Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 33

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 33
þér að mestu upp með endurþjálfun. Alltaf var hugurinn mikill í þér og hélduð þig mamma áfram að ferðast og fóruð þrisvar til Kanaríeyja, þótt þú værir kominn í hjólastól. Alltaf varst þú heima og alltaf hugsaði mamma um þig. Þú varst mikill gæfumaður pabbi minn að eiga mömmu að, hún hugsaði svo vel um þig, af svo mikilli ást, um- hyggju og ósérhlífni. Það er ekki oft sem maður sér eins mikinn kærleik og væntumþykju. Ég bið góðan guð að varðveita mömmu og systkini mín og kveð þig með sálminum: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín dóttir Ólöf Guðrún. Látinn er í Reykjavík tengdafaðir minn Pétur Magnússon á áttugusta og áttunda aldursári, mikill heiðurs- maður, hæverskur og hvers manns hugljúfi. Pétur var afar trúaður mað- ur, dulrænn og óþreytandi að lesa sér til og rannsaka hina flóknu og heillandi vegu lífsins og lífsspekinnar. Í huga hans voru allir jafnir og engin trú annarri æðri, öll uppspretta trúar hin sama. Það var mikil gæfa að fá að kynnast slíkum manni. Þegar mér verður hugsað til baka sé ég ávallt fyrir mér mann sem var að lesa, hlusta á tónlist, úti að ganga og hjóla, njóta kyrrðarinnar í sumarhúsi sínu, veifa með báðum höndum og heilsa af innileik með breitt bros á vör. Kær- leikur og ást tengdaforeldra minna var einstök. Elsku Munda mín, megi Guð vera með þér. Þorsteinn Njálsson. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Átti ég þess kost að þekkja afa minn í tvo tugi ára. Fékk ég séð á þeim stutta tíma að hann var bæði maður góður og traustur sem hafði lifað í æðruleysi. Maður sem hélt sínu jafnaðargeði bæði í meðbyr sem mót- byr og studdi afkomendur sína ávallt dyggilega. Hann var vitur og skorti eigi gáska, sem hægt var að vitna um allt til loka- stundar hans í heimi vorum. Gjaf- mildur var hann og harðduglegur, megi hann vera fyrirmynd annarra. Hafi hann þakkir og blessun. Pétur G. Ingimarsson. Elsku afi Pétur minn, með nokkr- um orðum vill ég minnast þín og senda þér mína hinstu kveðju. Mér þykir svo leitt að ég gat ekki kvatt þig, með nærveru minni, það hefði ég svo gjarnan viljað. En það verður ekki á allt kosið í þessu lífi, eins og þú sjálfur hefur reynt. Ég veit að und- anfarnir mánuðir hafa verið þér þungbærir og því kýs ég, í friðþæg- ingu minni, að trúa að þú sért hvíld- inni og friðnum feginn. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú á að ljósið bjarta skæra, veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól aðmorgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíldu í friði, elsku afi minn, minn- ing þín mun alltaf lifa. Elsku amma mín, megi Guð vera með þér í söknuði þínum og veita þér styrk til að fylla upp í það skarð sem óhjákvæmilega hefur myndast. Kær kveðja. Margrét Kr. Magnúsdóttir og fjölskylda. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 33 ✝ Sveinbjörn ÞórKristmundsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1951. Hann lést 3. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sveinbjörg Guð- mundsdóttir, f. 1931, frá Ísafirði og Krist- mundur Sverrir Kristmundsson, f. 1928, d. 1971. Þau slitu samvistum. Sveinbjörn Þór ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Gunn- ari Sigurðssyni, f. 1928, frá Hornafirði. Sveinbjörn á einn albróður, Þorleif Kjartan Kristmundsson, f. 1952, þrjú systkini sammæðra, Einar Pál, f. 1955, Sigurð Arnar, f. 1959, og Önnu Þórdísi, f. 1963, og fjögur systkini samfeðra, Birgi, f. 1957, Sigurbjörgu, f. 1959, Hjört, f. 1960, og Hrefnu, f. 1966. Fyrrverandi sam- býliskona Svein- björns er Steinunn Hilmarsdóttir, f. 1944. Þau slitu sam- vistum. Dóttir henn- ar og uppeldisdóttir hans er Rósa Kristín Stefánsdóttir, f. 1974, sambýlismað- ur Ragnar Hilmars- son, f. 1976, börn þeirra Alex Viktor, f. 1994, og Birta Steinunn, f. 1999. Sveinbjörn var lengst af til sjós en nú síðustu ár leigubílstjóri hjá Hreyfli-Bæjarleiðum. Útför Sveinbjarnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur, minningarnar streyma og ég fyllist miklum söknuði. