Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 27 EIRÍKUR Tómasson, forseti lagadeildar HÍ, lét svo ummælt í morgunþætti á einni sjónvarps- stöðinni, mánudaginn 17. mars, að væri litið á námskrá lagadeildar Háskólans í Reykjavík væri þar ekki að finna sifjarétt, „eina af höfuðgreinum lögfræðinnar“. Gerði deildarforsetinn mikið úr þessari fullyrðingu sinni og taldi hana sýna fram á að þeir sem út- skrifuðust frá lagadeild HR yrðu vanbúnir til að takast á við fjöl- þætt störf dómara og lögmanna. Ályktunin um að allt þurfi að kenna í lagadeildum er í sjálfu sér fráleit enda þurfa þeir lögfræð- ingar, þ.m.t. lögmenn og dómarar, sem ætla að standa undir nafni, að afla sér stöðugt nýrrar þekkingar á sviði lögfræðinnar. Þetta þekkja allir sem við lögfræði hafa starfað. Sifjaréttur er með aðgengilegustu fræðigreinum lögfræðinnar og lítið mál að ná góðum tökum á henni, ef áhugi og vilji er fyrir hendi og við- komandi hefur næg tök á lögfræði- legri aðferðafræði. Hið rétta er hins vegar að fjölskylduréttur, þ.m.t. sifjaréttur, er valgrein í grunnnámi við lagadeild HR og því hluti af námskrá deildarinnar. Þeir nemendur sem þess óska munu því geta sótt nám í sifjarétti á lokaönn í grunnnáminu. Eiríki átti að vera þetta kunnugt. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á fundi sem nýlega var haldinn á vegum Lögfræðingafélagsins og við Eiríkur vorum framsögumenn á. Þar sýndi ég fundarmönnum, þar með Eiríki, samsetningu grunnnámsins á sérstakri skýring- armynd. Þar sást svart á hvítu að sifjaréttur er á námskrá lagadeild- ar HR. Þessar upplýsingar koma einnig fram í kynningarefni sem dreift hefur verið um nám við lagadeild HR, í kennsluskrá HR 2003–2004 og í upplýsingum sem aðgengilegar eru á heimasíðu laga- deildar HR. Um nám eða ekki nám í sifjarétti Eftir Þórð S. Gunnarsson Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. „Fjölskyldu- réttur, þ.m.t. sifja- réttur, er valgrein í grunnnámi við laga- deild HR.“ ALLT frá því í júlí á síðasta ári hafa átt sér stað skörp skoðanaskipti í fjölmiðlum landsins um gildi og gæði laganáms hér á landi, fjár- mögnun háskóla og vafasama við- skiptahætti. Þykir höfundi þó hafa skort nokkuð á innlegg laganema í þessa umræðu, og vill því leggja nokkur orð í belg. Hefur umræðan síðan 1. febrúar síðastliðinn fjallað um stjórnarfrum- varp sem lagt var fyrir Alþingi á dögunum, sem stóð fyrir smávægi- legri, almennri og sjálfsagðri breyt- ingu á lögum um lögmenn. Fyrir ut- an lögleiðingu EES-reglna, sem engan greinir á um, þá snýr breyt- ingin á lögunum að 6. grein laganna, þar sem kveður nú á um að réttindi til að vera héraðsdómslögmaður megi veita þeim sem lokið hefur embættisprófi frá Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi. Stóð frum- varpið fyrir þeirri breytingu að taka ætti út ákvæði um embættispróf frá Háskóla Íslands og setja þess í stað að skilyrðið væri að hafa lokið fulln- aðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi frá lagadeild há- skóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla. Ef litið er á þá umræðu sem skap- ast hefur um ofangreint frumvarp, bæði á síðum Morgunblaðsins, í ljós- vakamiðlum og á málstofum, þá þyk- ir höfundi það með ólíkindum hvað fræðimenn hafa viljað flækja um- ræðuna og villa almenningi, og hugs- anlega þingmönnum, sýn. Það hlýtur að liggja í augum uppi að breytingin snýr einfaldlega að mannréttindum og jafnræði! En umræðan hefur snú- ist um þrjú málefni. Í fyrsta lagi ofangreinda almenna breytingu á lagatextanum (sem varð úrelt um leið og önnur háskólastofnun ákvað að hefja laganám). Í öðru lagi um fjármál háskólanna og meinta mis- jafna samkeppnisstöðu þeirra. Í þriðja lagi um kennslugæði og menntunarskilyrði lögmanna fram- tíðarinnar. Umræða um lágmarksinntak laga- kennslu finnst höfundi á litlum grunni reist. Bent hefur verið á að hvergi í íslenskum lögum er vikið að stöðlum fyrir háskólanám. Hvaða rök eru fyrir því að frelsi í tilhögun laganáms ættu að vera settar skorð- ur? Menn hafa bent á að réttarör- yggi í landinu byggist m.a. á því að lögmenn og dómarar hafi staðgóða grunnmenntun í fræðunum. Virðist Háskóli Íslands, sem ávallt hefur menntað ofangreindar starfsstéttir, vera að reyna að halda í það að ætli aðrir háskólar sér að útskrifa jafn- hæfa lögfræðinga og Háskóli Íslands hefur hingað til gert, þá verði þeir að byggja menntun sinna lögfræðinga á sama grunni og Háskóli Íslands. Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, sem og reyndar flestum er, að það er engin ein töfralausn að því hvernig beri að standa að slíkri kennslu, og ef staðla ætti grunn laganáms, þá væri lítið því til fyrirstöðu að staðla annað háskólanám s.s. viðskiptafræði, tölv- unarfræði, verkfræði, svo dæmi séu tekin. Til gamans mætti rifja það upp að samskonar raddir heyrðust þegar Háskólinn í Reykjavík hugðist út- skrifa viðskiptafræðinga, en fengu hugmyndir um stöðlun þess náms lít- inn hljómgrunn í samfélaginu. Það er mín skoðun, sem og ann- arra, að þessi þrjú mál séu algjörlega aðskilin umfjöllunarefni. Það ber ekki að blanda fjármálum skóla og almennum hæfnisreglum inn í um- ræðu sem snýr eingöngu að almenn- um og stjórnarskrárbundnum mann- réttindum. Þykir höfundi, sem og öðrum samnemendum, mjög miður að frumvarpið hafi ekki fengið betri hljómgrunn hjá allsherjarnefnd Al- þingis en raun ber vitni. Hefði höf- undur vel getað farið löngu máli um öll þau sjónarmið og þann ágreining sem uppi hefur verið um menntunar- skilyrði og fjármál skólanna, en telur að slíkri umræðu verði einfaldlega að finna annan stað. Menn verði að fjalla um málin í réttri röð og finna þeim réttan stað. Málflutningur menntamanna Eftir Húbert Nóa Gunnarsson „Það ber ekki að blanda fjár- málum skóla og al- mennum hæfnisreglum inn í umræðu sem snýr eingöngu að almennum og stjórnarskrárbundn- um mannréttindum.“ Höfundur er nemandi við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.