Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 7 LÖGREGLAN hefur lýst eftir manni vegna ránsins í Lyfju við Lágmúla á sunnudagsmorgun. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns í Reykjavík, þekkist maðurinn ágætlega á mynd sem tekin var af öryggis- myndavél. Var hann enn ófund- inn í gærkvöldi en lögreglan veit um hvaða mann er að ræða. Ræningi þekkist vel á mynd LÖGREGLUMAÐUR í Reykjavík var í gær leystur undan vinnu- skyldu meðan tvær kærur á hend- ur honum vegna brota í starfi eru til rannsóknar. Lögreglustjórinn í Reykjavík fór jafnframt fram á að ríkislögreglustjóri vísaði honum tímabundið frá störfum. Áður hef- ur verið kvartað undan lögreglu- manninum. Að sögn Karls Steinars Vals- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, lúta kærurnar að tveimur hand- tökum sem lögreglumaðurinn framkvæmdi aðfaranætur 8. og 9. mars sl. Í öðru tilvikinu handtók hann ungan mann fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Brot mannsins mun hafa falist í því að maðurinn tók mynd af hon- um inni á skyndibitastað en lög- reglumaðurinn hafði sagt honum að láta það ógert. Karl Steinar segir að embættið telji óvíst að lögreglumaðurinn hafi haft for- sendur fyrir handtökunni. Hitt til- vikið varðar handtöku á pari í miðbæ Reykjavíkur þar sem lög- reglumaðurinn beitti m.a. varnar- úða en Karl Steinar segir að at- hugasemdir embættisins lúti að vinnureglum ríkislögreglustjóra sem fjalla m.a. um í hvaða tilvikum varnarúðanum skuli beitt. Ríkissaksóknari rannsakar allar kærur gegn lögreglumönnum. Tvær kær- ur gegn lögreglu- manni Leystur undan vinnuskyldu ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum á mánudag þar sem lagt var hald á kannabis og amfetamín. Gerð var húsleit í tveimur húsum vegna gruns um fíkniefnamisferli og voru fimm menn handteknir og yfirheyrð- ir. Við leitina fundust 7 grömm af hassi, 6 grömm af amfetamíni og 3 grömm af maríjúana. Málið telst upplýst og var aðilum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Aðgerðin var liður í sérstöku átaki gegn fíkniefnum og dreif- ingu þeirra á Suðurnesjum og var gerð af starfshópi Tollgæsl- unnar, lögreglunnar í Keflavík og lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli. Þrjú fíkni- efnamál á Suður- nesjum MEÐALÆVILENGD karla á Íslandi er hin mesta í heiminum samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands um meðalævilengd hér á landi á árinu 2002. Íslenskar konur eru hins veg- ar í níunda sæti, en miðað er við ævi- líkur í öðrum löndum á árinu 2000. Lífslíkur íslenskra karla hafa þannig batnað umtalsvert á síðustu áratugum, en hið sama verður ekki sagt um konur, að því er fram kem- ur í tilkynningu Hagstofunnar. Lífs- líkur íslenskra kvenna voru lengi vel mestar á veraldarvísu, en nú eru ís- lenskar konur í níunda sæti. Annars staðar á Norðurlöndum má merkja svipaða þróun og hér á landi, þar sem dánartíðni karla hefur lækkað mun hraðar en kvenna. Meðal ým- issa þjóða sem stóðu Íslendingum töluvert langt að baki fyrir ekki mörgum árum hvað ævilengd snerti er ævilengd meðal kvenna nú meiri. Það gildir t.a.m. um ævilengd kvenna á Spáni og í Frakklandi, en þar verða konur nú heldur eldri en hér á landi. Fyrir rúmum 20 árum gátu íslenskar konur hins vegar vænst þess að verða tveimur árum eldri (80,3) en kynsystur þeirra á Spáni (78,3) og Frakklandi (78,2). Í Japan eru ævilíkur kvenna lang- mestar, en þar verða konur nær 85 ára gamlar. Japanskir karlar geta vænst þess að ná 77,5 ára aldri, sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Í tilkynningu Hagstofunnar kem- ur fram að í fyrra dóu 1.819 ein- staklingar á Íslandi, 933 karlar og 886 konur. Dánartíðni var 6,3 af 1.000 íbúum. Íslenskir karlar geta vænst þess að ná 78,2 ára meðal- ævilengd og konur 82,2 árum eða fjórum árum meira, ef miðað er við árin 2000-2002. Ævilíkur karla eru minni hér á landi en kvenna eins og annars staðar í heiminum, en það vekur athygli að hér er munurinn minni en víðast hvar annars staðar. Munur á ævilengd milli kynjanna er á bilinu sex til sjö ár í flestum Evr- ópulöndum. Hann er talsvert minni á Norðurlöndum og minnstur hér eða fjögur ár. Þá kemur fram að ungbarnadauði er hvergi í heiminum minni en hér á landi eða undir þremur af eitt þús- und fæddum börnum. Verða allra karla elstir                   ! "#  $ %%   % $  &"  '& #!(   )*  )) + )) , )-  )-  )+ ) )+ . )+  ).  ), , *  *. ) *  * . */ + */ . * , *, / )* + * 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.