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var aðeins 3 ára gömul og ég man ekki eftir mér án þín. Í síðasta sinn sem ég sá þig, þá spjölluðum við um áform þín til betra lífs. Þú varst alltaf bjartsýnn þrátt fyrir þær erfiðu stundir sem þú hafðir þurft að ganga í gegnum. Þegar Alex Viktor kom í heiminn þá varstu svo ánægður að ég hef aldrei séð þig svo glaðan. Þú varst strax búinn að ákveða að drengurinn skildi spila fótbolta. Elsku pabbi, þú hafðir þínar skoð- anir á öllu og við áttum margar skemmtilegar samræður. Þú hafðir mikinn húmor fyrir sjálfum þér og öðrum, þú áttir auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á málunum. Ég þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman þær voru margar. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir farinn, vildi ég ekki trúa því, þú sem varst alltaf svo sterkur, þú sem stóðst allt af þér, þú sem stóðst mér við hlið í veikindunum hennar mömmu oftar en einu sinni. „Engin veit sína ævi fyrr en öll er,“ varstu vanur að segja. Elsku pabbi, ég sakna þín mikið og Alex og Birta sakna afa síns sárt. Núna ert þú hjá litlu systur og biðjum við Guð að geyma þig, elsku pabbi minn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Þín Rósa Kristín. Það rennur margt í gegnum hug- ann er við minnumst Svenna en það var hann ætíð kallaður af okkur. Það kom okkur öllum á óvart hvað snögglega hann hvarf úr þessum heimi en svona er gangur lífsins, það veit enginn hver er næstur. Svenni var lengst af sjómaður. Hann ákvað að gera sjómennsku að sínu ævistarfi. Örlögin höguðu því svo að hann varð fyrir slysi á sjón- um sem leiddi til þess að hann varð að leggja sjómennskuna til hliðar og fara að starfa í landi. Hann var aldr- ei sáttur við það. Hann vann við bílaviðgerðir fyrst eftir að hann kom í land, en nú síðustu ár sem leigubílstjóri. Við áttum margar góðar stundir saman og var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Fátt var honum meira að skapi en að gera öðrum greiða og láta gott af sér leiða. Á okkur sækja hlýjar og bjartar minningar um góð- an dreng. Við kveðjum Svenna og þökkum honum fyrir samfylgdina. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, kæri vinur Mamma, pabbi og fjölskyldurnar. Svenni er dáinn. Þetta hljómaði svo einkennilega. Við kynntumst þegar ég var unglingur eða þegar við Rósa fórum að vera saman, fyrir um 10 árum. Við bjuggum hjá ykkur á meðan Rósa gekk með son okkar Alex Viktor og þetta var virkilega góður tími. Þú keyrðir okkur í vinnu alla daga. Á kvöldin þegar við vor- um heima þá sátum við oft og töl- uðum um heima og geima og það var mjög gaman að ræða við þig um mál líðandi stundar. Þú reyndir mikið að hafa áhrif á viðhorf mín til pólitískra mála og hafði ég gaman af því. Þegar Alex fæddist tókst strax á milli ykkar mikið og sterkt samband sem ég er þér afar þakklátur fyrir. Þú komst oft og passaðir fyrir okkur frá því að Alex var nokkurra mán- aða. Þú hafðir einstaklega gott lag á honum og það var nú oftast þannig að þegar við komum heim voruð þið báðir steinsofandi í sófanum og hann ofan á stóru bumbunni þinni, þar þótti honum gott að vera. Þú varst mjög góður við hann og á hann margar góðar minningar um þig sem hann hefur rætt um síðustu daga. Þú varst alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur eins og þér var unnt. Mér eru ofarlega í huga þær morg- unstundir sem við áttum þegar ég var að vinna vaktavinnu og átti frí á daginn, þá komst þú í kaffi til mín og við ræddum málin. Þín er sárt sakn- að á heimili okkar og við biðjum Guð að geyma þig og varðveita. Og ég mun varðveita þína minningu í huga Alex og Birtu um ókomna framtíð. Þinn tengdasonur og vinur Ragnar Hilmarsson. SVEINBJÖRN ÞÓR KRISTMUNDSSON Elsku Sigurður minn. Ég