Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 45 Atvinnutækifæri — eigin rekstur Matvælafyrirtæki óskar eftir samstarfsaðila er gæti tekið að sér í verktöku verkefni við framleiðslu. Um er að ræða verkhluta, tengdan fuglasöfnun í eldishúsum félagsins. Þetta getur verið tilvalið verkefni fyrir þá, er hefja vilja eigin atvinnurekstur. Starfsvettvangur er Suður- og Suðvesturland. Þeir, sem hafa áhuga á verkefninu, vinsamleg- ast sendi nafn og símanúmer til augldeildar Mbl. fyrir 21. mars 2003, merkt: „T — 851.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur KR-Sports hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2003 í Kornhlöðunni, Bankastræti, og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár 3. Önnur mál löglega borin upp. FYRIRTÆKI Fjárfestar Við leitum fjárfesta til að kaupa með okk- ur öflugt og gott fyrirtæki með mikla möguleika. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 821 5657 eða 699 6002. KENNSLA Nám í læknisfræði í Ungverjalandi 2003 Almennt námi í læknisfræði á ensku, tann- lækningum og lyfjafræði við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandi- navíu og Íslandi við nám í háskólanum. Inntökupróf fara fram í Reykjavík þann 24. maí. Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D. H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com TIL SÖLU Lagerútsala Bjóðum 40% AFSLÁTT AF ÖLLUM LEIK- FÖNGUM. Einnig bjóðum við 25% kynningar- afslátt af öllum expresso kaffivélum. Buxna- pressur á kr. 19.500, takmarkað magn. Ódýrar brauðristar, 2ja og 4ra sneiða. Remington- hleðslurakvél ásamt nefháraklippum og rak- spíra á tilboði, nú kr. 12.000, áður kr. 17.500. Einnig höfum við varahluti í Moulinex: Filter í djúpsteikingarpotta, ryksugupoka, gler í örbylgjuofna, glerkönnur í Krups- og Moulinex- kaffivélar o.fl. Ýmislegt fleira er á boðstólum á mjög hagstæðu verði. Opið er frá kl. 9.00 til 12.00 og kl. 13.00 til 17.00 alla daga, lokum föstudaga kl. 16.00. Lítið við og gerið góð kaup. Kredit- og debet- kortaþjónusta. Missið ekki þetta tækifæri. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð 13249 Lyf fyrir sjúkrahús Blóðstorkuþáttur VIII — rammasamningsútboð Ríkiskaup, fyrir hönd Sjúkrahúsapóteksins ehf., óska eftir tilboðum í lyf, nánar tiltekið ATC-flokk B02B D 02 — Blóðsorkuþáttur VIII. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu mánudaginn 17. mars. Verð útboðsgagna 3.500 kr. Opnun tilboða 22. apríl 2003 11.00. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 18. mars 2003 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Breiðamörk 8, Hveragerði. Fastanr. 221-0078. Eig. skv. þingl. kaup- samn. Steina Rósa Björgvinsdóttir, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær. Dynskógar 30, Hveragerði. Fastanr. 221-0159, þingl. eig. Steingrímur Ingason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gljúfurárholt, Ölfusi. Landnr. 171707, þingl. eig. Örn Karlsson, gerð- arbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Vátryggingafélag Íslands hf. Hveramörk 2, Hveragerði. Fastanr. 221-0530, þingl. eig. Ólöf Jóns- dóttir, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær. Oddabraut 10, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2574, þingl. eig. Magnús Georg Margeirsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Öndverðarnes 1, lóð nr. 211, Grímnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 224-3752, þingl. eig. Garðar Guðnason, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið. Sýslumaðurinn á Selfossi, 12. mars 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1833138  Brk. Landsst. 