Frank Messina og Sarah Elizabeth. Morgunblaðið/Kristinn The Viking Hillbilly Apocalypse Revue í Nýlistasafninu föstudags- og laugardagskvöld kl. 21. Myndin Who Owns Jack Kerouac? sýnd kl. 19. Miðaverð 500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.