kynntist þér fyrir réttum tíu árum þegar þið tengdamóðir mín fóruð að vera saman. Þú varst yndislegur maður, það var eins og þú hefðir alltaf verið í fjölskyldunni. Það er frábært þegar fólk á ykkar aldri finnur sér nýjan förunaut eftir fráfall maka, þið voruð alveg sérstakt par. Mættu margir taka ykkur sér til fyr- irmyndar. Þið voruð dansandi næstum hverja helgi, voruð í kór, spiluðuð og margt fleira. Þið lifðuð sannarlega líf- inu lifandi. Þegar vora tók átti hjól- hýsið á Laugarvatni hug ykkar allan. Þar voruð þið sívinnandi, fluttuð til tré, náðuð í mold, bjugguð til ný beð og fleira og fleira. Enda bar ykkar um- hverfi þess merki. Ég held að þið hafið átt fallegasta garðinn á hjólhýsasvæð- inu. Þið höfðuð líka gaman af að ferðast til útlanda, meðal annars heim- sóttuð þið okkur til Barcelona fjórum sinnum meðan við bjuggum þar. Það var yndislegur tími fyrir okkur öll. Þið vilduð náttúrulega vera út af fyrir ykk- ur og tókuð ekki annað í mál en að leigja ykkur íbúð nálægt okkar meðan á dvölinni stóð. Það var ekki málið fyrir ykkur að rata eða tala, þú varst ansi duglegur að tala bara íslensku við Spánverjana. Ég man eftir einu skemmtilegu atviki: Við vorum stödd á kaffihúsi og þú vildir fá kakó, þegar þú hafðir fengið bollann reyndist þetta vera mjög þykk kakósúpa. Þú stóðst upp, fórst á barinn og sagðir við stúlk- una á íslensku: ,,Þú hlýtur að sjá að þetta er ekki kakó, þetta er kakósúpa.“ Stúlkan horfði undrandi á þig enda skildi hún ekkert um hvað þú varst að tala. Þú sagðir alltaf: ,,Þetta fólk skilur mig ef það vill.“ SIGURÐUR SIGGEIRSSON ✝ Sigurður Sig-geirsson fæddist á Baugsstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi 10. mars 1918. Hann lést á Kanaríeyjum 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 18. mars. Sigurður var einstak- lega hjálpsamur og greiðugur maður, það var aldrei neitt mál hjá honum. Þegar við flutt- um heim frá Spáni voru þau Fjóla og Siggi óðar komin til að athuga hvort þau gætu ekki hjálpað, farið með kassa og ýmislegt annað í Sorpu. Þau fóru margar ferðir, sögðust bara hafa gaman af því. Það hefðu ekki allir farið að setja niður kart- öflur heima hjá okkur meðan við bjuggum úti, það gerðu þau, sögðu að það væri svo gott fyrir okkur að eiga nýjar kartöflur þegar við kæm- um í heimsókn, einnig til að færa mömmu minni og pabba. Sigurði fannst grasið á lóðinni okkar ekki nógu ræktarlegt meðan húsið var í leigu. Hann keypti áburð, bar á og sló mörg- um sinnum. Svona var hann. Börnum okkar Óskars, Jóni, Örnu og Alexand- er reyndist hann sannur afi hlýr og notarlegur, sérstaklega var kært með þeim yngsta, Alexander, hann hafði alltaf tíma fyrir hann. Sigurður minn, ég kveð þig með söknuði og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð geymi þig. Elsku Fjóla, þú átt okkur öll að. Brynhildur Jónsdóttir (Bidda). Að móðurbróður okkar gengnum koma í hugann ljúfar minningar um einstaklega mikinn barnavin, sem reyndist fjórum frændum sínum svo sannarlega betri en enginn í gegnum lífið. Siggi frændi var auðvitað fyrst og fremst Siggi á Læk, bóndi og um- hyggjusamur bróðir, sem systur hans leituðu til og dvöldu um lengri eða skemmri tíma með barnahjarðir. Við krakkarnir nutum þess að taka til hendinni við sveitastörfin undir leið- sögn Sigga. Þeim, sem þessari línur ritar fyrir hönd okkar bræðra, er sennilega haldbestur sá fróðleikur sem Siggi kenndi okkur, – nefnilega að hvíl- ast, – að leggjast niður í grasið eftir há- degismatinn á engjum og finna hvern- ig fæturnir, höfuðið, handleggirnir og líkaminn allur yrði þungur og þreytan liði í burtu. Hef notað þessa einföldu aðferð Sigga alla tíð síðan og veit reyndar núna, að þetta er hluti af jóga- fræðum. Eftir að Siggi brá búi fluttist hann í Kópavoginn og bjó hjá okkur um all- langt skeið. Það var í raun kostulegt, hversu mikill „sveitamaður“ Siggi var, – undrandi yfir öllum nýjungum og gladdist eins og barn yfir