Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 29 ÞAÐ sem við stöndum frammi fyrir í Íraksmálinu er fyrst og fremst tæknilegt mál; þ.e. hvernig við förum að því að rétt- læta innrás. Innrásin sjálf og stríðið er aftur á móti ekkert vandamál. Yfirburðir okkar, innrásaraflanna, eru svo algerir. Það eina sem vantar er að rétt- lætið sé okkar megin. Síðan 1940 hefur heimurinn eytt 19 trilljónum bandaríkjadala í styrjaldir. Hlutur Bandaríkj- anna í öllum hernaðar- útgjöldum heimsins er meira en helmingur. Hinn 11. september 2001 létust 35 þúsund börn úr hungri í heiminum samkvæmt tölum frá Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna (sbr. grein eft- ir Betty Williams sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1976). Í dag eru 24 milljónir manna í Afríku dauðadæmdar vegna al- næmis og munu enga hjálp fá. Ef við myndum eyða jafn- miklum fjármunum til að leysa þessi vandamál og það kostar að halda úti her við landamæri Íraks í þrjár vikur, þá væru þau í allt öðrum farvegi og að stórum hluta leyst. Og ef til vill veittist þá óvinum okkar erf- iðara um vik að sanna að við værum ofbeldismenn. Stríðsgæfa er skammvinn en stjórnviska langvinn. Hinn vest- ræni heimur hefur ekki unnið neinn sigur á vígvellinum und- anfarin 50 ár en aftur á móti marga sigra á sviði viðskipta, menningar og stjórnmála. Suð- ur-Kórea er til vegna þess að kínverski herinn stöðvaði sókn sína, Víetnam tapaðist banda- ríska herveldinu, Sómalía einn- ig, Nikaragúa og Kúba, Íran- stríðið tapaðist líka. Spurningin er hins vegar hvað unnist hefði með friði. En hvernig förum við að því að réttlæta stríðið (ég segi við, því við erum hluti af innrás- aröflunum, eins konar vopnlaus púki sem hvetur stríðsmanninn, eða eins og áhorfandi í Coloss- eum sem setur þumalinn niður til að kveða upp dauðadóm yfir hinum sigraða gladíator). Við segjum að þetta verði skamm- vinnt stríð, ef til vill þrjár vikur. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við það að Írak ógni öryggi okkar. Hvernig get- ur sá sem ógnar öryggi okkar verið sigraður í einu vetfangi? Við getum auðvitað sagt að Saddam Hussein sé vondur við fólkið sitt. En þurfum við þá ekki að ráðast á Mugabe, Shar- on og Kim-il-Jong? Þyrftum við ekki að stöðva átökin í Tsjetsj- eníu, eyðingu Tíbet, átökin í Kasmír, Eþíópíu, Angóla, Kongó, Fílabeinsströndinni? Við skulum fara varlega í að nota röksemdina um vonskuna. Með hana að vopni gætum við lent í því að þurfa að ráðast inn í Bandaríki Norður-Ameríku – þar sem fólk er dæmt í ævilangt fangelsi fyrir að stela spólum úr vídeóleigu þrisvar í röð, þar sem nú er verið að koma á fót 170 þúsund manna stofnun sem á að hafa „eftirlit með þegnunum“ – við gætum lent í því að ráðast á ríki sem ræður yfir efnavopnum og kjarnorkuvopnum og öfl- ugasta her í heimi, ríki sem stöðugt er að ráðast inn í önnur ríki. En hvað er þá eftir, með hverju er hægt að réttlæta stríðið? Með ályktun SÞ númer 1441. Sagt er að Hussein gangi hægt að uppfylla skilyrði henn- ar. Ísraelsstjórn hefur hundsað ekki einungis 14 heldur hátt í 40 ályktanir Öryggisráðsins. Þarf þá ekki líka að ráðast inn í Ísr- ael? Hvers vegna fær Saddam Hussein stuðning frá fátækustu ríkjum heimsins? Gæti verið að þeim finnist yfirvofandi stríð minna óþægilega á nýlendutím- ann þegar barist var um auð- lindir í ríkjum Afríku og Asíu? Gæti verið að þau hafi grun um að þetta snúist alls ekki um það að steypa harðstjóra