Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 36

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján MarinóFalsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1956. Hann lést á heimili sínu 5. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Falur Friðjónsson húsa- smiður á Akureyri, f. 1. des. 1926, frá Síla- læk í Aðaldal og Guð- rún Lovísa Marinós- dóttir, f. 20. sept. 1930, d. 16. mars 1980, frá Litla-Ár- skógssandi. Systur Kristjáns eru: 1) Sig- urvina Kristjana, býr í Hafnarfirði gift Ástþóri Harðarsyni, synir þeirra eru: Daði, f. 1980, Sigmund- ur Pétur, f. 1983 og Ævar Ísak, f. 1990. Fyrir hjónaband átti Sigur- vina Elvu Björk Ein- arsdóttur, f. 1972, og Þóri Má Einarsson, f. 1974. 2) Katrín, f. 1954, d. 1994, bjó í Reykjavík. 3) Sigríð- ur Hrönn, f. 1964, býr á Akureyri. Kristján var ógift- ur og barnlaus. Kristján ólst upp á Akureyri og Litla- Árskógssandi. Stúd- ent frá M.A. Stund- aði háskólanám um tíma í Finnlandi og var þar búsettur í 5 ár. Eftir heimkomuna vann hann ýmis störf en þó lengst af á Amt- bókasafni Akureyrar. Útför Kristjáns fór fram í kyrr- þey. Það var kalt í veðri og vindurinn gnauðaði um glugga þegar mér barst sú fregn að norðan að aldavinur minn hann Daddi, væri horfinn yfir móðuna miklu – bráðkvaddur. Það eru mörg minningarbrotin sem seytla um hugann þegar ég rifja upp kynni mín af þessum mæta manni. Ég kynntist Dadda eins og hann var jafnan kallaður, einn vetur fyrir nær 30 árum síðan. Ég kom þá til Akureyrar með námskeið í lyfting- um. Það var eftirminnilegur hópur ungra og vaskra drengja sem ég kynntist þá í gamla Vallarhúsinu. Vinátta og frískleiki var sá andi sem var í fyrirrúmi þegar afreksmenn framtíðarinnar tóku þar á stöngum. Þarna voru t.d. þeir Freysi, Gúndi, Hjörtur Gísla, Danni langi og svo auðvitað Daddi með rauða ljóns- makkann – allt piltar sem áttu eftir að setja svip á bæjarlíf Akureyrar um árabil. Í 10-15 ár var Daddi geysiharður við æfingar og tók miklum framför- um. Hann náði því marki að verða margfaldur Akureyrar- og Íslands- meistari í bæði lyftingum og kraft- lyftingum auk annarra titla sem hon- um hlotnuðust. Daddi var einnig góður sundmaður á yngri árum og var alhliða þjálfaður íþróttamaður sem hann bjó að alla ævi síðar. Um nokkurra ára skeið bjó hann í Finnlandi með finnskri stúlku en þegar upp úr því slitnaði kom hann aftur heim á skerið. Daddi var stúdent að mennt og var sérstaklega seigur í tungumálum. Ég minnist þess að eftir dvölina í Finnlandi var hann altalandi á finnsku og talaði hana jafnvel reip- rennandi upp úr svefni, – og geri aðr- ir betur. Nú þegar ég minnist Dadda þá veit ég að ég dreg upp óskýrari mynd af honum en ég hugði enda þótt minningarnar og myndbrotin séu mörg. Daddi var sjálfur fremur dulur og hleypti fáum að sér. Það var ljóst að upp úr þrítugu gekk hann ekki heill til skógar andlega. Þegar þunglyndið fór að herja á hann velkt- ist hann um í stormviðrum lífsins í þjóðfélagi fullu af fordómum ásamt ríkjandi illgirni, öfund og rógburði. Daddi sjálfur var ætíð hjartahreinn maður sem aldrei mælti styggð- aryrði um nokkra sálu og mun vand- fundinn slíkur maður hér á klaka vorum. Þrátt fyrir sín veikindi vann Daddi í Amtsbókasafninu í mörg ár. Þar sýslaði hann í andlegum málefn- um sem hvöttu hann sjálfan til verka. Þó nokkuð af ljóðum eftir hann birt- ist af og til í Lesbók Morgunblaðsins. Síðustu árin vann hann í bikara- deildinni á gullsmíðaverkstæðinu hjá góðvini sínum Flosa sem ásamt Haddý studdi hann alla tíð gegnum þykkt og þunnt. Daddi var í raun mikill húmoristi og eitt minningarbrot er það að þeg- ar skjóðuþyngd hans fór að síga vel á annað hundraðið og við Rúnar fjósi fórum að kalla hann Dadda diet, þá var hann sá fyrsti sem fannst það til- valið og fyndið. Eins og oft vill verða þegar fjar- lægð verður milli vina þá hittumst við Daddi ekki oft hin seinni ár. Þó hittumst við stundum heima hjá Gvendi Sig. og Hrönn en þau reynd- ust honum afar vel þegar mistur sjúkdómsins