Morgunblaðið - 19.03.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 19.03.2003, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 25 SKATTAR á tekjur einstaklinga (tekjuskattur til ríkis og útsvar til sveitarfélaga) hafa hækkað veru- lega síðan núverandi skattkerfi var tekið upp árið 1988 og hefur hækk- unin orðið mest á lægri launin. Skattbyrðin á lægstu laun hefur líka aukist mikið þó miðað sé við hækkun frá árinu 1990 eða frá árinu 1994 þrátt fyrir að skatthlut- fall staðgreiðslu hafi lækkað frá báðum þessum árum. Þetta skýrist af því að skattleys- ismörk hafa í gegnum tíðina dregist verulega aftur úr launaþróun þann- ig að greiddur er skattur af stærri hluta tekna en áður, svo þó að skatthlutfall staðgreiðslu lækki dugar það ekki til, þannig að skatt- byrði (skattar sem hlutfall af tekjum) hækkar. Þetta hefur þyngt skattbyrði hinna lægst launuðu mest. 1988–2003 Skattur er aðeins greiddur af tekjum yfir skattleysismörkum. Skattleysismörk voru 44.182 kr. á mánuði árið 1988 en nú eru þau 69.585 kr. Ef þau hefðu aðeins hækkað eins og verðlag á þessum tíma væru þau nú 96.009 kr. eða 26.424 kr. hærri en þau eru í dag. Ef þau hefðu hinsvegar fylgt launa- vísitölu væru þau nú 108.509 kr. Frá árinu 1988 hefur skatthutfall einnig hækkað úr 35,2% í 38,5% svo ljóst er að skattar á tekjur hafa hækkað síðan þá. Mest er hækk- unin þó á lægstu tekjurnar vegna lægri skattleysismarka að raun- gildi. Dæmi Tökum dæmi af einstaklingi sem var með 44.182 kr. í tekur árið 1988 og var því alveg við skattleysis- mörkin. Ef tekjur hans hefðu að- eins hækkað eins og verðlag, þ.e. stóðu í raun í stað miðað við kaup- mátt og náðu því ekki að fylgja launaþróun í landinu, væru þær í dag 96.009 kr. Þar sem hann var við skattleysismörkin 1988 greiddi hann ekki skatt og því fóru 0% launa hans í skatt á tekjur það ár. Hinsvegar greiðir hann 10.190 kr. í skatt vegna tekna sinna nú í ár, eða 10,6% tekna sinna. Þessi 10,6% er aukin skattbyrði á þessum tíma þó tekjur hans séu þær sömu að raun- virði. Skattleysismörk þyrftu því að hækka fyrir hann í 96.009 kr. svo hann stæði í stað (sjá töflu). Það skal tekið fram að hjá þeim sem eru yngri en 70 ára og greiða því enn í lífeyrissjóð hafa skattar á lægri laun líka hækkað þó í minna mæli sé þar sem iðgjaldshluti laun- þega í lífeyrissjóð er nú undanþeg- inn skatti á tekjur. Sá sem hefði sömu tekjur og í dæminu hér að of- an þarf þá að greiða 8.706 kr. eða 9,1% tekna sinna í skatt 2003 þó hann greiddi ekkert árið 1988. 1990–2003 Þrátt fyrir að tekjuskattshlutfall- ið hafi lækkað frá árinu 1990 eða úr 39,75% í 38,55% árið 2003 hafa skattar hækkað verulega á lægstu tekjur vegna þróunar skattleysis- marka. Skattleysismörkin hækkuðu úr 53.988 kr. á mánuði árið 1990 í 69.585 kr. árið 2003 en það var ekki nærri nóg. Ef þau hefðu aðeins hækkað eins og verðlag þessi ár ættu þau að vera 84.340 kr. árið 2003. Ef þau hefðu hækkað eins og launavísitalan þennan tíma ættu þau að vera 110.208 kr. Við getum tekið dæmi um eldri borgara þar sem laun hækkuðu að- eins jafnmikið og verðlag þ.e. stóðu í raun í stað miðað við kaupmátt og náðu því ekki að fylgja launaþróun í landinu. Ef hann var með 64.012 kr. á mánuði í tekjur árið 1990 þá væru tekjur hans nú, uppfærðar með verðlagi 100.000 kr. Hann greiddi þá 3.989 kr. eða 6,2% tekna sinna í skatt árið 1990 en greiðir nú 11.722 kr. eða 11,7% tekna sinna í sama skatt. Skattbyrði hans hefur því aukist verulega þrátt fyrr lækkun skattprósentunnar. Fyrir þennan mann þyrfti skattprósentan að lækka úr 38,55% í 20,49% miðað við óbreytt skattleysismörk svo hann hækkaði ekki í skattbyrði. Þetta sýnir hve varasamt er að líta ein- ungis á skatthlutfall staðgreiðslu. 