Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samvera eldri borgara Samvera eldri borgara verður nk. fimmtudag 20. mars kl. 15:00 Gestur samverunnar verður Elín Antonsdóttir, jafnréttisfulltrúi, og mun hún ræða um „lífið, tilveruna og jafnréttismál“. Kvartettinn „Hin fjögur fræknu“ kemur í heimsókn og syngur nokkur lög. Að venju verður helgistund og léttar veitingar. Allir velkomnir. Glerárkirkja Föstuvaka verður í Akureyr- arkirkju í kvöld, miðvikudags- kvöldið 19. mars kl. 20.30. Beðið verður fyrir friði og lesnir textar sem bregða upp myndum af tilgangsleysi og hörmungum stríðs. Prestur er séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir og lesarar Heiðdís Norðfjörð, Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergs- sonar. Einsöngvari er Sigríður Að- alsteinsdóttir, mezzósópran, og und- irleik annast Eyþór Ingi Jónsson. Í DAG FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frum- sýnir annað kvöld, fimmtudags- kvöld, 20. mars nýtt íslenskt leikrit um kímniskáldið Káin, eftir séra Hannes Örn Blandon, prófast Ey- firðinga. Hannes Örn sagðist hafa undirbúið sig vel og unnið mikla heimildarvinnu áður en hann samdi leikritið, allar hans tómstundir hafi farið í að semja þetta verk. Leik- ritið fjallar um uppvaxtarár Káins í Eyjafirði, flutning vestur um haf og líf hans þar. Við sögu koma vin- ir Káins og skáldbræður, Stephan G. og Guttormur J. Guttormsson sem og aðrir samtíðarmenn. Ljóð- um Káins og vísum eru gerð góð skil og hafa Hannes og Eiríkur Bóasson tónlistarstjóri sýningar- innar samið tónlist við kveðskap- inn. Séra Hannes var spurður hvers vegna hann hefði ráðist í að semja verk um Káin og sagði hann að þeir Leifur Guðmundsson, sem er formaður Freyvangsleikhússins, hefðu velt töluvert vöngum og þetta hefði orðið niðurstaðan þar sem hann hafi verið mikill Eyfirð- ingur og ort meðal annars mjög fallegt ljóð um Staðarbyggðarfjall- ið. ,,Ég hef víða leitað fanga á und- anförnum mánuðum, settist svo niður að lokum og lét pennann vinna.“ Þá sagði Hannes að hann vonaði að persónuleiki Káins kæmi skýrt fram í verkinu. „Þetta var ekkert auðvelt, eiginlega mjög erf- itt en afar skemmtilegt og ég hef notið hverrar stundar. Svo erum við með toppfólk á öllum sviðum.“ Um tuttugu leikarar koma fram í sýningunni og leikstjóri er Saga Jónsdóttir, vildi Hannes Örn koma því sérstaklega á framfæri að hún hefði sýnt mikla þolinmæði við æf- ingar og uppsetningu á leikritinu. Sýningin hefst kl. 20.30 í Frey- vangi, Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Hannes Örn Blandon í hlutverki Káins, Leifur Guðmundsson sem Stephan G. Stephansson og Hjálmar Arinbjarnarson í hlutverki Guttorms Guttormssonar. Freyvangsleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt verk Kímniskáldið Káinn ÓLAFUR Rúnar Ólafsson, skipta- stjóri í þrotabúi Íslandsfugls í Dalvík- urbyggð, hitti starfsfólk fyrirtækisins að máli í fyrradag og fór yfir stöðu mála. Unnið var hjá fyrirtækinu á mánudag og þriðjudag og sagði Ólaf- ur Rúnar að einhverjir yrðu að störf- um í dag, miðvikudag, við frágang. „Svo er framhaldið óljóst, t.d. hvort slátrað verður í lok vikunnar, það verður væntanlega ákveðið í dag,“ sagði Ólafur Rúnar. Stjórn Íslandsfugls óskaði eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta nú fyrir helgi, en helsta ástæða þess var viðvarandi taprekstur, sem rekja má til ástands á kjötmarkaði þar sem offramboð er ríkjandi. Skiptastjóri sagði hlutverk sitt að fá sem mesta peninga úr þeim verð- mætum sem fyrir hendi væru í fyr- irtækinu og þær leiðir sem helst koma til greina er að selja rekstur í einu lagi eða þá í afmörkuðum ein- ingum. Ólafur Rúnar sagði ekki ljóst nú hvor kosturinn yrði ofan á. Hann nefndi að rekstur kjúklingabús væri þó þess