Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TIL hamingju með daginn, Fjarða- byggð og Austfirðingar og baráttu- kveðjur til allra dreifbýlisstaða. Já, það er gríðalegum stórum áfanga náð fyrir Austurland. Þetta er búin að vera 30–40 ára barátta, fólkið var oft dapurt og var oft að missa vonina en nú er fagnað og stórum áfanga er náð. Guðs útvaldir Það var leikinn sorgarmars, fyrir utan Alþingishúsið, þegar lög um ál- ver og Kárahnjúkavirkjun voru sam- þykkt. Það er ekki alltaf stór hópurinn sem hefur safnast niðri á Austurvelli og oft slæðast forvitnir krakkar í hópinn en þetta er fólk sem gerir ótrúlegustu hluti, raðar vettlingum kringum Alþingishúsið og ber alls- konar mótmælaspjöld. En þetta er hópur sem hefur sig í það að hringja inn á einkaheimili fólks og hóta reiði Guðs ef framkvæmdim við Kára- hnjúka yrði haldið áfram. Og það hefur gert ótrúlegustu hluti, það hef- ur vaðið inn á öræfi með íslenska fán- ann og troðið honum niður í mold- arbörð, íslenski þjóðsöngurinn hefur verið troðinn niður í forina, helgustu tákn þjóðarinnar verið svívirt. Það hvarflar oft að mér hve margir í þessum hópi hafa komið og skoðað þessar náttúruperlur og hafi raunar hætt sér út fyrir Reykjavíkursvæðið til þess að skoða landið, land sem er vissulega stórbrotið og fallegt. Stundum dettur manni í hug að náttúruvernd sé í réttu hlutfalli við vegalengdina frá Reykjavík. Það er verið að ganga frá stækkun álvers í Straumsvík, stækkun álvers á Grundartanga sem þýðir nýjar virkj- anir, meiri mengun og erlent starfs- lið ef við eigum að trúa á alla þá skelfingu sem hlýst af álveri á Aust- urlandi. Fólk er fljótt að gleyma, er það ekki rétt hjá mér að mesta mengunarslys Íslandssögunnar hafi verið þegar olíuskipinu El Grillo var sökkt á Seyðisfirði á stríðsárunum? Það olli gífurlegu tjóni, allar fjörur voru þaktar þykkri olíu. Og við bryggjuna þar sem börnin höfðu leikið sér og dorgað var ekkert líf, aðeins þykkir olíuflekkir. Er það ekki rétt hjá mér að veittar voru stríðsskaðabætur, „Marshallhjálp- in“? En hvert fór það fé, ekki ein króna kom til Seyðisfjarðar, það fór allt suður. Þá kom Írafársvirkjun og lagður var grunnur að fyrstu stóriðj- unni. En þá var enginn sorgarmars leikinn. Þá var fólk að afla tekna í sveita síns andlits, það hafði ekki þann bakgrunn sem fólk hefur nú, vinnu sem gefur því tækifæri til þess að fara inn á öræfin og ganga mót- mælagöngur, allt án þess að hafa áhyggjur af velmeguninni og trygg- ingu þess nýríka. En er landið ekki allt ein náttúru- perla? Ég er heilluð af því sem það hefur upp á að bjóða af sumarkyrrð- inni, þegar blómin fara að springa út, þegar fuglarnir fara að syngja á vor- in og af hreinleika þegar fjöllin eru snæviþakin á veturna. Ég skora á ykkur öll sem raun- verulega viljið byggja landið. Fólkið í landinu og landið verða að lifa í sátt og fólkið að njóta gæða landsins. KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, húsmóðir, Brattholti 8, Seyðisfirði. 15. mars Frá Karólínu Þorsteinsdóttur Í ALLRI þeirri umræðu sem farið hefur fram um sýningu á óhefðbundn- um bardagaíþróttum undanfarna daga get ég ekki orða bundist. Umræðan um þessa fyrstu opin- beru keppni í ólympískum hnefaleik- um hefur ekki verið um hversu vel hún tókst og hversu vel íslenskir hnefaleikamenn stóðu sig gegn frændum vorum Dönum. Nei, um- ræðan hefur verið um sýningu á óhefðbundnum bardagaíþróttum, ólögmæti þeirra og að allt væri í upp- lausn í ólympískum hnefaleikum. Ég er alveg sammála því að þessi sýning átti enga samleið með þessari keppni. Fyrir mér snýst þessi umræða um á hvaða sjónvarpsstöð keppnin var sýnd, frá hvað félagi keppendur voru og hverjir eru vinir hverra! Ég get ekki annað en lýst hneyksl- un minni á þeim sem ég taldi vera full- orðið fólk og áhugamenn um ólymp- íska hnefaleika. Það er alveg með ólíkindum að sjónvarpsmaður komi fram og tali um að keppendur á móti Dönum væru ekki þeir bestu heldur þeir frá Keflavík. Ég hefði aldrei trú- að að menn legðust svona lágt. Sonur minn æfir hjá Hnefaleika- félagi Reykjavíkur og stendur sig frá- bærlega vel. Hann stóð sig líka vel þegar hann var undir leiðsögn þjálf- ara frá Hnefaleikafélagi Reykjanes- bæjar. A.m.k var hann nógu góður til að fara með honum ásamt fleira fólki til Bandaríkjanna að keppa. Þessi umræða er til skammar þeim sem hafa áhuga á að efla þessa íþrótt. Það að koma fram með svona yfirlýs- ingar er einungis til að lítillækka þá sem leggja hart að sér við að æfa þessa íþrótt og þjálfara þeirra. Ég fór bæði á keppnina sem haldin var í nóvember og svo þessa núna í mars. Þær voru báðar keppendum og ólympískum hnefaleikum til sóma. Mér var alveg sama á hvaða sjón- varpsstöð hún var sýnd. Ég trúi því ekki að nefnd fullorð- inna manna segi af sér út af þessu máli. Það hefur þá ekki verið mikill bógur í þeim mannskap fyrir! Fyrir mér hljómar þetta eins og verið væri að nota þessa uppákomu sem afsökun til afsagnar. Með von og ósk um að forráðamenn þessara íþrótta taki höndum saman og vinni markvisst að því að efla þessa frábæru íþrótt. ÁGÚSTA HERA BIRGISDÓTTIR, Breiðvangi 8, Hafnarfirði. Ólympískir hnefaleikar Frá Ágústu Heru Birgisdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.