Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 15

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 15
ÍRAKSDEILAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 15 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, varði í gær þá ákvörðun sína að halda áfram undirbúningi hernaðar í Írak þótt öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefði ekki samþykkt nýja álykt- un sem heimilaði sjálfkrafa að her- valdi yrði beitt. Hann sagði að ef ekki yrði látið til skarar skríða gegn stjórn Saddams Husseins myndu aðrir „harðstjórar“ fá þau hættulegu skila- boð að þeir gætu þróað gereyðingar- vopn án þess að þeim yrði refsað. Blair sagði í ræðu á breska þinginu að íraska þjóðin myndi þjást mest ef hervaldi yrði ekki beitt gegn Saddam Hussein. „Hverjir munu fagna og hverjir gráta ef við köllum hermenn okkar heim núna?“ spurði hann. Aðstoðarráðherrar segja af sér Forsætisráðherrann bætti við að Saddam Hussein myndi stóreflast ef hersveitirnar yrðu fluttar af Persa- flóasvæðinu og íraska þjóðin yrði skil- in eftir „í ógn og skelfingu“. „Ég mun ekki taka þátt í því að fara þá leið,“ sagði hann. „Nú dugar ekki að vera á báðum áttum. Nú þarf þing- ið að vísa leiðina, sýna að við munum styðja það sem við teljum rétt.“ Þetta var ein af mikilvægustu ræð- um sem Blair hefur flutt á pólitískum ferli sínum vegna mikillar andstöðu í þingliði Verkamannaflokksins við stríð í Írak án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Aðstoðar- heilbrigðisráðherrann Philip Hunt lávarður, John Denham aðstoðarinn- anríkisráðherra og tveir aðstoðar- menn ráðherra létu af embætti í gær vegna deilunnar. Daginn áður hafði Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagt af sér sem leiðtogi stjórnarinnar á þinginu. Denham kvaðst láta af emb- ætti vegna þess að hann teldi að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna þyrfti að samþykkja fyrirbyggjandi árásir. Clare Short, ráðherra alþjóða- þróunaraðstoðar, sem hafði hótað af- sögn, ákvað hins vegar að vera áfram í stjórninni. Hún kvaðst enn vera „mjög gagnrýnin“ á framgöngu stjórnarinnar í Íraksmálinu en sagði að það væri til marks um „hugleysi“ að segja af sér. „Fáránlegt“ að trúa Írökum Blair sagði það engum vafa undir- orpið að hætta væri á því „útlagaríki“ sem hafa komið sér upp gereyðing- arvopnum hæfu samstarf við hryðju- verkasamtök. Ef Bretar kölluðu her- lið sitt á Persaflóasvæðinu heim gæti það einnig gefið Bandaríkjastjórn „ærnustu ástæðu sem hægt er að hugsa sér“ til að fara eigin leiðir í al- þjóðamálum. Forsætisráðherrann færði rök fyr- ir því að afstaða breska þingsins til hernaðar í Írak myndi hafa mikil áhrif á tengsl Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna á næstu árum. Hann kvaðst vera „hryggur“ yfir því að Jacques Chirac, forseti Frakklands, skyldi hafa verið staðráðinn í því að beita neitunarvaldi Frakka í öryggisráðinu gegn nýrri ályktun og haldið til streitu kröfu sinni um að vopnaeft- irlitinu í Írak yrði haldið áfram. „Það er ekki hægt að saka okkur um óþolinmæði,“ sagði Blair. „Sann- leikurinn er sá að þolinmæði okkar hefði átt að vera á þrotum fyrir mörg- um vikum og mánuðum og jafnvel ár- um.“ Forsætisráðherrann sakaði Íraka um að hafa leynt gereyðingarvopnum með „lygum og blekkingum“ og sagði þá hafa hindrað störf vopnaeftirlits- mannanna. Það væri „öldungis fárán- legt“ að trúa því að Írakar hefðu af- vopnast af sjálfsdáðum eftir að eftirlitsmennirnir fóru frá Írak árið 1998. Íhaldsflokkurinn styður stefnu Blairs Blair hvatti þingheim til að sýna „að við munum takast á við harð- stjórana og hryðjuverkamennina sem stofna lífi okkar í hættu … að við höfum þor til að gera hið rétta“. Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhalds- flokksins, lýsti yfir stuðningi við stefnu stjórnarinnar í málinu og sagði fulla ástæðu til að ætla að Saddam Hussein gæti ógnað öryggi Bretlands og teldi sig hafa ástæðu til þess. Charles Kennedy, leiðtogi Frjáls- lyndra demókrata, taldi hins vegar að ekki hefðu verið færð nógu sterk rök fyrir því að hefja hernað í Írak án stuðnings öryggisráðsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem breska dagblaðið Guardian birti í gær, hefur stuðningurinn við stríð í Írak aukist um níu prósentustig með- al Breta frá því í síðasta mánuði. 38% aðspurðra sögðust styðja hernað en andstæðingar stríðs voru þó fleiri, um 44%. Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræðir stefnu stjórnarinnar í Íraksmálinu á breska þinginu í gær. Tony Blair ver stefnuna í Íraksmálinu London. AFP. Segir hættulegt að senda harðstjór- um þau skilaboð að þeir geti komist upp með að þróa gereyðingarvopn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.