Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 45 Atvinnutækifæri — eigin rekstur Matvælafyrirtæki óskar eftir samstarfsaðila er gæti tekið að sér í verktöku verkefni við framleiðslu. Um er að ræða verkhluta, tengdan fuglasöfnun í eldishúsum félagsins. Þetta getur verið tilvalið verkefni fyrir þá, er hefja vilja eigin atvinnurekstur. Starfsvettvangur er Suður- og Suðvesturland. Þeir, sem hafa áhuga á verkefninu, vinsamleg- ast sendi nafn og símanúmer til augldeildar Mbl. fyrir 21. mars 2003, merkt: „T — 851.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur KR-Sports hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2003 í Kornhlöðunni, Bankastræti, og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar um aukningu hlutafjár 3. Önnur mál löglega borin upp. FYRIRTÆKI Fjárfestar Við leitum fjárfesta til að kaupa með okk- ur öflugt og gott fyrirtæki með mikla möguleika. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 821 5657 eða 699 6002. KENNSLA Nám í læknisfræði í Ungverjalandi 2003 Almennt námi í læknisfræði á ensku, tann- lækningum og lyfjafræði við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandi- navíu og Íslandi við nám í háskólanum. Inntökupróf fara fram í Reykjavík þann 24. maí. Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D. H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com TIL SÖLU Lagerútsala Bjóðum 40% AFSLÁTT AF ÖLLUM LEIK- FÖNGUM. Einnig bjóðum við 25% kynningar- afslátt af öllum expresso kaffivélum. Buxna- pressur á kr. 19.500, takmarkað magn. Ódýrar brauðristar, 2ja og 4ra sneiða. Remington- hleðslurakvél ásamt nefháraklippum og rak- spíra á tilboði, nú kr. 12.000, áður kr. 17.500. Einnig höfum við varahluti í Moulinex: Filter í djúpsteikingarpotta, ryksugupoka, gler í örbylgjuofna, glerkönnur í Krups- og Moulinex- kaffivélar o.fl. Ýmislegt fleira er á boðstólum á mjög hagstæðu verði. Opið er frá kl. 9.00 til 12.00 og kl. 13.00 til 17.00 alla daga, lokum föstudaga kl. 16.00. Lítið við og gerið góð kaup. Kredit- og debet- kortaþjónusta. Missið ekki þetta tækifæri. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð 13249 Lyf fyrir sjúkrahús Blóðstorkuþáttur VIII — rammasamningsútboð Ríkiskaup, fyrir hönd Sjúkrahúsapóteksins ehf., óska eftir tilboðum í lyf, nánar tiltekið ATC-flokk B02B D 02 — Blóðsorkuþáttur VIII. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu mánudaginn 17. mars. Verð útboðsgagna 3.500 kr. Opnun tilboða 22. apríl 2003 11.00. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 18. mars 2003 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Breiðamörk 8, Hveragerði. Fastanr. 221-0078. Eig. skv. þingl. kaup- samn. Steina Rósa Björgvinsdóttir, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær. Dynskógar 30, Hveragerði. Fastanr. 221-0159, þingl. eig. Steingrímur Ingason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Gljúfurárholt, Ölfusi. Landnr. 171707, þingl. eig. Örn Karlsson, gerð- arbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Vátryggingafélag Íslands hf. Hveramörk 2, Hveragerði. Fastanr. 221-0530, þingl. eig. Ólöf Jóns- dóttir, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær. Oddabraut 10, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2574, þingl. eig. Magnús Georg Margeirsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Öndverðarnes 1, lóð nr. 211, Grímnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 224-3752, þingl. eig. Garðar Guðnason, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið. Sýslumaðurinn á Selfossi, 12. mars 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1833138  Brk. Landsst. 