Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hækkun fasteignamats og eignarskatts Það er almælt að skatta- stefna síðustu ríkisstjórna hafi hyglað hinum efnameiri á kostnað þeirra sem hafa úr minna að moða. Eitt dæmi um það eru breytingar á fast- eignamati sem tóku gildi 1. des- ember 2001. Leiddu þær til verulegrar hækkunar á fyrra fasteignamati íbúðarhúsnæðis umfram það sem verðbólga gaf tilefni til. Mörg dæmi eru um að tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum hafi hækkað í mati um tvær til fjórar milljónir. Fasteignamat er lagt til grundvallar sem hluti eign- arskattsstofns. Skattfrjáls eign- arskattsstofn við álagningu árið 2002 nam 4.720.000 kr. hjá ein- staklingum og 9.440.000 kr. hjá hjónum eftir 20% hækkun frá árinu 2001. Hækkun fast- eignamatsins varð til þess að við álagningu árið 2002 greiddi fjöldi fólks, sem aðeins á tveggja til fjögurra herbergja íbúðir, eignarskatt í fyrsta sinn á ævinni þrátt fyrir að eigna- eða tekjustaða þess hefði ekki breyst milli ára. Harðast bitn- aði þessi hækkun á ein- staklingum, ekkjum, ekklum og láglaunafólki sem skulda lítið. Sem dæmi má nefna rúmlega fimmtuga einhleypa konu sem á skuldlitla þriggja herbergja blokkaríbúð. Hækkun fast- eignamats á íbúð hennar um rúmar 4.000.000 kr. leiddi til tæplega 60.000 kr. hækkunar á eignarskatti árið 2002, þar með talinn sérstakur eignarskattur, svonefndur Þjóðarbókhlöðu- skattur. Þar með er sagan ekki öll. Viðkomandi átti um 2.000.000 í verðbréfum sem samkvæmt bráðabirgðaákvæði höfðu verið skattfrjáls við álagningu árið 2001. Þetta bráðabirgðaákvæði var fellt niður við álagningu árið 2002 og hafði í för með sér um 30.000 kr. hækkun á eignarskatti. Þessi kona vinnur við láglaunastörf og á ekki aðrar eignir en íbúð og umrædd verðbréf. Annað dæmi má nefna um 72 ára gamlan ein- hleypan karlmann. Hækkun fasteignamats á íbúð hans þýddi álagningu 36.000 kr. eign- arskatts. Hann framfleytir sér af lífeyrisgreiðslum og á ein- göngu eina íbúð. Þriðja dæmið er um einstæða móður eins barns sem er í menntaskóla. Hún býr í kjallaraíbúð og árs- tekjur hennar nema um 1.200.000 kr. Nýtt og breytt fasteignamat leiddi til um 50.000 kr. hækkunar eign- arskatts. Hækkun fast- eignamatsins hefur einnig orðið til þess að vaxtabætur til fjöl- margra hafa skerst umtalsvert „Skattaskandall“ Eftir Atla Gíslason „Rétta verður hlut verka- fólks, eldri borgara og barna- fjölskyldna með hækkun skattleysismarka í eign- arskatti og tekjuskatti.“ ATHYGLISVERÐ þróun hefur orðið í stjórnmálum á þessum vetri, einkum hvað varðar stöðu Samfylkingarinnar. Í viðtali við DV sl. haust lýsti formaður Sam- fylkingarinnar, Össur Skarphéð- insson, yfir sérstakri ánægju sinni með það hvernig Samfylk- ingin væri að þroskast í það sem hann kallaði klassískan vestur- evrópskan sósíaldemókrata- flokk, „sem væru meiri miðju flokkar en þeir væru vinstri flokkar“. Samfylkingin hefur í takt við þetta einnig undir- strikað með ýmsum hætti stöðu sína inn undir miðju eða á miðju stjórnmálanna. Það lýsir sér t.d. með stuðningi við stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar; með stuðn- ingi, stundum skilyrtum að vísu, við einkavæðingu, með stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar í ut- anríkismálum í aðalatriðum, t.d. studdi Samfylkingin loftárásir á Afganistan og styður veru er- lends hers í landinu og aðild að NATO. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum gefið okkur að leiðir okkar og hinna stjórnarandstöðuflokkanna lægju þó í öllu falli saman í því að við vildum fella ríkisstjórnina og taka við stjórnartaumunum. Við höfum gefið þessari baráttu okk- ar vörumerkið „velferðarstjórn í vor“ til að undirstrika að það er ekki síst á sviði velferðarmála sem við viljum snúa við blaðinu. Biðlað til hægri Mikla athygli vekja yfirlýs- ingar tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar að und- anförnu um mögulega sam- starfsaðila í ríkisstjórn. Annars vegar lýsti Margrét Frímanns- dóttir þeirri skoðun sinni í þætti með Jóni Ársæli á Stöð 2 nú sunnudagskvöldið 16. mars sl. að óskasamstarfsaðili Samfylking- arinnar í ríkisstjórn sé Fram- sóknarflokkurinn. Hins vegar birtist grein eftir Ellert B. Schram í Mbl. degi síðar, mánu- daginn 17. mars, þar sem mikið er lagt upp úr því að fullvissa les- endur um að samstarf Samfylk- ingarinnar og Sjálfstæðisflokks- ins hafi síður en svo verið útilokað: „Nú stendur það að vísu hvergi skráð að sigur Sam- fylkingarinnar sé ávísun á ein- hverja vinstri stjórn. Það segir enginn, svo best ég veit, að Sam- fylkingin útiloki samstarf með Sjálfstæðisflokknum …“ Hinn kosturinn sem nefndur er í grein Ellerts er samstarf með Fram- sóknarflokknum og slíka stjórn telur Ellert, alveg réttilega, ástæðulaust að kalla vinstri stjórn. Sem sagt, engin vinstri stjórn í kortum Ellerts. Völd til hvers? Yfirbragð kosningabaráttu Samfylkingarinnar allt frá haustdögum, er athyglisvert. Áherslan sem þar er lögð á per- sónur eða öllu heldur persónu, á embættin og áherslan á það að komast í ríkisstjórn stendur upp úr. Orkan fer ekki í að ræða um hvað væntanlegt ríkisstjórn- arsamstarf eigi að snúast heldur með hverjum það verði. Fyrir Samstarf með Sjálfstæðisflok Eftir Steingrím J. Sigfússon „Orkan fer ekki í að ræða um hvað væntanlegt rík- isstjórnarsamstarf eigi að snúast heldur með hverjum.“ EITT helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjör- tímabilinu hefur verið að und- irbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætl- un fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna. Áætlunin er í senn fjárfestingaáætlun og sam- göngustefna stjórnvalda. Fjallað er um mál er tengjast fjárfestingum í samgöngu- mannvirkjum skv. fjárlögum, þ.m.t. vegir, hafnir og flugvellir, umhverfis- og öryggismál og málefni vöru- og fólksflutninga. Lögð er rík áhersla á útboð í allri þessari vinnu, sbr. aukinn fjölda útboða er tengjast ferju- rekstri og flugleiðum innan- lands. Samgönguráð gerði tillögu til samgönguráðherra um fram- kvæmdir á sviði vega-, hafna- og flugmála til næstu 12 ára, þ.e. fyrir árin 2003– 2014. Á grundvelli þeirra tillagna var lögð fram og sam- þykkt á Alþingi þingsályktun- artillaga sem felur í sér rammaáætlun um framkvæmdir næstu tólf árin. Jafnframt var sam- þykkt nákvæmari framkvæmdaáætl- un til næstu fjögurra ára, 2003– 2006. Ekki er nokkur vafi að samgönguáætlun markar mik- ilvæg tímamót í heildstæðri áætlunargerð í samgöngu- málum Íslendinga. Í upphafi kjörtímabilsins var samþykkt flugmálaáætlun 2000–2003, hafnaáætlun 2001– 2004, sjóvarnaáætlun 2001– Samgönguáætlun mark Eftir Sturlu Böðvarsson „Með þessum auknu framlögum til vega- mála munu verða stórstígar framfarir á vegakerfi landsins.