af stóli heldur um olíu og hern- aðarhagsmuni? Gæti verið að þeim finnist fórnarlambið í þessum hildarleik vera íraska þjóðin? Og gæti verið að þeim finnist það vera undarlegt rétt- læti að krefjast þess að óvin- urinn afvopnist jafnframt því sem lýst er yfir að eftir sem áð- ur verði á hann ráðist. Hann sé réttlaus af því að hann geti sjálf- um sér um kennt. Rétturinn sé hins vegar „okkar“, innrásarafl- anna, til að setja þóknanlega stjórnarherra til valda. Við höfum lítið álit á Saddam Hussein en mikið á okkur sjálf- um. En er það ekki bernsk hugsun að halda að innrás leysi allan vanda? Kennir ekki sagan að þyki fólki sig órétti beitt þá framkalli yfirgangur ofbeldi. Menn fæðast ekki hryðjuverka- menn. Menn gerast hryðju- verkamenn. Skyldi staðreyndin vera sú að þolinmæði, þrautseigja og hæg- fara barátta sé þegar allt kemur til alls vænlegri til árangurs í baráttu gegn harðstjórum? Stjórnvöld í Suður-Afríku gáf- ust upp fyrir mórölskum og við- skiptalegum þrýstingi. Vissu- lega kostar það þrautseigju að steypa einræðisherrum heims- ins af stóli en allir gefast upp að lokum ef þeir mæta staðfastri baráttu. Við eigum það á hinn bóginn á hættu að framlengja veru og völd einræðisherranna með ofsóknarbrjálæði og hatri okkar sjálfra og kannski endað með því að sitja uppi með okkar eigin einræðisríki sjálf. Mesta öryggið er auðvitað að vera í fangelsi, helst í einangrun. Það er skelfilegt að vita til þess að Bretland og Bandaríkin og sjálfsagt mörg önnur ríki skuli ráða yfir gereyðing- arvopnum og efnavopnum og hafi fengið þau í hendur mönn- um eins og Saddam Hussein. Niðurstaðan er auðvitað ein og aðeins ein: Það verður að krefj- ast algerrar eyðingar slíkra vopna í heiminum, hvar sem þau er að finna og hver svo sem hefur þau undir höndum. Það er enginn maður og ekkert stjórn- kerfi nægilega „þroskað“ til að geta átt og varðveitt slík vopn, hvort sem eru gereyðingarvopn sem Bandaríkjamenn eiga en Írakar ekki eða efnavopn sem báðar þjóðir hafa undir hönd- um. Á áttundu öld hafði veldi múslíma þanist út og var í raun- inni eina heimsveldið á þeim tíma. Sagan segir að einn af landstjórum hins sögufræga kalífs Omars Ibn Abdel-Aziz hafi sent honum beiðni um stuðning til að bæta varnir sín- ar. Það væri órói í landinu og til varnar höllinni þyrfti að efla borgarmúrana. Ómar hafnaði beiðninni og sagði að landstjór- inn skyldi efla réttlætið, bæta stjórnarhættina og opna múrana. Réttlætið væri besta vörnin. Hugsjón kalífsins Óm- ars var að reisa stórveldi sitt á góðu siðferði. Þessi afstaða ætti að vera stórveldum sam- tímans til eftirbreytni. Fórnarlambinu að kenna Eftir Ögmund Jónasson „…við erum hluti af innrásaröflunum, eins konar vopnlaus púki sem hvetur stríðsmanninn…“ Höfundur er alþingismaður. og til hækkunar á erfða- fjárskatti. Loks hafa margir staðreynt það að fasteignagjöld til sveitarfélaga hafi hækkað verulega. Svikin loforð Eftir hækkun fasteignamats- ins 1. desember 2001 hétu rík- isstjórn og sveitarfélög því að hún myndi ekki leiða til skatta- hækkana. Þau loforð voru svik- in við álagningu árið 2002 og verða aftur svikin í ár að óbreyttu. Það kalla ég „skand- al“ og óverjandi gagnvart lág- launafólki og eldri borgurum sem hafa búið við lækkandi líf- eyri frá ríkinu úr sameig- inlegum sjóðum landsmanna sem þeir hafa lagt ríkulega til um ævina. Það var ekki á bæt- andi eftir lækkun skattleys- ismarka í tekjuskatti og útsvari. Það