eðlis að ef hann stöðvaðist yrði erfiðara en ella að koma honum í gang á ný. Framhaldið óljóst Gjaldþrot Íslandsfugls NIÐURSTAÐA kærunefndar jafn- réttismála í máli Soffíu Gísladóttur var til umræðu á síðasta fundi jafn- réttis- og fjölskyldunefndar. Tals- verðar umræður urðu um málið og að gefnu tilefni, eins og segir í bókun nefndarinnar, og leggur hún áherslu á að leitað verði ráðgjafar jafnrétt- isfulltrúa ef bæjarstjórn eða fag- nefndir ráða í störf hjá Akureyr- arbæ. Soffía sótti um stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar en karlmaður var ráðinn í stöðuna. Mál- ið fór fyrir kærunefnd jafnréttis- mála, sem úrskurðaði að Akureyr- arbær hefði með ráðningunni brotið lög um jafna stöðu kvenna og karla. Þótti Soffía, að mati kærunefndar, standa karlinum framar, m.a. hvað varðar menntun og reynslu. Soffía hefur ákveðið að höfða ekki mál gegn Akureyrarbæ, né krefjast bóta. Bærinn hefur heldur ekki boðið henni bætur. Björn Snæbjörnsson formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar sagði að miðað við það sem á undan væri gengið, legði nefndin mikla áherslu á að farið væri betur ofan í þessa hluti en hingað til hefur verið gert. „Þannig að menn séu ekki að fá svona hluti upp á borðið enn og aftur. Það er orðið mjög neikvætt fyrir bæjarfélagið að varla sé ráðið í stöð- ur án þess að málið sé kært til kæru- nefndar jafnréttismála. Hins vegar má svo alltaf deila um úrskurð nefndarinnar. En við viljum meina að fara þurfi betur ofan í hlutina og leita þá til þeirra sem hafa þekkingu á jafnréttismálum, eins og t.d. jafn- réttisfulltrúinn okkar.“ Björn sagði að í úrskurði kæru- nefndar jafnréttismála væri vitnað mjög stíft í jafnréttisáætlun Akur- eyrarbæjar. „Ef of sterkt er að orði kveðið í jafnréttisáætluninni, er það þá eitthvað sem menn verða að skoða. Jafnréttisáætlunin er í endur- skoðun, m.a. með það að markmiði að gera hana svipaða og fjölskyldu- stefnuna, með ábyrgðaraðila og fleira.“ Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar Leitað verði ráð- gjafar jafnréttisfull- trúa við ráðningar klukkustund að ná tökum á eldinum en fjölmennt lið slökkviliðsmanna naut aðstoðar starfsmanna fram- kvæmdadeildar bæjarins við slökkvistarfið. Hann sagði að þarna hefði getað farið verr enda jarðveg- urinn óvenju þurr miðað við árstíma og mikil sina. „Þetta var rosalega SLÖKKVILIÐ Akureyrar barðist við sinueld í Lækjargili í Innbænum á Akureyri um miðjan dag í gær. Íbúi þar var að kveikja í rusli við hús sitt en missti tökin á eldinum með þeim afleiðingum að það kviknaði í sinu við garðinn og breiddist hann hratt út og upp eftir hlíðinni á bak við húsið. Mikinn reyk lagði frá brunanum til norðurs og að sögn Ingimars Eydal aðstoðarslökkvi- liðsstjóra barst einhver reykur inn í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tæknimenn á FSA brugðust skjótt við og slökktu fljótlega á loftræsti- kerfi spítalans og komu þannig í veg fyrir frekari reykmettun þar og ekki kom til þess að flytja þyrfti fólk af sjúkrahúsinu. Þá barst reykur í nálæg hús sem reykurinn fór yfir. Ingimar sagði að eftir að fyrstu menn komu á staðinn hefði verið kallað eftir aukamannskap og meira vatni. Hann sagði það hafa tekið um magnaður eldur og menn höfðu á orði að þetta hefði frekar minnt á skógareld en sinubruna. Eldtung- urnar voru allt að metraháar og mönnum leist því ekki á blikuna á tímabili. Þetta fór vel en minnir okk- ur á það að menn eiga ekki að vera að fikta með eld úti í náttúrunni.“ Mikill sinueldur í Lækjargili Slökkviliðsmenn á Akureyri berjast við sinubrunann í Lækjargili. Morgunblaðið/Kristján Mikinn reyk lagði frá brunanum og liðaðist hann yfir bæinn til norðurs, austan við Fjórðungssjúkrahúsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.