1994–2003 Þrátt fyrir að skatthlutfall stað- greiðslu hafi lækkað frá árinu 1994 úr 41,84% í 38,55% árið 2003 hafa skattar á tekjur þeirra sem eru yfir 70 ára og með lægri tekjur hækkað. Dæmi Sá einstaklingur sem var með 74.923 kr. árið 1994 greiddi 7.418 kr. á mánuði í skatt á tekjur eða 9,9% tekna sinna. Ef tekjur hans hefðu aðeins hækkað eins og verð- lag þ.e. staðið í raun í stað miðað við kaupmátt og því ekki náð að fylgja launaþróun í landinu væru þær nú orðnar 100.000 kr. Þessi að- ili greiðir nú 11.725 kr. á mánuði í skatt á tekjur eða 11,7% af tekjum sínum. Skatthlutfallið þyrfti því að lækka í 32,56% hjá þessum aðila svo hann héldi eftir jafn miklu af tekjum sínum. Í raun greiða allir þeir yfir 70 ára sem eru með rúm- lega 155.000 kr. á mánuði og minna hærri tekjuskatta en áður þó að tekjur þeirra hafi hækkað minna en laun almennt. Enn og aftur: Skatthlutfall stað- greiðslu eitt og sér segir lítið sem ekkert um skattbyrði. Það þarf að skoða samspil skatthlutfalls og skattleysismarka til að sjá hve hátt hlutfall tekna fer í skatt. Skattar hafa hækkað á lægri tekjur Eftir Einar Árnason og Ólaf Ólafsson „Skatthlutfall stað- greiðslu eitt og sér seg- ir lítið sem ekkert um skattbyrði.“ Einar er hagfræðingur og Ólafur er formaður Félags eldri borgara. 4   )?@)A    # ABB      3  "%  # "  %  " = ( "%  % C-.C/ ,C0*0 -                 ! "#    "  $# %          2  < % "<   % % C*,C*,) #   = # " "%% =; = ( Í FEBRÚAR sl. flutti ég erindi á ráðstefnu Háskóla Íslands um rannsóknir í félagsvísindum. Í er- indinu var á það bent að hinn óeðlilega langi byggingartími Náttúrufræðahúss, níu ár í stað tveggja, hafi kostað Háskóla Ís- lands stórfé. Þessi framkvæmd væri m.ö.o. dæmi um mistök í innri hagstjórn Háskóla Íslands. Hinn 9. mars sl. ritar formaður byggingarnefndar Náttúrufræða- húss, prófessor Brynjólfur Sig- urðsson, grein í Morgunblaðið þar sem hann gerir athugasemdir við þessar niðurstöður. Röksemdir Brynjólfs eru tvíþættar. Í fyrsta lagi telur hann að nauðsynlegur byggingartími Náttúrurfræðahúss sé umfram þau tvö ár, sem ég mið- aði við. Í öðru lagi telur hann að ég hefði átt að taka tillit til mark- aðsaðstæðna á byggingartíma. Á þessum grundvelli fullyrðir Brynj- ólfur að ekki hafi verið um viðbót- arkostnað vegna hins langa bygg- ingartíma að ræða og að niðurstöður mínar um að innri hagstjórn HÍ hafi brugðist í þessu máli séu rangar. Er byggingartíminn ekki óeðlilega langur? Í grein Brynjólfs er því haldið fram, að eðlilegur byggingartími Náttúrufræðahúss sé miklu lengri en tvö ár. Hann viðurkennir að vísu, að tæknilega hefði verið unnt að ljúka verkinu á tveimur árum. Hins vegar eigi þá eftir að taka til- lit til hönnunartíma, þess að húsið er tæknilega margbrotið og ástand á byggingarmarkaði sveiflukennt, en allt þetta lengi byggingartím- ann. Nú vill svo vel til, að ekki er þörf á að karpa um þetta mál. Á byggingartíma Náttúrurfræðahúss hefur ekki ósvipuð bygging risið á sömu slóðum í Vatnsmýrinni. Þetta er bygging Íslenskrar erfða- greiningar, deCODE Genetics. Þetta nús er næstum tvöfalt stærra en Náttúrufræðahúsið. Það er ekki síður vandað og marg- brotið og hýsir enn viðkvæmari starfsemi. Auk þeirra rannsókn- arstofa, sem bæði húsin hafa, er í húsi Íslenskrar erfðagreiningar af- skaplega umfangsmikið og dýrt tölvu- og gagnagrunnskerfi, sem á sér enga hliðstæðu í Náttúru- fræðahúsi. Hús Íslenskrar erfðagreiningar er m.