Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 28

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hækkun fasteignamats og eignarskatts Það er almælt að skatta- stefna síðustu ríkisstjórna hafi hyglað hinum efnameiri á kostnað þeirra sem hafa úr minna að moða. Eitt dæmi um það eru breytingar á fast- eignamati sem tóku gildi 1. des- ember 2001. Leiddu þær til verulegrar hækkunar á fyrra fasteignamati íbúðarhúsnæðis umfram það sem verðbólga gaf tilefni til. Mörg dæmi eru um að tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum hafi hækkað í mati um tvær til fjórar milljónir. Fasteignamat er lagt til grundvallar sem hluti eign- arskattsstofns. Skattfrjáls eign- arskattsstofn við álagningu árið 2002 nam 4.720.000 kr. hjá ein- staklingum og 9.440.000 kr. hjá hjónum eftir 20% hækkun frá árinu 2001. Hækkun fast- eignamatsins varð til þess að við álagningu árið 2002 greiddi fjöldi fólks, sem aðeins á tveggja til fjögurra herbergja íbúðir, eignarskatt í fyrsta sinn á ævinni þrátt fyrir að eigna- eða tekjustaða þess hefði ekki breyst milli ára. Harðast bitn- aði þessi hækkun á ein- staklingum, ekkjum, ekklum og láglaunafólki sem skulda lítið. Sem dæmi má nefna rúmlega fimmtuga einhleypa konu sem á skuldlitla þriggja herbergja blokkaríbúð. Hækkun fast- eignamats á íbúð hennar um rúmar 4.000.000 kr. leiddi til tæplega 60.000 kr. hækkunar á eignarskatti árið 2002, þar með talinn sérstakur eignarskattur, svonefndur Þjóðarbókhlöðu- skattur. Þar með er sagan ekki öll. Viðkomandi átti um 2.000.000 í verðbréfum sem samkvæmt bráðabirgðaákvæði höfðu verið skattfrjáls við álagningu árið 2001. Þetta bráðabirgðaákvæði var fellt niður við álagningu árið 2002 og hafði í för með sér um 30.000 kr. hækkun á eignarskatti. Þessi kona vinnur við láglaunastörf og á ekki aðrar eignir en íbúð og umrædd verðbréf. Annað dæmi má nefna um 72 ára gamlan ein- hleypan karlmann. Hækkun fasteignamats á íbúð hans þýddi álagningu 36.000 kr. eign- arskatts. Hann framfleytir sér af lífeyrisgreiðslum og á ein- göngu eina íbúð. Þriðja dæmið er um einstæða móður eins barns sem er í menntaskóla. Hún býr í kjallaraíbúð og árs- tekjur hennar nema um 1.200.000 kr. Nýtt og breytt fasteignamat leiddi til um 50.000 kr. hækkunar eign- arskatts. Hækkun fast- eignamatsins hefur einnig orðið til þess að vaxtabætur til fjöl- margra hafa skerst umtalsvert „Skattaskandall“ Eftir Atla Gíslason „Rétta verður hlut verka- fólks, eldri borgara og barna- fjölskyldna með hækkun skattleysismarka í eign- arskatti og tekjuskatti.“ ATHYGLISVERÐ þróun hefur orðið í stjórnmálum á þessum vetri, einkum hvað varðar stöðu Samfylkingarinnar. Í viðtali við DV sl. haust lýsti formaður Sam- fylkingarinnar, Össur Skarphéð- insson, yfir sérstakri ánægju sinni með það hvernig Samfylk- ingin væri að þroskast í það sem hann kallaði klassískan vestur- evrópskan sósíaldemókrata- flokk, „sem væru meiri miðju flokkar en þeir væru vinstri flokkar“. Samfylkingin hefur í takt við þetta einnig undir- strikað með ýmsum hætti stöðu sína inn undir miðju eða á miðju stjórnmálanna. Það lýsir sér t.d. með stuðningi við stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar; með stuðn- ingi, stundum skilyrtum að vísu, við einkavæðingu, með stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar í ut- anríkismálum í aðalatriðum, t.d. studdi Samfylkingin loftárásir á Afganistan og styður veru er- lends hers í landinu og aðild að NATO. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum gefið okkur að leiðir okkar og hinna stjórnarandstöðuflokkanna lægju þó í öllu falli saman í því að við vildum fella ríkisstjórnina og taka við stjórnartaumunum. Við höfum gefið þessari baráttu okk- ar vörumerkið „velferðarstjórn í vor“ til að undirstrika að það er ekki síst á sviði velferðarmála sem við viljum snúa við blaðinu. Biðlað til hægri Mikla athygli vekja yfirlýs- ingar tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar að und- anförnu um mögulega sam- starfsaðila í ríkisstjórn. Annars vegar lýsti Margrét Frímanns- dóttir þeirri skoðun sinni í þætti með Jóni Ársæli á Stöð 2 nú sunnudagskvöldið 16. mars sl. að óskasamstarfsaðili Samfylking- arinnar í ríkisstjórn sé Fram- sóknarflokkurinn. Hins vegar birtist grein eftir Ellert B. Schram í Mbl. degi síðar, mánu- daginn 17. mars, þar sem mikið er lagt upp úr því að fullvissa les- endur um að samstarf Samfylk- ingarinnar og Sjálfstæðisflokks- ins hafi síður en svo verið útilokað: „Nú stendur það að vísu hvergi skráð að sigur Sam- fylkingarinnar sé ávísun á ein- hverja vinstri stjórn. Það segir enginn, svo best ég veit, að Sam- fylkingin útiloki samstarf með Sjálfstæðisflokknum …“ Hinn kosturinn sem nefndur er í grein Ellerts er samstarf með Fram- sóknarflokknum og slíka stjórn telur Ellert, alveg réttilega, ástæðulaust að kalla vinstri stjórn. Sem sagt, engin vinstri stjórn í kortum Ellerts. Völd til hvers? Yfirbragð kosningabaráttu Samfylkingarinnar allt frá haustdögum, er athyglisvert. Áherslan sem þar er lögð á per- sónur eða öllu heldur persónu, á embættin og áherslan á það að komast í ríkisstjórn stendur upp úr. Orkan fer ekki í að ræða um hvað væntanlegt ríkisstjórn- arsamstarf eigi að snúast heldur með hverjum það verði. Fyrir Samstarf með Sjálfstæðisflok Eftir Steingrím J. Sigfússon „Orkan fer ekki í að ræða um hvað væntanlegt rík- isstjórnarsamstarf eigi að snúast heldur með hverjum.“ EITT helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjör- tímabilinu hefur verið að und- irbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætl- un fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna. Áætlunin er í senn fjárfestingaáætlun og sam- göngustefna stjórnvalda. Fjallað er um mál er tengjast fjárfestingum í samgöngu- mannvirkjum skv. fjárlögum, þ.m.t. vegir, hafnir og flugvellir, umhverfis- og öryggismál og málefni vöru- og fólksflutninga. Lögð er rík áhersla á útboð í allri þessari vinnu, sbr. aukinn fjölda útboða er tengjast ferju- rekstri og flugleiðum innan- lands. Samgönguráð gerði tillögu til samgönguráðherra um fram- kvæmdir á sviði vega-, hafna- og flugmála til næstu 12 ára, þ.e. fyrir árin 2003– 2014. Á grundvelli þeirra tillagna var lögð fram og sam- þykkt á Alþingi þingsályktun- artillaga sem felur í sér rammaáætlun um framkvæmdir næstu tólf árin. Jafnframt var sam- þykkt nákvæmari framkvæmdaáætl- un til næstu fjögurra ára, 2003– 2006. Ekki er nokkur vafi að samgönguáætlun markar mik- ilvæg tímamót í heildstæðri áætlunargerð í samgöngu- málum Íslendinga. Í upphafi kjörtímabilsins var samþykkt flugmálaáætlun 2000–2003, hafnaáætlun 2001– 2004, sjóvarnaáætlun 2001– Samgönguáætlun mark Eftir Sturlu Böðvarsson „Með þessum auknu framlögum til vega- mála munu verða stórstígar framfarir á vegakerfi landsins.