sótti á hann. Nú þegar Daddi er horfinn á braut með tímans straumi og ég paufast áfram hérna megin um stundir, þá kveð ég góðan vin með þeirri full- vissu að á þeirri vegferð sem nú hef- ur tekið við hjá honum muni honum farnast vel. Kári Elíson. KRISTJÁN MARINÓ FALSSON KIRKJUSTARF LJÓÐSKÁLDIN Elísabet Jökuls- dóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verkum sínum í Neskirkju á föst- unni. Um árabil hefur verið í Nes- kirkju sérstakt helgihald á mið- vikudögum á föstunni þar sem Passíusálmar séra Hallgríms Pét- urssonar eru í fyrirrúmi og verður svo áfram. Nú, eins og á liðnu ári, eru kölluð til nútímaskáld með það fyrir aug- um að þau kynni úr verkum sínum ljóð þar sem fram kemur glíman við lífið og tilveruna, bölið og þján- inguna. Þar með er gerð tilraun til samtals skálda í sögu og samtíð. Helgihaldið er fært inn í nútímann og þráðurinn forni spunninn áfram. Í Biblíunni er að finna útbreidd- ustu ljóðabók veraldar, Davíðs- sálma, auk annarra ljóða og sálma sem eru eins og ívaf vítt og breitt í textum þeirrar einstöku bókar. Iðja skálda nútímans er ekki eðl- isólík iðju þeirra innblásnu manna sem rituðu hina helgu bók. Nú sem fyrr er það hæfileikinn til að undr- ast og óttast, gleðjast og skelfast andspænis Guði og gangverki lífs- ins, sem er drifkraftur listar og menningar. 5. mars sl. las Elísabet Jökuls- dóttir, 19. mars les Sigmundur Ern- Skáld á föstu í Neskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja Íslandsmót í paratvímenningi Íslandsmót í paratvímenningi verð- ur spilað helgina 22.–23. mars í Síðu- múla 37. Spilaður verður barómeter, allir við alla, en fjöldi spila fer eftir þátttöku. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson. Skráning í s. 587-9360 eða www.bridge.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði Spilaður var tvímenningur hjá bridsfélagi eldri borgara Hafnarfirði föstudaginn 7. mars sl. Úrslit urðu þessi. 1 Jón Sævaldsson – Ólafur Gíslason 99 2 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 85 3 Sverrir Jónsson – Sófus Berthelsen 78 Þriðjudaginn 11. mars urðu úrslit þessi: 1 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 139 2 Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 137 3 Árni Guðmundss. – Hera Guðjónsd. 127 Bridsfélag Akraness Tvær síðustu umferðirnar í Akra- nesmótinu í sveitakeppni voru leiknar hinn 13. mars. Fjórar sveitir börðust um titilinn svo spennan var mikil og loft lævi blandið. Í fyrri umferðinni tapaði sveit Tryggva Bjarnasonar illa fyrir sveit Árna Bragasonar 23–7, á sama tíma unnu Öldungarnir sína andstæðinga 25–4 og Hársnyrting Vildísar sína 25–5. 22–8-sigur í seinni umferðinni dugði Árna ekki til sigurs því Hársnyrting Vildísar og Öldung- arnir gerðu 15–15-jafntefli sem dugði Vildísarmönnum til sigurs í mótinu. Endanleg röð efstu sveita er því: Í 3. sæti Öldungarnir með 323 stig, í 2. sæti Sveit Árna Bragasonar með 335 stig og Akranesmeistarar 2003 Hársnyrting Vildísar með 337 stig. Sigursveitin er skipuð þeim Guð- mundi Ólafssyni, Hallgrími Rögn- valdssyni, Jóni Viðari Jónmundssyni, Þorvaldi Pálmasyni, Sveinbirni Eyj- ólfssyni og Lárusi Péturssyni. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Þriðja kvöldið af fjórum í Sigfús- armótinu var spilað fimmtudaginn 13. mars sl. Þessi pör skoruðu mest: Hörður Thorarensen–Vilhjálmur Þ. Pálss. 37 Kristján Már Gunnarss.–Björn Snorras. 28 Ólafur Steinason–Guðjón Einarsson 23 Sigurður Vilhjálmsson–Gísli Þórarinsson 15 Staða efstu para að loknum 3 kvöldum er þessi: Kristján Már Gunnarss.–Björn Snorras. 90 Anton Hartmannss.–Pétur Hartmannss. 62 Gísli Hauksson–Magnús Guðmundsson 32 Sigurður Vilhjálmss.–Gísli Þ./Grímur M. 26 Bridsfélag Kópavogs Það er svo sannarlega hörð barátta um efstu sætin í þriggja kvölda vortvímenningi félagsins, þar sem tvö beztu kvöldskor gilda til sigurs. Hæstu skor sl. fimmtudag fengu: NS: Inga Lára Guðmundsd. – Unnur Sveinsd. 