“ ELDRAUN BLAIRS Tony Blair, forsætisráðherra Bret-lands, flutti í gærdag ástríðufullaræðu í breska þinginu þar sem hann færði rök að því að hrekja þyrfti Saddam Hussein, forseta Íraks, frá völd- um. Í gærkvöldi var síðan gengið til at- kvæða í breska þinginu um beiðni stjórn- arinnar um stuðning við þátttöku Breta í hernaði í Írak. Beiðni stjórnarinnar var samþykkt með öruggum meirihluta, en hún þurfti að treysta á stuðning úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins því að mikill fjöldi þingmanna Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn henni og sýndi það greinilega þann ágreining, sem ríkir inn- an stjórnarflokksins um stefnu breska forsætisráðherrans. Í gærkvöldi var talið að 139 þingmenn Verkamannaflokksins hefðu greitt atkvæði gegn stjórninni, en um tíma var óttast að andstaðan yrði mun meiri. Þessi ágreiningur kom fram í því að tveir lágt settir ráðherrar í stjórn Blairs sögðu í gær af sér og fóru þar að dæmi Robins Cooks, fyrrverandi utanríkisráð- herra, sem sagði á mánudag af sér stöðu leiðtoga stjórnarinnar í neðri deild breska þingsins til að mótmæla áformum Blairs um að hefja hernað í Írak án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna eða bresku þjóðarinnar. Clare Short, ráðherra þróunaraðstoð- ar, sem hafði sakað Blair um glannaskap og sagst ætla að segja sig úr stjórninni, ákvað hins vegar að gera það ekki, þótt hún kvæðist áfram vera mjög gagnrýnin á það hvernig stjórnin hefði gengið fram í Íraksmálinu. Blair spurði í ræðu sinni hvers vegna væri svo mikilvægt að hann héldi fast við stefnu sína og svaraði: „Vegna þess að niðurstaða þessa máls mun skipta sköp- um um meira en örlög Íraksstjórnar og framtíð írösku þjóðarinnar, sem svo lengi hefur þurft að þola valdníðslu Saddams. Hún mun skera úr um það hvernig Bret- ar og heimurinn munu bregðast við helstu ógn við öryggi á 21. öldinni; þróun Sameinuðu þjóðanna; samskipti Evrópu og Bandaríkjanna; samskiptin innan Evrópu og hvernig Bandaríkjamenn um- gangast restina af heiminum. [Niður- staðan] mun skera úr um mynstur alþjóð- legra stjórnmála fyrir komandi kynslóð.“ Sennilega átti enginn þjóðarleiðtogi meiri þátt í að koma því til leiðar að að- gerðir Slobodans Milosevic gegn Albön- um í Kosovo voru stöðvaðar en Blair. Þá gekk hann fram í nafni mannúðar og tókst á endanum að hvetja trega Banda- ríkjamenn til dáða. Blair hafði mannúð- ina einnig að leiðarljósi í ræðu sinni í gær. Hann lýsti grimmdarverkum harð- stjórans í Bagdad í þaula og málaði dökka mynd af þeirri áþján, sem Saddam Hussein hefði kallað yfir írösku þjóðina. Blair lagði mikla áherslu á að knýja ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna til að sam- þykkja aðra ályktun um Írak og fá þann- ig víðtækari stuðning við hernað á hendur Írökum. Hann lýsti í gær yfir mikilli beiskju í garð Frakka, sem lýstu yfir því að þeir myndu beita neitunar- valdi til að fella slíka tillögu. Sagði hann að harmleikurinn í þessu væri sá að með samþykkt annarrar ályktunar hefði Saddam ef til vill látið undan. Blair spurði hvort hann ætti að þurfa að segja bandamönnum sínum að Bretar hefðu brugðist á þeirri stundu, sem þeir þyrftu á stuðningi þeirra að halda og gaf til kynna að þá gæti farið svo að hann segði af sér með því að segja að hann myndi ekki taka þátt í að marka þá stefnu. Það var ljóst frá upphafi að stjórnin hefði nægan stuðning og hann myndi ekki þurfa að standa við þau orð. Það er hins vegar mikið til í því að Blair er nú að ganga í gegnum sína mestu eldraun frá því hann varð forsætisráðherra fyrir sex árum. Áform um hernað í Írak mæta mikilli andstöðu meðal hans eigin flokks- manna og meirihluti bresku þjóðarinnar er andvígur þeim. En Blair virðist hætt- ur að láta stjórnast af skoðanakönnunum heldur fer þvert gegn almenningsálitinu. 