Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ flísar og parket á tilboði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 56 2 0 3/ 20 03 SUAVE VERSAY - Veggflísar 20x25 sm, beige og hvítt Verð áður: 1.990 kr./m2 Verð núna: 1.195 kr./m2 SUAVE - Gólfflísar 20x20 sm, beige og hvítt Verð áður: 1.990 kr./m2 Verð núna: 1.195 kr./m2 Verðfall á nokkrum tegundum af parketi. Lamella Askur Rustik Aðeins 3.290 kr./m2 Lamella Kirsuberjaviður Aðeins 4.390 kr./m2 Lamella Merbau Klassic Aðeins 3.490 kr./m2 Lamella Jatoba Klassic Aðeins 3.990 kr./m2 Baðmotta Vnr. 8051129. Verð áður: 2.919 kr. Verð nú: 1.995 kr. Hvort sem þú ætlar að breyta, bæta, lagfæra eða byggja heimili þitt frá grunni þá finnurðu það sem þig vantar í Húsasmiðjunni. Þar færðu líka alltaf lipra þjónustu og góð ráð hjá fagmönnum okkar. Velkomin í Húsasmiðjuna. 40% AFSLÁ TTUR Nei, áttu ekki þær nýju, fröken? Maður þarf nú að vera með fullri reisn lengur en í 4 tíma ef þetta á að takast. Svarfdælskur mars Lenda á ránni og fá klórningu DAGANA 21. og 22.mars nk. verðurhaldin árleg menningarhátíð í Dalvík- urbyggð sem ber heitið Svarfdælskur mars. Til að kynnast þessari tilteknu hátíð nánar ræddi Morg- unblaðið við Svanfríði Jón- asdóttur alþingismann, sem er í forsvari fyrir há- tíðina. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað sögulegt um þessa menningarhátíð … „Fyrst smáskýring á heitinu. Við dönsum svarf- dælskan mars og höldum hátíðina í mars. Það er svarfdælskur mars! Menn- ingarhátíðir byggjast auð- vitað alltaf á því sem fólk vill varðveita úr sögunni og taka með sér inn í framtíðina. Við viljum viðhalda danshefðinni, að taka marsinn, sem er enn lif- andi á svæðinu, og við viljum líka að fólk haldi áfram að skemmta sér við að spila brús. Og svo syngj- um við saman og höfum málþing um eitthvað áhugavert úr menn- ingu okkar.“ – Hversu gömul er þessi dans- hefð Svarfdælinga og hver er munurinn á ykkar mars og venju- legum mars? „Ætli marsinn sé ekki frá þeim tíma að Íslendingar fóru að dansa aftur og var þá dansaður um allt land. Hann hefur hins vegar lifað lengur og betur hér en annars staðar þannig að við fórum að eigna okkur hann og kalla svarf- dælskan. Annars er þetta blanda af dansi og samkvæmisleikjum sem eiga það flestir sameiginlegt að geta, ef vel tekst til, gefið hinu ástfangna pari færi á að snertast, jafnvel dansa saman. Með öllu getur það tekið einhverja klukku- tíma að taka allan marsinn og er jafnan samfelld gleði.“ – Fyrir tilstilli hverra er þessi menningarhátíð haldin? „Eigum við ekki bara að segja að áhugafólk um að viðhalda hinu besta úr hefðinni standi að hátíð- inni. Og þeir eru býsna margir. Ég hef hins vegar haldið utan um þetta ásamt þeim Hjörleifi Hjart- arsyni, kennara og fjöllistamanni, og Friðriki Friðrikssyni, spari- sjóðsstjóra Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík.“ – Hverjir taka þátt í hátíðinni, ungir sem aldnir, heimamenn sem brottfluttir? „Það er svo skemmtilegt að þessi hátíð hefur orðið tilefni fyrir ýsma að koma á æskuslóðirnar til að taka þátt í hátíðinni með ýms- um hætti. Þannig er það orðinn fastur liður að Söngfélagið sunnan heiða, sem er kór brottfluttra Svarfdælinga sem búa á höfuð- borgarsvæðinu, kemur norður og tekur þátt í tónleikum með ein- hverjum kóranna í byggðarlaginu, en hin ríka sönghefð er líka eitt af því sem við viljum vekja athygli á og rækta. Núna eru starfandi fjór- ir blandaðir kórar og karlakór ásamt barna- kórum í byggðarlagi sem telur um tvö þús- und manns. Og allir góðir. Og hátíðin er þannig að flestir finna eitthvað við sitt hæfi; brús, dans, söng eða hið talaða mál.“ – Hvaða fyrirbæri er þetta brús? „Brús er spil sem hefur verið lengi og mikið spilað á svæðinu. Þótt það sé spilað með venjuleg- um spilum er t.d. ekki allur spila- stokkurinn notaður og spilagildin eru önnur. Og athafnir og orð- ræða í kringum spilamennskuna er líka sérstök. Þannig beiða menn upp, lenda á ránni og geta fengið klórningu. Og skemmta sér ógurlega, með látum. Nú berast sögur af æfingakvöldum þar sem fólk á öllum aldri býr sig undir keppnina, sem er heimsmeistara- keppni, enda ekki vitað um brús- spil víða. Við viljum hvetja þá sem vilja taka þátt til að hafa samband við Hjörleif. Og það er rétt að taka það fram að brús er jafnan kennd- ur til hliðar við keppnina.“ – Hvað er helst um dagskrána að segja? „Við byrjum með brúsmótinu á föstudagskvöldinu klukkan 21 á Rimum. Á laugardag verður síðan málþing klukkan 13 á sal Dalvík- urskóla um þjóðsögur og álaga- bletti í byggðinni. Gunnar Stef- ánsson verður með fyrirlestur um þjóðsögur og Jóhann Daníelsson og Sveinbjörn Steingrímsson fræða okkur um álagabletti. Nem- endur í Dalvíkurskóla taka líka þátt, bæði með upplestri þjóð- sagna og sýningu á verkum sem tengjast efninu. Klukkan 16 verða síðan tónleikar í Dalvíkurkirkju og Söngfélagið sunnan heiða kem- ur fram. Þar mun Söngfélagið m.a. frumflytja „Stemmur“ eftir Gunnstein Ólafsson, byggt á níu íslenskum stemmum, og verður Ólafur Kjartan Sigurðarson for- söngvari og Pétur Björnsson kvæðamaður. Kór Dalvíkurkirkju mun flytja nýja útsetn- ingu Krzysztofs Olzaks á laginu „Ég á þessi föt“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Kórarnir munu auk eigin flutn- ings syngja nokkur lög saman. Sem sagt afar spennandi dagskrá. Og um kvöldið, klukkan 21, tök- um við svo marsinn á Rimum und- ir stjórn Ingu Möggu við undirleik hljómsveitar Hafliða Ólafssonar. Við hvetjum auðvitað alla íbúa Dalvíkurbyggðar og aðra þá sem vilja gleðjast með okkur á svarf- dælskum mars(i) að koma og vera með.“ Svanfríður Jónasdóttir  Svanfríður Jónasdóttir er kennari frá KHÍ og kenndi með hléum 1974–1995 við Dalvík- urskóla. Sat í bæjarstjórn Dal- víkur 1982–90 og 1994–98. Vara- þingmaður 1983–91 og þingmaður frá 1995. Aðstoð- armaður fjármálaráðherra 1988–91. Hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum, m.a. í fyrstu stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla. Hefur skrifað fjölda blaðagreina sem hún geymir á http://jafnadarmenn.is/ svanfridur/. Er gift Jóhanni Ant- onssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjá uppkomna syni. Blanda af dansi og leikjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.