Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 7
LÖGREGLAN hefur lýst eftir
manni vegna ránsins í Lyfju við
Lágmúla á sunnudagsmorgun.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í Reykjavík, þekkist
maðurinn ágætlega á mynd
sem tekin var af öryggis-
myndavél. Var hann enn ófund-
inn í gærkvöldi en lögreglan
veit um hvaða mann er að ræða.
Ræningi
þekkist
vel á
mynd
LÖGREGLUMAÐUR í Reykjavík
var í gær leystur undan vinnu-
skyldu meðan tvær kærur á hend-
ur honum vegna brota í starfi eru
til rannsóknar. Lögreglustjórinn í
Reykjavík fór jafnframt fram á að
ríkislögreglustjóri vísaði honum
tímabundið frá störfum. Áður hef-
ur verið kvartað undan lögreglu-
manninum.
Að sögn Karls Steinars Vals-
sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns,
lúta kærurnar að tveimur hand-
tökum sem lögreglumaðurinn
framkvæmdi aðfaranætur 8. og 9.
mars sl. Í öðru tilvikinu handtók
hann ungan mann fyrir að fara
ekki að fyrirmælum lögreglunnar.
Brot mannsins mun hafa falist í
því að maðurinn tók mynd af hon-
um inni á skyndibitastað en lög-
reglumaðurinn hafði sagt honum
að láta það ógert. Karl Steinar
segir að embættið telji óvíst að
lögreglumaðurinn hafi haft for-
sendur fyrir handtökunni. Hitt til-
vikið varðar handtöku á pari í
miðbæ Reykjavíkur þar sem lög-
reglumaðurinn beitti m.a. varnar-
úða en Karl Steinar segir að at-
hugasemdir embættisins lúti að
vinnureglum ríkislögreglustjóra
sem fjalla m.a. um í hvaða tilvikum
varnarúðanum skuli beitt.
Ríkissaksóknari rannsakar allar
kærur gegn lögreglumönnum.
Tvær kær-
ur gegn
lögreglu-
manni
Leystur undan
vinnuskyldu
ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp á
Suðurnesjum á mánudag þar
sem lagt var hald á kannabis og
amfetamín. Gerð var húsleit í
tveimur húsum vegna gruns um
fíkniefnamisferli og voru fimm
menn handteknir og yfirheyrð-
ir. Við leitina fundust 7 grömm
af hassi, 6 grömm af amfetamíni
og 3 grömm af maríjúana. Málið
telst upplýst og var aðilum
sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Aðgerðin var liður í sérstöku
átaki gegn fíkniefnum og dreif-
ingu þeirra á Suðurnesjum og
var gerð af starfshópi Tollgæsl-
unnar, lögreglunnar í Keflavík
og lögreglunnar á Keflavíkur-
flugvelli.
Þrjú fíkni-
efnamál
á Suður-
nesjum
MEÐALÆVILENGD karla á Íslandi
er hin mesta í heiminum samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands um
meðalævilengd hér á landi á árinu
2002. Íslenskar konur eru hins veg-
ar í níunda sæti, en miðað er við ævi-
líkur í öðrum löndum á árinu 2000.
Lífslíkur íslenskra karla hafa
þannig batnað umtalsvert á síðustu
áratugum, en hið sama verður ekki
sagt um konur, að því er fram kem-
ur í tilkynningu Hagstofunnar. Lífs-
líkur íslenskra kvenna voru lengi vel
mestar á veraldarvísu, en nú eru ís-
lenskar konur í níunda sæti. Annars
staðar á Norðurlöndum má merkja
svipaða þróun og hér á landi, þar
sem dánartíðni karla hefur lækkað
mun hraðar en kvenna. Meðal ým-
issa þjóða sem stóðu Íslendingum
töluvert langt að baki fyrir ekki
mörgum árum hvað ævilengd snerti
er ævilengd meðal kvenna nú meiri.
Það gildir t.a.m. um ævilengd
kvenna á Spáni og í Frakklandi, en
þar verða konur nú heldur eldri en
hér á landi. Fyrir rúmum 20 árum
gátu íslenskar konur hins vegar
vænst þess að verða tveimur árum
eldri (80,3) en kynsystur þeirra á
Spáni (78,3) og Frakklandi (78,2). Í
Japan eru ævilíkur kvenna lang-
mestar, en þar verða konur nær 85
ára gamlar. Japanskir karlar geta
vænst þess að ná 77,5 ára aldri, sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofunnar.
Í tilkynningu Hagstofunnar kem-
ur fram að í fyrra dóu 1.819 ein-
staklingar á Íslandi, 933 karlar og
886 konur. Dánartíðni var 6,3 af
1.000 íbúum. Íslenskir karlar geta
vænst þess að ná 78,2 ára meðal-
ævilengd og konur 82,2 árum eða
fjórum árum meira, ef miðað er við
árin 2000-2002. Ævilíkur karla eru
minni hér á landi en kvenna eins og
annars staðar í heiminum, en það
vekur athygli að hér er munurinn
minni en víðast hvar annars staðar.
Munur á ævilengd milli kynjanna er
á bilinu sex til sjö ár í flestum Evr-
ópulöndum. Hann er talsvert minni
á Norðurlöndum og minnstur hér
eða fjögur ár.
Þá kemur fram að ungbarnadauði
er hvergi í heiminum minni en hér á
landi eða undir þremur af eitt þús-
und fæddum börnum.
Verða allra karla elstir
! "#
$ %%
%
$
&" '& #!(
)*
))
+
))
,
)-
)-
)+
)
)+
.
)+
).
),
,
*
*.
)
*
*
.
*/
+
*/
.
*
,
*,
/
)*
+
*
0