einföldustu hlutum. Hann átti það til að velta fyrir sér, hvert þessi og hinn væri að fara, þegar fólk fór úr strætisvagninum og hafði það fyrir sið að klappa hraustlega þegar kvikmyndinni lauk í bíóinu. Þetta gat orðið mikið álag fyrir við- kvæma unglinga sem voru í fylgd með honum og máttu ekki til þess hugsa að vekja athygli af neinu tagi. Þetta eru hins vegar skemmtilegar minningar þegar litið er til baka og mannbætandi. En umfram allt var þarna á ferð góður maður, sem lagði gott eitt til. Hann vann alla tíð mikið og við höfum það fyrir satt að verkamenn hefðu keppst um að fá að vera í flokki með honum og undir hans stjórn. Hann var sennilega ekkert á því að hætta að vinna þegar aldursmörkin sögðu til, enda fullfrískur og með ólíkindum að hann hafi verið orðinn rétt tæpra 85 ára þegar kallið kom, – léttur og frísk- ur eins og unglamb. Við bræðurnir sendum Fjólu og fjöl- skyldunni allri hlýjar samúðarkveðjur og þökkum Sigga fyrir samfylgdina. Henni hefðum við ekki viljað missa af. Helgi, Ísleifur, Kristinn og Gissur Péturssynir. Nýlátinn er vinur minn og fyrrver- andi nágranni Sigurður Siggeirsson frá Læk í Ölfusi. Sigurður fluttist að Læk úr Reykjavík vorið 1927 með móður sinni og stjúpföður. Ungur að árum tók hann í raun við búskap á Læk vegna heilsubrests stjúpföðurins. Fljótt kom í ljós að Sigurður var hinn mesti dugnaðarforkur og tók búskap- urinn á Læk að blómstra undir hans handleiðslu og reyndist hann framúr- stefnumaður í búskap. Hann keypti meðal annars fyrstu dráttarvélina sem kom í hverfið, Farmal A sem reyndist honum afburða vel. Þegar hann seldi jörðina 1961 hafði hann ræktað allt ræktanlegt land jarðarinnar neðan fjalls og endurbyggt flest útihús. Hann byggði mjög vandað fjós sem í þá daga þótti til fyrirmyndar og 1956 byggir hann stórt og reisulegt íbúðarhús. Eins og sjá má á þessu hefur Sigurður ekki setið auðum höndum og að sjálf- sögðu hafði hann oft unglinga sér til aðstoðar. Ég minnist bræðranna systursona hans, Ísleifs og Helga Péturssona. Helgi þessi Pétursson er landskunnur tónlistarmaður og fyrrverandi borgar- fulltrúi í Reykjavík. Þessir drengir höfðu gott af verunni hjá frænda sín- um á Læk. Þeir lærðu að vinna hjá Sig- urði, hann fór létt með að stjórna ung- lingum, var einstaklega léttur og skapgóður og vann með þeim þegar þess gerðist þörf. Þegar á unga aldri átti ég því láni að fagna að kynnast Sigurði náið. Við sát- um saman í bekk í barnaskólanum og vorum fermdir saman í Hjallakirkju af séra Ólafi prófasti Magnússyni í Arn- arbæli. Aldrei féll skuggi á okkar sam- skipti og reyndist hann mér sem besti bróðir og fyrir það eru honum færðar alúðarþakkir. Það urðu okkur vonbrigði þegar Sigurður yfirgaf sveitina, þó að fram- sækið og dugandi fólk kæmi í staðinn. Nokkru eftir að Sigurður fór úr sveit- inni átti hann hann merkisafmæli, fór- um við þá nokkrir grannar til hans af því tilefni. Sigurður tók okkur for- kunnar vel eins og höfðingjar væru á ferð, en það var hans vani. Það sem gladdi okkur mest var hve vel hann var búin að hreiðra um sig á þessum nýja stað. Þegar Sigurður fór úr sveitinni hafði hann ekki fastnað sér lífsföru- naut, en úr því rættist fljótt er hann kom í þéttbýlið. Við höfðum alltaf samband við Sigga eins og við kölluðum hann. Hann kom á hverju sumri að Bakka og í fylgd með honum hugguleg sambýliskona, oftast voru þau á leið að Laugarvatni, þar áttu þau hjólhýsi. Saga Sigurðar er ef til vill ekki frá- brugðin sögu margra ungra bænda á hans tíma. En hún er saga dugnaðar- manns sem naut þess að lifa þetta end- urreisnartímabil, byggði upp húsakost jarðarinnar, ræktaði og girti lóðir og lendur og skilaði af sér með ágætum. Þetta eru stutt ágrip af sögu þessa látna leikfélaga, sem tók lífinu létt og var alltaf mannasættir. Aðstandendum öllum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa drengs. Engilbert Hannesson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.