vekur einnig gremju mína, að þeir sem ekki kærðu hækkun fasteignamatsins lentu í þessum ósanngjörnu skattaálögum en hinir fjölmörgu sem kærðu sluppu, það er miðað var við eldra mat við álagningu. Skatt- þegnar landsins sátu sem sé ekki við sama borð. Þess skal að lokum getið að álagning- arprósentu eignarskatts hefur nú verið breytt og verður við álagningu árið 2003 0,6% í stað 1,2% árið 2002 og sérstakur 0,25% eignarskattur fellur nið- ur. Það breytir ekki því að fjöldi fólks hefur í fyrsta sinn mátt sæta viðbótarálögum árið 2002 vegna hækkunar fast- eignamatsins og mun í annað sinn á ævinni þurfa að greiða eignarskatt árið 2003. Órétt- lætið er enn til staðar og það svíður undan því, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem síst þurftu aðstoð hins opinbera, stór- eignamennirnir, borga nú helm- ingi minni eignarskatta. Svona gerir maður ekki. Ríkisvaldinu er bæði rétt og skylt að standa við gefin loforð og hækka skatt- leysismörk í eignarskatti þann- ig að hækkun fasteignamatsins valdi ekki skattahækkunum og bótaskerðingum hjá þeim sem síst mega við því. Þeirri áskor- un beindi ég opinberlega til rík- isstjórnarinnar í lok ágúst 2002 eftir að fjölmargir félagsmenn Eflingar – stéttarfélags höfðu leitað til mín í öngum sínum. Henni var í engu sinnt. Það verður að rétta hlut verkafólks, eldri borgara og barnafjölskyldna með hækkun skattleysismarka í eignarskatti og tekjuskatti. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og skipar annað sætið á lista Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykjavík norður. allmörgum árum var lagt upp í leiðangur undir þeirri yfirskrift „að sameina vinstri menn“. Nú er spurningin: Sameina þá hvar og um hvað? Á miðjunni? Til þess að mynda ríkisstjórn með öðrum hvorum núverandi stjórn- arflokka með lítt breytta stjórn- arstefnu? Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum talað al- veg skýrt í þessum efnum. Okk- ar markmið er að fella núverandi ríkisstjórn og takist það er að okkar mati einboðið að stjórn- arandstaðan taki við. Við viljum mynda velferðarstjórn, helst án þátttöku núverandi stjórn- arflokka og um breytta stjórn- arstefnu í grundvallaratriðum. Það er ástæða til að hvetja fé- lagslega og umhverfisvernd- arsinnað fólk til að huga vel að þessari stöðu. Ef marka má til- vitnaðar yfirlýsingar ýmissa frambjóðenda og forystumanna Samfylkingarinnar virðist ljóst að besta tryggingin fyrir grund- vallarumskiptum í landsstjórn- inni er kosningasigur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Varla eru öll um- skiptin sem menn eru að sækjast eftir að Ellert B. Schram verði að ósk sinni og Framsókn- arflokknum verði skipt út af, Samfylkingunni inn á og þannig horfið aftur til tímans fyrir 1995. Er ekki ástæða til að muna að rétt eins og vinstri menn verða ekki sameinaðir á miðjunni verð- ur engin vinstri stjórn nema í henni sitji flokkur með vinstri sinnaða stefnu. Nú veit undirrit- aður að vísu vel að til er í Sam- fylkingunni margt ágætt fólk sem vill mynda raunverulega fé- lagshyggjustjórn og horfir fyrst og fremst til Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs sem samstarfsaðila í þeim efnum. En hver staða þess fólks er til að ná sínu fram ef á reyndi verður óljósara með degi hverjum eftir því sem misvísandi yfirlýsingum fjölgar um það hvað Samfylk- ingin raunverulega vill bæði hvað varðar pólitík og mögulega samstarfsaðila. En einu geta vinstri