Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.03.2003, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 57 Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Sunnud. 9 mars kl:14 og 17 Fimmtud. 13 mars kl: 20 Laugard. 22 mars kl:14 og 17 Sunnud. 23 mars kl:14 og 17 Laugard. 8 mars kl: 20 Föstud. 14 mars kl:20 Laugard. 8 mars kl: 23 Laugard. 15 mars kl:20 Laugard. 29 mars kl:14 Sunnud. 30 mars kl: 14 Laugard. 5. apríl kl:14 Laugard. 12 apríl kl:14 Frumsýning í dag 7 mars kl:20 Það sem engin veit Revía um fólkið í Mosó Miðasala allan sólarhringinn í s í m a 5 6 6 - 7 7 8 8 Lovísa Vattnes - sími 821 6500 www.hamingja.is - hamingja@hamingja.is Léttu þér undirbúninginn og Hamingju njóttu Sérhæfi mig í undirbúningsvinnu fyrir brúðkaup í samvinnu við verðandi brúðhjón Innilega til hamingju með væntanlegan brúðkaupsdag og megi gæfan fylgja ykkur ÖLL dýrin í skóginum eiga að vera vinir en þau þurfa ekki að vera sammála. Eitthvað á þá leið gæti boðskapur The Viking Hillbilly Apocalypse Revue verið. Að minnsta kosti veit hópurinn að samstarf Íslendinga og Banda- ríkjamanna getur verið gjöfult en hann fór í tveggja mánaða ferðalag um Bandaríkin á síðasta ári. For- sprakkarnir Michael Pollock tón- listarmaður og Ron Whitehead skáld hófu samstarf árið 1998 og hafa síðan unnið saman að ýmsum verkefnum. Hópinn, sem kemur fram í Ný- listasafninu í kvöld og annað kvöld, mynda Ron Whitehead, Frank Messina, Pollock-bræður, Sarah Elizabeth, Bragi Ólafsson, In- spector 99, L.B.H. Krew, Thordeez og Megas. Þarna sameinast skáld og tónlistarmenn af ólíkum kyn- slóðum og þjóðerni og er uppá- koman því kölluð fjölþjóðakyn- slóða hljómorðasjónleikar. Lífrænn hópur Í kjarnann mynda Íslendingar og Bandaríkjamenn frá Kentucky hópinn en hugmyndin er sú að hann sé opinn og breytilegur, út- skýrir Whitehead. „Sarah er ný í hópnum. Hún er ótrúleg söngkona, sem syngur hefðbundna fjallatónlist frá Ken- tucky, kennda við Appalachean- fjöllin. Tónlistin hennar hljómar eins og hún komi beint úr fjöll- unum. Andy [Inspector 99] hefur verið með frá upphafi. Hann spilar á didgeridoo og er myndlistamað- ur og skáld,“ segir Whitehead en hann hefur einnig starfað náið með fyrrnefndum Frank Messina. „Frank og ég höfum ferðast saman í níu ár, bæði um Evrópu og Bandaríkin,“ segir Whitehead en þeir eru einnig á leiðinni til Bret- lands. Ferðalagið er kennt við skáld á stríðstímum, útskýrir Whitehead. „Það ríkir mikil andúð á Bandaríkjamönnum í Evrópu og víðar. Eitt sem við viljum koma á framfæri er að fólk getur verið ósammála um stríð en samt haldið vinskap. Við Frank deilum ekki stjórnmálaskoðunum. Við getum deilt ákaft en í lokin föðmumst við og engin vinslit verða,“ segir Whitehead, sem vill ekki láta bug- ast, og berst fyrir friði. Hann liggur ekki á skoðunum sínum frekar en aðrir í hópnum. „Þetta er aðgerðastefna með ljóð- um,“ segir Messina. Ögrandi heiðarleiki Whitehead vonar að í kvöld og annað kvöld eigi hljómorðasjón- leikar Viking Hillbilly Apocalypse Revue eftir að hreyfa við við- stöddum. „Það sem við deilum með áhorfendum er ögrandi í eðli sínu. Við eigum eftir að deila með þeim lögum og ljóðum um óréttlæti, fá- tækt og stríð. Ég trúi ekki á póli- tíska réttsýni, heiðarleikinn er mikilvægastur. Við þurfum að tjá okkur.“ Pollock segir að hlutverk ljóð- skálda sé mikilvægt á þessum síð- ustu og verstu tímum. Hann segir fréttir í fjölmiðlum í Bandaríkj- unum vera síaðar. „Upprunalegt hlutverk ljóðskáldsins er að segja fólki fréttir af heiminum og að segja sannleikann. Ljóðskáldin eru rödd fólksins.“ Messina er sammála: „Þetta er bókmenntabylting. Fólk er sífellt að verða meðvitaðra um aðra menningaheima, ekki endilega í gegnum fjölmiðla heldur vegna hins ritaða og talaða orðs. Við fær- um fólk nær hvort öðru.“ Fjölþjóðakynslóða hljómorðasjónleikar í Nýlistasafninu Ljóðið er beittara en byssan TENGLAR ..................................................... www.tappingmyownphone.net www.spokeface.com Hluti hópsins sem fram kemur í kvöld og á morgun: Inspector 99, Mike Pollock, Ron Whitehead, Frank Messina og Sarah Elizabeth. Morgunblaðið/Kristinn The Viking Hillbilly Apocalypse Revue í Nýlistasafninu föstudags- og laugardagskvöld kl. 21. Myndin Who Owns Jack Kerouac? sýnd kl. 19. Miðaverð 500 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.