“ ELDRAUN BLAIRS Tony Blair, forsætisráðherra Bret-lands, flutti í gærdag ástríðufullaræðu í breska þinginu þar sem hann færði rök að því að hrekja þyrfti Saddam Hussein, forseta Íraks, frá völd- um. Í gærkvöldi var síðan gengið til at- kvæða í breska þinginu um beiðni stjórn- arinnar um stuðning við þátttöku Breta í hernaði í Írak. Beiðni stjórnarinnar var samþykkt með öruggum meirihluta, en hún þurfti að treysta á stuðning úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins því að mikill fjöldi þingmanna Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn henni og sýndi það greinilega þann ágreining, sem ríkir inn- an stjórnarflokksins um stefnu breska forsætisráðherrans. Í gærkvöldi var talið að 139 þingmenn Verkamannaflokksins hefðu greitt atkvæði gegn stjórninni, en um tíma var óttast að andstaðan yrði mun meiri. Þessi ágreiningur kom fram í því að tveir lágt settir ráðherrar í stjórn Blairs sögðu í gær af sér og fóru þar að dæmi Robins Cooks, fyrrverandi utanríkisráð- herra, sem sagði á mánudag af sér stöðu leiðtoga stjórnarinnar í neðri deild breska þingsins til að mótmæla áformum Blairs um að hefja hernað í Írak án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna eða bresku þjóðarinnar. Clare Short, ráðherra þróunaraðstoð- ar, sem hafði sakað Blair um glannaskap og sagst ætla að segja sig úr stjórninni, ákvað hins vegar að gera það ekki, þótt hún kvæðist áfram vera mjög gagnrýnin á það hvernig stjórnin hefði gengið fram í Íraksmálinu. Blair spurði í ræðu sinni hvers vegna væri svo mikilvægt að hann héldi fast við stefnu sína og svaraði: „Vegna þess að niðurstaða þessa máls mun skipta sköp- um um meira en örlög Íraksstjórnar og framtíð írösku þjóðarinnar, sem svo lengi hefur þurft að þola valdníðslu Saddams. Hún mun skera úr um það hvernig Bret- ar og heimurinn munu bregðast við helstu ógn við öryggi á 21. öldinni; þróun Sameinuðu þjóðanna; samskipti Evrópu og Bandaríkjanna; samskiptin innan Evrópu og hvernig Bandaríkjamenn um- gangast restina af heiminum. [Niður- staðan] mun skera úr um mynstur alþjóð- legra stjórnmála fyrir komandi kynslóð.“ Sennilega átti enginn þjóðarleiðtogi meiri þátt í að koma því til leiðar að að- gerðir Slobodans Milosevic gegn Albön- um í Kosovo voru stöðvaðar en Blair. Þá gekk hann fram í nafni mannúðar og tókst á endanum að hvetja trega Banda- ríkjamenn til dáða. Blair hafði mannúð- ina einnig að leiðarljósi í ræðu sinni í gær. Hann lýsti grimmdarverkum harð- stjórans í Bagdad í þaula og málaði dökka mynd af þeirri áþján, sem Saddam Hussein hefði kallað yfir írösku þjóðina. Blair lagði mikla áherslu á að knýja ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna til að sam- þykkja aðra ályktun um Írak og fá þann- ig víðtækari stuðning við hernað á hendur Írökum. Hann lýsti í gær yfir mikilli beiskju í garð Frakka, sem lýstu yfir því að þeir myndu beita neitunar- valdi til að fella slíka tillögu. Sagði hann að harmleikurinn í þessu væri sá að með samþykkt annarrar ályktunar hefði Saddam ef til vill látið undan. Blair spurði hvort hann ætti að þurfa að segja bandamönnum sínum að Bretar hefðu brugðist á þeirri stundu, sem þeir þyrftu á stuðningi þeirra að halda og gaf til kynna að þá gæti farið svo að hann segði af sér með því að segja að hann myndi ekki taka þátt í að marka þá stefnu. Það var ljóst frá upphafi að stjórnin hefði nægan stuðning og hann myndi ekki þurfa að standa við þau orð. Það er hins vegar mikið til í því að Blair er nú að ganga í gegnum sína mestu eldraun frá því hann varð forsætisráðherra fyrir sex árum. Áform um hernað í Írak mæta mikilli andstöðu meðal hans eigin flokks- manna og meirihluti bresku þjóðarinnar er andvígur þeim. En Blair virðist hætt- ur að láta stjórnast af skoðanakönnunum heldur fer þvert gegn almenningsálitinu. 