menn, umhverfisvernd- arsinnar, femínistar og frið- arsinnar treyst að atkvæði greitt Vinstrihreyfingunni – grænu framboði er lóð á rétta vog- arskál. Þeim mun fleiri sem þau verða 10. maí næstkomandi, þeim mun sterkari verður kraf- an um breytingar og þeim mun meiri verða líkurnar á raunveru- legri velferðarstjórn. kki eða Framsókn Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. ÞRIÐJUDAGINN 11. mars. sagði Mbl. frá ræðu Björgólfs Jóhannssonar á aðalfundi Síld- arvinnslunnar. Með ræðunni vildi forstjóri SVN rökstyðja þá skoðun sína að úthlutun veiðiheimilda væri réttlát. Fjárhagsleg áhætta og auðsöfnun Hann sagði að úthlutunin væri réttlát vegna þess að menn hefðu tekið fjárhagslega áhættu í sjávarútvegi. Um það vil ég segja að þetta væri rétt ef allir sem eru tilbúnir að taka slíka áhættu sætu við sama borð gagnvart úthlutun veiði- réttar en svo er ekki. Menn hljóta að spyrja. Fyrir hverja er réttlætið hans Björgólfs? Hann sagði að auðsöfnun í sjávarútvegi væri ekki meiri en í öðrum greinum. Þó að það væri rétt getur það ekki réttlætt einkarétt á nýtingu sameiginlegrar auð- lindar. Þeir sem nýta hana eiga auðvitað að keppa á jafnrétt- isgrundvelli um þá nýtingu og um það hve mikinn arð þeir geta fært eigandanum, þjóð- inni sjálfri. Veiðar úr deilistofnum Til rökstuðnings á rétti út- gerðarmanna til þess að hafa einkarétt á þessari úthlutun benti forstjórinn á veiðar úr stofnum sem við eigum með öðrum þjóðum, á kolmunna, út- hafskarfa, norsk-íslensku síld- inni, rækju á Flæmingjagrunni og á þorskinum í Barentshafi og að öllum hafi verið frjálst að vinna sér veiðireynslu í þeim stofnum. Þetta eru ágæt rök fyrir tímabundnum réttindum í þessum stofnum og ekkert meira. En það er fáránlegt til framtíðar litið, að örfáar út- gerðir eignist veiðirétt um alla framtíð eins og núgildandi lög standa til í t.d. norsk-íslensku síldinni ef stofninn stækkar og fer að ganga á Íslandsmið. Og rök Björgólfs ná ekki máli sem rök fyrir einkarétti til úthlut- unar úr okkar sameiginlegu auðlind á heimamiðum til fram- tíðar litið. Hvert er réttlætið? Hann rakti sögu kvótakerf- isins og þá hagræðingu sem náðst hefði og sagði að hún, „hagræðingin“, væri meg- inmarkmið laganna um stjórn fiskveiða. Ég tel best að les- endur dæmi sjálfir um þetta at- riði og birti því 1. gr. laganna orðrétt hér. „Nytjastofnar á Íslands- miðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið þessara laga er að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta at- vinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkall- anlegt forræði aðila yfir veiði- heimildum.“ Björgólfur talaði um frum- varp þingflokks Samfylking- arinnar og sagði að í fyrning- arleiðinni fælist einfaldlega eignaupptaka og spyr hvert sé réttlætið. Þeir sem hafa fjárfest í veiði- rétti þekkja allir lögin um stjórn fiskveiða og vita að nytjastofnar eru sameign þjóð- arinnar. Þeir hafa því fjárfest á grundvelli væntinga sinna um hvaða reglur muni gilda í fram- tíðinni um úthlutun veiðiréttar. Að gera sameignarákvæðið virkt getur því ekki verið eignaupptaka hjá útgerðinni. Björgólfur þarf að átta sig á því að útgerðin á ekki auðlindina og að réttlætið er fólgið í jafn- ræði og sanngjörnum leik- reglum þar sem allir sitja við sama borð. Óvissa Hann brá upp mynd af óvissri framtíð. Talaði um uppboð á aflamarki til 5 ára og óvíst hver fengi og gerði ráð fyrir því að fyrirtæki yrðu veiðiheimildalaus í 5 