45 þúsund breskir hermenn eru nú komnir á vettvang í Persaflóa. Blair bar sigur úr býtum í gær og hlaut meira að segja lof gagnrýnenda sinna fyrir að hafa lagt sig allan fram um að knýja öryggis- ráðið til að afgreiða aðra ályktun, þótt ekki hefði hann erindi sem erfiði. Það hefði sennilega á margan hátt orð- ið þægilegra fyrir Blair og öruggara að fylgja Þjóðverjum og Frökkum að málum í Íraksdeilunni og láta Bandaríkjamönn- um Íraka eftir. Hann ákvað hins vegar að standa og falla með ákvörðun sinni um að kominn sé tími til að binda enda á valda- setu Saddams Husseins í Írak. AFDRIF DÓTTUR VERU HERTZSCH Mikið hefur verið fjallað um afdrifVeru Hertzsch og Erlu Sólveigar, dóttur hennar og Benjamíns H.J. Ei- ríkssonar. Þegar er komið í ljós að Vera lést í fangabúðum í Karaganda í Kaz- akhstan árið 1943. Á laugardag var haldið málþing um Veru í tilefni af því að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá andláti hennar og kom þar fram í máli doktors Jóns Ólafssonar, að hann teldi enn mögulegt að komast að því hver af- drif Erlu Sólveigar urðu. Vera kynntist Benjamín í Moskvu 1935 er hann var þar í hagfræðinámi. Benjamín fór frá Moskvu í desember 1936 og var Vera þá komin sex mánuði á leið með barn þeirra. Erla Sólveig fæddist í mars 1937, en skömmu síðar var Abram Rozenblum, fyrrverandi maður Veru, leiddur fyrir herdómstól og síðan skotinn fyrir meint landráð. Í september 1937 var Vera dæmd í átta ára fangelsi fyrir að hafa verið gift ætt- jarðarsvikara og gilti einu að þau voru skilin. Segir Halldór Laxness frá því í Skáldatíma að hann hafi verið viðstadd- ur þegar Vera var handtekin og kemur fram í frásögn hans að barnið muni hafa verið sent á munaðarleysingjahæli. Hins vegar er óljóst hvað varð um barn- ið og kemur fram í einni heimild að dóttir Veruhafi fylgt henni í fangabúðir í Temnikov í Mordovíu. Benjamín H.J. Eiríksson reyndi mik- ið að hafa uppi á Veru og dóttur sinni og í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Guðbjörgu, dóttur Benjamíns, að æski- legt sé að málið verði skoðað frekar: „Maður vill fá botn í málið þó að maður geri sér grein fyrir því að að sumu leyti er betra að vita ekki neitt – þetta er þvílíkur hryllingur að því meira sem maður veit því verra verður það. Ég er ekkert mjög bjartsýn og geri mér engar vonir um hamingjuríkan endi á mál- unum þar sem hálfsystir mín finnst og allt leikur í lyndi hjá henni. Það er ekki útilokað, en það er ekki það sem maður býst við.“ Talsvert hefur verið unnið í þessu máli og kom fram í máli Jóns Ólafs- sonar að enn væru gögn, sem ekki hefðu verið könnuð. Sagði hann að hægt væri á nokkrum vikum að fara yfir þau gögn, sem hægt væri að kanna. Íslensk stjórnvöld hafa þegar hjálpað til við eft- irgrennslan í þessu máli og ættu að greiða fyrir því að unnt verði að grafast fyrir um afdrif Erlu Sólveigar – ef þess er þá nokkur kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.