6003031319 VII I.O.O.F. 11  1833138½ Í kvöld kl. 20 Lofgjörðarsam- koma. Umsjón Valborg Kristj- ánsdóttir. Sheila Fitzgerald talar. Allir hjartanlega velkomnir. www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Ís- lands verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. mars, í FÍ-salnum, Mörkinni 6, kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Vinsamlega sýnið félags- skírteini við innganginn. Fimmtudagur 13. mars Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Owe Lindesär. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskráin næstu viku: Föstudagur 14. mars Opinn AA-fundur kl. 20.00. Mánudagur 17. mars ungSaM kl. 19.00. www.samhjalp.is mbl.is ATVINNA Ný keppni bridsfélaga Bridsfélag Hafnarfjarðar og Bridsfélag Barðstrendinga/kvenna tóku upp á þeirri nýbreytni að spila sveitakeppni milli félaganna og stefnt er að því að sú keppni verði að árlegum viðburði í starf- semi félaganna. Ísak Örn Sigurðs- son sendi okkur pistil um keppni félaganna og fer hann hér á eftir: Mánudaginn 10. mars síðastlið- inn heimsóttu Barðstrendingar/ konur Hafnfirðinga í glæsilegum spilasal að Flatahrauni 3. Keppnin fór fram á 9 borðum og spilaðir voru tveir 16 spila leikir. Árangur paranna var jafnframt reiknaður í Butler af talnaglöggum keppnis- stjóra Hafnfirðinga, Björgvin Má Kristinssyni. Barðstrendingar/konur höfðu betur í þessari viðureign, sigruðu með rúmlega 50 stiga mun, en Hafnfirðingar hyggja eflaust á hefndir þegar þeir endurgjalda heimsóknina eftir nokkrar vikur. Tvö pör frá Barðstrendingum enduðu langefst í Butlerútreikn- ingnum, Ómar Olgeirsson-Guð- björn Þórðarson og Leifur Kr. Jó- hannesson-Már Hinriksson. Leifur og Már skoruðu 2,38 impa að með- altali í spili, en Ómar og Guðbjörn 2,53 impa. Ómar og Guðbjörn áttu stórleik í fyrri leiknum, skoruðu þá 4 impa að meðaltali í spili. Eft- irfarandi spil átti þar þátt í góðri skor þeirra félaga: Norður ♠ K8652 ♥ ÁK76 ♦ Á9 ♣84 Vestur Austur ♠ D4 ♠ 10 ♥ D532 ♥ 1084 ♦ K652 ♦ DG10 ♣743 ♣G102 Suður ♠ ÁG973 ♥ G9 ♦ 8 ♣ÁKD93 Norður var gjafari og NS á hættu. Guðbjörn, sem sat í norður, opnaði á einum spaða og Ómar stökk í tvö grönd til að sýna spað- astuðning og áhuga á slemmu. Guðbjörn sagði 3 tígla, Ómar 4 lauf, Guðbjörn fjögur hjörtu og Ómar spurði um ása með fjórum gröndum. Guðbjörn sýndi 3 ása með 5 laufum (trompkóngur talinn sem ás), Ómar sagði 5 grönd til að sýna áhuga á alslemmu og Guð- björn sýndi kónginn í hjarta með 6 hjörtum. Það nægði Ómari til þess að segja alslemmu í spaða sem var ekki vandamál að vinna. Þess má geta að Leifur og Már voru meðal fárra sem einnig náðu alslemm- unni í spaða. Barðstrendingar/kon- ur vilja nota þetta tækifæri og koma á framfæri þakklæti til Hafnfirðinga fyrir höfðinglegar móttökur. Evrópumótið í Menton 14. til 28. júní 2003 Frá og með þessu ári verða haldin opin Evrópumót í öllum flokkum nema flokki yngri spilara annað hvert ár. Spilaður er tvímenningur og sveitakeppni og fer þetta fyrsta mót fram í Menton í Frakklandi. Skráning og allar upplýsingar um mótið hjá BSÍ s. 587 9360. Skrán- ingarfrestur er til 30.apríl. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.