ö.o. bæði miklu stærra og þjónar að minnsta kosti jafnmikl- um og sennilega talsvert meiri vís- indalegum og tæknilegum kröfum en Náttúrufræðahúsið. Samt var byggingartími húss Íslenskrar erfðagreiningar vel innan við tvö ár. Frá því að hafist var handa við að grafa grunn var byggingartím- inn 15 mánuðir. Að meðtöldum hönnunartíma var byggingartím- inn 19 mánuðir. Það er því í hrópandi mótsögn við fyrirliggjandi staðreyndir að halda því fram að nauðsynlegur byggingartími Náttúrufræðihúss sé langt umfram tvö ár, hvað þá níu ár. Miðað við bygginartíma húss Íslenskrar erfðagreiningar er sá tveggja ára byggingartími, sem miðað var við í mínum reikningum, meira að segja ríflegur. Mikilvægt er að átta sig á því, að byggingartími húss Íslenskrar erfðagreiningar er ekki einsdæmi. Til þess að spara fjármagnskostn- að og auka byggingarhagkvæmni er það jafnan keppikefli skyn- samra stjórnenda að stytta bygg- ingartíma eins og unnt er. Af þess- um sökum eru flestar stórbygg- ingar nú til dags reistar á mjög skömmum tíma. Það er algerlega ný hagfræði að hagkvæmt sé að draga byggingarframkvæmdir á langinn. Hagstæðir verksamningar Hin röksemd Brynjólfs lýtur að hagstæðum verksamningum. Til þess að sú röksemd Brynjólfs sé skiljanleg verður að gera ráð fyrir því að hinn langi byggingartími hafi leitt til hagkvæmari samninga. Það ætti þá jafnframt að þýða, að byggingarframkvæmdir hafi verið í öfugu hlutfalli við eftirspurn og verð á byggingarmarkaði. Þegar litið er yfir byggingarferil Náttúrufræðahúss kemur hins vegar ekkert slíkt í ljós. Bygging- arframkvæmdir eru tiltölulega litl- ar (100 m. kr. árlega) á árunum 1995–7 þegar verðlag var hagstætt á byggingarmarkaði, en tiltölulega miklar (200 m. kr. árlega) á ár- unum 1998–2000, þegar bygging- arverðlag fór mjög hækkandi. Hafi markmiðið verið að nýta sveiflur á byggingarmarkaði til að byggja sem ódýrast, eins og Brynjólfur heldur fram, hefði aug- ljóslega verið hagkvæmast að ljúka byggingunni á árunum 1995–7 í stað þess að draga hana svo á langinn sem raun ber vitni. Lokaorð Brynjólfur heldur því fram að staðhæfingar mínar um of langan byggingartíma Náttúrufræðahúss standist ekki. Með því er hann að segja að níu ára byggingartími þessa húss sé eðlilegur. Ég tel á hinn bóginn að um þetta atriði þurfi ekki að deila. Fjölmörg dæmi frá hliðstæðum stórbyggingum innanlands sanni, að byggingu á borð við Náttúrufræðahúsið sé hæglega unnt að hanna og reisa á jafnvel skemmri tíma, en ég gerði ráð fyrir. Í framhaldi af þessu heldur Brynjólfur að sú staðhæfing mín að innri hagstjórn Háskóla Íslands hafi brugðist í þessu máli sé röng. Ég tel á hinn bóginn að málflutn- ingur hans í þessu máli sé vísbend- ing um að innri hagstjórn Háskóla Íslands hvað þessar byggingar- framkvæmdir snertir hafi jafnvel verið enn veikari en ég gerði ráð fyrir. Illt er að gera kostnaðarsöm mistök. Verra er að kannast ekki við þau sem gerð hafa verið. Að verja hið óverjanlega Eftir Ragnar Árnason Höfundur er prófessor í hagfræði í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. „…byggingu á borð við Náttúru- fræðihúsið sé hæglega unnt að hanna og reisa á jafnvel skemmri tíma en ég gerði ráð fyrir.“ ( C    5    #      AB5D 4   B?)B5 # DEF   G;  % ..C/* "%  /0** " (<# "< "  % "<  % % %< "% % = (  # "  J  # "  7"% "( %  %  " = ( "% /0** /0*0 /00 /00/ /00 /00, /00. /00+ /00- /00) /00* /000 ,K ..C/* +,C+/) -/C.+* -+C-,0 -*C*0 )C*)) )/C0,, ),C/+* ).C* )-C/+) ))C. *C*+ *.C0* *0C)/- 0.C 0-C ..C/* .0C,-) +,C0** +*C)+ -C/.. +)C.)) +)C/0, +*C./- +*C+ +*C.-- +0C*-) -C*.* -,C.** -+C/, -)C.-* -0C+*+  .C/+ )C.) -C**0 )C0.+ /,C. /.C). /.C). /-C*, /)C-0/ /)C++) /0C,) C-/ .C+*. -C++- -C. ,+ ,) ). ,0 )0 ,0 )0 ,0 *+ ./ ,. ./ *. ./ 0, ./ 0. ./ ,0 ,* ,. ,* ,) ,* )- ,* +. ,* ++  /C+-- C0) C)./ ,C/-- +C+. -C/-) -C/*/ -C* )C0* -C*+/ )C,)- )C0 0C+ /C,+ /C/*) ..C/* +/C0+/ +*C.*- -C*0* -.C0 -+C,,) -+C)-- --C0)) -)C0)- -*C*+0 )C+), )C)/ )-C/0 *C/*) *,C)*0 *+C*   0J . *J . . )J ) *J * -J * .J 0 /J 0 -J * *J 0 0 .J / -J / 0J / -J &> #;( % "<  % , % 0-C0 "% "( %      C3  % C-C.,. &"  '9% %  & #!( $   "< !# " B % C K3    " B %   /J=;%% "  #   !#,C mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.