Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 9

Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 9 UNNIÐ er að viðgerð á mjölflutn- ingaskipinu Trinket í þurrkví Orms og Víglundar í Hafnarfjarðarhöfn en það var nærri strandað þegar það missti stýri á siglingu frá Grindavík fyrir um mánuði síðan. Eiríkur Ormur Víglundsson hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar segir að Trinket hafi reynst mikið skemmt, bæði stýrisbúnaður, skrúfa, öxull og eins hafi botn skipsins reynst vera mikið skemmdur. Hann segir áætlaðan viðgerðartíma upphaflega hafa verið fjórar vikur en þær geti orðið fimm. „Skipið var fulllestað mjöli en við erum með mjög öfluga kví og getum lyft mjög þungum skip- um þannig að það var í sjálfu sér ekkert mál. Vandinn var frekar skipið sjálft, þ.e. hvort það væri byggt til þess að hægt væri að lyfta því fulllestuðu. Það gekk hins veg- ar með því að byggja sérstaklega undir skipið.“ Eiríkur Ormur segir Trinket ekki vera mjög þungt skip, það vegi um 3.000 tonn lestað en þeir taki mun þyngri skip í kvína. Aðspurður segir Eiríkur Ormur verkefnastöðuna hafa verið mjög lélega undanfarna mánuði. „Geng- ið er svo hátt skráð og útlending- arnir eru bókstaflega að jarða okk- ur. Fyrir átta mánuðum síðan vorum við komnir á góðan skrið en síðan hefur alllt breyst með hækk- un krónunnar. Menn versla einfald- lega þar sem ódýrast er.“ Mun sigla fulllestað úr kvínni Morgunblaðið/Sverrir „ÞEIR voru það fljótir á vettvang á litla bátnum frá Sandgerði að það var engin hætta á ferðum,“ sagði Sigur- björn Berg, skipstjóri á Gunnhildi ST 29, sem fékk gríðarstóra netadræsu í skrúfuna í gærmorgun fyrir utan Hafnir á Suðurnesjum. „Það hefði þó skapast hætta á að okkur hefði rekið upp í fjöru ef ég hefði þurft að bíða all- an tímann eftir stóra skipinu,“ sagði hann. Sigurbjörn var ásamt tveimur skipverjum sínum á útleið á áttunda tímanum í gærmorgun þegar gömul net í einni flækju á floti í sjónum og full af þara festust í skrúfunni svo að það steindrapst á vél Gunnhildar, sem er 8 tonna bátur. Sigurbjörn kallaði þá eftir aðstoð og brugðu björgunar- sveitarmenn á litlum slöngubát frá Sandgerði skjótt við. Þeim tókst að taka Gunnhildi í tog og halda henni frá ströndinni og fyrirbyggja strand. Stærra björgunarskip, Hannes Þ. Hafstein, kom síðan á vettvang klukk- an 9.25 og dró Gunnhildi inn til hafnar þar sem skorið var úr skrúfunni. Gott veður var þegar óhappið varð og hélt áhöfn Gunnhildar til veiða eftir há- degið. Báturinn er óskemmdur að sögn Sigurbjörns. Fékk stóra netadræsu í skrúfuna Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 13:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is • Þau syngja, dansa og þjóna þér ! • Þau láta þig hlæja, dansa og syngja! • Ekki missa af þessari sýningu ! • Þau eru Le'Sing! Verð kr. 2.500 + matur Litla sviðið opnar klukkan 19.30 . Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:00. Erum með glæsilega sali fyrir fermingar- og brúðkaupsveislur! Sýningar 21. mars uppselt. 22. mars fá sæti laus. 28. mars. 29. mars uppselt. 4. apríl fá sæti laus. 11. apríl. 12. apríl fá sæti laus. 19. apríl. 25. apríl. 26. apríl. Ný sending Úlpur og léttir frakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Þýsk jakkaföt 18.600 Ný sending Laugavegi 34, sími 551 4301 Hallveigarstíg 1 (Iðnaðarmannahúsið) • sími 588 4848 Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-16 Toppar og TRY ME buxur í miklu úrvali. Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.