246 Guðlaugur Sveinsson– Jón Stefánsson 241 Jens Jensson – Jón Steinar Ingólfsson 240 AV: Ármann J. Lárusson – Villi JR 277 Hallgrímur Hallgr. – Hermann Friðr. 271 Heimir Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 251 Staða efstu para: Hallgrímur H. – Hermann F. 120,14% Ármann J. Láruss. – Villi JR 119,91% Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðars. 117,82% Suðurlandsmótið í tvímenningi Suðurlandsmótið í tvímenningi 2003 var spilað að Heimalandi undir Eyjafjöllum laugardaginn 15. mars sl. Úrslit urðu þessi: Guðjón Einarsson–Ólafur Steinason 163 Helgi Hermanns.–Kjartan Jóhanns. 107 Anton Hartmannss.–Pétur Hartmannss. 103 Gísli Þórarinss.–Gunnar Þórðars. 77 Helgi G. Helgason–Vilhjálmur Þ. Pálsson 75 Bergur Pálsson–Sigurjón Pálsson 60 Jón S. Pétursson–Höskuldur Gunnarsson 42 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík 10. mars var spiluð þriðja og síð- asta umferð í hraðsveitakeppni 2003 með þátttöku 10 sveita. Sigurvegari varð sveit Björns E. Péturssonar, sem hlaut 1608 stig. Með honum í sveit voru Haukur Sævaldsson, Bjarni Ásmunds og Þröstur Sveins- son. Röð næstu sveita var þannig: Sveit Sigurðar Pálssonar 1602 Sveit Olívers Kristóferssonar 1597 Sveit Þorsteins Laufdal 1566 Sveit Tómasar Jóhannssonar 1510 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 13. mars. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. N-S. Júlíus Guðmundss–Rafn Kristjánsson 283 Aðalbjörn Bened.–Leifur Jóhanness. 260 Sæmundur Björnss.–Olíver Kristóferss. 254 A-V. Eysteinn Einarss.–Kristján Ólafss. 270 Ólafur Ingvarss.–Friðrik Hermannss. 256 Halla Ólafsd.–Þórhildur Magnúsd. 254 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót, sem fyrr var fagurt sungið af fríðri Jesse rót. Og blómstrið það á þrótt EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR ✝ Eygló Ástvalds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 15. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 26. febrúar. að veita vor og yndi um vetrar miðja nótt. (M. Joch.) Móðursystir mín, Eygló Ástvaldsdóttir, sem ég mat svo mikils, er farin. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir okkur sam- an. Hún heillaði mig strax og á hrifningu mína bar aldrei skugga. Ég man eftir fjölskylduferðum til Stokkseyrar; í mínum huga var aðalatriðið að hitta hana frænku. Að veiða með henni hornsíli sem ég ætlaði að taka með heim. Að fara niður í fjöru að finna kuðunga. Að vera með henni, hlusta og tala saman. Hún gaf mér fermingarskóna sína og mér fannst ég eiga allan heiminn. En svo urðu kaflaskil. Fjölskylda mín fluttist út á land, en frænka og hennar fólk fóru suður. Ég varð unglingur, en hún eiginkona og móðir – en eftir sem áður uppáhaldsfrænkan. Gift og fjögurra barna móðir geislaði hún af æskufjöri og þrótti. Hún tók uppeld- ishlutverk sitt alvarlega og þau Jói voru samstiga í hvívetna, enda lentu þau aldrei í öngstræti. Enginn veit sína ævina fyrir. Eygló frænka mín veiktist og ekki varð aftur snúið. Nú er hún meðal þeirra sem áður voru farnir og ég trúi því að henni líði þar vel. Ég mun ætíð minnast hennar með gleði og þakklæti, og ég mun sakna hennar sárt. Jóa, Halldóri, Hildi, Eyþóri og Vilberg sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið guð að gefa þeim styrk og kjark til þess að takast á við lífið. Góðar og traustar minning- ar fylla ekki tómarúmið, en þær hjálpa. Ég vil kveðja Eygló frænku með fallegum ljóðlínum eftir Hannes Pétursson: Ég fel þig dauðans dul og ró því djúpi sem er hulið mér. Helena Kristín. Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR Snorrabraut 58. Einnig færum við þakkir til starfsfólks annarrar hæðar Droplaugarstaða. Hallgrímur Magnússon, Vigdís Magnúsdóttir, Egill Már Guðmundsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN DAVÍÐSSON, Faxaskjóli 16, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 20. mars kl. 13.30. Björg Þorsteinsdóttir, Davíð Þorsteinsson, Halldóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur E. Sigvaldason, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.