6003031319 VII I.O.O.F. 11  1833138½ Í kvöld kl. 20 Lofgjörðarsam- koma. Umsjón Valborg Kristj- ánsdóttir. Sheila Fitzgerald talar. Allir hjartanlega velkomnir. www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Ís- lands verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. mars, í FÍ-salnum, Mörkinni 6, kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Vinsamlega sýnið félags- skírteini við innganginn. Fimmtudagur 13. mars Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Owe Lindesär. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskráin næstu viku: Föstudagur 14. mars Opinn AA-fundur kl. 20.00. Mánudagur 17. mars ungSaM kl. 19.00. www.samhjalp.is mbl.is ATVINNA Ný keppni bridsfélaga Bridsfélag Hafnarfjarðar og Bridsfélag Barðstrendinga/kvenna tóku upp á þeirri nýbreytni að spila sveitakeppni milli félaganna og stefnt er að því að sú keppni verði að árlegum viðburði í starf- semi félaganna. Ísak Örn Sigurðs- son sendi okkur pistil um keppni félaganna og fer hann hér á eftir: Mánudaginn 10. mars síðastlið- inn heimsóttu Barðstrendingar/ konur Hafnfirðinga í glæsilegum spilasal að Flatahrauni 3. Keppnin fór fram á 9 borðum og spilaðir voru tveir 16 spila leikir. Árangur paranna var jafnframt reiknaður í Butler af talnaglöggum keppnis- stjóra Hafnfirðinga, Björgvin Má Kristinssyni. Barðstrendingar/konur höfðu betur í þessari viðureign, sigruðu með rúmlega 50 stiga mun, en Hafnfirðingar hyggja eflaust á hefndir þegar þeir endurgjalda heimsóknina eftir nokkrar vikur. Tvö pör frá Barðstrendingum enduðu langefst í Butlerútreikn- ingnum, Ómar Olgeirsson-Guð- björn Þórðarson og Leifur Kr. Jó- hannesson-Már Hinriksson. Leifur og Már skoruðu 2,38 impa að með- altali í spili, en Ómar og Guðbjörn 2,53 impa. Ómar og Guðbjörn áttu stórleik í fyrri leiknum, skoruðu þá 4 impa að meðaltali í spili. Eft- irfarandi spil átti þar þátt í góðri skor þeirra félaga: Norður ♠ K8652 ♥ ÁK76 ♦ Á9 ♣84 Vestur Austur ♠ D4 ♠ 10 ♥ D532 ♥ 1084 ♦ K652 ♦ DG10 ♣743 ♣G102 Suður ♠ ÁG973 ♥ G9 ♦ 8 ♣ÁKD93 Norður var gjafari og NS á hættu. Guðbjörn, sem sat í norður, opnaði á einum spaða og Ómar stökk í tvö grönd til að sýna spað- astuðning og áhuga á slemmu. Guðbjörn sagði 3 tígla, Ómar 4 lauf, Guðbjörn fjögur hjörtu og Ómar spurði um ása með fjórum gröndum. Guðbjörn sýndi 3 ása með 5 laufum (trompkóngur talinn sem ás), Ómar sagði 5 grönd til að sýna áhuga á alslemmu og Guð- björn sýndi kónginn í hjarta með 6 hjörtum. Það nægði Ómari til þess að segja alslemmu í spaða sem var ekki vandamál að vinna. Þess má geta að Leifur og Már voru meðal fárra sem einnig náðu alslemm- unni í spaða. Barðstrendingar/kon- ur vilja nota þetta tækifæri og koma á framfæri þakklæti til Hafnfirðinga fyrir höfðinglegar móttökur. Evrópumótið í Menton 14. til 28. júní 2003 Frá og með þessu ári verða haldin opin Evrópumót í öllum flokkum nema flokki yngri spilara annað hvert ár. Spilaður er tvímenningur og sveitakeppni og fer þetta fyrsta mót fram í Menton í Frakklandi. Skráning og allar upplýsingar um mótið hjá BSÍ s. 587 9360. Skrán- ingarfrestur er til 30.apríl. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.