ár ef þau misstu af einu upp- boði. Forstjórinn virðist ekki hafa lesið tillögurnar mjög vel. Þær gera ráð fyrir að leigu- markaðurinn hafi það hlutverk að þjóna útgerðinni með stöð- ugu framboði á veiðiheimildum. Aflahlutdeild (ekki aflamark) verði boðin fram í einingum á löngum tíma og þannig að út- gerðarmenn viti langt fram í tímann um magn og fjölda ein- inganna. Þannig skapa útgerð- armenn sjálfir stöðugt verð og festu á markaði. Framboð veiðiheimilda verð- ur stöðugt og stendur langan tíma á hverju ári. Góð og vel rekin fyrirtæki eins og SVN ættu ekki að þurfa að kvíða því að þau verði undir á þessum markaði. Ákvæði frumvarpsins um byggðarlög í vanda er ör- yggisákvæði sem þarf að vera hægt að grípa til ef byggðarlag á í verulegum vanda. Það kem- ur í stað þeirrar handstýrðu út- hlutunar byggðakvóta sem rík- isstjórnin hefur stundað undanfarin ár en á ekki við með þeim hætti sem forstjórinn heldur fram. Friður og stöðugleiki Hann sagði að útgerð- armenn hefðu samþykkt auð- lindagjaldið með tveim skil- yrðum. Að sátt næðist um gjaldtökuna og fiskveiðistjórn- ina. Hvorugt hefði gerst. Hann sagði að mikilvægt væri að stöðugleiki ríki í framtíðinni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Útgerðarmenn geta ekki bæði sett skilyrði eins og þeir séu eigendur auðlindarinnar og heimtað frið og stöðugleika. Ekkert nema réttlátar leik- reglur getur tryggt frið og stöðugleika í sjávarútvegi. Fyrir hverja er réttlætið? Eftir Jóhann Ársælsson „Útgerðarmenn geta ekki bæði sett skilyrði eins og þeir séu eigendur auð- lindarinnar og heimtað frið og stöðugleika.“ Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi í 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. 2004, vegaáætlun 2000–2004 og jarðgangaáætlun 2000–2004. Á þessu kjörtímabili hafa stór- auknar framkvæmdir verið í öll- um þáttum samgöngumála. Í nýsamþykktri samgöngu- áætlun fyrir árin 2003–2014 er gert ráð fyrir áframhaldandi þróun í þá átt því enn eykst fjár- magnið til þessa málaflokks. Í áætluninni er gert ráð fyrir að tæplega 240 milljörðum króna verði varið til samgöngumála næstu tólf árin. Fáar þjóðir ef nokkrar verja jafn stórum hluta ríkisútgjalda til vegamála og Íslendingar. Þessi staðreynd endurspeglar mikla þörf fyrir bættar vega- samgöngur byggða á milli, auk þess sem sú staðreynd að meiri- hluti fjárins fer í uppbyggingu nýrra mannvirkja undirstrikar hve margt er enn ógert í vega- kerfinu. Tölurnar um framlög til vega- mála segja í raun allt sem segja þarf. Ef framlög til vegamála á föstu verðlagi eru skoðuð má sjá að á þessu kjörtímabili hafa ver- ið meiri fjármunir til vegamála en nokkurri sinni fyrr. Sam- kvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir enn frekari aukningu framlaga. Sama gildir um fram- lög til höfuðborgarsvæðisins, en aldrei hefur hærri upphæð verið varið til stofn- og tengivega á höfuðborgarsvæðinu en í ár. Þessu til viðbótar skal minna á ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka vegaframkvæmdir næsta eina og hálfa árið og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að eflingu atvinnutæki- færa fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls. Ákveðið var að leggja til viðbótar fyrri áætl- unum 4,6 milljarða til vegamála. Með þessum auknu framlögum til vegamála munu verða stór- stígar framfarir á vegakerfi landsins. kar tímamót Höfundur er samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.