45 þúsund breskir hermenn eru nú komnir á vettvang í Persaflóa. Blair bar sigur úr býtum í gær og hlaut meira að segja lof gagnrýnenda sinna fyrir að hafa lagt sig allan fram um að knýja öryggis- ráðið til að afgreiða aðra ályktun, þótt ekki hefði hann erindi sem erfiði. Það hefði sennilega á margan hátt orð- ið þægilegra fyrir Blair og öruggara að fylgja Þjóðverjum og Frökkum að málum í Íraksdeilunni og láta Bandaríkjamönn- um Íraka eftir. Hann ákvað hins vegar að standa og falla með ákvörðun sinni um að kominn sé tími til að binda enda á valda- setu Saddams Husseins í Írak. AFDRIF DÓTTUR VERU HERTZSCH Mikið hefur verið fjallað um afdrifVeru Hertzsch og Erlu Sólveigar, dóttur hennar og Benjamíns H.J. Ei- ríkssonar. Þegar er komið í ljós að Vera lést í fangabúðum í Karaganda í Kaz- akhstan árið 1943. Á laugardag var haldið málþing um Veru í tilefni af því að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá andláti hennar og kom þar fram í máli doktors Jóns Ólafssonar, að hann teldi enn mögulegt að komast að því hver af- drif Erlu Sólveigar urðu. Vera kynntist Benjamín í Moskvu 1935 er hann var þar í hagfræðinámi. Benjamín fór frá Moskvu í desember 1936 og var Vera þá komin sex mánuði á leið með barn þeirra. Erla Sólveig fæddist í mars 1937, en skömmu síðar var Abram Rozenblum, fyrrverandi maður Veru, leiddur fyrir herdómstól og síðan skotinn fyrir meint landráð. Í september 1937 var Vera dæmd í átta ára fangelsi fyrir að hafa verið gift ætt- jarðarsvikara og gilti einu að þau voru skilin. Segir Halldór Laxness frá því í Skáldatíma að hann hafi verið viðstadd- ur þegar Vera var handtekin og kemur fram í frásögn hans að barnið muni hafa verið sent á munaðarleysingjahæli. Hins vegar er óljóst hvað varð um barn- ið og kemur fram í einni heimild að dóttir Veruhafi fylgt henni í fangabúðir í Temnikov í Mordovíu. Benjamín H.J. Eiríksson reyndi mik- ið að hafa uppi á Veru og dóttur sinni og í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Guðbjörgu, dóttur Benjamíns, að æski- legt sé að málið verði skoðað frekar: „Maður vill fá botn í málið þó að maður geri sér grein fyrir því að að sumu leyti er betra að vita ekki neitt – þetta er þvílíkur hryllingur að því meira sem maður veit því verra verður það. Ég er ekkert mjög bjartsýn og geri mér engar vonir um hamingjuríkan endi á mál- unum þar sem hálfsystir mín finnst og allt leikur í lyndi hjá henni. Það er ekki útilokað, en það er ekki það sem maður býst við.“ Talsvert hefur verið unnið í þessu máli og kom fram í máli Jóns Ólafs- sonar að enn væru gögn, sem ekki hefðu verið könnuð. Sagði hann að hægt væri á nokkrum vikum að fara yfir þau gögn, sem hægt væri að kanna. Íslensk stjórnvöld hafa þegar hjálpað til við eft- irgrennslan í þessu máli og ættu að greiða fyrir því að unnt verði að grafast fyrir um afdrif Erlu Sólveigar – ef þess er þá nokkur kostur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.